Morgunblaðið - 02.09.1975, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975
Enn sigraði United
A ýmsu hefur gengið í fyrstu leikjunum f ensku 1. deildar keppninni.
Myndin sýnir Terry Naylor leikmann Tottenham og David MiIIs
leikmann Middlesborough í fyrsta leik liðanna I haust. Tottenham
vann þáviðureign.
Manchester United — liðið sem
féll í 2. deild f Englandi árið 1973
og sigraði svo með glæsibrag f
þeirri deild árið 1974, hefur þeg-
ar tekið góða forustu í 1. deildar
keppninni í ár. Liðið bætti enn
einni skrautfjöður i hatt sinn á
laugardaginn er það sigraði Stoke
City á útivelli með einu marki
gegn engu. f skemmtilegum leik.
Þar með hefur Manchester Uni-
ted hlotið 9 stig eftir 5 leiki, unn-
ið fjóra, gert eitt jafntefli og eng-
um leik tapað. Er þetta stórglæsi-
Ieg byrjun hjá þessu fræga liði,
og sjálfsagt á hún eftir að gefa
því byr undir báða vængi í þeirri
erfiðu baráttu sem framundan er
í deildinni.
Það var miðframvörðurinn Stu-
art Pearson sem skoraði mark
Manchester United í leiknum á
laugardaginn, á 15. mínútu, eftir
að hafa fengið góða sendingu frá
Gerry Daly. Átti landsliðsmark-
vörðurinn Peter Shilton enga
möguleika á að ná skotinu. Eftir
markið lagði United-Iiðið meiri
áherzlu á vörn sína, og að halda
markinu og átti því Stoke öllu
meira í leiknum það sem eftir var,
en tókst ekki að skora.
West Ham United er nú í öðru
sæti f 1. deildar keppninni með
átta stig eftir fimm leiki, en síðan
koma Queens Park Rangers, Ev-
erton og Leeds United öll með sjö
stig.
Á laugardaginn lék Everton við
Derby County f Liverpool. Fyrri
hálfleikurinn var nokkuð jafn, og
tókst þá hvorugu liðinu að skora,
en í seinni hálfleik náði hins veg-
ar Everton betri tökum á leiknum
og þegar á 3. mínútu hálfleiksins
tókst Mick Lyons að skora fyrir
Everton með skalla, eftir að Mick
Buekley hafði sent knöttinn vel
inn í teiginn úr aukaspyrnu. Bob
Latchford bætti síðan öðru marki
við fyrir Everton á 85. mínútu.
Ekki verður sagt að Derby byrji
vel vörn meistaratitils síns, — lið-
ið hefur aðeins unnið einn af
fimm leikjum sínum, og er með
samtals 4 stig út úr þeim.
Burnley vannnú sinn fyrsta leik
í 1. deildar keppninni f ár, og það
var aldrei vafi á hvort liðið væri
betra, það eða Middlesbrough.
Hetja þessa leiks var Peter Noble
sem skoraði þrjú mörk fyrir
Burnley, en Ray Hankin skoraði
fjórða mark liðsins. David Arm-
strong skoraði eina mark Middles-
brough og var það jafnframt
fyrsta mark leiksins — kom þegar
á 6. mínútu. Áhorfendur að þess-
um leik voru um 18.000.
Annað lið sem var ofarlega f
fyrra, Ipswieh Town, vann einnig
sinn fyrsta sigur á nýbyrjuðu
keppnistímabili á laugardaginn
en þá lék það við Birmingham.
Skoraði Ipswich þrjú mörk á 11
mínútna kafla í fyrri hálfleikn-
um. David Johnson gerði fyrsta
markið á 9. mínútu, Trevor Why-
mark bætti öðrum tveimur við og
fjórða mark Ipswichgerðisvo Bri-
an Hamilton. I seinni hálfleik
sótti Birmingham án afláts og
uppskar liðið tvö mörk, sem Bob
Hatton skoraði bæði. Áhorfendur
að leiknum voru 22.649.
Mikil barátta var f leik Queens
Park Rangers og West Ham.
Queens Park náði forystu í leikn-
um á 30. mínútu og var það ekki
fyrr en níu mfnútur voru til leiks-
loka að Billy Jennings tókst loks
að jafna fyrir West Ham. I leikij-
um meiddist Gerry Francis og
varð að yfirgefa völlinn. Það er
því óvíst hvort hann getur leikið
með Englendingum er þeir mæta
Svisslendingum í Basel nú í vik-
unni, en Francis hafði verið val-
inn til þess að vera fyrirliði enska
landsliðsins í þeim leik. Ahorf-
endur að viðureígn Queens Park
og West Ham voru 28.408.
Leeds United átti ek'ki í erfið-
leikum með Sheffield United,
sem situr nú á botninum í 1. deild-
ar keppninni, með aðeins eitt stig
og markatala liðsins er heldur
gæfuleg, 3—14. Leeds átti miklu
meira í leiknum á laugardaginn,
sérstaklega þó eftir að Duncan
McKenzie hafði fært liðinu for-
ystu með marki á 22. mfnútu.
Manchester City átti einnig yf-
irburðaleik gegn Newcastle og
voru það þeir Denis Tueart og Joe
Royle sem skoruðu tvö mörk hvor
í þeim leik. Manchester City
keypti sem kunnugt er síðar-
nefnda leikmanninn frá Everton
á síðasta ári og gaf fyrir hann
200.000 pund. Áhorfendur að
leiknum í Manchester voru
31.875.
25.000 áhorfendur fylgdust með
viðureign Leicester og Liver-
pool, en leikurinn sá var hinn
sögulegasti, ekki sízt fyrir að
markvörður Leicester tvívarði
vítaspyrnu frá Kevin Keegan.
Keegan bætti hins vegar fyrir mis
tök sín með því að skora fyrir
Liverpool á 62. mfnútu, en Keith
Weller jafnaði fyrir Leicester
þegar aðeins fjórar mínútur voru
til leiksloka. Aston Villa sigraði
svo Coventry 1—0 í allskemmti-
legum leik. Markið kom á 69. mín-
útu, þegar Ray Graydon sendi
skot í netió, eftir að Ian Hamilton
hafði átt skot sem lent hafði í
varnarmanni og hrokkið fram á
völlinn. Áhorfendur voru 37.000.
1 2. deildar keppninni hefur
Southampton nú tekið forystuna.
Hefur liðið hlotið sjö stig eftir 4
leiki og vekur það athygli að í
þessum fjórum leikjum hefur lið-
ið aðeíns fengið eitt mark á sig.
Allróstusamt var á sumum leikj-
unum í 2. deild um helgina, sér-
staklega þó á leik Luton og Chel-
sea, þar sem ungir aðdáendur
Chelsea-liðsins réðust bæði á leik-
menn Luton og áhangendur.
I 3. deildar keppninni hafa nú
tvö þekkt lið forystu, Crystal Pal-
ace er með 6 stig eftir 3 leiki og
Preston North End er með 5 stig,
einnig eftir þrjá leiki. I 4. deild
hefur Darlington forystu með 6
stig, en Barnsley, Newport og
Reading hafa öll hlotið 5 stig.
Finnarnir lögðu
rússneska björninn
Finnar unnu það glæsilega afrek um helgina að sigra Sovét-
menn f landskeppni f frjálsum fþróttum sem fram fór f Hel-
sinki. Hlutu Finnar 109 stig gegn 103 stigum Sovétmanna.
Sovézku stúlkurnar sigruðu hins vegar þær finnsku með nokkr-
um yfirburðum eða 92 stigum gegn 53.
Þessi sigur Finna kemur mjög á óvart, þar sem Sovétmenn eiga
nú frábæru frjálsfþróttalandsiði á að skipa og sigruðu t.d.
Bandarfkjamenn í frjálsfþróttalandskeppni fyrr f sumar.
Finnar höfðu 6 stiga forystu eftir fyrri dag keppninnar, eða 56
stig gegn 50, en sovézku stúlkurnar höfðu forystu í keppninni
við finnskar kynsystur sfnar: 52—32..
Frábær árangur náðist í keppninni og má m.a. nefna eftirtalin:
10.000 metra hlaup: Lasse Viren, Finnlandi, 28:11,4 mfn.
100 metra hlaup: Antti Rajamaki, Finnlandi, 10,55 sek.
400 metra grindahlaup: Raimo Alanen, Finnlandi, 51,2 sek.
1500 metra hlaup: Pekka Paivarinta, Finnlandi, 3:41,2 mfn.
4x100 metra boðhlaup: Sveit Sovétrfkjanna, 40,19 sek.
Kringlukast: Markku Touokko, Finnlandi, 64,10 metrar.
Sleggjukast: Yuri Sedych, Sovétrfkjunum, 71,18 metrar.
Hástökk: Alecander Grigoryev, Sovétrfkjunum 2,17 metrar
400 metra hlaup: Markku Kukkoaho, Finnlandi, 46,63 sek.
Langstökk: Alexei Perevertsev, Sovétríkjunum 7,81 metr.
200 metra hlaup: Antti Rajamaki, Finnlandi, 20,86 sek.
110 metra grindahlaup: Viktor Myasinov, Sovétrfkjunum, 13,89
sek.
800 metra hlaup: Vladimir Ponomarev, Sovétrfkjunum, 1:47,7
mfn.
Kúluvarp: Valeri Voykin, Sovétrfkjunum, 20,10 metr.
Spjótkast: Seppo Hovinen, Finnlandi, 85,12 metrar.
5000 metra hlaup: Pekka Paivarinta, Finnlandi, 13:53,2 mfn.
Stangarstökk: Yuri Isakov, Sovétrfkjunum, 5,20 metrar.
Þrfstökk: Pentti Kukasjarvi, Finnlandi, 16,87 metrar.
3000 metra hindrunarhlaup: Tapio Kantanen, Finnlandi, 8:33,0
mín.
4x400 metra boðhlaup: Sveit Finnlands, 3:08,3 mfn.
Meðal úrslia f kvennagreinum má nefna:
200 metra hlaup: Ludmila Maslakova, Sovétr., 23,23 sek.
800 metra hlaup: Yulia Safina, Sovétrfkjunum, 2:03,6 mfn.
3000 metra hlaup: Tatyana Fasankina, Sovétrfkjunum, 8:57,8
mfn.
4x400 metra boðhlaup: Sveit Sovétríkjanna, 3:27,4 mfn.
Kringlukast: Faina Melni,, Sovétrfkjunum, 67,66 metrar.
Knattspyrnuúrslit
ENGLAND 1. DEILD:
Aston Villa — Coventry 1 —0
Burnley — Middlesbrough 4—1
Everton — Derby 2—0
Ipswich — Birmingham 4—2
Manchester City — Newcastle4—0
Queens Park — West Ham 1—1
Sheffield Utd. — Leeds 0—2
Stoke — Manchester Utd. 0—1
Tottenham — Norwich 2—2
Wolves — Arsenal 0—0
ENGLAND 2. DEILD:
Bristol City — Bristol Rovers 1—1
Carlisle — Blackburn 0—1
Fulham — W.B.A. 4—0
Luton — Chelsea 3—0
Notthingham Forest —
Notts County 0—1
Oldham — Hull 1—0
Sunderland — Blackpool 2—0
York — Bolton Wanderes 1 —2
Orient — Portsmouth 0—1
ENGLAND-DEILD:
Brighton — Cardiff 0—1
Bury — Aldershot 1 —1
Crystal Palace — Colchester 3—2
Grimsby — Schrewsbury 3—2
Halifax — Walsall 2—1
Hereford — Sheffield Wed. 3—1
Mansfield — Checster 1 — 1
Peterborough — Port Vale 0—0
Preston North End — Millwall 2—1
Southend — Rotherham 1—2
Swindon — Gillingham 2—2
Wrexham — Chesterf ield 1 —0
ENGLAND 4. DEILD:
Barnsley — Northampton 3 — 1
Bradford — Bournemouth O—1
Darlington — Watford 1—0
Doncaster — Crewe 3—1
Hartlepool — Lincoln 2—2
Huddersfield — Rochdale 0—0
Newport — Scunthorpe 0—0
Reading — Southport 1 —0
Stockport — Workington 4—1
Swansea — Cambirdge 1—0
Torquay — Brentford 2—3
SKOTLAND — ÚRVALSDEILD:
Dundee — Aberdeen 3—2
Hibernian — Hearts 1—0
Motherwell — Ayr United 1—1
Rangers — Celtic 2—1
St. Johnstone —
Dundee United 1—0
SKOTLAND 1. DEILD:
Clyde — Dumbarton 1—2
Dunfermline — Airdrieonians 3—3
Falkirk—Arbroath 1—0
Kilmarnock — Hamilton 4—2
Montrose — East Fife 3—0
Morton — Partick Thistle 0—0
Queen of the South —
St. Mirren 2—2
SKOTLAND 2. DEILD:
Albion Rovers —
Stenhousemuir 2—2
Alloa — Meadowbank 1—1
Berwick — East Stirling 1 —2
Clydebank — Brechin 3—0
Forfar — Cowdenbeath 1 —1
Queens Park —
Stirling Albion 3—1
Raith Rovers — Stranraer 3—3
V. — ÞÝZKALAND 1. DEILD:
Hertha Berlln —
Bayern Uerdingen 5—0
Rot-Weiss Essen —
Borussia Möchengladbach 1—3
VFL Bochum —
Kickers Offenbach 5—1
Eintracht Frankfurt —
Schalke 04 2—1
MSV Duisburg —
Hannover 96 4—3
Karlsruher SC — FC Köln 3—1
Hamburger SV —
FC Kaiserlautern 2—0
Eintrach Braunswick —
Werder Bremen 3—2
Bayern Múnchen —
Fortuna Dusseldorf 5—0
A-ÞÝZKALAND 1. DEILD:
Dynamo Dresden —
Dynamo Berlln 5—1
HCF Chenie Halle —
FC Carl Zeizz Jena 2—1
Wismut Aue —
FC Lok. Leipzig 1 — 1
FC Magdeburg —
Rot Weiss Erfurt 3—1
Energie Cottbus —
Vorwaerts Frankfurt 2—2
Chemie Leipzig —
Sachenring Zwickau O—0
FC Karl Marx Stadt —
Stahl Riesa 1—2
HOLLAND — 1. DEILD:
Feyenoord — NAC Breda 4—0
FC Haag—Ajax 1—3
Excelsior — Sparta 0—2
PSV — FC Twente 3—0
Graffschap — Eindhoven 1 —1
FC Utrecht -— Nijmegen 0—3
FC Amsterdam — Go Ahead 6—2
AZ 67 — MVV 2—0
Roda JC — Telstar 2—2
SVISS — 1. DEILD:
Basle—Lusanne 1—2
La Chaux — Grasshoppers 2—5
St. Gallen — Neuchatel 1—0
Servette — Winterthur 3—1
Sion — Lugano 2—2
Young Boys — Bienne O—0
Zúrich — Chenois 2—0
JÚGÓSLAVÍA — 1. DEILD:
Vardar — Red Star 0—1
Radnicki — Rijeka 3—1
Sloboda — Buducnost 2—0
Sarajevo — Velez 0—0
OFK Belgrad — Vojvodina 3—1
Celik — Dinamo 2—0
Hajduk — Olimpija 2—1
Borac — Radnicki 3—2
Partizan — Zeljeznicar 0—0
r
Agúst og Elías
urðu meistarar
ÁGUST Ásgeirsson, IR, varð Is-
landsmeistari í 3000 metra hindr-
unarhlaupi, en keppt var í
þeirri grein ásamt fimmtarþraut
karla jafnhliða unglingakeppni
FRl sem fram fór á Laugardals-
vellinum um helgina. Tók Ágúst
Iffinu með ró f hlaupinu og var
tæpa tæpa mínútu frá sfnu bezta,
hljóp á 9:55,9 mfn. Annar-'Varð
félagi hans, Sigfús Jónsson, sem
hljóp á 10:08,7 mfn. og FH-
ingurinn Sigurður P. Sigmunds-
son, sem reyndar var önnum kaf-
inn í unglingakeppninni, varð
þriðji á 10:21,7 mfn.
Elías Sveinsson, IR varð meist-
ari í fimmtarþraut, hlaut samtals
3353 stig, sem er allgóður árang-
ur, ef tekið er tillit til þess að
veður var fremur óhagstætt til
keppni. Elías stökk 6,29 metra í
langstökki, kastaði spjóti 55,12
metra, hljóp 200 metra hlaup‘ á
23,2 mín., kastaði kringlu 44,55
metra og hljóp 1500 metra hlaup á
4:45,5 mín. Annar í þrautinni
varð Einar Óskarsson, UBK, sem
hlaut 2919 stig og voru afrek hans
f einstökum greinum, talið í sömu
röð og hjá Elíasi: 5,78 — 41,18 —
23,5 — 34,64 — 4:30,0. Þriðji varð
Ásgeir Þór Eiríksson, ÍR, sem
hlaut 2400 stig. Afrek: 5,55 —
43,12 — 25,8 — 28,48 — 4:56,0.
Þá er aðeins eftir keppni f einni
grein á Islandsmótinu, 3000
metra hlaupi kvenna. Átti keppni
í því að fara fram nú um helgina,
en var frestað sökum þess hve
margir af væntanlegum keppend-
um tóku þátt í unglingakeppni
FRl.
Þá var og ein aukagrein í mót-
inu: 200 metra grindahlaup, sem
Stefán Hallgrímsson hljóp á 23,9
sek., vel undir staðfestu Islands-
meti Arnar Clausens í greininni,
en afrek Stefáns fæst ekki viður-
kennt sem met þar sem meðvind-
ur var of mikill.
Reykjavík
skorar á
landið
Frjálsfþróttafólk í Reykjavfk hefur nú
ákveðið að skora á frjálsfþróttafóik lands-
byggðarinnar f keppninní. Er áformað að sú
keppni fari fram á Laugardalsvellinum um
aðra helgi, svo fremi sem landsbyggðarmenn
taki áskoruninni, sem telja verður Ifklegt.
Að undanförnu hefur verið töluvert rætt
um að koma slíkri keppni á, en einhverra
hluta vegna hefur málið lent f undandrætti.
Slfk keppni milli Reykjavfkur og Landsins
hefur verið háð áður og heppnaðist þá með
miklum ágætum, enda var um jafna baráttu
að ræða. Búast má við þvf að svo verði einnig
nú.