Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 23
eftir JÓN Þ. ÞÓR Frá sovézku Olympíu- keppninni I þætti hér um daginn var skýrt frá sovézku Ólympíu- keppninni, eða Spartakiöðunni, eins og hún er oftast kölluð. Keppninni er nú langt komið, undanrásum lokið, og úrslita- keppnin komin vel á veg. Skipulag keppninnar er líkt því sem gerist á Ólympíuskákmót- um, fyrst er keppt í riðlum og fara tvö efstu liðin úr hverjum riðli í A-úrslit, tvö næstu í B, og tvö þau neðstu í C. Keppnin í ár hefur verið afar skemmtileg og spennandi, og mikill fjöldi skemmtilegra og vel tefldra skáka hefur þegar birzt I sovézkum skáktímarit- um. Skákin, sem hér fer á eftir, var tefld í 3. riðli undanrásanna og eru teflendurnir báðir vel þekktir stórmeistarar í heima- landi sínu. Hvftt: A. Lutikov Svart: A. Beijavsky Griinfeldsvörn I. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5,4. cxd5 — Rxd5, 5, g3 (Það er smekksatriði, hvort menn velja þessa uppbyggingu eða leika hér 5. e4). 5. — Bg7, 6. Bg2 — Rxc3, (Annar góður leikur er hér 6. — Rb6). 7. bxc3 — c5, (Hér er einnig leikið 7. — 0-0, sem hvitur getur svarað með 8. Ba3 og torveldað þannig framrás c-peðsins). 8. e3 — Rc6, 9. Re2 — 0-0, 10. 0-0 —Da5,11. Bd2 (Teórían mælir með 11. a4). II. — Hd8, 12. Rcl (?) (Vafasamur leikur, betra var 12. Rf4). 12. — Dc7!, (Snjall leikur, nú hefur hvft- ur ekkert uppúr 13. Rb3 vegna 13. —c4). 13. Hbl — Be6, (En ekki 13. — b6, 14. d5 — Re5,15. d6). 14. Da4 — Hac8, 15. Rd3? (Nú fær hvítur gjörtapað tafl. Betra var 15. Bxc6 — bxc6, 16. Rb3). 15. — Bf5!, 16. e4 (Hvitur gat reynt 16. Rxc5 — Bxbl, 17. Hxbl — b6, 18. Rb3, þótt varla hefði það haft mikið upp ásig). 16. — Bd7, (Nú gengur ekki 17. Rxc5 vegna 17. — Rxd4, 18. Rxd7 — Re2 + !, 19. Khl — Dxd7, 20. Dxd7 — Hxd7 og vinnur). 17. Bf4! —e5, 18. Rxe5 (Eða 18. dxe5 — Rb4, 19. Ddl — Bb5!, 20. e6 — De7, 21. exf7 + — Dxf7, 22. cxb4 — Bxd3 og vinnur). 18. — Rxe5,19. Db3 (Ekki 19. Dxa7 — Ha8, 20. Dxb7 — Dxb7, 21. Hxb7 — Rc4 og svartur hefur unnið mann). 19. — Be6, 20. Db2 — Bc4, 21. Hfdl? (Hér var illskárst að leika 21. Bxe5 og gefa skiptamun, þótl hvltur stæði uppi með gjörtap- að tafl eftir sem áður). 21. — Dd7! og hvftur gafst upp. Aframhaldið hefði getað orðið: 22. dxe5 — Dxdl+, 23. Hxdl — Hxdl+, 24. Bfl — Bxfl og svartur vinnur auðveldlega. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGÚST 1975 23 ÖRLÖG einræðisherra geta orð- ið býsna snögg og endaslepp. Næsta óvenjulegt er að mál slíkra manna fái meðhöndlun hjá dómstólum. En f Korydall- osfangelsi í grennd við Píreus standa nú yfir réttarhöld yfir tuttugu herforingjum, sem stýrðu Grikklandi um sjö ára skeið, Fleiri slík munu fylgja í kjölfarið. Réttarhöldin hófust i fyrri vikuog höfðu sakborn- ingar þá setið í fangelsi síðan f fyrrahaust og sumir ögn lengur. Við upphaf réttarhaldanna lýsti Georges Papadopbulos fyrrverandi forsætisráðherra síðan forseti um hríð þvf yfir með tilþrifum, að hann, tæki á sig fulla ábyrgð á kúppinu þann 21. aprfl 1967. Hann kvaðst neita að verja sig ákær- unum og sökunum sem á hann væru bornar ( en það eru land- ráð og uppreisn. Fyrir það síðarnefnda gæti verið dauða- refsing). „Ég mun hljóður bfða dómsorðs yðar,“ sagði Paþa- dopoulos við dómarana og hefur sfðan ekki mælt orð af vörum. Að dæmi hans fóru þeir Stylianos Pattakos, glaðsinna fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra og innanríkisráðherra og Nikolas Makarezos. Og Dimi- trios Ioannides, sem tók völdin af þeim árið 1973, hörkutól hið mesta, sem sagður er rækta rósir og ekki óttast neitt utan kvenfólks, tilkynnti brosmildur á svip að réttarhöldin væru þvf miður ekki áhugaverð". Verjendur hinna ákærðu hafa staðhæft að ógerningur sé að mái þeirra fái sanngjarna meðferð vegna fordóma og áróðurs. Konstantfn Karaman- lis forsætisráðherra hafði hvatt fjölmiðla til að sýna stillingu og hógværð í frásögnum af réttar- höldunum, en það kom fyrir ekki. Flestir töldu að réttar- höldin tækju tiltölulega stuttan tíma oe herforingarnir fengiu þunga frelsisdóma. En síðan fór að koma í ljós að erfitt gæti reynzt að sanna ákæruatriðið ■ um uppreisn. Meginspurningin var sú, hvort hershöfðingjarnir hefðu náð völdum á ólöglegan hátt árið 1967 eða ekki. Yfir- maður þeirra, Gregorios Spandiakis, forseti herráðsins — hann er einnig fyrir rétti nú — hafði lagt blessun sína yfir kúppið og reyndar gengið til liðs við herforingjana. Aukin- heldur hefur verið bent á að sjálfur núverandi forsætisráð- herra, Konstantín Karamanlis, hafi veitt stjórninni þegjandi samþykki sitt. Fleira ber að hafa í huga. Það var herfor- ingjastjórnin, sem kvaddi Kara- manlis heim til að taka við og mynda ríkisstjórn á sfðasta ári. Og það var forseti sem herfor- ingjarnir höfðu skipað, sem Karamanlis sór embættis eið sinn. Vitnisburður um, að her- foringjarnir hefðu myndað lög- lega stjórn á sínum tíma, var og staðfestur af Panajotis Kanell- opoulos, sem var forsætisráð- herra þegar kúppið var gert. Hann hélt því fram við réttar- höldin að Konstantín konungur hefði lögfest stjórn þeirra. Kanellopoulos, sem er virtur stjórnmálamaður og lét iðulega í ljós andúð á herforingja- stjórninni á valdatfma hennar, skýrði frá þvf við yfirheyrsl- urnar að hann hefði verið hand- tekinn nóttina sem kúppið var gert og fluttur á fund konungs- ins. Kanellopoulos kveðst hafa eggjað konung til að skipa tryggum herforingjum að berja á bak uppreisnartilraun hers- höfðingjanna. En hinn veik- lundaði og óreyndi konungur neitaði þvf og sagðist óttast að það gæti kostað blóðsúthell- ingar. Lét hann síðan herfor- ingjana sverja sér embættis- eiða. Framburður Kanellopoulosar hlýtur að verða til að veikja verulega ákæruna um upp- reisn. En þar er kveðið á um landráð — fyrir að vinna gegn hagsmunum ríkisins — og er ekki vafi á að margt mun verða fært fram, ekki hvað sízt þegar Andreas Papandreu svo og f ull- trúar kommúnista koma fyrir réttinn. Er talið öruggt að Papandreu muni freista þess að rökstyðja þá fullyrðingu sem hann og fleiri hafa haldið fram að tengsl hafi verið milli hers- höfðingjanna og bandarfsku leyniþjónustunnar CIA og jafn- vel nafngreina vitorðsmenn hershöfðingjanna. Hámarksrefsing fyrir land- ráð er iífstíðarfangelsi, en fáum dettur í hug, að slíkur dómur verði kveðinn upp. Enda þótt háværar raddir í Grikk- landi geri kröfur um lífstíðar- fangelsisdóma, má gera ráð fyrir að flestum þyki það mest um vert að hershöfðingjarnir hafi verið leiddir fyrir rétt og ýmis skuggaleg verk þeirra dregin fram í dagsljósið. Og f margra augum hljóta réttar- höldin einnig að vera víti til varnaðar valdasjúkum herfor- ingjum, sem hafa gælt við hug- myndir um byltingu sfðan Karamanlis tók við völdum. Ljóst er af ýmsu, að nokkur ólga er í landinu og að óeirðum hafa staðið hópar sem talið er að séu fylgismenn herforingja- stjórnarinnar. Enda þótt því sé nú haldið fram að herforing- arnir hafi aldrei unnið traust fólksins, verður þó að hafa í Konstantfn kóngur, kjarklaus og veikgeðja þjóðhöföingi, lög- festi herforingjastjórnina. huga að skipulögð andstaða gegn þeim innan Grikklands á meðan þeir voru við völd var mjög laus í reipunum. Hver var hlutdeild CIA? Enda þótt ekki hafi énn verið vikið alvarlega að hugsanlegri aðild CIA að kúppinu 1967 er augljóst að hún mun koma við sögu alveg á næstunni, eins og vikið hefur verið að. Þvf hefur löngum verið haldið fram að CIA hafi verið viðriðin valda- : töku hershöfðingjanna. Stað- reynd er það alténd að : Papadopoulos og fleiri, sem að kúppinu stóðu, höfðu i mörg ár verið f KYP, sem er gríska leyniþjónsutan, og sagt er að hafi verið fjármögnuð að nokkur leyti af bandarfsku leyniþjónustunni. Aftur á móti hefur enn ekkert komið fram sem getur talizt sönnun fyrir þessu. Sögusagnir um afskipti CIA af innanlandsmálum Grikklands voru á kreiki einnig löngu fyrir valdatöku herfor- ingjanna. Arið 1956 sagði þáverandi forseti herráðsins samstarfsmönnum sínum, að Papadopoulos og Makaezos væru í hópi sem væru einum of hlynntir Bandaríkjunum. Og fyrri viku bar yfirmaður her- leynilögreglunnar, Banourias herghöfðingi, að þeir hefðu ein- hverju sinni sagt að þeir yrðu að neyða einn hershöfðingja, Angelis að nafni, til að vera áfram í stöðu sinni „vegna þess að NATO vill það“. Margir sem hafa borið vitni hafa vikið að miklum undir- búningi sem hafi verið gerður fyrir valdaránið. Rétturinn hefur enn ekki fylgt því máli eftir, heldur einbeitt sér að því að afla lýsinga á gangi mála á sfðasta sólarhringnum fyrir byltinguna. Hefur fum og kjarkleysi Konstantíns konungs komið mjög skýrt fram. Sagt hefur verið að hann hafi haft á prjónunum sína eigin byltingu, en síðan ekki þorað að standa uppi í hárinu á hershöfðingjunum og lotið vilja þeirra í einu og öllu. Þá hefur verið talað um hægri sinnaða stjórnmálamenn, sem hafi að- stoðað við að undirbúa jarð- veginn til að tryggja sinn eigin Jiag að valdaráninu loknu. Kommúnistaógnun dugði lengi vel Það hefur komið fram í réttarhöldunum nú að Papa- dopoulos hefur tekizt nokkuð vel, að minnsta kosti framan af, að sannfæra bæði fylgismenn sína og fjölda landa um að kommúnistar hafi ætlað að hrifsa völdin í landinu. Eins og alkunna er notaði herforingja- stjórnin þá röksemd við valda- tökuna að hún hefði verið að bjarga Grikklandi frá því að falla í hendur kommúnista. Ekkert hefur komið fram, sem rennir stoðum undir þetta. En augljóst er að Papadopoulos hefur með þessum málflutningi tryggt sér stuðning ýmissa afla, sérstak- lega framan af valdaferli hans, sem reyndist honum betri en -- enginn,- Verjendur sakborninga hafa mikið haldið á loft til rétt- lætingar byltingunni hvernig ástandið var í innanríkismálum Grikklands vorið 1967. Öeirðir, verkföll og spilling voru þá dag- legt brauð. Handtökur og pynd- ingar voru stundaðar þá einnig. Grískt lýðræði hafði verið valt á fótunum um langa hríð, þegar herforingjarnir greiddu 'því síðan rothöggið. Kannski hefur sjö ára valda- tími herforingjanna gert grísku þjóðinni ljósar en áður kosti heiðarleika og frelsis og að virða verður meginreglur • og mannréttindi. Þau hugtök voru tekin að brenglast fyrir byltinguna 1967, og urðu síðan einskis verð á valdaárum her- foringjanna. (Heimildir: AP, Observer, Time Magazine)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.