Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGUST 1975
5
r
I'HI '
RJ0NSS
YAMAHA
360 CC. TORFÆRUHJÓL
Yamaha 50 cc.eru stílhrein i útliti.með tvtge.ngigMLpgjiSjálfvirkri oliuinnspýtingu, þannig
að óþarft er að blanda oliu saman við benéínið og5i: djíiiiPkassa.
Gott verð og greiðsluskilmálar.
Yamaha mótorhjól eru sérlega sterkbyggðóg'iiiaía jlfnap verið í fararbroddi í mótorhjóla-
keppnum erlendis. J CV'
j&g.K f '**' *• -i? (
* - . glGUMJEIl
r *» *
„,.'W s „** ■**" n*
S*3i
Borgartúni 29 sími22680
Ur Rauðasandshreppi
Verkstæði: Síðastliðinn laugar-
dag var stofnað hér I sveit hluta-
félag sem hlaut nafnið Höfn h/f.
Er það stofnað um trésmíðaverk-
stæði fyrst og fremst og vinnu út
frá þvl. Forystumaður um stofn-
un félagsins er Gunnar össurar-
son trésmíðameistari og er hann
stjórnarformaður, prókúruhafi
Marinó Kristjánsson. Lögfræðing-
ur við stofnun félagsins var Sig-
urður Baldursson Reykjavík.
Hlutafé er kr. 5,5 millj. og
helmingur þess lagður fram á
stofnfundi, en hluthafar eru allir
úr Rauðasandshreppi. Þannig
opnast margir möguleikar með til-
komu raforkunnar, sem áður voru
draumsýn í fjarlægð.
Veiðiskapur: Hrognkelsaveiði-
menn eru nú að taka I land net sfn
eftir ónæðissama og erfiða vertíð
vegna veðráttunnar. Áfli var því
misjafn mjög, en mest mun hafa
verið 80—90 tunnur á bát, sem
gefur tveim mönnum góðan
pening, en það er venjulegasta
áhöfn hér við þennan veiðiskap.
Selveiði á Rauðasandi og önnur
hlunninda eftirtekja hér f sveit,
svo sem æðardúnn og eggjataka
mun hafa verið allgóð.
Seðill seðlanna: Fólk hefir nú
fengið skattseðlana sína, og finnst
mörgum forvitnilegt plagg, en
kann lftt að þýða rúnirnar, og
það sem verra er, öruggir
þýðendur finnast fáir. Mál þessi
eru mikið rædd, og flestir á einu
máli um, að nú muni „kerfið"
fullskapað og fullhannað, þegar
svo er flókið frumritið, að enginn
veit hvað við er átt, hvorki
krefjandi eða kröfuþoli. Flóknast
af öllu flóknu í kerfinu mun þó
vera útreikningur á launajöfn-
unarbótum bænda, svo við fávisir
bændur tökum við ávisuninni eða
bréfinu upp á það að við fáum
ekkert þegar það kemur. Þeir sem
fá hvorugt eru svolítið óhressir
yfir því að vita ekki hvað það
merkir að fá hvorugt. Svo spyr
barnamaðurinn, einhleypinginn:
„Hversvegna er ég með bréf upp
á ekkert, en þú með ávísun uppá
kýrverð“, eða öfugt. Svarið er ein-
hversstaðar f „kerfinu".
Látrum 3/8.— ’75
Þórður Jónsson
Sfðasti kúasmalinn á Lðtrum,
Þórður J. Kristjánsson, Reykja-
vfk. Hann er ókátur yfir væntan-
Iegri förgun kúnna sem von er.
Myndin er tekin eftir sfðasta
reksturinn á liðnu hausti.
Þó er á sumum bæjum búið að ná
flestu fé úr ull. Hér á Látrum er
þetta sérstætt sumar, að þvf leyti
að engin kýr baular hér lengur,
og enginn kúasmali eða mjalta-
kona starfandi; tvær stéttir
lagðar niður. Kúnum var fargað
síðastliðið haust. Mun ekki hafa
verið kýrlaus byggð hér fyrr frá
því Þórólfur Spörr landnáms-
maður setti hér saman bú, óg
gerði sér bæ á „Brunum“, og
varð þá að höggva og brenna
skóginn af bæjarstæðinu og sjálf-
sagt nafnið af þvf dregið, Nú heit-
ir þessi sami staður Brunnar, og
var þar smábátaverstöð, senni-
lega um aldir, eftir þvi er sagnir
herma. Mjólk fáum við með póst-
inum tvisvar í viku og hefði ekki
þótt búmannslegt áður fyrr, og er
ekki enn. Þó er líklegt að svo
verði á komandi tímum.
Vegagerð: Unnið var f vor að
viðgerð á veginum úr Örlygshöfn
og út á Látrabjarg og má hann nú
heita þokkalegur malarvegur, svo
við heimamenn kunnum okkur
ekki læti að aka þennan veg. Er-
um við þakklátir fyrir þessa fram-
kvæmd, en hún kemur fleira fólki
til góða, fólki af allri lands-
byggðinni, þvi að mjög mikill
straumur ferðafólks hefir verið á
bjargið allan júní og júlfmánuði,
einmitt vegna vegabótanna, og
alveg sérstaklega hafi komið sól-
skinsdagur, en því miður hafa
þeir verið alltof fáir.
Raforkumál: Vonir standa nú
til, eða fastlega er reiknað með að
flest býli hér i sveit verði búin að
fá raforku frá samveitu fyrir vet-
urinn. Maður er þó löngu hættur
að taka nokkuð mark á tíma-
setningum í því efni, þvf að þær
hafa allar brugðizt til þessa, en
manni finnst að svo Iítið vanti til
að það hljóti að koma.
Þá stendur til að hefja vinnu
við undirbúning virkjunar í
Suðurfossá á Rauðasandi, og
byrjað verði með vegagerð að
virkjunarsvæðinu. Framkvæmd
þessari er hér almennt fagnað og
talin mikil öryggisráðstöfun fyrir
okkur sem búum sunnan Arnar-
fjarðar, ef sæstrengurinn yfir
Arnarfjörð frá Mjólká skyldi bila.
SUMARIÐ sfgur áfram, tfminn
alveg óstöðvandi sem fyrr, eða
það sem við köllum sumar, en
öllu má nafn gefa. Sumarið hefir
verið blautt og kalt þó engar stór
rigningar, en súld og skýjað loft.
Heyskapur er fyrir nokkru haf-
inn, en gengur smátt. Þó er vfð-
ast orðin þokkafeg spretta, en
stöðugar þurrkleysur. Á einum og
einum stað er þó búið að ná
nokkru af þurrheyi en f heild
lftið.
Rúning sauðfjár er heldur
skammt á veg komin, og hætt við
að hún geti dregizt, þvf flestir
munu láta heyskapinn ganga fyr-
ir, ef einhver stund kemur þurr.
ÚTSALA
/--------------------------------------\
Margir mjög góöir snyrtivöruliðir
sem tilheyra eldra framleiðslu
prógrammi Pierre Robert og Jane
Hellen eru nú fáanlegir á sérlega
hagstæðu verði
ATHUGIÐ að þetta eru allt
gæða vörur sem eru enn í takt
við smekk fjölmargra
“gameriafe* ,
Tunguhálsi 7, sími 82700.
- ÚTSALA
PIERRE ROBERT
— JANE HELLEN
snyrtivörur
Meðal annars:
Varalltlr.
augnskuggar,
Cologne
Þessi óvenjulegi útsöluvarningur
stendur yöur til boða
á eftirtöldum stöðum’
Snyrtivörudeildin — Glæsibæ
Hafnarborg — Hafnarfirði
Gjafa og Snyrtivörubúðin — Bankastræti
Snyrtivörubúðin — Laugavegi 76
Borgar Apótek — Álftamýri 1 —5
Háaleitisapótek — Háaleitisbraut 68
Kópavogsapótek — Álfhólsvegi 11.