Morgunblaðið - 23.08.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1975
7
Loðna á
norðurmiðum
Eini nytjafiskurinn, sem
vannýttur er á miðum
okkar, er loðnan. Rann-
sóknir á stofnstærð og
þoli loðnunnar benda til,
að hún þoli verulega grisj-
un umfram það sem nú er.
Sú staðreynd, að stór
hluti Norðursjávarf lotans
er verkefnalaus, og stór-
virkar fiskbræðslur hrá-
efnislausar nyrðra (siðan
síldin var uppurin), veldur
því, að veiðihugur hefur
hneigzt að líklegum
loðnumiðum út af Norður-
og Norðvesturlandi.
Loðnuveiðar að sumarlagi
út af Norðurlandi eru
áhugaefni, sem hefur
þjóðhagslegt gildi og
snertir hagsmuni stórs
hluta fiskveiðiflota okkar
og sjávarplássanna fyrir
vestan og norðan.
Tilraunaveiði loðnu á
noðurmiðum hefur að
nokkru mistekizt i sumar,
einkum vegna iss á álit-
legustu veiðisvæðunum.
Smáloðnan varð uppistað-
an i veiðinni af þessum
sökum, sem þó mun ekki
hafa komið að sök, vegna
þess hve sterkur stofninn
er.
I viðtali við Má Elísson
fiskimálastjóra sem birtist
i Morgunblaðinu i gær,
segir ma:
Már Elísson fiskimálastjóri.
„Már sagði ennfremur
að stór loðna væri tvi-
mælaiaust úti fyrir Norð-
urlandi. Árgangarnir frá
1972 og 1973 ættu að
vera á þessum slóðum og
ýmsir útgerðarmenn
hefðu enn áhuga á að
senda skip sin til þessara
veiða, ef þeir yrðu ekki
hindraðir í þvi. Ef aðstæð-
ur væru svipaðar hér og í
Barentshafi, þá ætti loðn-
an að geta náð 20% búk-
fitu, og sýni, sem hefðu
verið tekin fyrir nokkrum
árum á þessum slóðum,
hefðu sýnt loðnuna 19%
feita."
Þessi ummæli fiski-
málastjóra benda til,
að leggja beri áherzlu á
áframhaldandi loðnuleit
fyrir Norðurlandi.
Að nýta
miðin rétt
Fiskvernd og skynsam-
leg nýting fiskistofna ætti
að vera eitt höfuðboðorð-
ið i útgerð okkar og fisk-
vinnslu. í þvi efni þarf að
stemma stigu við endur-
teknum brotum okkar
sjálfra á nauðsynlegum
veiðitakmörkunum og
skapa sterkt almennings-
álit gegn slíkri hegðan.
Hinsvegar verður að nýta
sterka fiskstofna að þvi
marki, sem stofnstærðin
leyfir, og þegar saman fer
það þrennt: verkefnaleysi
stórs hluta fiskveiðiflot-
ans, hráef nislausar feit-
fisksbræðslur og sterkur
og vannýttur fiskstofn,
eins og fiskimálastjóri
segir, þá virðist ástæða til
að leggja áherzlu á nauð-
synlega áframhaldandi
könnun loðnumiðanna úti
fyrir Norðurlandi.
Fiskeldi í ám,
vötnum og sjó
Fiskeldi i ám og vötnum
og jafnvel sjó er atvinnu-
grein, sem viða i verötd-
inni gefur góðan arð. Ár-
angur fiskræktar í lax-
veiðiám okkar er og veg-
visir, sem vonandi hvet-
ur til aukins framtaks hér-
lendis i þessu efni. Fram-
taks- og fyrirhyggjumenn,
sem sinnt hafa fiskeldi um
nokkurt árabil, geta og
bent á mjög lofsverðan ár-
angur í eldisstöðvum, sem
ekki er nægilegur gaumur
gefinn, og eiga fjölmiðlar
nokkra sök þar á. Fisk-
rætk hérlendis hefur þó
einvörðungu verið bundin
við ferskvatn, lax og sil-
ung. En fiskrækt í sjó er
viðfangsefni, sem íslend-
ingar ættu að sjá sóma
sinn i að hafa verðugan
forgang um. Fiskbúskapur
i ám, vötnum, sjó og eldis-
stöðvum verður tvimæla-
laust veigamikill þáttur i
verðmætasköpun hérlend-
is i framtiðinni. Það þarf
ekki að stiga mörg skref
til þeirrar framtiðar — en
það þarf að stiga þau Þvi
fyrr — þvi betra.
3.TA IJAtiA
ÚTSALA!
í HERRABÚÐINNI
vlð Lækjartorg
mánudag, iiridjudag, miövikudag.
★ HERRAFÖT ★ STAKIR JAKKAR
★ PEYSUR ★ SKYRTUR
Útsalan stendur aðeins í 3 daga.
ír
1M
'/W\
V I Ð LÆKJARTORG
Umboðsmaður óskast
til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morg-
unblaðið á Húsavík.
Upplýsingar á afgr. Mbl. á Húsavík, sími
411 55 eða á Akureyri 23905 eða í Reykjavík í
síma 1 01 00.
PtLAKI/
kj^kkcn
Sýnd á
sýningunni í Laugardal
POLARIS
Eldhúsið
Vekur verskuldaöa athygli
Hafið með yður teikningu af eldhúsinu.
Við gerum yður tilboð
unnai Sj/>£eiman h.f.
t
Ferðatöskur
Handtöskur
Snyrtitöskur
Mjög fjölbreytt úrval
GEísIPf