Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975
33
VELV/VKAIMDI
Velvakandi svarar i sfma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
% Á hverju á
þjóðin að lifa?
Þannig spyr Ingjaldur
Tómasson, og segir síðan:
„Þau eru ekki skemmtileg
ummæli sjómanna I Morgunblað-
inu í sambandi við útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 mflur. Þar
lýsir einn sjómaður hinum
óhugnanlegu fullkomnu dráps-
tækjum, sem fylgja hinum nýju
skuttogurum. Það má segja, að
með þeim megi ,,sjá“ hverja fisk-
bröndu, sem er í nálægð skipsins.
Togararnir geta þá örugglega
„smalað sauðlaust" á fiski-
miðunum áður en langt líður.
Það gera sér víst fáir grein fyrir
því geigvænlega ástandi, sem
verður hér, þegar rányrkju-
glæfraspilið hefir næstum útrýmt
nytjafiski okkar.
Það er því heldur ömurlegt, að
til skuli vera hér á landi fjöl-
margir einstaklingar, sem berjast
gegn þvi, að þjóðin geti nýtt hinar
geysiauðugu orkulindir, sem fel-
ast i iðrum jarðar og fallvötnum.
Nýjasta dæmið um tregðuna í
þessum málum er fundur, sem
haldinn var í Mývatnssveit og
Náttúruverndarráð stóð að. Þar
voru samþykkt mótmæli gegn
Blönduvirkjun, og að — það ætti
bara að virkja á öðrum stað!
0 Grasrækt á
afréttum
er auðveld
Flestir vita, að það er auð-
velt að klæða örfoka land grasi
allt upp í 600 metra hæð yfir
sjávarmáli. Það sannaðist áþreif-
anlega i Þjórsárdal, þar sem varð
mokslægja á öðru ári frá sáningu.
Það er því auðvelt að bæta
bændum hagamissi vegna nauð-
synlegra uppistöðulóna vegna
virkjana.
Það eru áreiðanlega mörg
brýnni verkefni framundan hjá
Náttúruverndarráði önnur en þau
að vera sífellt að reyna að tor-
velda og seinka sem mest lífs-
nauðsynlegum virkjunarfram-
kvæmdum. Bendi ég á birkiskóg-
ana, sem eru sem óðast að hverfa
vegna ofbeitar, stöðvun sandfoks,
sem er sifellt að eyða grónu landi,
stöðvun rányrkju, bæði á landi og
á fiskimiðunum, eyðingu svart-
baks og minks, sem eru langt
komnir með að útrýma mörgum
fuglategundum, t.d. æðarfugli.
Það var ekkert Náttúruverndar-
ráð til þegar Sogið var virkjað.
Hvar værum við nú stödd, ef þau
afturhaldsöfl gegn virkjunum,
sem nú vaða uppi, hefðu þá verið
komin i gang.
ekki I Ijós fyrr en miskunnar-
lausar kvikmyndavélarnar
beindust að þvl, en allt leit þetta
þokkalega út. Það er að segja það
voru engin sjáanlcg ör eftir upp-
skurðina og andlitsdrættir
hennar voru eins og fyrir slysið.
En það var eins og við skynjuðum
að eitthvað vantaði... Hún sá það
á okkur og skelfingin glampaði í
augum hennar. Svo lyfti hún
speglinum upp að þessu ný-
skapaða andliti slnu og lét hann
slga hægt aftur. Djúpt örvænt-
ingarfullt andvarp hennar var
nægilegt svar.
Daginn eftir var hún útskrifuð
af sjúkrahúsinu og án þess að
segja nokkrum nei*t hvarf hún
um hrlð. Hún hafði áreiðanlega
ekki trúað orðum læknanna um
að vöðvarnir I andliti hennar
væru dálttið slappir vegna þess að
þeir hefðu ekki starfað eðlilega
og þegar hún fcngi lit I kinnarnar
eftir nokkrar vikur I sól myndi
hún endurheimta fegurð slna.
Þegar við JK urðum þess vlsari að
hún var farin af sjúkrahúsinu
reyndum við að hringja til
hennar, en hún svaraði hvorki
slmahringingum né tók á móti
heimsóknum. Hún neitaði aðyrða
"iNSB
Þing, stjórn og almenningur
mega ekki sitja auðum höndum
þegar óprúttnir menn ætla að
auðgast óhóflega á kostnað al-
mennings, á jama hátt og
Arabarnir. Ef ekki næst sann-
gjarnt samkomulag við þessa
menn, þá er engin önnur leið til
en að beita eignarnámsheimild.
• ískyggileg
gjaldeyrisstaöa
Gjaldeyrisstaða okkar gagn-
vart viðskiptalöndunum er væg-
ast sagt ömurleg. Það er sannar-
lega ekki til að styrkja aðstöðu
okkar í landhelgismálinu að vera
síbetlandi um ný og ný eyðslulán
erlendis. Þess vegna er það alger
forgangsnauðsyn að opna auðlind-
ir okkar með hraðari vinnubrögð-
HOGNI HREKKVISI
Benjamín Jósefs-
son — Minning
um en nú eru viðhöfð. Það er ekki
sannfærandi að segja þjóðinni, að
átta ár þurfi til þess að gera
meðalstóra virkjun með hinni
fullkomnu tækni, sem nú er völ á.
Járnblendisverksmiðjan er
komin á leið, og er vonandi, að
henni verði hraðað eftir föngum.
En við þurfum fleiri stóriðjuver
og stórvirkjanir. Hvað um sjó-
efnavinnsluna á Reykjanesi eða
stóriðju i sambandi við Austur-
landsvirkjun?
Við þurfum að sigra í land-
helgismálinu og hefja siðan frið-
unaraðgerðir á fiskimiðunum, svo
að þau verði eins gjöful og áður
fyrr.
Við þurfum líka að sigra drag-
bítana í virkjunarmálunum hér-
lendis.
Ingjaldur Tómasson.“
Fæddur 22.2. 1936
Dáinn 30.6 1975.
Með þessum línum vil ég kveðja
mág minn hinztu kveðju.
Benjamín Jósefskon fæddist 22.
marz 1936 og var því aðeins 39 ára
gamall er hann lézt. Hann fæddist
að Granda í Bakkadal í Arnar-
firði. Sonur hjónanna Jósefs
Jónassonar og Guðrúnar Magnús-
dóttur. Hann var næstyngstur
fimm systkina. Elztur er Magnús,
síðan Gísli, svo Ingibjörg, sem lézt
um tvitugt, þá Benjamfn og yngst
er Ragnheiðuí, sem býr i Tálkna-
firði. Magnús og Gísli eru báðir
búsettir í Reykjavík.
Benjamfn ólst upp i Arnarfirði,
en fluttist siðan með foreldrum
sínum til Bfldudals, þar sem hann
bjó þangað til hann kvæntist
eftirlifandi konu sinni Sigríði
Guðmundsdóttur.
Þau giftu sig 17. júní 1972 og
eignuðust tvær dætur, Pálinu
Guðmundu, sem nú er þriggja
ára, og Guðrúnu, sem aðeins er á
öðru ári. Þau byrjuðu búskap
sinn á Patreksfirði og reistu sér
þar hús, sem þau voru nýflutt inn
i er Benni veiktist skyndilega og
varð að flytja hann á sjúkrahús til
Reykjavíkur.
Fyrst I stað leit út fyrir að það
tækist að koma f veg fyrir sjúk-
dóminn og voru allir vongóðir,
sérstaklega þó Benni sjálfur.
Hann var duglegur og þrautseig-
ur, kvartaði aldrei og gerði allt
sem hann gat til að fá máttinn og
heilsuna aftur.
Hugurinn var alltaf heima og
jafnvel á sjúkrahúsunum reyndi
hann að leggja drög að þvi að
Ijúka við húsið, en þau fluttust
inn í það hálfklárað, eins og svo
mörg nýgift hjón gera.
I lengstu lög hélt hann í vonina
og æðraðist aldrei. I tæp tvö ár
barðist hann við sjúkdóminn, þar
til yfir lauk. Samt kvartaði hann
ekki og talaði aldrei um dauðann.
Hann vildi hlffa sfnum nánustu.
Þannig var Benni. Fórnfús, hjálp-
samur, glaðlyndur og sérstaklega
skapgóður.
Hann elskaði konuna sína og
dæturnar umfram allt annað og
þangað ieitaði hugurínn ætíð
meðan hann fór sjúkrahúsanna á
milli í von um bata.
En vegir guðs eru órannsakan-
legir og honum hefur verið ætlað
annað.
Að endingu vil ég þakka allar
góðar stundir, sem við höfum átt
saman og votta konu hans og
dætrum samúð mína, einnig for-
eldrum hans og öðrum ættingjum.
Með hjálp guðs vona ég að eigin-
konu hans og litlu dætrunum
muni vegna vel í lífinu og komast
yfir þá miklu sorg, sem fylgir
dauðsfalli ástvinar.
Drottinn veri með ykkur öllum.
Valborg Böðvarsdóttir.
— Minning
Victor
Framhald af bls. 27
íslenzka konu, sem bjó honum hér
gott heimili, börn þeirra komust
vel til manns og urðu góðir þjóð-
félagsþegnar. Land okkar stendur
í þakklætisskuld við þá menn,
sem unnu fagi sínu af trú-
mennsku og auðguðu þekkingu
okkar, eins og Victor Strange
gerði alla tíð. „Þar sem góðir
menn fara eru guðs vegir“.
Ég vil að endingu þakka Victor
Strange ágæta leiðsögn og bið
honum guðs blessunar i öðrum
heimkynnum, þar sem ég vona að
hugkvæmni hans og snilli komi
öðrum til góða.
Ættingjum hans og vinum
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Aðalsteinn Jóhannsson.
— Minning
Valgerður
Framhald af bls. 27
innilegar samúðarkveðjur eftir-
lifandi eiginmanni, börnum og
tengdabörnum og systrum, Sig-
ríði og Helgu. Við skiljum vel, að
skugga hefur borið fyrir sól á
minningarári.
Jón Brynjólfsson.
AUCI.VSINCA.SIMINN ER:
22480
Ég greip hann aftur með klærnar f búrinu.
Hl«rgiinblobib
HAFSKIF
SKIP VOR MUNU
LESTA Á NÆSTUNNI
SEM HÉR SEGIR:
Hamborg:
Langá 25. ágúst +
Skaftá 1. sept. +
Langá 10. sept. +
Skaftá 22. sept. +
Langá 30. sept. +
Antwerpen:
Langá 28. ágúst +
Skaftá 4. sept. +
Langá 1 5. sept. +
Skaftá 25. sept. +
Langá 3. okt. +
Fredrikstad:
Hvítá 1 5. ágúst
Laxá 8. sept. +
Laxá 22. sept.
Laxá 6. okt.
Gautaborg:
Hvítá 20. ágúst
Laxá 9. sept. +
Laxá 23. sept.
Laxá 7. okt
Kaupmannahöfn:
Hvltá 1 8. ágúst
Laxá 1 0. sept.
Laxá 24. sept.
Laxá 8. okt.
Helsingborg:
Laxá 25. ágúst
Laxá 9. sept.
Laxá 25. sept.
Laxá 9. okt.
Ventspils:
Hvltá 3. sept.
Hvítá 17. okt.
Gdynia/Gdansk:
Laxá 21. ágúst
Hvitá 4. sept.
Hvítá 25. sept.
Hvitá 1 8. okt.
Goole:
Langá 20. ágúst.
+ Lestun og losun á
Akureyri og Húsavik.
HMSKIP H.F.
hafnarhusinu reykjavik
HAFSKIP SIMI 21160