Morgunblaðið - 02.09.1975, Síða 5
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Organ-
sláttur
Orgelleikari: Harald Gullichsen
0 Efnisskrá: Sweelinck Toccata
£ Bach Canzona i d-moll £ Bach
Prelúdia og fuga í A dúr ® Böhm
Sálmaforspil, Vater unser in
Himmelreich Q Bach Sálmafor-
spil, Valet will ich dir geben
Wenn wir in höchsten Nöten sein
0 Buxtehude Passakaglia I d-
moll ^ Bach Toccata og fúga í
C-dúr.
í útgefnu riti félags. ís-
lenzkra hljómlistarmanna,
Tónamál, eru orgeltónleikar
Harald Gullichsen ráðgerðirí
Dómkikrjunni, og á efnis-
skránni eru talin upp verk
eftir Bach, Arild Sandvold,
Egil Hovland og César
Franck. Eftir að orgelleikar-
inn hafði kynnzt hljóðfærinu
í Dómkirkjunni tók hann
þann kostinn að leika heldur
að orgelið í Háteigskirkju.
Orgel eru margvísleg að
gerð, allt frá einföldu stofu-
orgeli upp í 7 hljómborða
orgel með 1 200 registur og
eiga fátt sameiginlegt nema
nafnið. Þessi munur á stærð
og gerð hefur í för með sér
margvísleg vandamál fyrir
orgelleikara. Orgel Háteigs-
kirkju er aðeins 7 radda og
að byggingu þokkalegt
stofuorgel. Fá registur og
takmarkanir í styrkleika-
breytingum valda því að
flutningur verður blæbrigða-
fátækur og síbyljulegur, auk
þess sem mikill hluti orgel-
bókmenntanna verður ekki
fluttur, svo vel sé, á svo lítið
orgel eins og er í Háteigs-
kirkju, þótónfallegt sé.
Þrátt fyrir fáa valkosti í
„registrasjón" bar leikur Har-
alds Gullichsen þess vott að
hann er góður orgelleikari. Á
stærra orgel af þeirri gerð-
inni, sem hann er vanur,
hefði mátt gera mun meira
úr síðustu tveimur verk-
unum. Það er leitt til þess að
vita að ekki er til í hljóm-
leikasal hérlendis frambæri-
legt orgel, því þó slík hljóð-
færi séu sögulega og tilfinn-
ingalega tengd trúarathöfn-
um kristinnar kirkju, er org-
eltónlist og reyndar mikill
hluti kirkjulegra tónlista'
mest um hönd höfð á tón-
leikum jafnvel orðin tízku-
fyrirbrigði. Sú ákvörðun
Gullichsen að leika á stofu-
orgel Háteigskirkju dró úr
möguleikum hans til að sýna
getu sína til fullnustu. Af
leik hans mátti þó ráða að
hann er vandaður orgelleik-
ari.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
ENNÞÁ ER HÆGT AÐ GERA
o
REYFARAKAUP
o
Á HINNI MARGUMTÖLUÐU
SUMARÚTSÖLU OKKAR
c c
STÓRKOSTLEGT VÖRUÚRVAL AF 1. FL.
VÖRUM
FATNAÐUR-SKÓR- HLJÖMPLÖTUR
40%—60% AFSLÁTTUR
Ég meina það . . . Þú skalt
alls ekki láta þessa útsölu
fram hjá þér fara.
Ég veit með vissu að á henni
eru einungis nýjar og nýlegar
vörur — ekkert drasl.
Svo er framleitt beint fyrir
útsöluna stakar buxur og föt
m/vesti _
úr hinu frábæra efni
Terylene & ull. Allt
til að valda þér ekki
vonbrigðum — því þú
ert jú góðu vanur — sem sagt
— stórkostlegt.
MIKIÐ ÚRVAL AF: □ STÖKUM BUXUM
ÚR TERYLENE & ULL — 3 SNIÐ n
FÖTUM M/VESTI □ GALLABUXUM OG
FLAUELSBUXUM FRÁ UFO—USA □
SPORTJAKKAR DÖMU- OG HERRA
□ KJÓLAR — PILS.
LÁTIÐ EKKIHAPP
ÚR HENDISLEPPA
LÆKJARGÖTU 2
SÍMI FRA SKIPTIBORÐI 28155
SIMI FA SKIPTIBORÐI 28155
í
>