Morgunblaðið - 23.08.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AGÚST 1975
11
0 Sá orðrómur hafði verið á
kreiki að hljómsveitin Brimkló
væri f þann veginn að leysast upp.
STUTTSlÐAN sat f þungum
þönkum og vefti þvf fyrir sér við
hvern hún ætti að hafa samband
til að fá nánari upplýsingar þegar
á fjörur hennar rak, — óvænt og
skyndilega — tvo félaga úr
hljómsveitinni, þá Arnar Sigur-
björnsson gftarleikara og Pétur
Pétursson pfanóleikara.
— „Brimkló hættir ekki heldur
er hér aðeins um mannabreyting-
ar að ræða, — við Raggi höldum
áfram,“ sagði Arnar þegar Stutt-
síðan spurðist fyrir um áform
þeirra félaga.
— „Það eru engin leiðindi í
þessu,“ bætti Pétur við. „Við
höfum verið að bræða þetta með
okkur að undanförnu og við þrír
ákváðum að hvila okkur á þessu í
bili, — það var líka kominn tími
til að stokka upp i hljómsveit-
inni.“ „Við þrír“ eru auk Péturs
þeir Jónas R. Jónsson söngvari og
Sigurjón Sighvatsson bassaleik-
ari.
0 Hljómsveitin Brimkló á að baki
merkilegan feril i islenzku
skemmtanalífi og hefur hljóm-
sveitin löngum notið vinsælda
enda ávallt skipuð úrvals hljóð-
færaleikurum. Eins og gengur
hafa menn komið og farið og enn
á ný skilja leiðir. Pétur hyggur á
tónlistarnám erlendis. — „Ég er
npp
rétt að byrja,“ eins og hann komst
sjálfur að orði. Jónas mun snúa
sér óskiptur að upptökustörfum
hjá Hljóðritun s/f og Sigurjón
verður við kennslu í vetur en auk
þess stundar hann háskólanám i
bókmenntasögu.
Ýmsar getgátur hafa verið uppi
um það hverjir muni ganga til liðs
við þá Arnar og R^gnar og hafa
nokkrar athyglisverðar hug-
myndir komið fram í því sam-
bandi. M.a. hefur verið rætt um
að Ari Jónsson, sá ágæti söngvari
og trommari, verði kallaður til en
það þýðir að trommuleikarar
verða tveir í hljómsveitinni, —
skemmtileg hugmynd sem vel
mætti reyna. Þá hefur Stuttsíðan
hlerað að bollaleggingar séu um
það að fá Bjarka Tryggvason frá
Akureyri til að taka að sér bassa-
leikinn og söng og mundi Stutt-
síðan fagna ef úr yrði.
— „Það verður ekkert gefið
upp að svo stöddu,“ sagði Addi. —
„En þetta verður gott band þegar
það kemur og nafnið verður
áfram Brimkló ef nýju meðlim-
irnir hafa ekki á móti því,“ bætti
hann við og glotti.
■
■
■
Hljómsveit Pálma |
Gmrnars með 12 ný ■
lög eftir Magga í Rín* 1 * * * * * *
elzta — og jafnframt einna virðu-
legasta — hljómplötufyrirtæki
landsins.
Er Stuttsíðan átti leið I Hafnarfjörð
I fyrradag hitti hún þar fyrir gamal-
kunnug andlit, sem sameiginlega
hafa að undanförnu gengið undir
nafninu „Hljómsveit Pálma
Gunnarssonar".
— Fálkanum leizt strax vel á að
gefa þetta út, þegar við sendum
þeim mjög ófullkomna upptöku,
sagði Baldur Arngrlmsson, gitar-
leikari. — Við erum núna rúmlega
hálfnaðir og ætlunin er að klára
þetta nú um og eftir helgina. Ef það
tekst ekki, þá frestast það um hálfan
mánuð, þvi ég er á leið til Ameriku.
Höfundur laga og Ijóða er Magnús
Eiriksson gitarleikari og blúsari, sem
m.a. samdi prýðileg lög fyrir Pónik i
tið hans þar. Bassaleikari og
söngvari er að sjálfsögðu Pálmi
Gunnarsson og trommuleikari Björn
Bjömsson. Allir þessir menn eiga
langa reynslu að baki og á það ekki
síður við um fimmta manninn, sem
þeir félagar hafa fengið sér til
aðstoðar á hljómborð, Úlfar Sigmars-
son, hljómborðs- og gitarleikara
Pónik. Að auki er litil hornasveit i
fjórum laganna.
Að sögn Baldurs eru löqin í vmsum
stemningum, allt aftur t „gamla
kreppufijinginn", eins og hann
orðaði það. Textar eru á islenzku og
einnig eftir Magnús Eiriksson.
a
|a
J
Yfir hafiö meö
HAFSKIP
SKIP VOR MUNU
LESTA Á NÆSTUNNI
SEM HÉR SEGIR:
HAMBORG:
Langá 25. ágúst. -I-
Skaftá 1. sept. +
Langá 10. sept. +
Skaftá 22. sept. +
Langá 30. sept. +
ANTVERPEN:
Langá 28. ágúst +
Skaftá 4. sept. +
Langá 1 5. sept. +
Skaftá 25. sept. +
Langá 3. okt. +
FREDRIKSTAD:
Hvitá 1 5. ágúst
Rangá 1. sept.
Laxá 8. sept. +
Laxá 22. sept.
Laxá 6. okt.
GAUTABORG:
Hvítá 20. ágúst
Rangá 29. sept. +
Laxá 9. sept.
Laxá 23. sept.
Laxá 7. okt.
KAUPMANNAHÖFN:
Hvitá 1 8. ágúst
Rangá 27. ágúst
Laxá 1 0. sept. +
Laxá 24. sept.
Laxá 8. okt.
HELSINGJABORG:
Laxá 25. ágúst
Laxá 9. sept.
Laxá 25. sept.
Laxá 9. okt.
VENTSPILS:
Hvitá 3. sept.
Hvitá 1 7. okt.
GDYNIA/GDANSK:
Laxá 21. ágúst
Hvitá 4. sept.
Hvitá 25. sept.
Hvitá 1 8. okt.
+ = Lestun og losun
Akureyri, Húsavik.
HAfSKIP H.f.
hafnarhusinu revkjavik
Vi.iÚfN, HAFSKIP 5IMI 21160
Reykjanes S.U.S.
Umræðuhópur
um sjávarútvegsmál
Annar fundur umræðuhóps um sjávarútvegsmál verður haldinn i
Sjálfstæðishúsinu Keflavik, mánudaginn 25. ágúst. Fundurinn hefst kl.
8.30. Umræðustjóri er Helgi Hólm.
Aðalfundur
Aðalfundur Fjölnis F.U.S. i Rangárvallasýslu verður háldinn i Hellubíó
miðvikudaginn 27. ágúst kl. 9.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á S.U.S. þing.
3. Önnur mál.
Stjórn Fjölnis F.U.S.
Fólksbila-
Jeppa-
Vörubila-
Lyftara-
Búvéla-
Traktors-
Vinnuvéla-
ATLAS
Veitum alhliöa hjólbaröaþjónustu
Komi6 með bilana inn í rúmgott húsnæöi
OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19
föstudaga 8-22
_______laugardaga_____9-17
Véladeild HJÓLBARÐAR
Sambandsins símaíSmo8og mvoo
Alþjóða vörusýning Rvk. 1975
VIÐ SÝNUM
Á ÚTISVÆÐI III B,
EFTIRFARANDI:
Sumarhús A-line
Hjólhýsi Cavalier
Hjólhýsi Monza
Tjaldvagna,
Ameríska steury
Tjaldvagna,
Þýzka fólksbílakerrur
og jeppakerrur
Kanadíska vélsleða
SKI - DOO
VERIÐ VELKOMIN
Gísli Jónsson & Co. hf.
Sundaborg — Klettagarðar 11
ALÞJÚÐLEG
VfiRUSÝNING
22.ÁG.-7.SEPT.