Morgunblaðið - 28.08.1975, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. AGUST 1975
— Minning
Halldór
Framhald af bls. 23
vist, en skömmu áður en hann dó
sagði hann við mig: „Það er verst
að ég má alls ekki vera að því að
liggja hérna.“ Hann átti svo fjöl-
mörg verkefni áformuð, sem
hann hlakkaði til að leysa af
hendi.
Við samstarfsmenn Halldórs
söknum hans sárt og sendum
Þóru Dagbjartsdóttur konu hans
og Þórhalli syni hans okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þorsteinn Gfslason.-
Við vitum, að góður guð hefur
kallað Halla frænda til sín og nú
Ilður honum vel. Við vitum líka
að nú er hann orðinn „Halli
frændi“ allra litlu barnanna á
himnum, því hann var ekki aðeins
bezti frændinn okkar systkina-
barna Þóru frænku, heldur og
vinur allra barna.
Það var mikill söknuður, þegar
við gátum ekki lengur heimsótt
ykkur í Fögrubrekkuna. Þær mót-
tökur eru okkur ógleymanlegar,
hvort sem við komum þar við á
leið heim úr skólanum eða á
öðrum tímum.
Barnalög af plötum voru spiluð
og alltaf gætti hann þess að eiga
til ís I Iitla munna, og svo ótal-
margt fleira. Svo þegar litlu
pakkarnir tóku að berast alla leið
frá Ameríku, þá vissum við, að
Halli hugsaði enn til okkar. Það
var stór stund, þegar fímm ára
clrengur fékk „alvöru úr“ í jóla-
gjöf, með sérstakri kveðju frá
Halla frænda. Það gleymist
aldrei. Við söknum hans mikið.
En við munum ávallt muna hve
góður og glaður hann var.
Við biðjum góðan guð að geyma
hann og styrkja Þóru frænku og
Þórhall, þau hafa misst svo mikið.
Nú legg ('£ augun aflur,
ó, guð, þinn náðarkraflur
mfn veri vörn f nóll.
Æ, virzt mig að þór taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Við þökkum Halla frænda fyrir
allt. Guð blessi hann.
Sigrún, Einar, Ingvar,
Jón Bjarni og Ingólfur.
Þann 17. ágúst lézt Halldór Þór-
hallsson á spftala I Greenwich,
Connecticut. Fráfall Halldórs var
skyndilegt og kom öllum að óvör-
um. Halldór hafði kvartað undan
minniháttar truflunum í maga
nokkra síðustu mánuði en engum
datt I hug að veikindi hans væru
alvarlegs eðlis.
Halldóri kynntist ég ekki fyrr
en hann flutti hingað vestur og
tók til starfa hjá Coldwater Sea-
food Corporation I Scarsdale,
New York, en fyrir mörgum árum
hafði ég kynnzt foreldrum og
bróður hans og sérstaklega Ásu
systur hans I Boston. Hjá Cold-
water sá Halldór um gerð auglýs-
inga og reyndist Halldór mjög
góður starfsmaður. Hann var
óvenju vandvirkur og samvizku-
samur I starfi og var alltaf viljug-
ur að hjálpa öðrum.
Halldór og Þóra kona hans áttu
mjög fallegt heimili í Scarsdale,
New York. Þórhallur, sonur Hall-
dórs, les nú verkfræði við Stony
Brook háskólann á Long Island.
Þeim sendi ég innilegustu sam-
úðarkveðjur við fráfall þessa
prýðismanns.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Stýr mfnu fari heilu heim
f höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
Vald. Briem.
Hinn 17. ágúst síðastliðinn lést
Halldór G. Þórhallsson, auglýs-
ingastjóri hjá Coldwater Seafood
Corporation í New York, eftir
stutta sjúkdómslegu.
Halldór fæddist í Vestmanna-
eyjum 27. júlí 1924, kominn af
góðu fólki, Þórhalli Gunnlaugs-
syni, stöðvarstjóra, og konu hans
Ingibjörgu Ólafsdóttur.
Við, sem þessar línur ritum,
kynntumst Halldóri, er hann
kvæntist seinni konu sinni, Þóru
Dagbjartsdóttur. Þau byggðu
heimili sitt að Fögrubrekku 1,
Kópavogi. Þangað þótti okkur
systkinabörnum Þóru ávallt gott
að koma, enda var það sérlega
listrænt og smekkiegt heimili,
gestgjafar örlátir og ekki síst við
okkur börnin.
Til New York fluttu þau í
febrúar árið 1972 og bjuggu þar
til dánardægurs Halldórs, sem að
framan greinir.
Halli „frændi“, sem hann jafn-
an var kallaður hjá oRkur, var
ávallt reiðubúinn að rétta öðrum
hjálparhönd, ef með þurfti. Góð-
látleg kímni hans og falslaus
framkoma laðaði fólk að honum,
enda var hann félagslyndur,
greinargóður og glöggskyggn á
marga hluti.
Nú, þegar leiðir skilja, vitum
við að trú hans verður honum
leiðarljós í nýjum heimkynnum,
eftirlifandi konu hans styrkur og
syni hvatning I námi og starfi.
Blessuð sé minning hans.
Vinir.
Trúðu á tvennt í hrimi,
tign sem æðsta ber,
Guð í alheimsgeimi —
Guð í sjálfum þér.
Þegar mér var tilkynnt andlát
vinar míns Halldórs, datt mér
fyrst I hug þessi fallega vísa, —
enda finnst mér hún lýsa honum
best og þeirri trú sem hann bar til
lífsins. Það fylgir því undarlegur
tómleiki, þegar maður fréttir það,
að einhver samferðamannanna
hafi horfið skyndilega af sviði
lífsins. En þegar það er náinn
vinur, sem kveður, verður maður
gripinn söknuði og gildir þá einu,
hvort sá er ungur eða aidinn. —
Halldór Þórhallsson var fæddur
27. júlí 1924 og uppalinn í Vest-
manneyjum, sonur hjónanna
Ingibjargar Ólafsdóttur og Þór-
halls Gunnlaugssonar fyrrum
símstöðvarstjóra í Vestmanna-
eyjum.
Arið 1947 kvæntist Halldór
Þóru Ólafsdóttur, en nokkrum
árum síðar slitu þau hjónabandi
sínu. Þá höfðu þau eignast einn
son Þórhall, sem stundar nú nám
í rafmagnsverkfræði við ríkis-
háskólann í New York — og var
hann augasteinn föður síns, enda
voru þeir óvenju samrýndir
feðgar. Arið 1963 kvæntist
Halldór eftirlifandi konu sinni,
Þóru Dagbjartsdóttur, mestu
myndarkonu — þeirra líf rann I
einum farvegi, enda bar heimili
þeirra að Fögrubrekku skýran
vott um það. Ég kynntist Halldóri
ekki fyrr en við byrjuðum að
starfa saman við Kópavogsbíó —
en þar starfaði hann sem sýn-
ingarstjóri í 12 ár eða til ársins
1972, er hann hóf starf sem
auglýsingastjóri hjá Coldwater í
Bandaríkjunum. Það má með
sanni segja að starf sem auglýs-
ingarstjóri hjá stórfyrirtæki og
það í Bandaríkjunum er ekki á
færi neinna aukvisa, enda er mér
sagt, að þar hafi hann staðið sig
með miklum sóma og unnið
óeigingjarnt starf. En Halldór
hafði lært auglýsingateiknun i
Danmörku að loknu stúdentsprófi
— með mjög góðum vitnisburði.
Halldór Þórhallsson var einn sá
prúðasti maður í framgöngu sem
ég hef kynnst, en jafnframt skap-
heitur og tilfinninganæmur, ef
því var að skipta. Hann var hins
vegar svo dulur, að tilfinningum
sfnum flíkaði hann sjaldan.
Hugstæðust er mér kannski kimni
hans, leikandi létt, sagnasjóður
hans og einstök frásagnarlist, allt
var það svo græskulaust og grómi
firrt, enda heyrði ég hann aldrei
hallmæla neinum, allt slíkt var
eðlisfari hans viðsfjarri. Þær birt-
ast hinar Ijúfu og björtu minn-
ingar, sem ég á um Halldór, þær
eru ótaldar ánægju- og gleði-
stundyrnar, sem við i mynni fjöl-
skyldu höfum notið f návist
Halldórs, bæði heima hjá mér og
á heimili þeirra hjóna. Hann setti
svip sinn á alla vinafundi, hvort
sem tílefnið var afmæli, ferming
eða bara venjuleg vináttu-
heimsókn. Hann var bæði
skemmtilegur gestur og góður
gestgjafi og þau hjónin voru
indæl heim að sækja. Það er
fleira en sameiginlegar gleði-
stundir, sem mig langar að þakka
Halldóri vini mínum fyrir. Ég vil
þakka honum og Þóru fyrir það
atlæti er þau ávallt sýndu mínum
börnum — og sér í lagi Braga,
sem biður fyrir sérstakar kveðjur
til hans.
Ég bið Guð að blessa fjölskyldu
Halldórs svo og ástvini og jafn-
framt að styrkja þau í harmi
nútiðarinnar, svo vel sem í
störfum framtíðarinnar.
Hafi Halldór þakkir mínar fyrir
samveruna og allar góðu minn-
ingarnar. Geymi hann ávallt
góður Guð.
G. H. Jónasson.
— Hey selt
Framhald af bls. 2
boð um bygg frá Kanada og var
tonnið af því á 157 dollara.
Þessar breyttu aðsíæður hafa
haft þau áhrif á lönd Efnahags-
bandalagsins, sem voru með út-
flutningsuppbætur á fóðurbæti i
vor og sumar, er voru 119,30 krón-
ur danskar á tonnið voru lækkað-
ar í júlí niður í 85.30 krónur
danskar á tonnið og nú fyrir
skömmu voru þær felldar alveg
niður. Þetta leiðir til hækkunar á
fóðurbæti, sem neytendur verða
að bera og við hana bætist, að á
sama tíma og þeir felldu niður
útflutningsbæturnar leggja lönd
Efnahagsbandalagsins útflutn-
ingsskatt á hafra, bygg, hveiti og
maís og er þessi skattur 90.90
dollara á tonnið. Að sögn Gísla
keypti SÍS í gær maís frá Kanada
en vegna hins breytta verðlags er
ógerlegt að kaupa fóðurbæti i
Evrópu.
Hvað snertir fóðurblöndur, sem
mest hafa verið fluttar inn frá
Danmörku, er það að segja, að
ekki er hægt að fá útflutnings-
leyfi fyrir þær i löndum Efna-
hagsbandalagsins og gæti það
bent til þess að þeir ætluðu líka
að setja útflutningsskatt á fóður-
blöndur. Gísli sagði, að Samband-
ið, sem flytur inn milli 60 og 70%
af öllum fóðurbæti, væri búið að
kaupa til landsins fóðurblöndur
og hráefni til fóðurblöndunar,
sem dygði fram til áramóta.
Gísli sagði, að ákveðið hefði
verið að jafna hinni miklu hækk-
un fóðurbætis niður á þrjá mán-
uði og ætti hann að hækka mán-
aðarlega og gera mætti ráð fyrir
að um mánaðamótin nóvember —
desember yrði verðið 30% hærra
en það var I júlí og er þá miðað
við núverandi gengi. Verð á
hverju kílói af sekkjaðri kúa-
fóðurblöndu er I dag 35 til 36
krónur en f einu kílói er ein
fóóureining.
Gunnar Bjarnason hjá Fóður-
eftirliti ríkisins sagði að þessir
kögglar, sem Sambandið ætlar að
flutja inn til tilraunar, væru mjög
eggjahvítuauðugir og væri í þeim
álíka mikil eggjahvfta og í mjög
góðu fslenzku heyi. Hins vegar
væri orkuinnihald þessara köggla
minna en hinna islenzku, en af
dönskum kögglum þarf 1,7 til 1,8
kg í fóðureininguna en 1,4 kg af
þeim íslenzku. Þetta verður þó
allt rannsakað nánar þegar
dönsku kögglarnir koma til lands-
ins og þeir þá gæðametnir á sama
grundvelli og íslenzku kögglarnir
en þeir eru í þremur flokkum og
er verð þeirra að sama skapi mis-.
jafnt. Gunnar kvaðst telja senni-.
legt að þessir dönsku kögglar-
væru svipaðir að gæðum og þeir.
kögglar, sem framleiddir væru
hér sem þriðji flokkur og nefnd-.
ust heymjölskögglar.
Hér á landi eru starfræktar
nokkrar heykögglaverksmiðjur
auk þess sem reknar eru nokkrar
færanlegar verksmiðjur, sem
framleiða svonefndar graskökur.
Árleg framleiðsla þessara verk-
smiðja er rúmlega 5000 tonn á ári.
Að sögn forráóamanna þeirra
verksmiðja sem blaðið hafði tal af
í gær, hefur framleiðslan í sumar
gengið vel og gífurleg eftirspurn
hefur verið eftir kögglum en
hvert kíló af fyrsta flokki þeirra
kostar nú 35 krónur. Verksmiðj-
urnar halda áfram að framleiða
köggla fram eftir september en
nú er vfða að hefjast sláttur hafra
og rígresis, sem sprottið hafa vel í
sumar en nýting þeirra kann að
ráðast nokkuð af veðráttu.
Hin slæma heyskapartíð hefur
valdið því að mjög lítið framboð
er á heyi sunnanlands og í
Borgarfirði. Bændur í Skagafirði
og Eyjafirði eru einna bezt settir
og hafa þeir selt töluverð hey.
Einnig eru einstaka bændur I öðr-
um sveitum aflögufærir þó að Ift-
ið sé um það vegna ótíðar. Bergur
Magnússon hjá Hestamannafélag-
inu Fáki í Reykjavík. en Fákur er
stærsti heykaupandi landsins
sagði, að félagið væri búið að
tryggja sér nægjanlegar hey-
birgðir en það notar um 500 tonn
á ári. Mest kvað hann félagið hafa
keypt í Skagafirði og Eyjafirði og
hefði verð þar verið um 15 krónur
komið á bfl en síðan bættist við
flutningskostnaður að norðan,
sem er milli 5 og 6 krónur á kílóið.
Hann sagði að meðalverð í fyrra
hefði verið 8 til 9 krónur.
Eftir þvf sem Mbl.kemst næst
virðist heyverð sunnanlands vera
milli 18 og 20 krónur en hafa
verður í huga að sunnanlands eru
hey mjög misjöfn vegna ótíðar en
að sögn þeirra, sem blaðið hafði
tal af fyrir norðan, eru hey þar
yfirleitt góð.
— Kristinn
Framhald af bls. 2
sér f gamla Vísi,“ sagði
Kristinn.
Morgunblaðið spurði Kristin
hvort blaðstjórn Tfmans og
stjórn Blaðaprents hefðu tekið
afstöðu til þess hvort nýtt dag-
blað yrði prentað á undan Vísi
í Blaðaprenti.
Kristinn sagði, að blaðstjórn-
in hefði enn ekki tekið afstöðu
til málsins og ekki heldur
stjórn Blaðaprents.
Morgunblaðið reyndi í gær,
að ná tali af fulltrúa Alþýðu-
blaðsins og Þjóðviljans í Blaða-
prenti en tókst ekki.
I Þjóðviljanum í gær er einnig
fullyrt, að Albert Guðmunds-
son alþingismaður og borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins f
Reykjavík verði hluthafi í nýju
dagblaði. Morgunblaðið sneri
sér í gær til Alberts Guðmunds-
sonar og spurði hvort þetta
væri rétt:
„Ég hef fengið bréf frá stofn-
endum Nýja Vísis, þar sem mér
er boðið að gerast hluthafi í
útgáfufélaginu og ég get sagt
með ánægju að ég ætla mér að
kaupa hlutabréf í fyrirtækinu.
— Hvað ég læt mikið fé af
hendi rakna hefur enn ekki
komizt á umræðustig.“
Þá spurði Mbl. hvort hann
teldi, að Sjálfstæðisflokkurinn
þyrfti að eignast málgagn.
Hann sagði, að ekki væri það
brýn nauðsyn. Morgunblaðið
hefði stutt vel við bakið á Sjálf-
stæðisflokknum á undanförn-
um árum, enda væri gott að
blöð styddu ákveðinn flokk.
Munnlegur málflutningur f
hinu svonefnda Vfsismáli hófst
kl. 10 f gærmorgun hjá fógeta-
rétti á Seltjarnarnesi. Eftir að
málflutningi lauk um kl. 12 var
málinu frestað þar til í dag, en
þá er vonazt til að úrskurður
verði kveðinn upp.
Mál, þetta höfðar Reykja-
prent h.f. gegn Jónasi Krist-
jánssyni fv. ritstjóra vegna fyr-
irhugaðrar notkunar á nafninu
Nýr Vísir að frjálsu dagblaði.
— Goncalves
Framhald af bls. 1
urinn til fjöldafundar til að mót-
mæla því, að hershöfðingi, sem er
hlynntur kommúnistum, var lát-
inn taka við starfi á ný sem yfir-
maður hersveita í norðurhlu*a
landsins, þrátt fyrir ótvíræða and-
stöðu hans eigin hermanna. Hafði
hershöfðingjanum sem heitir
Euricho Corvacho, verið vikið frá
fyrir nokkrum dögum og var þá
litið á það sem verulegan hnekki
fyrir kommúnisk öfl innan hers-
ins. Á fundi Sósíalistaflokksins í
kvöld létu ræðumenn þá skoðun f
ljós að kommúnistar og herinn
undirbyggju nú að taka endan-
lega öll völd í landinu í sínar
hendur.
I bænum Esmoriz meiddust
tveir menn, þegar kommúnistar
skutu að fólki sem safnazt hafði
að bækistöðvum flokksins f bæn-
um, og gerði sig líklegt til að
ráðast þar til inngöngu.
Þá kom einnig til átaka í bæn-
um Leiria, þriðja daginn í röð.
Skutu kommúnistar á mannfjölda
sem hafði safnast saman úti fyrir
bækistöðvum flokksins og særð-
ust tveir menn.
Sfðdegisblaðið Diario de
Noticias, sem styður kommúnista,
faði í dag að því í fyrsta skipti, að
svo kynni að fara, að Goncalves
léti af embætti forsætisráðherra.
.1 blaðinu sagði, að byltingarráðið
myndi koma saman á morgun og
ræða möguleika á að skipa annan
mann forsætisráðherra og yrði sá
hliðhollur kommúnistum. Þá
sögðu fréttir frá Lissabon f dag,
að þeir Costa Gomes, Carvalho og
Carlos Fabiao, sem einnig hefur
verið nefndur líklegur eftirmaður
Goncalves hefðu verið á fundum í
dag til að ræða verkaskiptingu sín
á milli eftir að Goncalves væri
farinn frá.
— Selassie
Framhald af bls. 1
ann. Var það þjónn sem kom að
Selassie I morgun látnum, sam-
kvæmt fréttinni.
Tilkynningin um lát Hailes Sel-
assies, sem áður var þjóðhöfðingi
27 milljón manna, vakti engin
áköf viðbrögð i Addis Ababa, og
hún var lesin upp f venjulegum
fréttatíma, en dagskrá ekki rofin
til að skýra frá andlátinu. Talið er
hugsanlegt að Iát hans muni enn
auka á leyndardóminn kringum
auðæfi þau sem herstjórn Iands-
ins heldur fram að Selassie hafi
komið fyrir i bönkum í Sviss.
Eþíópísk stjórnvöld segja, að
verðmæti þessara auðæfa nemi 15
milljörðum dollara og reynist það
rétt má búast við deilum erfingja
keisarans og herstjórnarinnar
vegna þeirra.
Selassie hafði óskað eftir því, að
hann yrði grafinn í glæsilegu
grafhýsi sem hann lét byggja í
kapellu hallar sinnar í Addis Ab-
aba, en ekki var vitað um afstöðu
herstjórnarinnar til þessarar ósk-
ar.
— SUS-þing
Framhald af bls. 19
félagssvæða F.U.S.-félaga geta
þannig orðið þingfulltrúar I gegnum
þessi samtök Ég vil eindregið hvetja
alla unga sjálfstæðismenn sem
áhuga hafa á þátttöku í þinginu að
hafa samband við forráðamenn við-
komandi félags- eða kjördæmis-
samtaka eða þá að snúa sér beint til
skrifstofu S.U.S.
I Reykjavik fer fram skráning
fulltrúa á skrifstofu Heimdallar i
Galtafelli. Það auðveldar okkur mjög
allan undirbúning að fá sem fyrst
upp gefin nöfn væntanlegra þing-
fulltrúa.
— Nauðgun
Framhald af bls. 32
var að hinn kærði verknaður
hafði verið framinn. Maðurinn
náðist svo I gærkvöldi uppi i Mos-
fellssveit, en hann var þá að koma
á bfl ofan af Akranesi. Við yfir-
heyrslur hjá rannsóknarlögregl-
unni í gærmorgun játaði hann svo
verknaðinn.
— Rekstur
Framhald af bls. 3
sinn hluta i kaupverðinu. Mikil
aðsókn virðist vera í ferjuna,
bæði af litlum bílum svo og stór-
um bílum, sagði Þórður.
Fargjald fyrir ökumann og bfl
er 1.000 krónur, en fjargjald fyrir
mann án farartækis er 600 krón-
ur. Sé farþegi með ökumanni i bil
er fargjaldið 1.400 krónur og séu
farþegarnir 2 með ökumanni er
fargjaldið 2.000 krónur alls. Ef
um þrjá farþega er að ræða,
greiða þeir með ökumanni 2.400
krónur og er þá ekkert fargjald
fyrir bílinn. Fyrir stóra bfla, t.d.
vöruffutningabíla, sem eru 8 til
10 metrar að lengd, kostar farið
2.500 krónur með ökumanni, án
tillits til þyngdar farmsins í biln-
um.
— Skar á víra
Framhald af bls. 2
sjómílur fyrir utan fiskveiðimörk-
in. Þess má geta, að varðskipið
Ægir tók Arcturus á sinum tfma á
veiðum innah 50 mflna markanna
og flutti togarann til Vestmanna-
eyja, þar sem skipstjóri togarans
var dæmdur fyrir Iandhelgisbrot.
Að sög Gunnars hafa þýzku
eftirlitsskipin, sem halda sig á
Islandsmiðum, fylgzt mjög náið
með ferðum fslenzku varðskip-
anna og tilkynnt togurunum, m.a.
stefnu þeirra, staðsetningu og
hraða. Lengi vel notuðu eftirlits-
skipin hin réttu nöfn varðskip-
anna, en nú nota þau dulnefni. Þá
fylgjast eftirlitsskipin vel með
hvaða varðskip eru í höfn í
Reykjavík, er þau koma þangað.