Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGÚST 1975 Lionsmenn á Héraði gefa augnskoðunartæki Egilsstöðum, 15. ágúst. ÞRIÐJUDAGINN 12. ágúst af- henti stjórn Lionsklúbbsins Múla á Fljótsdalshéraði fullkomin augnskoðunartæki í heilsugæzlu- stöðina á Egilsstöðum. Björn Ágústsson formaður Múla afhenti stjórn sjúkrahússins og heilsu- gæzlustöðvarinnar tækin og kvað klúbbinn, er stofnaður var 28. des. 1970, hafa haft það markmið að styrkja heilsugæzlu á svæðinu með tækjakaupum og bæta um leið aðstöðu héraðslækna og sér- fræðinga sem koma hingað nokkuð reglulega. Lionsklúbburinn Múli hefur áður afhent tæki til sjúkrahússins og má þar nefna blóðrauðamæli og lungnasogtæki og einnig styrkt með fjárframlögum kaup á tann- Iæknatækjum og snjóbíl. Fyrir síðustu jól færði klúbburinn sjúkrahúsinu lítil sjónvarpstæki. Guðmundur Magnússon sveitar- stjóri, sem er formaður stjórnar sjúkrahúss og heilsugæzlu- stöðvar, veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði góðan hug sem að baki liggur starfi Lionsmanna og þeirra fjölmörgu einstaklinga sem veitt hafa málum þeirra lið. Er tækin höfðu verið afhent buðu Lionsmenn viðstöddum til kaffi- drykkju í Valaskjálf. Jónas Pétursson fyrrverandi alþingis- maður lýti störfum Lionsklúbbs- ins í sjónverndarmálum á Héraði og þakkaði þann stuðning sem þeir hefðu fengið hjá almenningi, þegar knúið hefur verið dyra. Tækin eru m.a. árangur þessa samstarfs. Jónas las síðan upp skeyti frá Guðmundi Björnssyni formanni Auglæknafélags Is- lands, þar sem hann þakkar Lions-hreyfingunni braut- ryðjandastarf í sjónverndar- málum á Islandi. Helgi Gíslason oddviti Fellahrepps minntist merkra tímamóta í sögu heil- brigðismála á Fljótsdalshéraði, því að á þessu ári eru rétt 70 ár síðan sjúkraskýli var reist á Fljótsdalshéraði, á Brekku I Fljótsdal, og það kostaði þá tæpar 16 þús. krónur. Þegar fram- kvæmdir hófust 1904 voru til I sjóði 5.600 kr., sem voru að miklu leyti gjafafé frá einstaklingum. Fyrsti Iæknir við þetta skýli og aðalhvatamaður að byggingu þess var Jónas Kristjánsson læknir. Starfandi læknar við heilsu- gæzlustöðina og sjúkrahúsið á Egilsstöðum eru nú tveir og sá þriðji kemur innan tíðar. Einnig starfa þar tannlæknir, meina- tæknir og fleira sérmenntað fólk. Steinþór. Ljósm. 01.K.Mag. Þetta skip er að athafna sig langt uppi f landi. Það er sanddæluskip Landsvirkjun- ar, sem á sumrin dælir upp af votni Iðnsins við Búrfellsvirkjun sandi, sem Þjórsá ber fram. Svo mikill framburður er í þessari jökulá, að hann sezt í lðnið og minnkar geymslugetu þess. Annað er merkilegt við þetta skip, það gengur fyrir rafmagni úr landi. DOMUR ATHUGIÐ! Hefjum fjölbreytta vetrarstarfsemi 1. september meö 6 vikna námskeiðum. Viö bjóöum nú eldri dömum, létta leikfimi meö slökun, 2svar í viku. Almenna leikfimistíma, fyrir þær sem stunda vilja almenna þjálfun og styrkja sig. Framhaldstíma fyrir þær sem nú þegar eru í góöri þjálfun og vilja halda sér viö. NÝjJNG! FRIFERÐ TIL, KANARIEYJA MEO FLUGFEIAGIISLANDS í fyrsta skipti býöur Heba þeirri, sem best stendur sig og missir flest aukapundin, ferð til Kanaríeyja meö Flugfélagi Islands. Eina skilyröiö er. aö þær konur sem taka þátt í megrunar- námskeiöinu séu minnst 14 kg. of þungar. Hver veröur sú hamingjusama. sem hreppir bæöi Kanaríferö og fallegan vöxt7 Aö sjálfsögöu er innifaliö í námskeiðum okkar sturtur, sauna. hvildarbekkir. Ijós og gigtarlampi einnig sápa shampoo og olíur. aö ógleymdu kaffinu, sem þátttakendum er boðið aö loknu erfiöi. i notalegri setustofu. Nudd er á boöstólum fyrir þær. sem þess óska. Höfum tekiö uppþá nýjung aö hægt er aö fá keypt kort fyrir átta nuddtima og þá einn timann frian. Nuddiö er ódýrara fyrír þær. sem stunda leikfimitímana. Upplýsingar og innritun i símum 42360 - 31486 - 43724 ■zV*. 4- Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 epa VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK o 9 $0 l>l' AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- I.YSIR I MORGUNBLADINU Ramon hinn vinsæli spánski skemmtikraftur leikur og syngur fyrir kaffigesti til 1 . september. Það er aðeins í Eden sem fólk fær ókeypis skemmtun meðan það drekkur kvöldkaffið. Ætlar þú austur í Eden í kvöld? Eden, Hveragerði metravara Barnaúlpur útrúlega lágt verð Egill 3acobsen Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.