Morgunblaðið - 02.09.1975, Side 3

Morgunblaðið - 02.09.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 3 litli honum I bak og fyrir af einskærri gleði,“ sagði Hjördls. Hjördfs og maður hennar, Steinþór Eiríksson, fluttu inn I nýja íbúð við Kjarrhólma I Kópavogi á laugardaginn ásamt börnunum tveimur. Pétur litli fór stráx að líta í kringum sig eftir hentugu leiksvæði. Rétt fyrir kvöldmat á sunnudaginn fór hann út að leika sér og fór I þetta skipti bakdyramegin út, en þar er svæðið alveg ófrá- gengið og ennþá unnið að fram- kvæmdum. Hálftfma síðar kallaði móðir Péturs litla á hann, en fékk ekkert svar. Fóru þau hjónin þá að svipast um eftir honum en án árangurs. Síðan voru vinir og kunningjar fengnir til aðstoðar en þegar það bar enn ekki árangur, var haft samband við lögregluna í Kópavogi, enda þá komið myrk- ur. Hún kallaði til hjálparsveit- ir af Reykjavíkursvæðinu, Hveragerði og Njarðvíkum. Einnig var auglýst eftir sjálf- „ÉG SKÆLDI bara pfnu- lítið þegar ég fann ekki pabba og mömmu. Svo lagðist ég niður undir svölunum, breiddi yfir mig plastið og fór að sofa. Og svo fór mig að dreyma og mig dreymdi að ég væri kominn heim.“ Þetta sagði Pétur litli Jenssen Kjarrhólma 22 f Kópavogi, 4 ára Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Pétur Jensen ásamt móður sinni, Hjördfsi Pétursdóttur, og litla bróður sfnum, Eirfki. „ Og svo fór ég að sofa og mig dreymdi að ég vœri kominrMtein 200 manns leit- uðu fram á nótt að 4 ára snáða úr Kópavogi sem rataði ekki heim til sín Hér sýnir Pétur litli okkur hvar hann lagðist fyrir og sofnaði, og hann heldur í plastdúkinn sem hann breiddi yfir sig. drengur, sem týndist f fyrrakvöld og fannst ekki fyrr en klukkan eitt um nóttina, og höfðu þá allt að 200 manns leitað hans. Pétri litla varð ekki meint af þessari „útilegu“ og var hann hinn hressasti þegar blaðamenn Morgunblaðs- ins hittu hann f gær, og hann sýndi þeim staðinn þar sem hann sofnaði. „Ég var orðin alveg óskap- lega hrædd um drenginn, hélt að eitthvað ægilegt hefði komið fyrir. Gleðin var lfka ólýsanlega mikil þegar leitarmennirnir komu með hann heim um nótt- ina heilan á húfi,“ sagði móðir Péturs litla, Hjördfs Péturs- dóttir. Og Hjördís bætti því við að hræðslan hefði smitað út frá sér, því að litli bróðir Péturs virtist finna á sér að hann væri týndur og gat ekki sofnað. Hann heitir Eiríkur og er 1V$ árs. „Og þegar þeir komu heim með Pétur, klappaði Eiríkur boðaliðum í útvarpinu og gáfu margir sig fram. Er talið að 200 manns hafi leitað þegar mest var. Leitað var mjög nákvæm- lega við húsalengjuna þar sem Pétur á heima og sfðan var leitarsvæðið stækkað. Það var svo um klukkan eitt eftir miðnætti að leitarmaður fann Pétur litla sofandi undir svölum hússins númer 12 við Kjarrhólma. Hafði hann breytt yfir sig plastdúk og því ekki fundizt fyrr þegar leitað var á þessu svæði. Var Pétur orðinn nokkuð kaldur enda mun hann hafa blotnað er hann var að leika sér um kvöldið. Hefur hann ekki ratað heim til sín, enda allir stigagangarnir í þessari húsalengju eins og Pétur litli aðeins átt heima þarna einn dag. Var hann að vonum ruglaður fyrst eftir að leitarmennirnur fundu hann, en jafnaði sig brátt eftir að þeir höfðu komið með hann heim til pabba og mömmu. Hjördfs móðir Péturs bað Morgunblaðið að koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sjálfboðaliða sem leituðu að Pétri litla og það sama gerði lögreglan f Kópavogi, er Mbl. ræddi við hana. Sagði lögreglu- varðstjóri að það væri ómetan- legt fyrir lögregluna að vita af svo mörgu hjálpfúsu fólki við höndina þegar hjálpar væri þörf. Iscargo vill flutn- inga Varnarliðsins FLUGFÉLAGIÐ Iscargo hefur sótt um til utannkis- ráðuneytisins að fá að annast vöruflutninga Varnarliðsins til fslands frá Bandaríkjunum, en Varnarliðið flytur mjög mikið af vörum flugleiðis, oft yfir 100 lestir á viku. flytja kálfa um þessar mundir frá írlandi til Italfu. Páll Ásgeir Tryggvason deildar- stjóri f Varnarmáladeild utan- rfkisráðuneytisins sagði, að um- sókn Iscargo hefði ekki enn borizt til Varnarmálanefndar, en kæmi sennilega fljótlega þangað. Þvf væri ekki að neita, að Varnarliðið flytti mikið af varningi með flug- vélum, en ekkert væri hægt að segja um málið að svo stöddu. Agreements A Flying Start for MEWS FROM KXLAND News from Iceland komið út öðru sinni ANNAÐ tölublað ritsins „News from Iceland“ er komið út, en það er gefið út mánaðarlega af Iceland Review. í þessu tölublaði ræðir ritstjórinn, Haraldur J. Hamar, nokkuð um við- tökur fyrsta blaðsins. Ritstjórinn segir að vissulega hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af viðtökum þeim, sem blaðið fékk, þar sem mikil kynning hafði átt sér stað fyrirfram og hún gefið mjög góð og jákvæð svör, t.d. hafi utanríkisþjónustan tekið frum- kvæðinu mjög fagnandi, svo og flugfélögin. Þá hafi hótelin I Reykjavík jafnframt tekið blað- inu mjög vel. News from Iceland er prentað í Prentsmiðju Morgunblaðsins. Lárus Gunnarsson einn af eig- endum Iscargo, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri rétt og hefðu þeir sótt um þessa flutn- inga, þar sem það væri yfirlýst stefna stjórnvalda að Islendingar önnuðust sem flest störf fyrir Varnarliðið. Ef af þessu verður mun Iscargo festa kaup á þotu, en öðru vísi gæti félagið ekki annað flutningunum. Mikið hefur verið að gera hjá Iscargo á undanförnum mán- uðum, bæði innanlands og utan, en félagið er með fastar ferðir frá Islandi til Rotterdam og Dan- merkur. Þá er töluvert um það að félagið taki að sér flutninga á kvikfénaði erlendis, t.d. er það að Ný ljóðabók UT er komin ný ljóðabók eftir ungan mann Bjarna Bernharð Bjarnason. Nefnist bókin Upp og ofan, og er útgefin af höfundi. Þetta er fyrsta Ijóðabók Bjarna Bernharðs, en hann hefur stund- að sjómennsku af og til. I bókinni eru 30 ljóð. Káputeikning er eftir Pétur Stefánsson, en Letur fjöl- ritaði. Harðorð forystugrein í Vísi: Krefst afsökunarbeiðni for- manns Stéttarsambands bænda vegna „grófrar aðdróttunar,, í garð blaðsins t harðorðri forystugrein f gær krefst dagblaðið Vfsir þess, að Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda biðjist opinberlega afsökunar á um- mælum, er blaðið segir hann hafa haft f ræðu á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Laugarvatni, en Vfsir segir hann hafa drðttað þvf að Vfsi, að fyrrverandi ritstjóri blaðs- ins hefði verið látinn fara frá blaðinu vegna skrifa þess um landbúnaðarmál. Vegna for- ystugreinarinnar reyndi Mbl. að ná tali af Gunnari Guð- bjartssyni f gærkvöldi en það tðkst ekki. Um þetta segir f forystugrein VIsis í gær: „Hér er um svo rakalausa og grðfa aðdrðttun að ræða, að Vfsir krefst þess, að formaður Stéttarsambandsins biðjist opinberlega afsökunar á um- mælum sfnum. Ritstjóraskiptin á Vfsi fyrir skömmu stððu f engu sambandi við land- búnaðarskrif blaðsins né nokk'ur önnur skrif þess. Ut- gáfustjðrnin hafði aldrei af- skipti af stefnu blaðsins eða forystugreinum þess. I fundar- gcrðum stjðrnarinnar er hvergi að finna athugasemdir þar að lútandi. Fráfarandi ritstjðri var og er raunar enn einn af hluthöfum f útgáfufélagi Vfsis. Hann átti sjáifur sæti sem vara- maður f stjðrn þess og skráði fundargerðir hennar. Þau um- brot, sem átt hafa sér stað f útgáfufélagi Vfsis, Reykja- prenti hf., stafa af deilum hlut- hafa og áhrifamikilla stjðrn- málamanna um yfirráð yfir hlutabréfum f félaginu. Áður en þær deilur komust á alvar- legt stig nú f sumar, hafði frá- farandi ritstjðri sjálfur ákveðið að láta af störfum.“ Eins og Morgunblaðið skýrði frá sl. laugardag sagði Gunnar Guðbjartsson f setningarræðu sinni á aðalfundi Stéttar- sambands bænda að stjórn þess hefði kannað möguleika á að stefna Vísi fyrir atvinnuróg. I forystugrein Vísis í gær segir m.a.: „Forystumenn bænda hafa i raun réttri ekki þolað opin- berar umræður um íslenzkan landbúnað. Um'þverbak keyrði þó fyrir sfðustu helgi er for- maður Stéttarsambands bænda hélt ræðu á afmælisfundi sambandsins á Laugarvatni. Sennilegt er að fáir menn hafi skaðað málstað landbúnaðarins jafn mikið og formaður Stéttar- sambandsins f þeirri ræðu. . . að sögn formanns Stéttar- sambandsins átti m.a. að stöðva þessar umræður með máls- höfðun fyrir dómstólum. Þá er Vfsi kunnugt um að stjórn Stéttarsambands bænda gerði tilraun til þess á sl. vetri að koma í veg fyrir opinberar um- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.