Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 3 I LAUGARDALSHÖLLINNI og nágrenni hennar stendur nú yfir undirbúningur að Alþjóð- legu vörusýningunni 1975, sem haldin er á vegum Kaupstefn- unnar — Reykjavfkur hf. Sýn- ingin verður opnuð n.k. föstu- dag 22. ágúst og stendur til 7. september. Sýningarsvæðið er alls 8000 fermetrar og þar af er um helmingur undir þaki. Sýnendur verða að þessu sinni tæplega 200, en sýningardeildir 122. Sýndar verða vörur frá 610 framleiðendum I 23 þjóðlönd- um. I Laugardalshöllinni er unnið að uppsetningu og frá- gangi sýningarbása, en við hlið hennar hefur verið reist 1000 fermetra sýningartjald. Tjald þetta, sem jafnframt er einn sýningargripa á sýningunni og sá lang stærsti, er gert úr járn- grind, klæddri með plastdúk. Á útisvæði verða til sýnis m.a. verksmiðjuframleiddir sumar- bústaðir, lifandi minkar, leik- tæki fyrir börn, þungavinnu- vélar o.fl. Þá verður þar 15 tonna fiskibátur úr plasti, sem framleiddur er í Svíþjóð. A sýn- ingarsvæðinu úti verður gerð Þau eru mörg handtökin, sem unnin eru við undirbúning sýn- ingar sem þessarar. sérstök braut fyrir rafknúin bifhjól, sem verða til sýnis. Sýning þessi er almenn kaup- stefna og vörusýning á tækni- og neyzluvörum, en sérstök áherzla verður lögð á heimilis- tæki og búnað, matvæli og skylda vöru. Sérstök heil- brigðissýning, sem komin er frá A-Þýzkalandi, verður sett upp á sýningunni og nefnist hún „Maðurinn f umhverfi sínu“. Verður þar meðal annars sýnt stórt líkan sem nefnt er „Gler- konan“. Þetta er líkan af konu 3,20 m á hæð og er beinagrind hennar gerð úr áli, en að öðru leyti er hún úr plasti og gegnsæ þannig að greina má einstök líffæri. Stærsta sýningardeildin er frá Friðrik Bertelssyni hf., en fyrirtækið sýnir ýmsa vefnaðar- vöru. Þá er fyrirtækið Iðntækni með stóra sýningardeild og sýn- ir þar rafeindatæki og tölvu- búnað. Fjögur fyrirtæki frá Póllandi sýna á þessari sýn- ingu, en meðal þess sem þau kynna eru matvæli, fatnaður og togarar. Á meðan sýningin stendur yfir kemur til landsins ítalskur matreiðslumaður, sem framreiða mun þjóðarrétt þeirra ítala, Pizzu. Hverjum aðgöngumiða á sýn- inguna fylgir happadrættismiði og verður dregið um vinninga á hverju kvöldi. Vinningarnir verða ferðalög til ýmissa staða, sem fólk almennt ferðast ekki til. I lok sýningarinnar verður dregið úr öllum happadrættis- miðunum um aðalvinninginn, sem er ferð fyrir tvo til Thailands. Til að auðvelda fólki utan af landi að sækja sýning- una veita Flugleiðir afslátt á fargjöldum. Er þessi afsláttur allt að 50%. Sýningin verður eins og áður sagði opnuð á föstudag,22. ágúst, og stendur til 7. september. Hún verður opin frá kl. 15—22 alla virka daga, en um helgar verður hún opnuð kl. 13.30 og húsinu lokað kl.22. Tízkusýningar verða tvisvar á dag meðan sýningin stendur yfir, sú fyrri kl. 16.30 og sú síðari kl. 8.45. Það verður sýn- ingarfólk frá Karon og Mótel- samtökunum, sem annast þessar sýningar. Á laugardög- um verða sérstakar sýningar á barnafatnaði. Tœplega 200sýnendur á Alþjóðlegri vörusgningu 1975sem hefstá föstudag A sýningunni er sérstök sýningardeild, þar sem fjögur pólsk fyrirtæki sýna vörur sínar. Þarna er unnið að uppsetningu sýningardeildarinnar. Á újisvæði sýningarinnar verða m.a. sýndir sumarbústaðir. Sá fremri er norskur, en hinn er fslensk framleiðsla. Ljósm. — Mbl. Sv. Þorm. Það sem sérstaka athygli vekur, þegar komið er inn I sýningartjaldið við hlið Laugardalshallarinnar, er loftræstikerfi, sem þar hefur verið komið fyrir. KEKK0NEN FEKK 22 LAXA — og var ánœgður með veiðina ur fékk ég 22 laxa,“ sagði Kekkonen,“ þegar blm. Morgunblaðsins ræddi við hann á Reykjavikurflugvelli I gær, þá nýstiginn út úr flugvél Vængja, sem flutti hann til Reykjavíkur að norðan. Og hann bætti við: „Auðvitað lang- ar mig að koma hingað aftur,“ og benti um leið á veiðina, sem verið var að taka út úr vélinni. Síðan gekk hann ásamt föru- neyti inn á Loftleiðahótelið til að fá sér hressingu, áður en heim var haldið. 1 Loftleiðahótelinu hitti Kekkonen forseta Islands, dr. Kristján Eldjárn, að máli og gengu þeir síðan saman út að flugvél Finnlandsforseta, þar sem forsetarnir kvöddust. Ekki var hægt að taka alla laxana, sem Finnarnir fengu, I flugvél Kekkonens og voru nokkrir tugir laxa og nokkrar ferðatöskur skildar eftir. Þá færði Kekkonen forseta Islands vænan lax að gjöf. KEKKONEN Finnlands- forseti hélt heimleiðis um kl. 16 í gær, eftir að hafa verið 4 daga við lax- veiði f Vfðidalsá f Húna- vatnssýslu. Með Kekkon- en í förinni voru 7 aðrir Finnar og þá daga, sem þeir voru að veiðum, fengu þeir 148 laxa. „Já, að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með veiðina, en sjálf- Hluti aflans, sem Finnarnir fengu I Vfðidalsá. Kekkonen kveður unga fslenzka stúlku, Stefanfu Sígfúsdóttur, áður en hann hélt heim á leið f gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.