Morgunblaðið - 28.08.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGÚST 1975
11
Mótmæla
síldarverði
MORGUNBLAÐINU bárust f gær
mótmæli þeirra aðila, sem síld-
veiðar f reknet stunda við Vestur-
land. Telja þeir að verð það, sem
ákveðið var á sfld til frystingar
fyrir stuttu, sé alltof lágt og nægi
ekki til að standa undir veiðun-
um.
Mótmælaskjálið fer f heild hér
á eftir:
„Fyrir hönd útgerðarmanna,
skipstjóra og skipshafna á eftir-
töldum bátum, sem stunda síld-
veiðar í reknet við Vesturland,
viljum við eindregið mótmæla
lágmarksverði því sem Verðlags-
ráð sjávarútvegsins hefur ákveðið
á síld til frystingar, veiddri í rek-
net. Teljum við að verð þetta, sem
er það sama og s.l. ár, sé alltof lágt
enda óeðlilegt, ef bornar eru sam-
an verðhækkanir sem orðið hafa á
öðrum fiski á sama tima, að þessi
eina grein fiskveiðanna skuli ekki
hækka um eina einustu krónu og
því sé útilokað að halda áfram
þessum veiðiskap að óbreyttu
sildarverði. Við viljum einnig
vekja athygli á því, að i reknetin
veiðist ekki smásíld, þvert á móti
er síldin stór og góð og með tilliti
til ástands síldarstofnsins við
landið teljum við að allt verði að
gera til að efla þessa veiðiaðferð,
þvf að hún sé sú eina sem síldar-
stofninn þoli nú,verði um ofveiði
að ræða. Einnig má benda á, að
þessi veiði brúar „dautt“ veiði-
tímabil hjá mörgum bátum af
millistærð sem er þeim ómetan-
lega til góðs, en til þess að hægt sé
að stunda þessar veiðar þarf verð-
ið fyrir síldina auðvitað að vera
viðunandi. Floti sá sem stundar
þessar veiðar getur ekki tekið að
sér að greiða niður beituverð
þeirra báta sem v^rða á Ifnuveið-
um n.k. haust. Það hefur komið í
Ijós, að síldarmagnið í sjónum er
ekki eins mikið og af er látið t.d. í
fjölmiðlum. Algengast er að 15—
30 tunnur fáist yfir nóttina í 40—
50 net þannig að vafi leikur á
hvort fiskast fyrir tryggingu sem
aftur veldur því að margir sjó-
menn höfðu við orð að ganga nú
þegar af bátunum, er“þeir fréttu
um núverandi síldarverð. Viljum
við því skora á viðkomandi aðila
að síldarverðið verði endurskoðað
til hækkunar til þess að til alvar-
legra vandræða komi ekki.
Fyrir hönd m.b. Steinunnar SH,
m.b. Matthildar SH, m.b. Saxham-
ars SH, m.b. Sigluness SH, m.b.
Reykjarastar GK, m.b. VIsis GK
m.b. Óskars Halldórssonar GK,
m.b. Jóhannesar Gunnars GK,
m.b. Hamrasvans SH og m.b.
Sandafells SH.
Ólafsvík 23. ágúst 1975
Leifur Halldórsson skipstjóri
Sævar Friðþjófsson skipstjóri.“
Fjör á útsölunum
HAUSTÚTSÖLUR standa nú sem
hæst. „Það er alltaf sama stemmn-
ingin fyrir útsölunum," sagði
Gunnar Kjartansson hjá Hag-
kaup er Mbl. ræddi við hann í gær
um útsölurnar. „Mestur er áhug-
inn fyrsta daginn, en þá stendur
fólk í tugatali við búðardyrnar
klukkutíma áður en opnað er. Síð-
an vill aðsóknin minnka, en það
bregzt aldrei að roksala er á útsöl-
um, enda getur fólk gert þar reyf-
arakaup," sagði Gunnar. Eftir því
sem Mbl. frétti, hafa aðrar verzl-
anir svipaða sögu að segja.
Ekið var á hest
við Ingólfsfjall
BIFREIÐ ók á hest á þjóðveg-
inum undir Ingólfsfjalli um kl.
22.30 á sunnudagskvöldið og varð
að lóga honum eftir slysið. Þetta
var brúnn hestur, llklega fjögurra
eða fimm vetra gamall. Talið var,
að mark hans væri fjöður framan
hægra. Lögreglan á Selfossi er
ekki búin að hafa upp á eiganda
hans
Hefur þú
kannað
okkar verð?
VIÐ BJQÐUM: ___________
Ritz kex...........á 89.— kr. pakkann
Hrísgrjón........á 99.— kr. pakkann
Toilet papír.....á 331.— kr. pr. 6 rúllur
Kellogg’s Corn Flakes.á 160.— kr. pakkann
Robinson’s Orange Juice .. á 224.— kr. flaskan
Eldhúsrúllur (hvítar).á 197.— kr.
STRÁSYKUR:
0,5 kg. á 100.— kr.
2,5 kg. á 490.— kr.
50,0 kg. á 9.000.— kr.
(pr. kg. 200.—)
(pr. kg. 196.—)
(pr. kg. 180.—)
NAUTAKJOT:
í 4—6 kg. kössum (blandað)
aðeins 819.— kr. kg.
VERIÐ VELKOMIN
Kaupgaróur
RICOMAC^ISS^IP
Meðmæli
í starfi mínu, sem skrifstofustúlka, þarf ég
nauðsynlega að nota fljótvirka reiknivél, sem skilar
útkomu á strimli, og hefur tvö samlagningarverk, sem
geta unnið saman eða sitt í hvoru lagi.
Ég hefi ekki fundið vél í
neinum verðflokki, sem ég
hef verið fyllilega ánægð
með — fyrr en ég reyndi
Ricomac. Ricomac er lip-
ur, fljótvirk og örugg.
-4iidJdí
12.
13.
20.
14.
1 5.
16.
1 7.
18.
immiti
1. Upphækkun
2. Mínus margföldun
3. Skiftitakki
4. Prentun
5. Hreinsun
6. Kommusetning
8. Minni I: Samlagning 15. Minni II: Subtotal
9. Minni I: Total
10. Minni I: Subtotal
11. Pappírslosari
1£. Aukaffifaveliari
13. Minni II: Safntakki
16. Minni II: Frádráttur
17. Minni IkSamlagning
18. Minni I: Safntakki
19. Pappírsfærsla
20. Sjálfv. prósentureikn.
21. Venjulegur pappír
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
7. MinnjJ^Frádráttur 14. Mjnnhlll Total
Sölum&nn ok^ar veita^slega allar upplýsingar um Ric^nag, sem hæfir stai»fi yðar
^ Hverfisgötu 33
/h?iA-iú>s Sími 20560