Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.1975, Blaðsíða 32
s FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660' RAFIÐJAN SIMI: 19294 FIMMTUDAGUR 28. AGtJST 1975 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRflrjjunblaöib Lézt eftir slys FYRIR nokkrum dögum lézt 17 ára piltur á gjörgæzludeild Borg- arspitalans af völdum meiðsla sem hann hlaut í umferðarslysi á Akureyri i lok júlí s.l. Var piltur- inn á vélhjóli er hann lenti I árekstri við tvær bifreiðar á mót- um Hrafnagilsstrætis og Austur- byggðar. Hann hét Arnþór Gauta- son, til heimilis að Birkilundi 13, Akureyri. er ,Eg að litast um 1 mínum endurminmngum’ IV. I wr ft-v I y- ft_l rv I I I Trr-mru An n -u á~v nnT Ný bók Halldórs Laxness 1 haust NÝ BÓK eftir Halldór Laxness kemur út á for- lagi Helgafells að haust- nóttum. Mbl. sneri sér til Halldórs og spurði um nýju bókina. — Ég er að litast um í mínum endurminningum, sagði Hall- dór, — Þetta er eitthvað bernskudót, séð í Ijósi nútím- ans. Það er nú aðaiskemmtunin við bókina. Hún er ekki ævi- skrá né hefur hún beina við- burðarás. En ýmsir hlutir frá fyrri dögum séðir í ljósi okkar tíma. Samanburður á því sem er nú og var áður. Skoðanir á öllum sköpuðum hlutum hafa breytzt, þjóðlífið, hugsjónir, allt hefur breytzt. Ég kem ekki fram sem neinn heimspeki- skóli, heldur rétt eins og sagna- menn skrifa. Ekki held ég sé munur á tækni í þessari bók og ýmsum skáldsögum mínum. Inntur eftir því, hversu lengi hann hefði unnið að bókinni, sagði Halldór: — Ég hef mest unnið í sumar, en lengi haft efnið bak við eyr- að og verið að brjóta heilann um það. — Hefur Verið erfitt að búa til bók í þessum dúr? — Ja, eigum við ekki að segja að hún sé nú frekar í moll, svaraði Halldór og sagði síðan: — Ja, ég hef verið hraustur, ekki haft yfir neinu að klaga hvað heilsufar snertir. Ég hef unnið mikið og verið sérstak- lega duglegur um helgar, þá hefur einhvern veginn verið minni átroðningur. Þetta hefur verið ágætt vinnusumar. Ég hef unnið á hverjum degi og verið hér um kyrrt, farið svolitið út að ganga með hundinn minn á daginn ... I rauninni er ekkert eins tíðindalaust og að skrifa bók . .. — Hefur bókin hlotið nafn? — Nei. Ég hef látið mér detta ýmislegt i hug. En enn er ekki komin á hana titílsiða. Ég get ekki sagt neitt um það, en ég hef verið með alls konar spekúleringar. Oftast geri ég það síðast að ákveða nafnið í mestu örvæntingu. En auðvitað ætti maður að byrja á að búa til titil og skrifa síðan út frá hon- um. — Er þetta stórt verk? — Bókin er svona 250 blaðsíð- ur. Hún gæti verið miklu lengri. Aðalvandræði að finna út hverju mætti sleppa ... Ann- ars gæti þetta orðið eins og þús- und og ein nótt og ætli maður fari nokkuð að keppa við þá kralla í bráð. Barentshaf: Búnír að fá yf- ir 12 þús. tonn LOÐNUSKIPIN fimm, sem nú er á veiðum I Barentshafi og landa f bræðsluskipið Norglobal, voru í fyrrakvöld búin að fá nokkuð á 13. þúsund tonna af loðnu og hafa veiðarnar gengið ágætlega, en skipin munu vera á þessum veið- um fram í byrjun oktðber. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Norglobal f gær, lá Hjólbarð- inn sprakk BIFREIÐAEFTIRLITSMENN luku í gær rannsókn á bifreiðun- um sem lentu í árekstri á Vestur- landsvegi á þriðjudaginn með þeim afleiðingum, að einn maður lézt og annar liggur lffshættulega slasaður á sjúkrahúsi. Skoðunin Ieiddi i ljós, að vinstri hjólbarði Cortinubifreiðarinnar, þ.e. bifreiðarinnar sem fór yfir á öfugan vegarhelming, hefur sprungið snögglega rétt áður en slysið átti sér stað og er þar lík- lega komin skýringin á því hvers vegna bifreiðarstjórinn missti stjórn á bifreið sinni. Hjólbarðinn var sólaður og var sk' mmd á hon- um innanverðum sem hefur smámsaman nuddað gat á slöng- una. Maðurinn sem beið bana í þessu hörmulega slysi hét Þorsteinn Páisson, Arkarholti 14, Mosfells- sveit, fæddur 23. ágúst 1943 og því nýlega orðinn 32 ára gamall. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Maðurinn sem liggur lífs- _ hættulega slasaður eftir þetta slys er 44 ára gamall. Striplingur í gæzluvarðhald LÖGREGLAN var i fyrradag kvödd upp í Árbæjarhverfi, en þar hafði maður nokkur verið að hneppa niður um sig buxunum fyrir framan börn. Maður þessi hefur áður verið kærður fyrir ósiðlegt athæfi gagnvart börnum og þá helzt litlum stúlkum en í engu tilfellanna mun vera um al- varleg brot að ræða. Maðurinn, sem er 56 ára gamall, var I gær úrskurðaður af Sakadómi Reykja- víkur í 60 daga gæzluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn á tíma- bilinu. bræðsla f skipinu niðri vegna bil- unar f verksmiðjunni, en gert var ráð fyrir að bræðsla hæf- ist á ný f gærkvöldi. Á meðan höfðu Ioðnuskipin ekki stundað veiðarnar, biðu þess að verk- smiðjan kæmist f lag. en mikil loðna er á þessum slóðum, 300—400 mflur norður. af Noregi. Sigurður RE landaði 892,2 lest- um i Norglobal í fyrradag og Börkur litlu minna. I fyrrakvöld var heildarafli skipanna orðinn þessi: Sigurður RE var kominn með 2270 lestir, Guðmundur RE með 2614 lestir og Börkur NK var kominn með 2409 lestir. Afla- hæsta skipið er sem fyrr Krún- borg frá Þórshöfn með 3446 lestir en Sólborg er komin með 1370 lestir. en útlánaaukning loka um 4.187 milljónir króna. Til samanburðar jukust heildarútlán við- skiptabankanna á fyrstu 7 mánuðum ársins í fyrra um 9.234 milljónir króna. Að sögn Eiríks Guðnasonar, viðskiptafræðings í Hag- deild Seðlabankans, lítur bankinn svo á að um tals- verða bót sé að ræða með þessu, þar sem þessi breyt- ing ætti að draga úr þensluáhrifum í efnahags- lífinu og að því hefur Seðlabankinn stefnt. Heildarinnstæður í við- skiptabönkunum í júlílok nú námu 38.735 milljónum króna og höfðu aukizt frá áramótum um 5.658 millj- ónir króna, en á sama tíma- bili í fyrra jukust innstæð- urnar um 4.325 milljónir króna. TÆPLEGA fertugur maður! viðurkenndi við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni í gær- morgun að hafa nauðgað 37 ára gamalli konu f húsi f Breiðholti aðfaranótt s.l. þriðjudags. Hafði maðurinn nýlega hlotið skilorðs- bundna náðun vegna góðrar hegð- unar á Litla-Hrauni og verið sleppt þaðan klukkan 8 kvöldið áður en hann framdi verknaðinn. Maðurinn hefur verið úrskurð- aður f gæzluvarðhald á mcðan rannsókn fer fram f máli hans. NÝLEGA lauk nám- skeiði fyrir mynd- og handmenntkennara í Kennaraháskólanum og að því loknu var sett upp sýning, sem sýndi vel ár- angur námskeiðsins. Myndina tók Friðþjófur Helgason þegar ein þeirra kvenna, sem sóttu námskeiðið, skoðaði sýn- inguna. Maður þessi hefur áður komið við sögu lögreglunnar m.a. fyrir að ráðast að stúlku á strætisvagna- biðstöð f Breiðholti fyrir nokkr- um árum og stinga hana með hnífi. Málavextir eru þeir, að maður þessi fór að skemmta sér um leið og hann slapp af Litla-Hrauni. Fór hann m.a. á Þórscafé og hitti þar tvær konur úr Breiðholtinu sem farið höfðu út að skemmta sér. Að loknu ballinu fór maður- ínn með konunum í íbúð annarrar þeirra í Breiðholti og í förina slóst annar karlmaður. Sá hvarf úr sögunni vegna ofurölvi fljót- lega eftir að komið var í fbúðina og nokkru síðar þurfti húsráðand- inn, þ.e. önnur konan að bregða sér frá. Þegar hún var farin réðst mað- urinn á konuna sem eftir var í íbúðinni. Lagði hann hana fyrst á gólfið í stofunni en síðan upp í sófa sem þar er, náði að afklæða hana þótt hún streyttist á móti og gat komið fram vilja sfnum. Hvarf hann síðan á braut en konan hafði strax samband við lögregluna. Hófst þá leit að manninum og jafnframt var konan færð til læknisskoðunar þar sem staðfest Framhald á bls. 18 38 ára gamall maður játar á sig nauðgun Var nýsloppinn af Litla-Hrauni Staða viðskiptabanka: Innlánsaukning kr. meiri HEILDARÚTLÁN við- skiptabankanna í júlílok námu samtals 45.120 millj- ónum króna og höfðu auk- Lzt frá áramótum og til júlí- 1500 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.