Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 11 fram rakalausum fullyrðingum, en ég bjóst ekki við því, að ábyrg- ur bæjarfulltrúi færi með slikan þvætting. Það þarf vissulega blindan mann til að sjá ekki að i Eyjum hefir verið unnið geysi- lega mikið starf á flestum sviðum Framhald á bls.25. Óvíkiduðum málflutningi svarað I Morgunblaðinu 10. ágúst s.l. var birt viðtal við Sigurð Jónsson bæjarfulltrúa I Vestmannaeyjum. t viðtalinu kemur ýmislegt 'fram, sem ég tel nauðsynlegt að svara, þótt ég hafi ekki fram að þessu séð ástæðu til að andmæla ýmsu þvf, sem Morgunblaðið hefur haldið fram um störf fyrrverandi bæjarstjórnarmeirihluta I Eyjum, enda hef ég litið svo á, að flest af því hafi verið skrifað af kappsöm- um blaðamanni um „velferð Eyj- anna“ (Á.J.) en ekki að sama skapi velviljuðum fyrrverandi meirihluta, og er þá vægilega til orða tekið. Um S.J. gegnir öðru máli. Hann á að vita betur en fram kemur I viðtalinu og hefir til þessa verið málefnalegri en margir aðrir. koma tjónabótum til bæjarsjóðs sem slíks, ekki við t.d. mjög veru- legar greiðslur vegna gjallhreins- unar, greiðslur til Rafveitu Vest- mannaeyja o.fl. Gatnagerð Fyrrverandi meirihluti hefir mjög verið legið á hálsi fyrir litlar gatnagerðarframkvæmdir og er leitt til þess að vita að undir þessa gagnrýni hafa ýmsir tekið, sem betur máttu vita t.d. S.J. Þegar séð var fyrir endann á gosinu gerðu flestir sér grein fyrir þvi, að óhemjumikil vöntun yrði á byggingarlóðum og það á svæðum, sem ekkert deiliskipu- lag var til fyrir. Strax var hafizt handa um gerð deiliskipulags og I framhaldi af þvi gatnagerð hol- ræsalagnir, vatns- og raflagnir svo og lagnir fyrir fjarhitun. Nú er búið að gera byggingarhæfar lóðir fyrir á 8. hundrað íbúðir, þar af meirihlutinn i einbýlis- og rað- húsum. Allir, sem nokkra innsýn hafa í verklegar framkvæmdir sveitarfélaga, vita hvað hér er um mikið átak að ræða fyrir ekki stærra byggðarlag á svo skömm- um tíma, samtimis mörgum öðr- um stórframkvæmdum. Fullyrða má því, að gatna- gerðarframkvæmdir hafa síðustu árin verið margfalt meiri hér í Eyjum erl í nokkru öðru álika stóru sveitarfélagi. Hitt er svo rétt -að jafnhliða áðurnefndum framkvæmdum reyndist ekki unnt að sinna malbikunarfram- kvæmdum að ráði. Stjórn eða óstjórn S.J. heldur því fram, að starf fyrrverandi meirihluta hafi byggzt á „snakki og óstjórn og ýmsar samþykktir bæjarstjórnar bæði um framkvæmdir og annað hunzaðar." Það er einatt auðvelt að slá Vikursala S.J. lætur hafa eftir sér að ég og lögfræðingur kaupstaðarins hafi haft 3 fullar möppur af bréfum frá erlendum fyrirtækjum um vikursölu, „án þess að nokkuð væri gert“. Allir bæjarfulltrúar vissu, að fjöldi fyrirspurna og fáein tilboð höfðu borizt vegna þessa máls, enda var það margrætt í bæjar- ráði og að minnsta kosti tvisvar í bæjarstjórn. Ýmsar athuganir voru gerðar og m.a. haft samráð við Framkvæmdastofnun Rikisins um málið. Svo langt var komið á s.l. sumri, að bæjarlögfræðingur lagði fram drög að samningi um vikursölu til þess fyrirtækis, sem álitlegast var talið að skipta við. Af ástæðum, sem S.J. þekkir, var það álit allra bæjarráðsmanna, þ.m.t. fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, að ekki væri þá timabært að ganga endanlega frá samningum. Þessi afstaða bæjarráðs var, eins og áður segir rædd I bæjarstjórn a.m.k. tvisvar og voru allir bæjar- fulltrúar (einnig S.J.) sammála rökum bæjarráðs. Frá samning- um um vikursölu má ganga hven- ær sem bæjarstjórn telur það timabært. Sund- og fþróttahöll S.J. segir réttilega, að byrjað sé á sund- og fþróttahöll og að áætlað sé að verkinu verði lokið næsta sumar. Ökunnugirgætu haldið. að hinn nýi bæjarstjórnarmeirihluti hafi af fádæma dugnaði hrist þetta verk fram úr erminni. Svo er þó ekki. I tíð fyrrverandi meiri- hluta vann sérstök nefnd ásamt bæjartæknifræðingi að undirbún- ingi verksins og var það hafið áður en hinn nýi meirihluti tók við og hefði ekki verið unnt að hætta við það, nema þá með því að brjóta gerða samninga við verk- taka og þar með skapa bæjarsjóði tugmilljón króna útgjöld í skaða- bætur. Viðlagasjóður S.J. gagnrýnir fyrrverandi meirihluta fyrir að hann „notaði ekki rétt til að sitja á fundum Viðlagasjóðs" og fyrir að hafa „mjög slakt samband“ við sjóð- inn. Vissulega hefði sambandið getað verið betra en raun varð á, en deila má um hvorum aðilanum (bæjarstjórn eða Viðlagasjóðs- stjórn) það hafi verið meira að kenna. Því má svo bæta við, að 3 Vestmanneyingar eiga sæti í stjórn sjóðsins og ætti það að tryggja að sjónarmið Vestmann- eyinga komi vel fram á fundum sjóðstjórnar. S.J. segir: „Það að sjóðurinn væri búinn að greiða Vestmanna- eyjabæ 600 millj. kr. kom jafn flatt upp á alla I bæjarstjórn þegar það upplýstist í vor.“ Þetta getur varla verið rétt. Allir bæjar- fulltrúar vissu, eða gátu vitað, hvernig greiðslum Viðlaga'jððs til bæjarsjóðs var háttað. Eins og þetta kemur fram f viðtalinu gætu ókunnugir haldið að um beinar tjónabætur til bæjarsjóðs væri eingöngu að ræða. Svo er þó ekki. Inni í þessari upphæð eru ýmsar greiðslur og greiðsluloforð sem Sjötíu sinnum íviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturika reynslu aö baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á (slandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. LOFTLEIDIR ISLA/MDS Félög með þjálfaö starfslið i þjónustu við þig % //\\\^r / í | > %' ■ . %> Magnús H. Magnússon, fyrrv. bæjarstjóri:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.