Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975
13
Föt Buxur
Jakkar Frakkar
Skyrtur Peysurofl.
Nú er tækifsri
til að fata sig
upp hjá
ÓAndersen
Œb Lauth hf.
Vesturgötu 17, Laugavegi 39.
Sjötta skipið bætist
í flota Hafskips hf.
SJÖTTA skipið hefur nú bætzt I
flota Hafskips og heitir það skip
Rangá. Skipið var afhent í Ham-
borg og heldur þaðan á hádegi f
dag, þriðjudag, til Kaupmanna-
hafnar, Gautaborgar og
Frederikstad og sfðan til Reykja-
víkur. Er skipið væntanlegt til
Reykjavíkur f fyrsta skipti þann
6. sept. nk.
Nýja skipið hét áður Peter
Wessel og var í eigu þýzkra aðila
smíðað árið 1966. Það er tæplega
1200 lestir og hið minnsta af skip-
um Hafskips að burðargetu.
Ganghraði þess er 12 hnútar.
Skipstjóri er örn Ingimundarson,
sem áður var skipstjóri á Hvitá.
Hafskip átti lengi vel fjögur
skip, en af þeim er nú aðeins
Langá eftir. Hins vegar hafa
fimm skip komið i staðinn á
undanförnu Vá ári og eru flest
stærri en gömlu skipin voru,
þannig, að mikil burðargetuaukn-
ing hefur orðið í flota Hafskips á
skömmum tima.
1200 íbúa hverfi skipulagt
UM ÞESSAR mundir er verið að
ganga frá skipulagi nýs Ibúðar-
hverfis I Hafnarfirði, í Hvömmum
fyrir sunnan klaustrið. Gert er
ráð fyrir að þarna verði blönduð
byggð og verði þar samanlagt 300
ibúðir með allt að 1200 ibúum.
Vonazt er til að hægt verði að
hefja byggingarframkvæmdir í
þessú nýja hverfi á árinu 1977. Á
blaðamannafundi hjá bæjarstjórn
Hafnarfjarðar kom fram að á
hverju ári er úthlutað i Hafnar-
firði lóðum fyrir 100 til 110
íbúðir, en eftirspurn eftir
einbýlishúsalóðum hefur verið til
muna meiri en hægt hefur verið
að sinna.
Valdatökunefnd lýsir yfir
stofnun nýrrar stjórnar
Tokyo 25. ágúst — AP.
„VALDATÖKUFUNDUR“ var
haldinn í Vientiane, höfuðborg
Laos, á laugardag, og lýsti fund-
urinn því yfir að byltingarstjórn
alþýðunnar hefði tekið við af
gömlu stjórninni I Vientiane, að
sögn kínversku fréttastofunnar
Hsinhua. ! útvarpsfregnum, sem
heyrðust f Tokyo, var sagt að um
100.000 manns hefðu verið við-
staddir fundinn, þar á meðal
Phoun Sipaseuth, varaforsætis-
ráðherra bráðabirgðaþjóðstjórn-
arinnar.
Sagði í frétt Hsinhua að Thao
Moun, formaður „valdatöku-
nefndar" Vientiane „hefði flett
ofan af og fordæmt á fundinum
glæpi bandarísku heimsvalda-
stefnunnar og afskipti hennar og
nýlendustefnu í Laos síðustu tvo
áratugi og kúgun hægri öfga-
manna og arðrán."
Hsinhua sagði, að Thao Moun
hefði Iýst yfir að byltingarstjórn
alþýðunnar myndi sitja í
Vientiane.
Jasmme
svefnsófinn
Hvort heldur sem er:
Fallegur sófi eða tvíbreitt rúm.
Breidd: 170 cm, dýpt: 91 cm,
hæð: 80 cm. Rúm: 135x190 cm.
Sófinn er til sýnis í sýningarbás okkar í Laugardalshöll
Hjá okkur er úrvaliÓ af svefnhúsgögnum