Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 27 .•..wyy. ■■ ■ . Wmmm. m&mmi WyffiÆ&sífr reiðaakstur, ýmist langferðabif- reiðum eða við leigubifreiða- akstur, en síðustu 10 árin starfaði hann hjá Strætisvögnum Reykja- víkur. Kristján var traustur og góður starfsmaður, hrókur alls fagnaðar, glettinn og spaugsamur og framúrskarandi orðheppinn. Þá var Kristján ákveðinn f skoðunum og var ófeiminn að koma með sínar skoðanir um menn og málefni og rökstuddi þær svo vel að unun var á að hlýða. Margar ánægjulegar sam- verustundir áttum við vinnu- félagar hans saman, en þvf miður allt of fáar. Kristján var vinur vina sinna, hjálpsamur og traustur. Á kveðjustund viljum við vinnufélagar Kristjáns þakka honum samstarfið og góða kynn- ingu. Við munum minnast hans lengi sem örvandi og góðs félaga. Börnum Kristjáns, frú Sigriði Benný á Patreksfirði og Theódór rafvirkjameistara f Borgarnesi, nánustu ættingjum og vinum Aendum við kærleiks kveðjur og vitum, að minning um kæran vin Valgerður Pálína Einars- dóttir Scheske, Winnipeg Þó að mikið væri farið að draga úr ferðum Islendinga til Vestur- heims, er tuttugasta öldin gekk í garð, var allnokkuð um búferla- flutninga eftir aldamótin. Þannig varð land okkar enn um sinn að sjá á eftir mörgum góðum sonum og dætrum, er freista vildu gæf- unnar á ókunnum slóðum í leit að betri lífsafkomu, sér og sínum til handa. Árið 1912 urðu frændur og vin- ir alfarið að sjá á bak ungum efnishjónum, Einari Jónssyni og Sólveigu Þorsteinsdóttur. Hann var ættaður austan úr Landeyjum (foreldrar: Jón Brynjólfsson frá Skúmsstöðum og Þorbjörg Niku- lásdóttir frá Sleif), hún frá Bú- stöðum, hér í nágrenninu, dóttir Þorsteins Þorsteinssonar og Sig- ríðar Jónsdóttur, er lengi áttu heima að Laugavegi 58 B, hér í bæ. Þegar Einar og Sólveig fluttust vestur, höfðu þau eignast eina dóttur, Sigríði, gift Georg Sigmar, sem látinn er fyrir nokkuð mörgum árum, en Sigríður er búsett í Winnipeg. Eftir að vestur kom eign- uðust þau tvær dætur, Helgu, gift K.E. Porter borgarfulltrúa I Winnipegborg, og Valgerði Pál- ínu, er hér verður minnst. En sú sorgarfregn barst nýlega til frænda og vina hér heima, að hún væri ekki lengur I tölu lifenda. Andlát hennar bar að hinn 9. júlí s.l. eftir ströng veikindi. Vala, eins og hún var ávallt kölluð, fæddist árið 1924 og var því aðeins 51 árs að aldri. Hún giftist 19. okt. 1944 Adolf Scheske hóteleiganda. Vala dvaldist með foreldrum sínum og systrum til 4 ára, aldurs í Lonely Lake, Manit., en fluttist þá með foreldrum sín- um til Steep Rock. Man., þar sem hún gekk i skóla og lifsbaráttan hófst. Eftir giftinguna bjuggu þau Vala og Adolf í Ashern Urðu þau mjög vel kunn meðal Vestur-íslendinga og annarra og vinsæl með afbrigð- um fyrir dugnað sinn og atorku í hótelrekstri, fyrst í Minto og sfðar Lundar Motor Hotel i Lundar, Man. Börn þeirra urðu fjögur, tveir synir: dr. Glenn Allan of Vancouver, eiginkona Sharie; og Gregory James, ungur i heima- húsum. Dætur tvær: Judith Signý, gift séra Harald W. Ritcie, Winnipeg; og Pamela, ung i heimahúsum. Vala var mjög vel þekkt I heimabyggðum sinum og viðar fyrir músikgáfur og störf í þágu safnaða. Hún hafði góða söngrödd , var snilldarpfanisti og kenndi söng og hljófæraslátt. Hún var einnig organisti i söfnuð- um sínum og stjórnaði allri söng- og kórastarfsemi i söfnuðum heimabyggða sinna fyrst I Ashern og síðar Lundar, eftir að hún fluttist þangað. Einnig sá hún um Framhald á bls. 33 Victor Strange — Kveðjuorð Kristján Helgi Benja- mínsson — Minning Fæddur 8. febrúar 1914 Dáinn 19. júlf 1975. verður þeim styrkur og stoð í hverri raun. sunnudagaskóla safnaðanna. Arið 1973, en þá fluttist hún um vorið til Winnipeg, var hún gerð að heiðursfélaga í Kristniboðssam- bandi kvenna (Womens Misseon- ary Assoc.) I Winnipeg. Jarðarförin fór fram 11. júlí. Foreldrar Völu, sæmdarhjónin Einar og Sólveig, eru nú dáin fyrir allmörgum árum. Þau höfðu ávallt gott samband við ættland sitt, þó að þeim hlotnaðist aldrei tækifæri til að koma heim. Dæt- urnar tvær, Sigriður og Helga, hafa báðar heimsótt ísland. Annir og síðar veikindi munu hafa haml að þvi, að Vala hafði ekki enn komið því f verk að heimsækja Iand feðra sinna, þó að hugur stæði til þess, en kærkomin voru ávallt bréf hennar og jólakveðjur til vina hér. Skrifaði hún og talaði ágæta islensku Of margir átta sig ekki á því, fyrr en um seinan, að lífið er stutt, en margt þarf að gera og hér varð lífið sannarlega styttra en skyldi, aðeins 51 ár, og þó svo mörgu eftirminnanlegu og happadrjúgu starfi lokið. Fyrir mina hönd, systra minna og fjölskyldna okkar, sendi ég Margir hafa undrazt hversu danskur iðnaður er háþróaður og varð það strax eftir síðustu alda- mót. Skýringin á þessu er sú, að frammámenn Dana vissu, að landið var hráefnasnautt og orku- lindir þjóðarinnar af skornum skammti, möguleikar þeirra gagn- vart iðnaðaruppbyggingu fólust í því, að þjóðin vandaði til verka og lærði handverk og meðferð véla, svo se'm bezt mátti vera. Danir áttu nágranna í suðri, sem á þess- um tíma höfðu náð þjóða lengst í iðnaðaruppbyggingu. Skipulags- hæfileikar Þjóðverja og dugnaður hafði á miðri nitjándu öld gert Þýzkaland að forustuþjóð á þessu sviði. Danir leituðu þvj fyrir sér í Þýzkalandi og fengu marga hæfi- leikamenn til starfa. Þannig var fljótt upp úr aldamótunum stofnað til iðnrekstrar í pappírs- iðnaði, gleriðnaði, skipasmíðum og mörgum öðrum greinum. Allur þessi iðnaður byggðist meira og minna upp af þýzkum kunnáttu- mönnum. Danir voru fljótir að tileinka sér utanaðkomanda menningarstrauma og fóru máski á sumum sviðum fram úr læri- feðrum sínum. Meðan þetta gerðist áttu tslend- ingar i strfði við óblíð náttúruöfl og slæmt stjórnarfar, en tengslin milli Islands og Danmerkur leiddu þó af sér, að hingað komu danskir hæfileikamenn í nokkr- um greinum, fengum við t.d. hingað danska kunnáttumenn í vélsmiði strax og farið var að nota bátavélar í fiskibáta. Enn þessara menna var Victor Strange, sem hingað kom með varðskipinu Is- lands Falk árið 1918 og réðst til starfa hjá nýstofnaðri vélsmiðju, Hamri h.f. Strange, eins og hann Kristján var fæddur á Akur- eyri, sonur sæmdarhjónanna Ragnheiðar Jónsdóttur og Benja- mins Benjamínssonar fyrrum vatnsveitustjóra á Akureyri. Kristján var næst yngstur sjö systkina, fimm systra og tveggja bræðra. Til Reykjavíkur fluttist Kristján árið 1932 og stundaði bif- var alltaf kallaður, sýndi fljótt að hann var hæfileikamaður mikill á sínu sviði, var hann þvi fljótt val- inn til verkstjórnar. Eg, undir: ritaður, átti því láni að fagna að njóta kennslu hans í nokkur ár, og reyndist hann mér svo sem bezt var á kosið, enda maður full- ur áhuga um velferð og kunnáttu nemenda sinna. Þeir voru ófáir ungu mennirnir, sem nutu hand- leiðslu og hæfileika Victors Strange, og þakka honum nú að leiðarlokum góð kynni, einnig stendur þjóðin öll í þakklætis- skuld við þá útlendinga, sem á erfiðum timum í byrjun mótuðu og miðluðu öðrum af kunnáttu sinni. Victor Strange lézt hér í Reykjavík 4. þ.m. eftir erfiðan sjúkdóm, sem hann bar með mik- illi karlmennsku. Strange varð góður Islendingur og eignaðist Framhald á bls. 33 Starfsfélagar SVR. Ötryggð hey eru alvarleg ógnun við rekstraröryggi hvers*bús, eins og kostnaðarveró vetrarforða er orðið. Samvinnutryggingar bjóða nú tryggingu gegn brunatjóni á heyjum og búfe með hagkvæmari kjörum en áður hafa þekkst. Við minnum því bændur á að sinna þessu mikilvæga máli sem fyrst, og senda þátttökutilkynningar sínar. SAMVINNUTRYGGINGAR GT ÁHMÚLA 3 SiMI 38500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.