Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGÚST 1975 19 em getur ekkert gert inni. m x til bjargar frekar m'kist ið ÍA Texti: Steinar J. Lúðvíksson. Myndir: Friðþjófur Helgason. Arnar Guðlaugsson kom inná sem varnar- maður, og Marteinn Geirssori var sendur framar á völlinn, með það í huga auðvitað að skapa meiri haettu við mark Akurnes- inga. En þegar á það er litið sem eftir fór, verður ekki annað sagt en komið hafi að því að þeir félagar Guðmundur og Jó- hannes léku af sér. Eftir að Marteinn yfirgaf hina þýðingarmiklu vamarstöðu sína, var ekki heil brú i vörn Framliðsins, enda fór svo að Marteinn dró sig fljótlega aftur. Mörkin sem skoruð voru i seinni hálf- leik voru flest hver hin fallegustu, en með meiri árvekni i vörn hefði átt að vera unnt að koma i veg fyrir þau flest. Þannig skoraði Jón Gunnlaugsson t.d. tvö mörk eftir fyrirgjafir, þar sem hann var nánast „ódekkaður" og slíkt er ekki vænlegt þegar jafn stór og öruggur leikmaður á i hlut. Skagaliðið lék þennan leik mjög skemmtilega og oft náði liðið afbragðs- góðum samleiksköflum i seinni hálfleikn- um, þar sem knötturinn gekk frá manni til manns Bezti maður liðsins i leiknum var Jón Alfreðsson og hann og Karl Þórðar- son voru mennirnir að baki sigrinum. Jón var bókstaflega allstaðar á vellinum, og átti margar mjög vandaðar og góðar sendingar á samherja sina sem sköpuðu Framhald á bls. 22 ENN ÞYNGIST RÓÐURINN HJÁ ÍBV Nl) tap fyrir val á heimavelu MEÐ tveimur mörkum á fyrstu mfnútum leiksins við ÍBV f Eyjum á laugardaginn tryggSu Valsmenn sér sigur f viðureigninni, en úrslit leiksins urSu 2:1. Hafa Valsmenn nú hlotið 12 stig f keppninni f 1. deild og gerSu þaS sem hvorugu toppliSanna — ÍA eða Fram — hefur tekizt á sumrinu, a8 leggja Eyjamenn a8 velli f Eyjum. Hafa ber þó í huga að ÍBV Iiðið lák ekki nándar eins vel á laugardaginn og það gerði f leikjum sfnum viS toppliðin Vestmanneyingarnir virðast algjör- lega heillum horfnir og ber árangur liðsins vitni þar um. Liðið er með 8 stig í 1. deildinni og neðsta sætið blasir við liðinu. Liðið á tvo leiki eftir og þá báða á útivelli, en að heiman hafa Eyjamenn aðeins fengið 2 stig I sumar. Því er ekki óllklegt að ÍBV-liðið verði að leika gegn liði númer 2 i 2. deild um réttinn til að leika áfram I 1. deildinni. Það er þó engin ástæða til að afskrifa Eyjalið- ið, sem er óútreiknanlegt eins og veðr- ið, gott einn daginn, slæmt þann næsta og ef til vill brjálað þann þriðja. Um Valsliðið er það að segja að I því eru margir ungir og efnilegir leikmenn, sem svo sannarlega eiga framtíðina fyrir sér. Sumarið í sumar hefur gefið leikmönnunum ungu mikla reynslu og næsta sumar ætti Valsliðið að geta verið I efstu sætum 1. deildarinnar. Meðal leikmanna liðsins eru einnig eldri leikmenn með mikla reynslu og hæfileika og er liðið því góð blanda reynslu og góðra efna í opna skjöldu Vestmanneyskir áhorfendur létu heyra vel I sér fyrstu mínúturnar og einhverjir þeirra kölluðu til sinna manna að þeir skyldu byrja á því að taka út vitið, sem liðið ætti inni frá þvi I bikarleiknum fyrr i vikunni. En þá fór augljós vítaspyrna framhjá dómara leiksins og Valsmenn „burstuðu" Eyja mennina 5:1. Valsmenn voru þó ekki á þeim buxunum að gefa eitt eða neitt i þessum leik og þegar Þórði Hallgrims- syni mistókst markspyrna strax á ann- arri mínútu leiksins þakkaði Ingi Björn fyrir sig með því að hirða knöttinn á vltateig og senda hann þaðan I net ÍBV-manna. Heldur sljákkaði í áhorfendum við þetta og á næstu mínútum sóttu Valsmenn hressilega meðan varnarmenn ÍBV reyndu að Texti: Ágúst I. Jónsson. jafna sig eftir áfallið sem þetta mark á fyrstu mínútunum hafði valdið þeim. Llðan þeirra hefur sennilega ekkert batnað við það að á 12. minútu bættu Valsmenn öðru marki við Magnús Bergs sendi knöttinn þá með góðu vinstri fótar skoti i bláhorn Eyjamarks- ins uppi undir slá. Átti Ársæll sem nú lék að nýju i marki ÍBV litla möguleika á að verja. Höfðu þessi tvö mörk komið (BV-liðinu i opna skjöldu en úr þessu fóru leikmenn liðsins að jafna sig og áttu ekki minna í leiknum það sem eftir var fyrri hálfleiksins Örn skorar sitt 8. mark Örn Óskarsson hefur verið eini leik- maður ÍBV-liðsins sem hefur getað skorað í sumar, er Örn búinn að skora 8 af 10 mörkum (BV i 1. deildinni i sumar Á laugardaginn skoraði hann sitt áttunda mark og var því markhæst- ur i 1. deildinni þar til Matthias Hall- grimsson gerði sér litið fyrir og skoraði tvö mörk I leiknum gegn Fram Mark Arnar i Valsleiknum kom eftir að mis- skilningur hafði átt sér stað i vörn Vals og skyndilega voru þeir tveir aleinir fyrir miðju markinu, Örn og Sigurlás. Sá síðarnefndi skaut fyrst en þó að færið væri stutt fór knötturinn í slá og út til Arnar, sem bætti um betur og sendi knöttinn i stong og inn. Þetta var á 31 minútu leiksins og þrátt fyrir nokkur góð tækifæri, tókst hvorugu liðinu að skora fleiri mörk það sem eftir lifði leiksins Sigur Valsmanna var sanngjarn í þessum leik, þeir léku betur og meira skipulag var í öllum aðgerðum þeirra. Albert Guðmundsson og Magnús Bergs voru einna beztir leikmanna Vals I þessum leik, en yfirleitt áttu leikmenn liðsins sæmilegan dag. Af Eyjamönn- um voru það Örn, Tómas og Karl Þórðarson, sem stóðu sig bezt. Erni er þó óhætt að temja sér meiri prúð- mennsku á leikvelli en hann sýndi í þessum leik i stuttu máli: íslandsmótið 1 deild, Vestmannaeyjar 1 5. ágúst ÍBV — Valur 1:2 Mark ÍBV: Örn Óskarsson á 31 mínútu Mörk Vals: Ingi Björn Albertsson á 2. minútu og Magnús Bergs á 12 minútu. w • • MIDJIÞOF OG ONAKVÆMIIONDVEGI Texti: Stuinar J. Lúðviksson Myndir: Friðþjófur Helgason Leikur FH og ÍBK á Kaplakrika- vellinum i Hafnarfirði á laugardaginn gaf ekki mikið tilefni til skrifa né umræðna. Þarna var um að ræða einn af slakari leikjunum i 1. deild í sumar, dæmigerðan malarleik, þar sem mest bar á þófi á miðjunni, ónákvæmum sendingum og spyrnum milli mótherja. Við þetta bættist svo töluverð harka, hrindingar og hnefa- steytingar, sem dómarinn, Grétar Norðfjörð, horfði á með blinda aug- anu. Niðurstaðan varð jafntefli, 1—1, og þau úrslit þýða að bæði þessi liS eru komin af hættusvæðinu i 1. deildinni, hafa hlotið 12 stig. Má segja að þar með sé hlutur FH-inga orðinn mun meiri en flestir áttu von á i upphafi keppnistimabils, en hlut- ur ÍBK hins vegar minni. Allar likur bentu til þess i vor, að liðið ætti möguleika á að vera i toppbaráttunni í sumar, en það fékk snemma að glima við ýmis vandamál, og þá ekki sizt hinn skapheita þjálfara sinn, Joe Hooley, sem hljóp af landi brott. þegar keppnin i deildinni var nýlega hafin. Keflvíkingar voru meira með knött- inn í leiknum á laugardaginn og áttu fleiri færi en FH-ingar. Fá þessara færa voru þö hættuleg. Sóknir Keflvíkinga gengu nær undantekningarlaust upp miðjuna, þannig að tiltölulega auðvelt var fyrir FH-inga að verjast og það gerðu þeir með ágætum Voru varnar- mennirnir Janus Guðlaugsson og Jón Hinriksson beztu menn FH-liðsins í leiknum, en Jón hefur tæpast leikið betur i sumar Hélt hann hættulegasta sóknarleikmanni Keflvíkinganna, Ólafi Júliussyni, alveg niðri. Sóknir FH-inga i leik þessum byggð- ust að mestu upp á þvi að varnar- mennirnir spyrntu löngum sendingum fram völlinn, og úr þeim áttu svo framherjarnir, Ólafur, Leifur og Helgi, að vinna Gallinn var bara sá að varnar- leikmenn Keflavíkur, sérstaklega Gísli og Einar voru á undan i þessar sendingar, þannig að sárasjaldan varð veruleg hætta við Keflavikurmarkið. Helzt var það Ólafur Danivalsson sem ógnaði, en hann hefur áberandi mesta knattleikni þeirra FH-inga og oft gaman að sjá hvernig honum tókst að snúa á andstæðinga sina. Hann mátti þó sjaldnast við margnum í leiknum. Forysta FH Eftir að Keflvikingar höfðu sótt mun meira fyrsta hálftima leiksins tókst FH- ingum á óvart að snúa leiknum sér i vil. Dæmd var aukaspyrna á Kefl- vikinga skammt utan vitateigs Þórir Jónsson renndi knettinum til Ólafs Danivalssonar sem spyrnti með fallegu skoti gegnum þvögu leikmanna fyrir framan Keflavíkurmarkið og alla leið i netið, án þess að Þorsteinn kæmi vörn- um við. Var þetta mjög gott skot hjá Ólafi, knötturinn smaug með jörðu alla leið, en yfirleitt var galli skotanna í þessum leik sá, að þau voru á annarri eða jafnvel þriðju hæð. Keflavik jafnar Það var svo eftir stundarfjórðungs- leik i seinni hálfleik að Keflvikingar jöfnuðu með hálfgerðu klúðursmarki. Einar Gunnarsson átti sendingu inn að FH markinu, ætlaða Steinari Jóhanns- syni Ómar Karlsson var of seinn út, og eftir baráttu við varnarleikmann tókst Steinari að pota knettinum i markið Eftir mark þetta gerðist ekki margt sögulegt i leiknum Tvivegis skall þó hurð nærri hælum við Keflavíkurmark- ið er Gísli Torfason bjargaði skoti frá Ólafi Danivalssyni á línu og er Ólafur komst inn fyrir vörn Keflavikurliðsins, en mistókst að skjóta. Það fallegasta sem sást í sókn Keflavíkur var er Jón Ólafur Jónsson átti hörkuskot af löngu færi sem smaug yfir FH-markið Undir lokin voru aðeins 10 Keflvikingar á vellinum. Ólafur Júliusson varð að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla, en þá þegar höfðu Keflvikingar skipt inná tveimur varamönnum. Ólafur hafði i leiknum nokkrum sinnum skapað tölu- verða hættu við FH-markið, sérstak- lega þó i tveimur hornspyrnum í fyrri hálfleik, en önnur þeirra hafnaði i þver- slá cg hin i stöng í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1 deild Kaplakrikavöllur 16 ágúst Úrslit: FH — ÍBK 1-1 (1-0) Mark FH: Ólafur Danivalsson á 30 mín. Mark ÍBK: Steinar Jóhannsson á 60. mín. Áminning: Engin Áhorfendur: 434. „Dómarinn var 12. maður Skagaliðsins” — Dómarinn var 12. mað- urinn i liði ÍA, og það er nógu erfitt að berjast við 11 Akur- nesinga, sagði Guðmundur Jónsson, þjálfari Framliðsins eftir leikinn á sunnudaginn. — Það var röð af atvikum sem braut Framliðið niður i leiknum, sagði Guðmundur, — fyrst að fá á okkur vita- spyrnu og síðan markið er Teitur Þórðarson spyrnti knettinum úr höndum Árna Stefánssonar. Þetta tvennt varð öðru fremur til þess að Framararnir misstu töluvert móðinn og léku ekki af nægjanlegri varfærni. Fram- koma dómarans var einstök í þessum leik, eins og t.d. þeg- ar hann lézt ekki sjá er brotið var tvivegis harkalega á hin- um unga leikmanni okkar Pétri Ormslev inni í vitateigi Skagamanna i seinni hálf- leiknum. Þá var ekki dæmd vitaspyrna, enda Framari sem átti i hlut! Guðmundur sagði, að þrátt fyrir þessi úrslit hefðu Fram- arar ekki misst vonina um fslandsmeistaratitilinn i ár. — Við erum eina liðið sem getum sigrað, að Skaga- mönnum frátöldum, og mun- um örugglega gera okkar til þess að tapa ekki fleiri stig- um i mótinu. — Ég sagði fyrir leikinn, að ég teldi þetta hreinan úr- slitaleik, og úr þvi að við töpuðum tel ég að möguleik- ar okkar á fslandsmeistara- titilinum i ár, séu ekki mikiir. sagði Marteinn Geirsson, eft- ir leikinn. — Þetta var skemmtilegur og jafn leikur allt til þess að dómarinn tók til sinna ráða og fór að að- stoða Skagamennina. Mér er með öllu óskiijanlegt hvernig hann gat dæmt mark er Teit- ur braut eins gróflega á Árna og mögulegt er að gera i þessari stöðu Auk þess var Matthias svo greinilega rang- stæður er hann skoraði þriðja mark Akurnesinga. — Eftir að Akurnesingar skoruðu sitt annað mark höfðum við ekki nógu góða stjórn á okkur, og upp- dekkningarnar voru oft afleit- ar, þannig fengum við mörkin á okkur. Að lokum sagði Marteinn: — Auðvitað verður maður að halda i vonina. Skagamenn eiga eftir tvo erfiða leiki i mótinu, og þvi óvist að þeir nái að sigra í þeim báðum. Þeir hljóta a.m.k. að leika þá leiki undir mikilli pressu, og það er okkur i hag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.