Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGUST 1975 23 Sigurður Egilsson frá Sveinsstöðum látinn Mælifelli 21. ágúst. I GÆRMORGUN Iézt á sjúkra- húsi Skagfirðinga Sigurður Egils- son frá Sveinsstöðum I Tungu- sveit, 63 ára að aldri. Sigurður var mörg sumur safnvörður í Glaum- bæ, en bjð áður búi sínu á nýbýl- inu Stekkjarholti, er hann reisti á hluta úr Sveinsstöðum. Sigurður var vfðlesinn maður og fágætlega minnugur og mikið orð fór af honum fyrir þekkingu á ljóðlist, en hann hafði á hraðbergi svo mikinn fjölda vlsna, kvæða og Ijóðaflokka að einsdæmi var. Hann var safnaðarfulltrúi Goð- dalasóknar og meðhjálpari kirkju sinnar og þar verður útför hans Ekki starfs- fólk Flugleiða Flugleiðir hf hafa beðið Morg- unblaðið að koma því á framfæri að enginn starfsmaður fyrirtækis- ins á Keflavfkurflugvelli hafi átt þátt í hasssmyglmálinu, sem frá var greint í baksíðufrétt Mbl. í gær. Heimsmet FRAKKINN Guy Drut setti nýtt heimsmet í 110 metra grinda- hlaupi á frjálsfþróttamóti f Vest- ur-Berlfn f gærkvöldi. Hljóp hann vegalengdina á 13,0 sek. r Utimessa á Akureyri Akureyri 22. ágúst. PRESTARNIR á Akureyri hafá ákveðið að efna til útiguðsþjón- ustu í trjálundinum f Glerár- hverfi klukkan 14 á sunnudaginn. Þeir þjóna báðir við guðsþjónust- una og kirkjukór Lögmannshlíð- arkirkju annast söng undir stjórn Áskels Jónssonar. Hálfri klukku- stund áður en guðsþjónustan hefst byrjar Lúðrasveit Akureyr- ar að leika þar f trjálundinum undir stjórn Roars Kvam. Af veð- ur reynist óhagstætt, sem engin ástæða er til að ætla, verður mess- að f skólahúsinu f Glerárhverfi. Sv.P. gerð hinn 28. þessa mánaðar. Ekkja Sigurðar er Berta Karls- dóttir frá Mzkalandi. Sfra Agúst. Tækniskólinn í nýtt húsnæði 1. október EINS og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur Tækniskóli íslands fengið aðstöðu í húsi Aðalverktaka á Ártúnshöfða, en skólinn hefur fram að þessu verið á miklum hrakhólum með hús- næði. Bjarni Kristjánsson skólastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að frágangur á þessu húsnæði gengi nú sæmilega og gert væri ráð fyrir, að öll starfsemi skólans flytti þarna inn 1. október. I vetur munu um 250 nemendur stunda nám við Tækniskóla Is- lands og er það svipuð tala og I fyrra. Bíómiðinn hækk- ar í 240 krónur RÍKISSTJÓRNIN staðfesti f gær þá ákvörðun verðlagsnefndar frá þvf á miðvikudaginn, að heimil væri hækkun á bfómiðum og þjónustu veitingahúsa. Þjónusta veitingahúsa hækkar um 10% og aðgangseyrir í kvik- myndahús hækkar úr 200 krónum í 240 krónur fyrir fullorðna og úr 70 krónum í 90 krónur fyrir börn. — Villinganes- virkjun Framhald af bls. 13 að ræða, þá er Villinganesvirkjun fyrir hendi og á Vestfjörðum lítil virkjun við Kljáfoss. Ekki er mikið um virkjunarmöguleika á landinu af þeirri stærð. Á Suður- landi hefur Landsvirkjun þó verið með áætlanir um jarðgufu- stöð. En eins og alltaf þurfa markaðurinn og þróunin að falla saman. Komi ekki upp meiri orku- frekur iðnaður á Norðurlandi, þá kemur virkjun í Héraðsvötnum við Villinganes til greina, en fyrir iðnað er hún ekki, sagði Jakob Björnsson að lokum. — E.Pá. — Deila BHM Framhald af bls. 2. ur, sem sfðan hafa verið til um- ræðu milli fulltrúa félagsins og ráðuneytisins. Nú hefur deilunni aftur á móti verið visað til Kjara- dóms. Rfkissjóður tók þá einhliða ákvörðun á sínum tíma að greiða félagsmönnum BMH sem vinna hjá ríkinu þessa hækkun þótt ósamið væri um hana við félagið og hefur það verið gert fram til þessa. — Samningur Framhald af bls. 1 Meðal annars safnaðist allstór hópur manna saman úti fyrir gistihúsi því sem Kissinger dvald- ist á og hrópaði ókvæðisorð og skipaði honum að fara heim aftur. I Egyptalandi er komu Kiss- ingers beðið með óþreyju og verður honum fagnað eins og þjóðhöfðingja segir f fréttum frá Alexandrfu. Segja fréttaskýrend- ur að það sé samdóma álit manna f Kairó og Alexandríu að Kiss- inger muni takast að koma bráða- birgðasamkomulagi þessu í kring fyrir 1. september -eins og hann hefur lýst yfir að hann hafi hug á. — Korsíka Framhald af bls. 1 hríð á móti og skömmu síðar gáfust Korsíkumennirnir upp. Þeir eru flestir bændur og samtök þeirra eru kölluð ARC krefjast sjálfstæðis Koisíku og sömuleiðis að landeignir í eigu fyrrverandi auðmanna í Alsír og víðar f Norður-Afríku, sem nú búa á Korsíku, verði lagðar undir eyjaskeggja sjálfa. — Stjórn SR Framhald af bls. 24 fyrir Norðurlandi loðnugöngur, 2 til 4 ára loðnu, er hentaði til vinnslu. Tillagan var borin undir at- kvæði og samþykkt með sam- hljóða atkvæðum, þeirra Sveins Benediktssonar, Jóns Kjartans- sonar, Hannesar Baldvinssonar, og Jóns Sigurðssonar. — Útlit fyrir Framhald af bls. 24 búið að taka saman og ætti bara eftir að færa í hús en á sárafáúm stöðum mætti sjá liggjandi hey. „Það er hin geysimikla vélvæðing í landbúnaðinum sem gerir það kleift að nýta þennan skamma þurrk svona vel,“ sagði Magnús. Loks ræddi Mbl. við Pál Pálsson bónda á Borg í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Hann sagði að þurrkdagarnir tveir og dagurinn þar á undan hefði gerbreytt öllum heyskaparhorfum. „Það var þurrt en sólarlaust á þriðjudaginn og þess vegna nýttist þurrkurinn á miðvikudaginn miklu betur en annars hefði orðið,“ sagði Páll. „Þetta hafa verið ómetanlegir dagar og hér hefur fólk ekki hugs- að um annað en heyskapinn og unnið myrkranna á' milli. Þetta hefur svo sannarlega létt áhyggj- um af bændum sem sumir hverjir höfðu ekki náð inn þurri tuggu í allt sumar.“ — Portúgal Framhald af bls. 1 inginn Carlos Fabiao, eins og spáð hefur verið síðustu daga. Sagt er að þrír herforingjar af þeim níu, sem opinberlega snerust gegn stjórn Goncalves á dögunum muni eiga sæti í rikisstjórninni sem mynduð verður líklega þeir Melo Antunes, Victor Alves og Vitor Crespo, og úr embættum muni vfkja tveir ráðherrar sem hafa þótt einum of hlynntir kommún- istum, báðir herforingjar. Þá barst sú yfirlýsing frá Spinola fyrrverandi forseta lands- ins, sem hefur verið landflótta í Brasilíu eftir misheppnaða bylt- ingartilraun f marz sl., að hann væri reiðubúinn að snúa heim og taka við stjórnartaumum og upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Um viðbrögð við því boði hefur ekk- ert heyrzt. I morgun flaug sú frétt eins og eldur f sinu um Lissabon að Gon- calves hefði leitað hælis í herstöð skammt fyrir utan borgina og ætlaði að flýja land, en sú frétt var síðan borin til baka. I dag kom til mikilla óeirða í Braganca í Norðaustur-Portúgal og réðst hópur fólks á skrifstofur kommúnistaflokksins þar og brenndi þær til grunna. Slösuðust þar átta manns þegar fólk reyndi að brjóta byssur sem það fann á skrifstofunum. Samkvæmt fréttun. i kvöld virð- ist trúlegt að sósíalistar muni eiga aðild að þeirri ríkisstjórn sem nú er reynt að koma á fót i Iandinu, en engin tilkynning hefur komið frá flokknum um það efni í dag. Aftur á móti er talið að sósialistar svo og herforingjar muni geta sætt sig dável við að Carlos Fabiao verði forsætisráðherra, en hann lýsti vantrausti á stjórn Goncalves fyrr í þessari viku. Aftur á móti er talið að Gosta Comes myndi kjósa að einn nánasti samstarfsmaður hans, Ferreira da Cunhal hershöfðingi tæki við embættinu, en það mun hafa fengið dræmar undirtektir. Aftur á móti er talið að gengið verði að kröfum sósialista og þeirra herforingja, sem hófsamir teljast, varðandi brottvisun ráð- herranna tveggja, sem áður er vikið að og hlynntir eru kommún- istum, en þeir eru Costa Martines, atvinnumálaráðherra og Correia Jesuino, upplýsingaráðherra. Concalves forsætisráðherra er sagður reyna til hins ítrasta að halda stöðu sinni og sagði tals- maður hans að forsætisráðherr- ann liti svo á, að hann nyti stuðn- ings meirihluta hersins hvað sem hver segði. I Reutersfréttum kemur fram að staða Otelo Saraiva de Car- valho virðist óljós þessa stundina, sérstaklega væri því veitt athygli að í tilkynningu forsetans um þá yfirstjórn, sem hann tók sér f dag, var hvergi að Carvalho og fram- tíðarhlutverki hans vikið. Svo virðist af ýmsu, sem komm- únistaflokkur landsins sé nú opin- berlega að fallast á að snúast gegn Goncalves forsætisráðherra, segir í Reutersfréttum, og munu full- trúar hans bíða átekta unz málin skýrast. Cunhal, formaður flokks- ins ræddi viö Costa Gomes í dag og segja áreiðanlegar heimildir, að Cunhal hafi tjáð forsetanum, að flokkur hans myndi ekki leggja á það kapp úr því sem komið vjeri, að Goncalves yrði for- sætisráðherra áfram. Segja frétta- skýrendur, að kommúnistar virð- ast reiðubúnir að taka sæti I hvaða samsteypustjórn sem kann að verða mynduð, þegar tekst að koma Goncalves frá völdum. — Barzel Framhald af bls. 3 bandalaginu. Sagði Barzel að við- ræðurnar hefðu verið mjög vin- samlegar og væri hann margs vísari eftir. Barzel sagðist ekki vera kominn hingað til að miðla málum í fiskveiðideilunni til þess hefði hann ekkert formlegt um- boð, en hins vegar vildi hann nota tímann hér og fræðast sem mest um málið. Um helgina fara Barzel og Jansen til Þingvalla og Laugar- vatns, í Skálholt og e.t.v. annarra staða fyrir austan Fjall. Á mánu- dag er m.a. gert ráð fyrir að hann hitti Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra, Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra og fleiri áhrifa- menn. Héðan verður haldið á þriðjudagsmorgun. gferl meógott hj Á Alþjóðlegu vörusýningunni í Laugardal er sérstök heilbrigðis- sýning, þar sem meðal annars gefur að líta gegnsæja glerkonu, þannig að fylgjast má með hluta líkamsstarf- seminnar. Þá eru á heilbrigðissýning- unni fjöldi tækja þar sem sýningar- gestir geta prófað viðbragðsflýti sinn, nákvæmni og þekkingu. Hver vill ekki spreyta sig á slíku? Vinningur dagsins í gestahappdrættinu er. Dvöl í Valhöll á Þingvöllum fyrir tvo frá föstudegi til sunnudags, þar sem vinnings- hafi og gestur hans munu njóta gestrisni og góðrar þjónustu hótelsins í húsnæði, mat og drykk. í dag verður verslunin Bimm Bamm með tvær tískusýningar á barnafötum klukkan 14.30 og 16.30. Opnað klukkan 1.30 i dag. VerS aSgöngumiSa 350 krónur fyrir fullorSna og 1 00 krónur fyrir börn. ALÞJÓÐLEG VÖRUSYNING REYKJAVlK 1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.