Morgunblaðið - 01.08.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1975
27
Sigurðína Ingibjörg Jórams-
dóttir, Keflavík — Mirming
Fædd 25. 11. 1903
Dáin 23.7. 1975
Kveðja
Hvað er indælla hlutskipti á
efri árum en að njóta ástar og
umhyggju barna sinna og annarra
afkomenda? Að vera elskaður og
virtur til hinstu stundar?
Slíkt hlutskipti öðlast enginn
fyrirhafnarlaust. Eðlislægir eða
áskapaðir mannkostir, sem felast
í tápmiklu lundarfari og kærleiks-
ríkum huga, yfirleitt öllu því, er
góða manneskju prýðir leiðir óaf-
vitandi og ósjálfrátt til gagn-
kvæmrar elsku.
Þannig var um ömmu mína,
Sigurðínu Jóramsdóttur, sem í
dag verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju. Líf hennar og
starf verður ekki skráð á spjöld
sögunnar, en óafmáanlega er það
rist í vitund þeirra, sem umgeng-
ust hana og fengu að njóta mann-
kosta hennar. Til heimilis hennar
lá leiðin í blíðu og stríðu. Þangað
var gott að koma. Góðvild hennar,
kjarkur og bjartsýni leiddu ávallt
til gleðiríkra og eftirminnilegra
samfunda. Hún var yndisleg
kona.
Þrátt fyrir sáran söknuð er mér
þó efst í huga að þakka forsjón-
inni þá hamingju að hafa átt hana
að.
Ég færi henni bestu þakkir fyr-
ir gæsku hennar og gjafmildi.
Blessuð sé minning hennar.
Gfsli
Það varð skammt á milli hjón-
anna, nábúa okkar við Vatnsnes-
vegihn, og fjarstæðu eina hefðum
við talið það, að Sigurðína ælti
aðeins nokkra daga ófarna á ævi-
braut sinni, er við hjónin ræddurn
við hana fyrir nokkrum dögum
þar sem hún var að Iagfæra- og
snyrta lóðina sína.
En enginn veit sitt skapadægur
fyrir, þött ýmsir fái hugboð um
nálægð þess, og kann svo að vera
að hér hafi það átt sér stað.
Hún lézt á Landspitalanum 23.
þ.m. ög verður jarðsungin i dag.
En manni sínum íylgdi hún til
hinztu hvilu 19. marz s.l. Hann
lézt 11. s.m.
Sigurðina Ingibjörg var fædd i
Litla-Hólmskoti í Leiru 25.
nóvember 1903. Foreldrar hennar
voru hjónin Ragnhildur Péturs-
dóttir og Jóram Jónsson, er þar
bjuggu. Þar ólst Sigurðína upp
með foreldrum sinum og systkin-
um þar til hún missti föður sinn,
en hann drukknaöi 12. mai 1910.
Ragnhildur móðir hennar stóð þá
ein uppi með 5 ung börn, það elzla
10 ára, en það yngsta á fyrsta ári.
Engir möguleikar vorti á því að
halda búskapnum áfram eftir frá-
fall eiginmannsins. Tvii börnin
varð hún að láta frá sér í fóstur,
en þrjár dætur voru áfram með
móður sinni, ein þeirra var
Sigurðína. Skömmu siðar fluttist
Ragnhildur til Reykjavíkur. Þar
vann hún fyrir sér og dætrunum.
Sigurðína var þar með móður
sinni þar til hún fluttist til Kefla-
vikur árið 1919, ásamt Jennýju
systur sinni. Voru þær í vist hjá
Matthíasi Þórðarsyni, sem þá var
eigandi Keflavikureignarinnar.
Systkini Sigurðinu eru þessi:
Jenný, gift Ragnari Jóni Guðna-
syni, Pétur, kvæntur Elínborgu
Geslsdóttur, þau búa bæði í Kefla-
vík; Guðrún og Sveinsína, búa
báðar í Reykjavík. Drengur lézt í
frumbernsku.
Maður Sigurðínu var Guðmund-
ur J. Magnússon, sem lézt á síöasl-
liðnum vetri sem áður er getiö.
Þau gengu í hjónaband 29. des.
1921 og bjuggu hér í Keflavik
alian sinn búskaþ. Þau byggðu sér
lítið hús við Kirkjuveg 28, sem
þau síðar stækkuðu. Húsið við
Vatnsnesveg, sem var síöasta
heimili þeirra, reistu þau 1953.
Þau hjónin voru samrýmd mjög
og ávallt glöð og gamansöm og góð
heim að sækja.
Þau eignuöust 6 börn. Eru þau
öll uppkomin og mannvænleg
mjög. Þau eru þessi í aldursröö:
Siguröur Breiöfjörö, kona hans
Gretha, búsett í Kaupmannahöfn;
Ingveldur Hafdís, gifl Sighvati
Gislasyni; Ingvar, kona hans Hera
Ólafsson, búsett í Keflavík; Svan-
hildur gift Ólafi Þorvaldssyni.
búsett i Ytri-Njarðvík; Jórunn
gift Ólafi Gunnlaugssyni, búsett i
Sandgerði; Guðrún, gift Guðbirni
Ásbjörnssyni, búsett í Ytri-
Njaróvík.
Sigurðina var i eðli sínu félags-
lynd. En af skiljanlegum ástæð-
um vegna heimilisanna á barn-
mörgu heimili varð starfsvett-
vangur hennar minni en ella á
félagsmálasviðinu. Þó vann
Sigurðina vel og af fórnfúsum
áhuga að félagsmálum á tímabili,
meðan hún mátti, á sviði verka-
lýðsmála. Hún var ein af foryslu-
konunum, sem gengust fyrir
stofnun kvennadeildar innan
Verkaiýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur árið 1936. Hún var
kosin fyrsti formaður deildar-
innar. Deildin var mjög athafna-
söm og Iét mjög að sér kveða.
Henni tókst aö bæta kjör kvenna
verulega og hún náði samningum
við atvinnurekendur um ákvæðis-
vinnu við síldarsöltun, sem þá var
Guðmundur Max Guð-
mundsson — Minning
ekkert áhlaupaverk, og voru
þessir samningar i ýmsu hag-
stæðari verkakonum en víöa
annars staðar. Fvrir starf hennar
að þessum málum er henni nú
þakkað af heilum huga.
Við hjónin þökkum innilega
góö kynni á liðnum árum og flvtj-
um börnum og barnbörnum
þeirra hjóna. svo og öðrum ástvin-
um, innilegustu samúðarkveðjur.
Ragnar Guöleifsson.
var alltaf að gefa öðrum eitthvað,
þó að hann stæði kannski sjálfur
eftir slippur og snauður. Ef það
væru fleiri menn búnir mann-
gæzkunni hans Harðar væri betra
að lifa I þessum heimi.
Hörður var ókvæntur og bjó hjá
móður sinni sem lifir son sinn.
Henni bið ég blessunar á þessari
raunastund í iífi hennar.
Jóhann Larsen.
Hörður Jóhanns-
son — Minning
1 dag verður gerð frá Dómkirkj- .
unni útför Harðar Jóhannssonar
Ásvallagötu 59. Hörður er fæddur
26. október 1923 í Reykjavík.
Hann var sonur hjónanna Frið-
riku Eggertsdóttur og Jóhanns
Garðars Jóhannssonar, eitt 10
barna þeirra hjóna.
Þegar við stöndum við vegamót-
in miklu, þar sem samferðamenn-
irnir einn á eftir öðrum týnast f
burtu, staldrar maður við og
innra með sér brennur spurning-
in, hvert, hvers vegna, hver næst?
Trúlega eru margir búnir að
finna svör við sínum spurningum,
aðrir ekki. Við, sem í dag kveðj-
um frænda okkar og vin, höfum
líkast til misst sjónar af honum
um stund, en öll munum við fara
sömu ferð fyrr eða síðar.
Á kveðjustundu vill hugurinn
reika, og margar minningar leita
á hugann sem hlýja um hjartar-
. rætur. Hörður var einhver hjálp-
samasti náungi sem ég hef
kynnzt. Ef einhver ættingi hans
eða vinur stóð í verklegum fram-
kvæmdum heima fyrir, var hann
ætíð boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd. Annar kostur var
ákaflega ríkur í eðli Harðar, en
það var hve barngóður hann var.
Ég minnist þess frá barnsárum
mínum, þegar Hörður var í sigl-
ingum, þá kom hann eitt sinn og
færði mér armbandsúr I afmælis-
gjöf. Eg held ég hafi verið eini
drengurinn í skólanum það árið
sem átti úr. Þannig var Hörður í
eðli sínu alltaf að reyna að gleðja
aðra og sérstaklega börn. Annað
dæmi kann ég af sonum minum.
Síðastliðið sumar spurði Hörður
þá hvers þeir óskuðu sér í jóla-
gjöf. Þeir svöruðu fótbolta. Síðan
minntist enginn á þetta meir,
enda ætlaðist enginn til þess að
hann gæfi þeim jólagjafir, en á
aðfangadag kom pakki með
boltanum í. Hann hafði þá munað
eftir ósk þeirra og uppfyllt hana.
í daglegri úmgongni var Hörður
ákaflega gamansamur og alltaf
með spaugsyrði á vör, enda ákaf-
lega orðheppinn maður. Sóttust
menn eftir návist hans, þvf að
kringum hann var alltaf glens og
gleði.
Hörður var nokkuð vínhneigður
og tel ég það eina ókostinn á
annars þessum góða dreng. Hörð-
ur vann öll almenn störf bæði á
sjó og landi og var jafnan eftir-
sóttur í vinnu, enda dugnaðar-
maður að hverju sem hann gekk.
Hörður kom þannig fyrir að ég
held, að öllum sem þekktu hann
hafi verið hlýtt til hans, og held
ég að hann hafi enga óvildarmenn
átt.
Hörður var ákaflega hugulsam-
ur maður og þegar hann var á
vertíð hér einn vetur kom hann
ekki svo í heimsókn að hann
kæmi ekki færandi hendi. Hann
Guðmundur Max Guðmundsson
trésmíðameistari andaðist á
Landakotsspítala 24. júli s.l. eftir
fimm vikna legu þar. Hann
verður jarðaður frá Oddakirkju í
dag. Guðmundur var fæddur í
Grindavík 13. október 1898. For-
eldrar hans voru hjónin Gyðríður
Sveinsdóttir og Guðmundur
Magnússon. Kornungur fluttist
Guðmundur með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur og var
þar til níu ára aldurs. Þá flutt-
ist hann að Miðeyjarhólmi i
Austur Landeyjum og var þar
í eitt ár. Þaðan fór hann
að Kanastöðum ti'l sæmdar-
hjónanna Guðrúnar Tómasdótt-
ur og Geirs Isleifssonar.
Á Kanastöðum leið Guð-
mundi eins og hann væri i for-
eldrahúsum. Þar átti hann heim-
ili til fullorðinsárá. Á uppvaxt-
arárunum stundaði Guðmund-
ur venjuleg sveitastörf. Auk
þess stundaði hann sjóróðra í
Vestmannaeyjum á vetrarver-
tfðum. Hann hafði mjög gaman af
skepnum, sérstaklega hestum,
sem hann kunni vel að meta og
fór vel með. Það voru ánægju-
stundir Guðmundar, þegar
gæðingi var hleypl á sprett á
sjálfgerðum skeiðvöllum austur
þar. Hann minntist oft æsku-
daganna góðu og glöðu í Land-
eyjunum, þegar unga fólkið á
bliðviðrisdögum sumarsins geyst-
ist f hópi á góðhestum í skemmti-
ferðir um nærliggjandi sveitir og
til Þórsmerkur.
Guðmundur naut sín vel í glað-
værum vinahópi á yngri árum og
einnig eftir að árin færðust yfir
hann. Söngmaður var hann góður,
vinsæll og glaður á góðra vina
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Getið þér sagt mér, hvernig ég get gleymt gömlum syndum?
Ég hef reynt það, en ég get ekki losnað við þær úr huga mínum.
Grískur heimspekingur sagði: „Kenn mér listina
að gleyma, því að oft man ég það, sem ég vil ekki
muna, og get ekki gleymt því, sem ég vil gleyma.“
Syndin hefur þann eiginleika að brenna sig óafmáan-
lega í minni okkar og huga. Það er alvarlegt, hve
margir spauga með syndina nú á dögum. Þeir gera
sér ekki grein fyrir, hversu djúp spor sektar syndin
lætur eftir í sálum okkar.
Hvernig getið þér gleymt syndum yðar? Hinn virti
vinur minn, dr. William Sangster, var vanur að gefa
fólki, sem átti við þennan vanda aó stríóa, eftir-
farandiráó:
,,Guð hefur fyrirgefið yður. Nú verðið þér að
fyrirgefa yður sjálfur.“ Það á ekki að gæta fortíðar-
synda eins og gamalla muna, sízt þegar haft er í
huga, aó syndunum hefur verið varpað í djúp hafsins
og þeirra verður ekki framar minnzt eins og segir í
Míka 7, 19. Hugarangur yðar vegna gamalla synda er
í raun og veru vantraust á fyrirheitum Guðs. Þér
eruð eins og gamli þrællinn, sem hélt áfram að vinna
fyrir húsbónda sinn eftir að frelsið var fengið, af því
aó hann gat ekki trúað, að þaó væri satt. Biblían
segir: ,,Ef sonurinn gerir yður frjálsa, munuð þér
verða sannarlega frjálsir“ (Jóh. 8, 36). Trúið því, að
þér eruð frjáls.
fundum. En Guömundur var
einnig alvörumaður og hugsandi
og gerói sér fulla grein fyrir
ábyrgö og skyldum starfandi
manna í samfélaginu. Hugur
Guömundar hneigöist snemma lil
smíöa og varð hann trésmíöa-
meistari.Hann var góöur smióur.
velvirkur og vandlátur. Stundaöi
Guðmundur húsasmíöar víös
vegar, sérstaklega um Rangár-
vallasýslu. Áriö 1933 fékk
Guðmundur landspildu úr Ægis-
síðulandi viö Rangá og ræktaöi
hann alll landiö. Ari síöar giftist
hann eflirlifandi konu sinni
Sigriði Stefánsdóttur frá Bjólu.
Fluttu þau í nýbyggl hús
,,Rangá ‘, sem Guömundur reisti á
fyrrnefndu landi. Húsiö á Rangá
var ekki stórt, en smekklegt og
fullnægöi vel þeim kröfum, sem
geröar voru til ibúöarhúsa á þeim
tíma, sem þaö var byggt. Viö gift-
inguna eignaöist Guömundttr gott
heimili, sem hann kunni vel aö
mela. Hjónin á Rangá eignuöust
þrjú mannvænleg börn en þau
eru: Asa, gift Gunnari Guöjóns-
syni trésmiö i Hvolsvelli;
Györiöur gift Jóni Baldvinss.vni
smió á Hellu; og Höröur bifreiöa-
sljóri ógiflur á Hellu.
Húsiö á Rangá stendur viö þjóö-
braut. Þar var oft gestkvæmt og
þar var gotl aö koma. Heinliliö á
Rangá bar húsmóóurinni góöan
vitnisburö um hreinlæti og
myndarbrag. Guömundur átti vió
heilsubrest aö stríöa, þótt hann
léti oft ekki á þvi bera. Hann
stundaöi vinnu eins og heilsan
frekast leyfði og kom miklu i verk
á starfsamri ævi. Guömundur á
Rangá átti marga vini en enga
sem ekki báru til hans góóan hug.
Starfsþrek Guömundar bilaöi áriö
1965. Þá fór hann á Revkjaiund
og var þar í tvö ár. Ilaföi
Guömundur orö á þvi. hve mikils-
vert þaó er fyrir sjúklinga aö liaí'a
starf viö sitt hæfi. Á Reykjalttndi
gat Guömundur stundaö léttar
smiöar og flýtti þaö mjög f.vrir
bata hans. eöa varö e.t.v. til þess.
aö hann fékk bata. Reykjalundur
hefur oft fengiö réttinæta viöur-
kenningu og fer vei á því. Eflir aö
Guömundur kom frá Reykjalundi
vann hann viö smiöar i Reykjavik
meöan heilsan levföi. Þegar
Guömundur leit yfir farinn veg
var hann þakklátur fvrir margt.
sein honttm haföi hlotnast ilífinu.
Hann minntist góöu daganna á
Kanaslööum og inargra vina i
Landeyjum á æskudögum. Hann
var þakklátur f.vrir vinina mörgu.
sem hann eignaöist siöar á lil's-
leiöinni. En sérstaklega var hann
þakklátur fvrir konuna góöu sem
. aldrei brásl og stóö viö liliö lians
og veitti honum gott heimiii
hamingju og styrk. þegar mesl á
reyndi. Hann var þakklátur i'yrir
btirnin og barnabörnin. sem voru
honum til inikiilar ánægju og
veittu lionum hamingjustundir.
Nú þegar Guömundur Max er
kvaddur munu margir minnasl
góös manns, sem var alla tíö vel-
viljaóur og bætti umhveifiö.
Menn koina og menn fara. Menn
heilsast og kveöjasl. Lifiö heldur
áfram og hefir sinn tilgang. Góöar
minningar um gengna menn
geymast og ltafa góö áltrif á
hugarfar manna og framvindu
mála. Eftirlifandi konu. börnum
og tillum vandamönnuiii skál vntl-
ttö fyllsta samúö meö einlægúm
óskum ttm, aö söknuöur megi
víkja fyrir birtu góöra líma.
Ingólfur Jónsson