Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1975 13 LAUGAVEG 3 Stórkostlegt úrval at nýjum vörum teknar upp eftir útsölu. Inega flauels buxur nýtt snið. levi’s gallabuxur. Nýjar Men's club herraskyrtur. Herra rúllu- kragabolir. Nýjír stuttir og síðir herra leðurjakkar. Peysur á dömur og herra. itsalan heldur áfram að Laugavegi 89, en haegt að gera góð Heimsþing esperant- ista haldið hér 1977 26. júlí — 2. ágúst s.l. var haldið í Kaupmannahöfn 60. heimsþing esperantohreyfingarinnar (60-a Universala Kongreso de Esper- anto). Þingið sóttu um 1200 esperantistar frá 40 löndum, þar á meðal 16 frá Islandi. Verndari þíngsins var Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur. Að venju bárust þinginu kveðjur og árnaðaróskir frá rfkisstjórnum ýmissa landa og forsvarsmönnum alþjóðlegra stofnana, m.a. aðal- framkvæmdastjóra UNESCO, Amadou-Mahtar M’Bow. Mennta- málaráðherra Islands, Vilhjálmur Hjálmarsson, sendi og þinginu sérstakar kveðjur. Meginstef þingsins að þessu sinni var staða kvenna I nútíma samfélagi. Hafa samtök esperant- ista vlðs vegar um heim beitt sér mjög fyrir umræðum um það efni á þessu ári og þá einkum Alþjóð- lega Esperanto-sambandið, sem m.a. sendi sérstakan fulltrúa á heimsþingið I Mexikó. Þingið i Kaupmannahöfn ræddi kvenrétt- indamál bæði í nefndum og á al- mennum umræðufundi og sam- þykkti ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við jafnréttis- kröfur kvenna. Heimsþing esperantista eru fjölbreytt og starfsöm, enda eng- um tíma eytt I túlkun og þýðingar á ræðum manna þar sem allir nota þar sama tungumálið, esper- anto. Þingið I Kaupmannahöfn var hér engin undantekning. Auk bess umræðuefnis sem að ofan getur, var fjölmargt annað á dag- skrá þingsins. Sérstakur sumar- háskóli starfaði alla þingvikuna þar sem háskólaprófessorar fluttu fyrirlestra á esperanto fyrir al- menning; ýmis sérgreinafélög héldu ársfundi slna innan ramma þingsins; skoðunarferðir voru farnar um borgina og nágrenni hennar og til Svlþjóðar; Lista- kvöld voru flest kvöld þingvik- unnar o.s.frv. Sérstakur hátíðar- fundur var I tilefni af 25 ára afmæli hinnar árlegu bókmennta- samkeppni Alþjóðlega Esperanto- sambandsins; núverandi for- maður dómnefndar þeirrar keppni er Islendingur, Baldur Ragnarsson. 61. esperantoþingið verður haldið I Aþenu á næsta ári, en 1977 verður 62. þingið haldið I Reykjavík I boði menntamálaráð- herra Islands og borgarstjóra Reykjavíkur. Sovézka öryggislögreglan gerði tilraun til að fá því fram- gengt að Moroz yrði færður á geðdeildina, en vera á henni þykir einhver þyngsta refsing sem þekkist I kerfiftu þar i landi. Síðan Moroz hætti I nær þvl fimm mánaða hungurverkfalli i Vladimirfangelsinu I nóvember sl. var hann færður úr einangr- unarklefa sem hann hafði verið hafður I og settur I klefa með fanga sem mun vera Ukralnu- maður. Nýlega var tekið að hafa sams konar hótanir I frammi við Mor- oz að nýju. Að því er þessar heimildir greina frá sagði einn fangelsislæknir að nauðsynlegt væri að flytja Moroz á geðdeild- ina til meðferðar vegna þess að „venjulegur maður gæti ekki lifað af fimm mánaða hungur- verkfall.” Þann 5. mal sl. kröfðust fang- elsisyfirvöld þess að Moroz yrði Moroz fluttur á geðdeild 1 ritinu ABN-Cor- respondence — Bulletin of The Antibolshevik BIoc of Nat- ions“, sem er gefið út I Miinch- en, segir frá þvf að áreiðanleg- ar fregnir hafi fengizt um að Valentin Moroz hafi verið flutt- ur úr klefa sfnum á geðveikra- deild, sennilega f Vladimir- fangelsinu, en þar hefur hann verið f einangrun sfðan hann var tekinn höndum. Segir f fréttagrein þessari að verið sé að eitra fyrir Moroz með þvf að setja f matarskammt hans dá- lftið magn af eitri f hvert skipti. fluttur á geðdeildina en Moroz neitaði því af ótta við að missa þá samneytið við klefafélaga sinn. Þá segir I niðurlagi greinar- stúfs þessa: „Þegar Vycachesl- av Chornovil, Stefania Shabat- ura og fleiri pólitiskir fangar frá Úkraínu voru fluttir til Lviv og annarra staða, voru þau lam- in þangað til að þau misstu meðvitund, fyrir að neita að breyta skoðunum sinum. Meðan þau voru meðvitundar- laus voru þau pynduð og þegar það brást voru þau flutt aftur til fangelsis undir umsjá KGB.“ ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Little sýknuð Raleigh 15. ágúst — NTB: NEGRASTÚLKAN Joan Little var sýknuð af ákærum um að hafa myrt 62 ára gamlan hvltan fanga- vörð I fangelsi I Raleigh I Norður- Karólinu I ágúst I fyrra. Það tók kviðdómendurna, 6 hvíta menn og 6 blökkumenn, aðeins eina klukkustund og 20 mínútur að komast að niðurstöðu um að Little væri saklaus. Ákærandinn hélt þvl fram, að hún hefði lokkað fangavörðinn inn I klefa sinn með loforði um samfarir, síðan dre^ið hann með íshníf til að geta flúið. Verjandinn byggði málflutning sinn á þvl að Little hefði banað fangaverðinum I sjálfsvörn eftir að hann hafði neytt hana til að fróa sér. Leiðrétting Einar Þorgilsson kaupmaður á Oseyri, slðar I Hafnarfirði var sagður Þorkelsson I Reykjavíkur- bréfi, en það er að sjálfsögðu rangt, og er beðið velvirðingar á því. Electrolux Frystlklst* TC 14S 410 litra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Piata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Otbúnaður, sem. fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. „Iceland Review” tileinkað r 200 milum og V-Islendingum Frystikista 410 Itr^ár myndir frá liðinni tíð — m.a. eft- irprentun i litum af málverki Arnar Sigurðssonar af lendingu fyrstu Islenzku landnemanna við Willow Point við Winnipegvatn. Winnípeg er enn íslenzki höfuð- staðurinn I Norður-Ameríku heit- ir stutt grein, sem Caroline Gunn- arsson, ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu, skrifar og loks er viðtal við Ólaf Jóhannesson, við- skiptaráðherra, um viðskiptamál, ekki slzt með hliðsjón af þeim erfiðleikum, sem rlkt hafa á því sviði að undanförnu. Þetta eintak ICELAND REVIEW er eins og öll hin fyrri litauðugt og fjölbreytt. Um útlitið sá Gísli B. Björnsson og Fanney Valgarðsdóttir. Ritstjórar eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson. Nýlega er útkomið nýtt hefti tímaritsins ICELAND REVIEW. Er það að töluverðu leyti helgað landhelgismálinú svo og 100 ára afmæli Islendingabyggðar I Kan- ada. Fremst I heftinu er viðtal við Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, um landhelgismálið á breiðum grundvelli — og sfðan er viðtal við Má Elfsson, fiskimála- stjóra, og þar er fjallað um öll meginrök fýrir útfærslunni I 200 mílur. Fylgir þvl viðtali m.a. lit- prentað kort af hafsvæði lands- ins, þar sem bæði 50 mílurnar og 200 mflurnar eru greinilega markaðar. Þá er grein um Leif Breiðfjörð og glermyndir hans eftir Aðal- stein Ingólfsson. Nokkur verk Leifs eru litprentuð I þessu hefti. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, skrifar stutta grein um landgræðsluna og birtar eru eftir- tektarverðar myndir I litum, sem segja meira en mörg orð um hvernig gróðurinn breytir svip- móti landsins. Hér birtist grein eftir Ævar Kvaran um Hafstein Björnsson miðil og er þar fjallað um starf Hafsteins, m.a. vikið að þeim vís- indalegu rannsóknum sem farið hafa fram á hæfileikum hans vestur I Bandaríkjunum. • Bergsteinn Jónsson, sagnfræð- ingur, skrifar langa grein um landnám Islendinga I Kanada og með frásögninni fylgja ýmsar Electrolux

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.