Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1975
atvinna — atvinna —atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Ennfremur kona til eldhússtarfa. Upplýsingar í síma 36737. Múlakaffi. Afgreiðslumaður óskast Afgreiðslumaður óskast strax, í fataverzl- un. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Fataverzlun — 2862". Kjötiðnaðarmaður eða maður vanur kjötafgreiðslu óskast í matvöruverzlun í austurborginni. Einnig vantar okkur stúlku V2 daginn í almenn afgreiðslustörf. Upplýsingar í síma 32818.
Laus staða Staða bókavarðar í Háskólabókasafni er laus til umsóknar. Laun skv. flokki A 18 i launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 25. september 1975. M enntamálaráð uneytið 25. ágúst 1975 Fatapressun Kona óskast til fatapressunar. Upplýsing- ar í síma 1 6638 kl. 9—4. Klinikdama Klinikdama óskast á tannlækningastofu við Hlemm. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 29. ágúst merkt: „Ábyggileg — 2271".
Hjúkrunarkonu vantar nú þegar hálfan daginn. Ljósmóðir kemur til greina. Uppl. hjá yfirhjúkrunar- konu. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Laust starf Opinber stofnun óskar eftir að ráða að- stoðarmann til starfa á verkstæði. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Um- sóknir með uppl. um aldur og fyrri störf, ásamt mynd, sendist Mbl. fyrir 4. sept. n.k. merkt: Reglusemi — 2513. Vanur afgreiðslu- maður óskast frá næstu mánaðarmótum. Upplýsingar gefur Garðar í síma 85471. Virkni h. f., Ármúla 38.
W Oska eftir framtíðarstarfi hjá verslunar- eða iðnfyrirtæki. Er gagnfræðingur og lauk námskeiði í hagnýtum bókhalds- og skrifstofustörfum hjá Verslunarskóla (slands árið 1 973. Tilboð sendist Morgunblað- inu fyrir 2. sept. merkt: J: 291 7 1. vélstjóra vantar á Freyju GK 364, sem er að hefja línuveiðar frá Keflavík. Upplýsingar um borð í bátnum í Keflavíkurhöfn eða síma 92-1 108. Stúlkur óskast Stúlkur óskast í ræstingu, eldhús og einnig í salinn. Upplýsingar á skrifstof- unni milli kl. 2 og 4, alla daga einnig í síma 71 355 á sama tíma. Ný- Gri/I, Völvufelli 1 7.
JÁRNSMIÐIR ÖSKAST LANDSSMIÐJAN Vélsetjari óskast í traust fyrirtæki. Tilboð sendist augl.d. Mbl. merkt: Vélsetjari — 2863. Ritari Ráðgjafafyrirtæki óskar að ráða ritara til starfa við vélritun á skýrslum, bókhaldi og fleira. Æskilegt að umsækjandi hafi gott vald á íslenzku og ensku og geti unnið sjálfstætt. Skriflegar umsóknir sendist Mbl. merktar. Ritari 2514.
Miðfell h.f. Kröfluvirkjun Okkur vantar duglega ræstingarkonu á aldrinum 25—40 ára, til vinnu við ræst- ingu á starfsmannaskálum í Kröflu. Þyrfti að geta hafið störf þriðjudaginn 2. sept. Vinsamlegast hafið samband við Sverri Þórólfsson, sími 96-41 680. Hagkaup óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk á saumastofu: 1. Aðstoðarkonu við sniðborð. 2. Konu við áteikningar á efni. Uppl. veittar í dag frá kl. 4 — 5 á sauma- stofu Hagkaups, Skefunni 1 5. Lionsumdæmið r á Islandi óskar eftir að ráða skrifstofustúlku, sem starfað getur sjálfstætt hálfan daginn frá kl. 1—5. Góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli samfara vélritunarkunn- áttu er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á skrifstofu Lionsum- dæmisins að Garðast'ræti 8, Reykjavík, efstu hæð frá kl. 1 —5 daglega. Lionsumdæmið á íslandi.
Tölvustarf Óskað er eftir starfsmanni til starfa við stjórn tölvu og gagnameðferð í vélasal. Tungumálakunnátta og góð almenn menntun er nauðsynleg. Æskilegur aldur umsækjanda er 20—25 ár. Umsækjandi þarf að geta unnið vaktavinnu. Umsókn- areyðublaða má vitja á skrifstofu vorri að Háaleitisbraut 9. Skýrsluvélar Ríkisins og Reykjavíkurborgar
Lögfræðingur óskast til lögfræðistarfa. Vinna frá 1—6 e.h. (heilsdagsstarf kæmi einnig til greina) Heppilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf á tímabilinu 1. —15. sept. n.k. Kjörið tækifæri fyrir ungan lögfræðing. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt „lögfræð- ingur 2273." Verksmiðjuvinna Plastprent óskar eftir að ráða fólk til verksmiðjustarfa. Umsækjendur komi til viðtals kl. 9 —12 og 14—1 6 í dag. Plastprent h.f., Höfðabakka 9, sími 85685.
\ Yfirbókavörður óskast í Ameríska Bókasafnið. Háskóla- próf í bókasafnsfræðum eða bandarískum bókmenntum æskilegt. Umsækjendur snúi sér til forstöðumanns Menningar- stofnunar Bandaríkjanna að Neshaga 16, Reykjavík. Símar 1 9900 og 19331.
Innflytjandi — kallkerfisútbúnaður. Við óskum eftir innflytjanda fyrir mjög góð innanhússkallkerfi. Helzt fyrirtæki sem er með skrifstofubúnað, hefur góða sölumöguleika. Möguleikar á góðum tekjum. Þeir, sem óska frekari upplýsingar skrifi til: H. Amland & Co., Postboks 2514, Solli, Oslo 2, Norge.
Rafvirki Rafvirki óskast á viðgerðarverkstæði okk- ar. Æskilegt er að umsækjandi hafi áður unnið við viðgerðir á heimilistækjum. Upplýsingar á skrifstofunni í dag milli kl. 2 og 4. Vörumarkað urinn, Ármúla 1 a.