Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 Jón Gunnlaugsson steypir sér áfram knötturinn fer í jörðina og þaðan skýst yfir Arna Stefánsson f marki Fram, s en Jón Pétursson, Sfmon, Matthfas, Arnar og Karl sjást einnig á neðri myndi Annað mark Teits olli þáttaskilum Segja má að mark það sem Teitur Þóröarson skoraði snemma f seinni hálfleik í leik Fram og IA á Laugardalsvellinum á sunnudaginn hafi orðið vendipunktur leiksins. Eftir það var ekki sama jafnvægi í leik Fram og áður, tveimur leikmönnum var skipt inná, og Marteinn færður framar á vöilinn f von um að það myndi skapa beittari sóknarleik hjá Fram. Tilraun þessi misheppnaðist, vörn liðsins var oftsinnis illa á verði, og gaf Skagamönnum þau færi sem þeir kunnu vel að notfæra sér. Mark Teits bar þannig að, að Arni Stefánsson, markvörður Fram, var með knöttinn og hugðist spyrna frá marki. Rúllaði hann knettinum frá sér, og tókst Teiti þá að krækja f hann og senda hann í markið. Að dómi flestra sem á horfðu braut Teitur á Arna er hann náði knettinum af henum, en dómarinn, Ragnar Magnússon, gerði ekki athugasemd við þetta atvik. — Ég beið færis og krækti knettinum frá Árna, sagði Teitur, eftir leikinn. — Hann var ekki með hendur á knettinum, þegar ég náði til hans og markið þvi fullkomlega löglegt. Arni Stefánsson var hins vegar á öðru máli. —Ég var að taka knöttinn upp, er Teitur kom aðvífandi, og bókstaflega sparkaði honum úr höndunum á mér, sagði hann, — og ekki nóg með það, eftir að Teitur hafði gert þetta náði ég til knattarins aftur, en þá hélt Teitur áfram, sparkaði knettinum frá mér og sfðan í markið. Ég undrast framkomu dómarans í þessu tilfelli, þar sem hann sagði við mig eftir leikinn, að sér þætti leiðinlegt að þarna hefðu sér orðið á mistök. Það er ekkert vafamál að atvik þetta hafði úrslitaáhrif i þessum leik. Það var ekki bara að ég léti þessa ósanngirni dómarans fara i taugarnar á mér, heldur og allir félagar mínir i Framliðinu, sem náðu sér ekki á strik eftir þetta. Dómarinn, Ragnar Magnússon, sagði um þetta atvik, að hann hefði séð vel hverju fram fór, og að Árni hefði ekki verið með knöttinn er Teitur krækti i hann, og markið því fullkomlega löglegt. — Að ég hafi sagt við Arna, eftir leikinn, að ég hafi séð að brotið hafi verið á honum, er fjarstæða, sagði Ragnar, — ég sagði einungis að öllum gæti orðið á mistök, jafnt dómurum sem leikmönnum. M arkaf 1 ó Ögátti rnar opn og titillinn blasir nn v Um fjögur þúsund áhorfendur, fleiri en verið hafa að nokkrum öðrum leik milli íslenzkra liða í sumar, urðu vitni Nú heppnaðist nær allt hjá okkur, sögðu kátir Skagamenn Mikil gleði var ríkj- andi í herbúðum Akur- nesinga eftir leikinn, enda engin furða. Þeim hafði tekizt að stíga mjög mikilvægt skref á leið sinni að Islandsbik- arnum f ár. Allir voru þeir sem við ræddum við eftir leikinn þó sam- mála um að mótið væri ekki búið með þessum úrslitum, og kváðust kvíða báðum þeim leikj- um sem eftir eru, gegn Val í Reykjavík og Kefl- vikingum á Akranesi. Jón Gunnlaugsson IA var allur blóði dnfinn í leikslok. I seinni hálfleiknum lenti hann í árekstri við nafna sinn Pétursson í Framliðinu og fékk mikinn skurð á auga- brúnina. — Ég er yfir mig ánægður með leikinn, sagði Jón. Ég átti von á jöfnum og skemmtileg- um leik, og það var þessi leikur reyndar allt fram í seinni hálfleik, er Framarar reyndu að keyra upp hraða og hörku sem þeir réðu ekki við. Ég álít Skaga- liðið hafi leikið mjög góða knattspyrnu sér- staklega í seinni hálf- leiknum, og sá mikli af- rakstur sem við feng- um, hafi verið beinlínis uppskera þess. — Það heppnaðist ó- neitanlega allt hjá okk- ur f þessum leik, sagði Teitur Þórðarson, sem eins og Jón Gunnlaugs- son skoraði tvö mörk í leiknum, — maður hef- ur oft séð jafnvel betri færi en við fengum núna, og ekki hefur ver- ið skorað úr þeim. Vörn Framliðsins var yfir- leitt nokkuð góð í leikn- um, en opnaði sig stund- um og við náðum að nýta vel möguleikana sem gáfust þannig. Að minu mati var þarna alls ekki um úrslitaleik mótsins að ræða. Bæði Fram og ÍA eiga erfiða leiki eftir, en hinu ber ekki að neita að eftir þessi úrslit getum við Skagamenn leyft okkur að vera bjartsýnni en áður. — Vörn Framliðsins opnaðist mjög mikið þegar þeir Jón og sér- staklega Marteinn komu framar á vöilinn, sagði Karl Þórðarson, sem átti mestan heiður af a.m.k. tveimur mörk- um ÍA í leiknum. — Þetta var mjög skemmtilegur leikur, sem gaf falleg mörk á báða bóga. Þegar Karl var að því spurður hvort hann héldi að frammistaða hans í leiknum myndi opna auga landsliðsnefndar- manna á hæfni hans svaraði hann: — Um það vil ég ekkert segja, en óneitanlega væri gaman að fara að fá tækifæri til þess að leika með landsliðinu. a8 sannkallaðri markahátiS á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn, er Akur- nesingar sigruðu Fram með 6 mörkum gegn 3 i leik liðanna i 1. deildar keppn- inni i knattspyrnu. Fyrirfram var búizt við því að þetta yrði fyrst og fremst leikur sterkra varna og jafnvel að eitt mark kynni að ráða úrslitum. Lengi vel virtist sem sá spádómur myndi rætast. Varnir liðanna gáfu sjaldnast á sér höggstað i fyrri hálfleiknum og leikur- inn var i fullkomnu jafnvægi. En á 1 2 minútna kafla i seinni hálfleik var þvi likast að flóðgáttir opnuðust, og þá náðu með góðum skiptingum og snögg- um sprettum að skapa meiri hættu við Akranesmarkið en nokkru sinni var þá við Frammarkið Einkum voru Framararnir líflegir eftir að Jón Pétursson hafði opnað markareikning leiksins með skallamarki snemma i fyrri hálfleiknum. Áttu þeir að auki bezta tækifæri hálfleiksins er Guð- mundi Hafberg, nýliða i liðinu, mistókst spyrna er hann var kominn í opið færi við Akranesmarkið. voru skoruð hvorki meira né minna en sex mörk. Og eftir úrslit þessa leiks Yfirleitt voru þó Akurnesingar meifa með knöttinn, en gekk erfiðlega að kom- verður tæpast annað sagt en að Akur- nesingar séu komnir með aðra höndina á fslandsbikarinn. Bæði Fram og þeir eiga tvo leiki eftir, og auðvitað getur enn ýmislegt gerzt en harla óliklegt er að Akurnesingar haldi ekki sínu striki og komi með fslandsbikarinn i siðasta leikinn einungis til þess að fara með hann uppeftir aftur. Leikurinn á sunnudaginn var lengst af mjög skemmtilegur á að horfa, og bauð tiðast upp á það bezta sem íslenzk knatt- spyrna hefur yfir að ráða um þessar mundir. Akurnesingar reyndu allt frá byrj- un að keyra upp mikinn hraða í leiknum, vissu enda að sterkasti leikur Framara er að dempa leik niður og stöðva sóknarlot- ur í fæðingu. En eins og svo oft áður var mikil barátta og skemmtileg í Framliðinu, og þeir hertu einungis ferðina einnig og höfðu fullkomlega við Akurnesingum á sprettinum. Voru Framararnir oft fljótir að snúa vörn í sókn i fyrri hálfleiknum og ast gegnum sterka vöm Framliðsins, og skapa sér færi. Það var þó mjög svo sanngjarnt að jafnt væri I hálfleik, sem og var, þar sem Teitur Þórðarson skoraði úr vítaspyrnu þegar skammt var til leikhlés Á 5. mínútu seinni hálfleiksins gerðist svo atvik sem var mjög afdrifaríkt. Þá skoraði teitur Þórðarson annað mark Skagamanna, og er þvi lýst á öðrum stað í íþróttafréttum blaðsins. Eftir mark þetta var sem allt jafnvægi væri úr Framliðinu, og það gerði sig stundum sekt um vitleys- ur, sem jafnvel væri hægt að skamma byrjendur fyrir, eins og t.d. hvernig „dekkað" var upp við hornspyrnur eða fyrirgjafir fyrir mark þeirra Guðmundur Jónsson og Jóhannes Atlason, sem í sumar hafa verið sem stórmeistarar i skák, og teflt úr þeim mannskap sem þeir hafa haft yfir að ráða af stakri snilld, gripu til þess ráðs í leiknum að gera tvær breytingar á Fram- liðinu skömmu eftir að Akurnesingar höfðu náð forystunni Pétur Ormslev kom ínná i framlinunni fyrir Guðmund Haf- berg, og virkaði sú skipting til góðs, en MÖRKINNÍU 1:0 18. niínúta. Dæmd aukaspyrna á Akurnesinga úti við vttateigs- llnu vinstra megin. Eggert Steingrlmsson tekur spyrnuna og leggur knöttinn á höfuð Jóns Péturssonar inni I markteignum og Jón notar möguleikann vel og skallar I markið. 1:1 41. mlnúta. Þungi hefur verið I sókn Skagamanna og þvaga myndazt inni I vltateigi Fram. Spyrnt er að markinu og virðist svo sem Árni Stefánsson muni eiga auðvelt með að góma knöttinn. En áður en hann fær færi á þvl hefur Ágúst Guðmundsson slæmt hendinni f knöttinn og dómarinn dæmir réttilega vltaspyrnu. Teitur Þórðarson tekur spyrnuna og skorar nokkuð örugglega. 1:2 50. mfnúta. Teitur Þórðarson krækir knettinum frá Árna Stefánssyni inni f vltateig Fram og sendir hann síðan I mannlaust markið. 1:3 70. mfnúta. Skagamenn leika knettinum á milli sfn að Fram- markinu. Þar er hann sendur út til vinstri á Karl Þórðarson, sem leikur á Sfmon bakvörð, sfðan að endamörkum og gefur fyrir markið, þar sem Matthfas kemur á fullri ferð og spyrnir f markið af stuttu færi. 1:4 71. mfnúta. Enn leika Skagamenn vel saman og enn leikur Karl á Símon og sendir fyrir markið, þar sem Jón Gunnlaugsson kastar sér fram og skorar með skalla. 2:4 72. mfnúta. Rúnar Gfslason fær knöttinn, Ieikur með hann upp hægri kantinn og gefur vel fyrir mark Skagamanna, þar sem Pétur Ormslev nær að skjóta fremur lausu skoti. Hörður Helgason, mark- vörður ÍA, er hins vegar kominn úr jafnvægi og knötturinn rúllar yfir hann f markið. 3:4 74. mfnúta. Rúnar Gfslason á góða fyrirgjöf. Skagamönnum mistekst að hreinsa frá og knötturinn hrekkur út til Eggerts Stein- grfmssonar sem skorar með föstu og glæsilegu skoti af löngu færi. 3:5 80. mfnúta. Matthfas fær stungusendingu inn fyrir vörn Fram, kemst nær markinu og skorar af öryggi framhjá Árna sem ætlaði að reyna að bjarga með úthlaupi. 3:6 82. mlnúta. Dæmd hornspyrna á Fram. Árni Sveinsson tekur spyrnuna og gefur vel fyrir markið, þar sem Jón Gunnlaugsson stekkur upp og skallar af öryggi f markið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.