Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 _17 Tekzt IslenHingiim afl sigra Skota? Skotarnir betri í hlaupum — við í tæknigreinum t KVÖLD hefst á Laugardals- vellinum Iandskeppni f frjálsum fþróttum milli tslendinga og Skota. Er þetta þriðja frjáls- fþróttalandskeppni þjóðanna — þær tvær sem farið hafa fram hafa Skotar unnið. Þeir eru einn- ig sigurstranglegri f keppninni nú, en hins vegar verður að taka það með f reikninginn að að- stæðurnar eru okkur f hag að þessu sinni, og auk þess eru fslenzku frjálsfþróttamennirnir f mikilli framför. Takizt fslenzku keppendunum að vera við sitt bezta eða gera sitt bezta f keppn- inni f dag og á morgun má búast við tvfsýnni baráttu og jafnvel fslenzkum sigri, ef allt gengur sæmilega Iandanum f haginn. Styrkur skozka liðsins liggur fyrst og fremst I því hversu góðu hlaupurum það hefur á að skipa. Undanfarin ár hafa skozkir milli- vegalengda- og langhlauparar verið meðal þeirra fremstu í heiminum, og jafnvel þótt helztu hlaupastjörnur Skotlands komi ekki hingað til keppninnar, er breiddin slík að Skotar eiga sigur- inn sennilega vísan, a.m.k. í lang- hlaupunum. I millivegalengda- hlaupunum eiga Islendingar hins vegar smávon, og má i því sam- bandi minna á, að Ágúst Ásgeirs- son varð þriðji í 1500 metra hlaupi á skozka meistaramótinu fyrr í sumar, og hljóp þá á ágæt- um tíma, 3:49,8 mín. Voru þó flestir beztu hlauparar Skotlands meðal þátttakenda í því hlaupi og sigurvegarinn, R. Spence, sem hljóp á 3:47,3 mín. keppir í lands- keppninni hér. Eins og þeim sem fylgzt hafa með frjálsum íþróttum hérlendis í sumar er kunnugt um, hafa orð- ið umtalsverðar framfarir hjá Is- lendingum í sumar, og fram á sjónarsviðið er að koma hópur ungra manna, sem náð hefur mjög frambærilegum árangri. Yngsti keppandinn i íslenzka landsliðinu að þessu sinni er að- eins 17 ára, Sigurður Sigurðsson, Ármenningurinn fótfrái, en hann keppir nú aðeins í 100 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Sigurður á bezta árstímann í 200 metra hlaupi hérlendis, en getur ekki keppt f því, þar sem hann heldur af stað til Evrópumeistara- móts unglinga f frjálsum íþrótt- um árla á morgun. Styrkur íslenzka landsliðsins í keppninni við Skota liggur fyrst og fremst í tæknigreinunum og þá einkum í köstunum, en þar ættu Islendingar að sigra tvöfalt a.m.k. í kúluvarpi og kringlukasti. Góð von er einnig um sigur bæði í spjótkasti og sleggjukasti. Skot- arnir munu eiga mjög svipaðan árangur f þessum greinum og þeir Öskar og Erlendur, en báðir eru þeir félagar eitilharðir keppnis- menn og munu örugglega ekki láta sinn hlut eítir Iiggja. Ef litið er á einstakar greinar i landskeppninni kemur m.a. eftir- farandi í Ijós. SPRETTHLAUPIN Keppendur Islands í 100 metra hlaupi eru þeir Sigurður Sigurðs- son og Vilmundur Vilhjálmsson, en Bjarni Stefánsson og Vilmund- ur hlaupa 200 metrana. 100 metra hlaupið hlaupa fyrir Skota L. Piggot og A. Harley. Piggot hljóp bezt 100 metrana á 10,3 sek. i fyrra, en náði hins vegar ekki nema 11,0 sek. á skozka meistara- mótinu. Ekki hefur fengizt vitneskja um árangur A. Harleys í ár, en hann hljóp 200 metra bezt á 21,5 sek. í fyrra og varð skozkur meistari í ár á 22,0 sek. A. McMaster hleypur 200 metrana fyrir Skota auk Harleys. Hann átti bezt 21,7 sek. f fyrra, en varð annar á skozka meistaramótinu f ár á 22,2 sek. Islendingar eiga þvf mjög svipaðan árangur f þessum greinum og Skotarnir, en þeir háfa hins vegar náð árangri sín- um á tartanbrautum f hlýju og góðu veðri, þannig að ekki er ótrúlegt að Islendingarnir stand- ist þeim snúning og vonandi vel það í landskeppninni. MILLIVEGALENGDIR Keppendur Islands i 400 metra hlaupi er Bjarni Stefánsson og Vilmundur Vilhjálmsson. Vil- mundur hljóp á 48,9 sek. í bikar- keppninni á dögunum og er greinilega í góðu formi. Bæði hann og Bjarni eru miklir skap- menn í keppni og eiga góða mögu- leika á móti B. Gordon sem á bezt 48,5 sek. og H. Stewart sem á bezt 49,9 sek. I 800 metra hlaupi verður bar- áttan sjálfsagt vonlítil hjá þeim Jóni Diðrikssyni og Júlíusi Hjör- leifssyni, þar sem báðir skotarnir hafa hlaupið á mun betri tima: McMeekin á 1:46,8 mín., sem er tfmi á heimsmælikvarða og P. Hreinn Halldórsson — sennilega öruggasti sigurvegari I lands- keppninni. Clement á 1:48,4 mín. Annars er það þannig í landskeppni að milli- vegalengdahlaupin eru hlaupin „taktiskt" og endasprettur ræður úrslitum. Ágúst Ásgeirsson og Jón Diðriksson keppa í 1500 metra hlaupi og er þar sömu sögu að segja og í 800 metra hlaupinu. Þeir hafa ekki náð eins góðum árangri og hinir skozku keppi- nautar þeirra. A. Weatherhead hljóp t.d. á 3:43,4 mín. í fyrra og Spence sem er skozkur meistari í þessari vegalengd hefur hlaupið á 3:47,3 mín., — ef ekki betri tima. Má búast við nokkuð öruggum skozkum sigri í þessari grein. LANGHLAUPIN Ef að líkum lætur verður „tvö- faldur Skoti“ f bæði 5000 og 10.000 metra hlaupum. Sigfús Jónsson keppir í báðum þessum greinum af hálfu Islendinga, Gunnar Páll Jóakimsson verður félagi hans í 5000 metra hlaupinu, en Jón H. Sigurðsson f 10.000 metra hlaupinu. I þessum grein- um tefla Skotarnir fram frábær- um hlaupurum. J. Brown hefur hlaupið 5000 metra hlaup á 13:51,2 mfn. og J. Dingwall á 13:55,2 min. og A. Hutton hefur hlotið tímann 29:36,8 mín í 10.000 metra hlaupi. Hins vegar er ekki vitað um árangur C. Youngson sem hleypur 10 km hlaupið með Hutton. 3000 METRA HINDRUNAR- HLAUP I þessari grein má hins vegar búast við baráttu og jafnvel að Ágúst Ásgeirsson setji nýtt Is- landsmet. Hann var aðeins ör- skammt frá því í landskeppninni f Tromsö á dögunum og þarna fær hann mjög harða keppni. I. Gil- mour hefur bezt hlaupið á 8:43,0 mín. og J. Evans hljóp á 9:12,6 mín. á skozka meistaramótinu. Sigurður P. Sigmundsson hleypur einnig af Islands hálfu, en þessi ungi piltur hefur lítið lagt þessa grein fyrir sig, og því tæpast að vænta að hann blandi sér veru- lega í baráttuna að þessu sinni. GRINDAHLAUP Grindahlaupin ættu að geta orð- ið skemmtileg. I 110 metra grindahlaupinu er Stefán Hall- grfmsson og Valbjörn Þorláksson keppendur Islands, en A. McKenzie og S. McCallum hlaupa fyrir Skota. Sá fyrrnefndi mun eiga bezt 14,9 sek. í þessari grein, en sá siðarnefndi 14,5 sek. Hann varð skozkur meistari f sumar og hljóp þá á 14,9 sek. Stefán Hall- grfmsson og Jón S. Þórðarson hlaupa 400 metra grindahlaup og þar á Stefán góða sigurmöguleika. Skozku keppendurnir eru S. Mc- Callum sem á bezt 52,7 sek. og varð annar á skozka meistaramót- inu í sumar á 53,4 sek. og A. Tarquin, en ekki er vitað um ár- angur hans. STÖKKIN I öllum stökkunum má búast við tvísýnni baráttu. Keppendur Islands í hástökki eru þeir Elías Sveinsson og Karl West, sem báð- ir hafa stokkið um 2 metra. Berj- ast þeir sennilega um annað og þriðja sætið við lakari Skotann, B. Burgess sem á bezt 2,03 metra, en stökk 2,00 metra á skozka meist- aramótinu. Líklegur sigurvegari er hins vegar A. McKenzie, sem stokkið hefur 2,10 metra f sumar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti stangarstökkið að vera fslenzk grein. I þvi keppa Val- björn Þorláksson og Elías Sveins- son, sem báðir hafa stokkið 4,20 metra í sumar. Keppendur Skot- lands eru R. Xinclair sem stokkið hefur 3,90 metra f sumar og N. Donachie, en ekki er vitað um árangur hans. Til gamans má geta þess að skozkur meistari í þessari grein er R. Williamson sem stökk 4,10 metra. I langstökkinu eiga Skotarnir heldur betri árangur en Islend- ingarnir, þegar þeir hafa gert bezt. S. Atkins hefur stokkið 7,47 metra og A. Wells 7,20 metra. Þeir stukku hins vegar 7,10 metra og 6,79 metra á skozka meistara- mótinu. Keppéndur Islands eru Friðrik Þór Óskarsson og Sigurð- ur Jónsson, sem báðir hafa stokk- ið yfir 7 metra í sumar. I þristökkinu eru keppendur Is- lands þeir Friðrik Þór og Pétúr Pétursson. Er óhætt að binda von- ir við frammistöðu Friðriks Þórs sem stökk 15,40 metra í bikar- keppninni á dögunum. Skozku keppendurnir eru W. Clark sem á bezt 15,78 metra og P.D. Knowles sem stokkið hefur 15,46 metra. Clark varð skozkur meistari i sumar og stökk þá 15,28 metra en Knowles varð annar, stökk 14,43 metra. Pétur Pétursson keppir fyrir Island í þrístökkinu, auk Friðriks Þórs, og er hann nýliði i liðinu. KÖSTIN Sem fyrr greinir má ætla að köstin gefi Islendingum flest stig. Keppendur okkar f kúluvarpi verða þeir Hreinn Halldórsson og Guðni Halldórsson, og hafa þeir náð mun betri árangri en Skot- arnir: C. Sutherland og H. David- son. Davidson varð skozkur meist- ari f sumar og varpaði þá 16,15 metra og á sama móti varpaði Sutherland 14,24 metra. Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson keppa í kringlu- kasti, gegn þeim C. Sutherland og C. Watson. Sutherland varð skozkur meistari í sumar með 51,92 metra, sem mun vera hans bezta, en þá kastaði Watson 45,14 metra. Hann átti hins vegar bezt ' 46,50 metra i fyrra. Spjótkastið verður ugglaust tví- sýn grein, en keppendur Islands eru óskar Jakobsson og Snorri Jóelsson. Óskar er þó sennilegur sigurvegari, á betri árangur en Skotarnir, C. Harrison, sem kast- að hefur 72,10 metra í sumar og D. Birkmyre sem kastað hefur Einn hinna snjöllu skozku hlaup- ara sem hingað koma til keppni, David McMeekin. 68.74 metra en mun eiga bezt 69,54 m. Einhverra hluta vegna mun bezti sleggjukastari Skota, C. Black ekki koma hingað til keppni, þannig að það verða T. Campbell og W. Gentleman sem keppa á móti Erlendi og Þórði B. Sigurðssyni. Campbell á bezt 58.74 metra, en Gentleman 45,94 metra. HVATNING NAUÐSYNLEG Landskeppnin við Skota verður sennilega síðasta stórmótið í frjálsum íþróttum hérlendis í sumar, og því ástæða til þess að hvetja alla unnendur íþrótta- greinarinnar að koma á völlinn og láta vel til sín heyra. I Jafnri haráttu eins og þarna kemur sennilega til með að verða, getur stuðningur áhorfenda ráðið úr- slitum og fslenzku frjálsiþrótta- mennirnii- eiga það sannarlea skilið að eftir þeim sé tekið og þeim veittur sá stuðningur sem mögulegt er að veita. Þeir eru flestir ungir að árum, piltar sem taka iþrótt sína alvarlega og eiga eftir að gera vel, jafnvel þegar í þessari keppni. — stjl. Tímaseðill Þriðjudagur 19. ágúst: Kl. 19.30: Setning. Kl. 19.40: 110 metra grinda- hlaup, kringlukast, langstökk. Kl. 19.50: 100 metra hlaup. Kl. 20.00: 1500 metra hlaup. Kl. 20.10: 400 metra hlaup, kúluvarp, hástökk. KI. 20.20: 10.000 metra hlaup. KI. 21.00: 4x100 metra boð- hlaup. Miðvikudagur 20. ágúst: Kl. 19.3Ú: 400 metra grinda- hlaup, stangarstökk, spjótkast. Kl. 19.40: 200 metra hlaup. Kl. 19.50: 800 metra hlaup. Kl. 20.00: 5000 metra hlaup, þrístökk. Kl. 20.05: Sleggjukast. Kl. 20.30: 3000 metra hindrunarhlaup. Kl. 20.40: 4x400 metra boð- hlaup. Friðrik Þór óskarsson — ætti að eiga sigurmöguleika bæði I lang- stökki og þrfstökki, þótt eflaust verði við ramman reip að draga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.