Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 1
36 SÍÐUF MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 186. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 6 fórust. tugir særðust og tugmilli arðatión í olíustöðvarbrunanum Philadelphia 18. ágúst Reuter — AP Slökkviliðsmönnum í Philadelphiu tókst í kvöld að komast fyrir eldinn í olíuhreinsunarstöð Gulf Oil félagsins í úthverfi Philadelphiu, sem geisað hafði f sólarhring. Er talið að olfuhreinsunarstöðin, sem er ein sú stærsta f Bandarfkjunum, sé ger- ónýt. 6 slökkviliðsmenn létust í brunanum og tugir særðust, og er tjónið metið á tugi milljarða fsl. kr. Olfuhreinsunarstöð þessi framleiddi um 2% af heildarframleiðslu olfu- hreinsunarstöðva f landinu. Eldurinn brauzt út í gær, er verið var að dæla olíu til stöðvarinnar úr olíuskipi, sem lá við legufæri á Dela- wrefljóti. Tveimur klukku- stundum síðar töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins, en logar höfðu náð að leynast undir kvoðunni, sem slökkviliðsmenn not- uðu til að kæfa eldinn, og síðan varð skyndileg sprenging og gífurlegt eld- haf blossaði upp á ný Fórust þá mennirnir 6. Alls fuðruðu 15 milljónir lítra af bensíni upp við sprenginguna og stóðu eld- tungurnar mörg hundruð metra í loft upp og þykkt reykský lagði yfir hluta borgarinnar. Olíuhreins- unarstöð þessi var sú eina sem Gulf félagið átti á aust- urströndinni og verður fyr- irtækið því að kaupa olíu af keppinautum sínum meðan verið er að byggja nýja stöð. Eldsvoði þessi er sagður sá mesti, sem olíu- iónaðurinn í Bandaríkjun- um hefur orðið fyrir. Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í gærmorgun. simamynd AP Miðausturlönd: Samkomulag á næsta leiti Kissinger af stað á morgun Washington, Jerúsalem og Kaíró 18. ágúst AP—Reuter. FLEST þykir nú benda til, að bráðabirgðasamkomu- lag sé nú loksins á næsta leiti í deilu Egypta og Bandaríkin: Sovézkur og kúbansk- ur togari í landhelgi Boston 18. ágúst AP-Reuter BANDARlSKA strandgæzlan tók í gær og dag tvo erlenda togara annan sovézkan hinn frá Kúbu, og færði þá til hafnar vegna meints brots á banni gegn skel- fiskveiðum á bandaríska land- grunninu. Fundu strandgæzlu- menn ferskan humar um borð í báðum skipum. Skipin voru að veiðum um 80 milur undan strönd Massachusetts. Rússneskur skip- stjóri var á kúbanska skipinu og 6 aðrir Sovétmenn voru i áhöfn þess. Báðir skipstjórarnir eiga yf- ir höfði sér allt að 100 þúsund dotiara sekt og eins árs fangelsi svo og að skip, veiðarfæri og afli verði gerð upptæk. Þetta eru 67. erlendi togarinn sem bandariska strandgæzlan færir til hafnar á þessu ári af V-Atlantshafi. Sovézka skipið heitir Zaraysk, en hið kúbanska Playa de Varadero. Israelsmanna. Henry Kiss- inger utanríkisráðherra Bandarfkjanna, sem legg- ur upp í enn eina sáttatil- raunaferð til Miðaustur- landa á morgun, miðviku- dag, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að málin stæðu nú þannig að allir aðilar teldu grundvöll fyrir því, að hann legði upp í ferðina til að leiða aðila til samkomulags. Frétta- skýrendur leggja í dag áherzlu á það f skrifum sfnum að Kissinger hafi sagt í marz sl., er slitnaði upp úr viðræðum deilu- aðila, að hann myndi ekki leggja upp í aðra ferð nema 90% lýkur væru fyrir þvf að samkomulag yrði undirritað. Kissinger Neita að ferma hveiti til Sovétríkjanna Washington 18. ágúst AP—Reuter BANDARlSKIR hafnarverka menn hafa fengið fyrirmæli frá verkalýðssambandinu þar, AFL- CIO, um að ferma ekki um borð f skip hveiti, sem á þessu ári hefur verið selt til Sovétríkjanna, fyrr en Bandarfkjastjórn hefur vertt fullvissu fyrir þvf að hagur hins bandarfska neytenda og banda- rfskra skipafélaga verði tryggður, að þvf er George Meany formaður AFL-CIO skýrði fréttamönnum frá f dag. Fyrirmæli þessi voru send út f morgun. Meany sagði, að AFL-CIO væri ákveðið i að koma í veg fyrir að sagan frá 1972 endurtæki sig, en það ár keyptu Sovétmenn milljón- ir Iesta af hveiti af Bandarikja- mönnum með þeim afleiðingum, að verð á matvörum stórhækkaði i landinu. Það sem af er þessu ári hafa Sovétmenn gert samning um kaup á 9,8 milljónum lesta af hveiti frá Bandarfkjunum og er talið að þeir sækist nú eftir að kaupa 15 milljónir lesta til við- bótar til þess að vega upp á móti miklum uppskerubresti heima fyrir. Ford Bandaríkjaforseti sagði í ræðu á bændaþingi i Iowa i dag, að mjög gott úclit væri fyrir hveitisölur til Sovétríkjanna, einkum vegna þess að ljóst væri að metuppskera yrði i ár hjá bandarískum bændum. Hins vegar hafði hann lagt bann víð frekari hveitisölusamningum fyrr en nákvæm birgðakönnun hefði farið fram og áreiðanlegar spár um lokauppskeru lægju fyrir. Forsetinn sagði einnig að upp hefði komizt að erlendir kaupendur hefðu verið sviknir í viðskiptum og þeir hefðu ekki fengið uppgefið magn á farmskír- teinum. Sagði hann að stjórnin hefði nú tekið þetta mál föstum tökum og myndi tryggja að slíkt endurtæki sig ekki. 1972 var gert samkomulag um að bandarisk skip flyttu 'A hveitis- ins, sovézk skip 'A og skip annarra þjóða afganginn. Vill AFL-CIO nú mun stærri hlut fyrir bandarísk skip. flýgur beint til Israels á morgun og heldur þaðan til Egyptalands og mun einnig heimsækja Sýrland, Jórdaníu og Saudi-Arabfu. Akvörðunin um för Kissinger var tekin nokkrum klukku- stundum eftir að rikisstjórn Isra- els lauk sunnudagsfundi sínum með yfirlýsingu um, að enn væri eftir að leysa mikilvæg vandamál, áður en bráðabirgðasamkomulag yrði undirritað og herma áreiðan- legar heimildir í Jerúsalem, að nokkrir ráðherrar í stjórninni hafi verið andvígir því að Kiss- inger kæmi svo fljótt og er talin hætta á að efnt verði til mótmæla- aðgerða við komu hans til Israels. I því tilefni hafa verið gerðar gífurlega miklar öryggisráð- stafanir, einar þær mestu, sem gerðar hafa verið í Israel. Herma heimildir að Israelsmenn hafi Framhald á bls. 35 Hallar undan fæti fyrir Goncalves Kommúnistar eiga í vök að verjast í Portúgal nú orðið mjög i vök að verjast i Lissabon 18. ágúst. Reuter-AP-NTB VASCO Goncalves forsætisráð- herra Portúgals hefur hafið hat- ramma baráttu gegn þeim öflum, sem reyna að koma honum úr valdastóli. Ráðherrann viður- kenndi f dag, að atburðir undan- farinna daga hefðu gert sér erfið- ara um vik að stjórna landinu, en lýsti þvf jafnframt yfir, að hann myndi ekki segja af sér. Forsætis- ráðherrann flutti f kvöld ræðu f úthverfi Lissabon á fundi, sem kommúnistar boðuðu til, þar sem hann skoraði á stjórnmálamenn og hermenn að sameinast um að bjarga byltingunni, og sagði að staða byltingarinnar nú væri ömurleg og ófyrirgefanleg. Rfkis- stjórn sfn hefði alltaf stefnt að þvf að sameina og sætta þjóðina og ekki yrði hvikað frá þeirri stefnu. Stjórnmálafréttaritarar telja þó óliklegt, að Goncalves fái nokkru áorkað og að hann hljóti óhjá- kvæmilega aó þurfa að.vikja úr embætti, þar sem sýnt sé að meira en helmingur hersins sé andsnú- inn honum svo og stærstu stjórn- málaflokkar landsins, jafnaðar- menn og alþýðudemókratar. Ljóst er að kommúnistar eiga Portúgal og hefur verkalýðssam- bandið, Intersindical, boðað til klukkustundar allsherjarverk- falls á morgun, sem fréttaritarar segja að sé örvæntingarfull til- caun til að halda tökunum á verkalýðsfélögum, en fjöldi verkalýðsfélaga hefur hins ve'gar Framhald á bls. 35 Kólnandi veð- ur næstu 75 ár 18. ágúst Norwich, Englandi AP—Reuter. UM 250 veðurfræðingar frá 23 löndum komu saman til fundar hér f dag til að ræða langtfmaloftslagsbreytingar og framtfð loftslags jarðar, og sagði hinn kunni brezki veður- fræðingur, prófessor Hubert Lamb, á fundi með frétta- mönnum, að þrátt fyrir hita- bylgjuna f Evrópu sl. 2 mánuði hefði veðurfar f heiminum kólnað um 'A úr gráðu á celcfus á sl. 25 árum og að Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.