Morgunblaðið - 02.09.1975, Síða 32

Morgunblaðið - 02.09.1975, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 1975 Maríanna fer á sjúkrahús Eftir Odd Brochmann framan tjaldið svo hann sjái í magann á Maríönnu. Og allt í einu hrópar hann: „Ég er svo aldeilis hlessa.“ Nú er ljósið kveikt. Hjúkrunarkonan tekur eitthvað af tjaldinu og hleypur með það inn í litla skonsu. Svo virðist sem hún sé eitthvað að sulla í vatni og brátt kemur hún út með myndina. Svo skoða þau myndina saman. Nú sést hvers vegna læknirinn varð svona undrandi. „Þessi dökka rák á miðri myndinni er hryggurinn í þér,“ segir læknirinn. „Þessar bogalínur til beggja handa eru rifbeinin. Og þessir daufu skuggar eru maginn og lifrin og allt það... en þarna, sérðu, þarna, er eitthvað svart, sem ekki á þarna að vera. Þetta er líklega eitthvað sem þú hefur gleypt og þarna situr það fast. Þess vegna er þér illt í maganum. Við verðum að ná þessu út, svo þú verðir frísk aftur. En nú áttu að fara að sofa. Ég ætla að gefa þér meðal svo þér verði ekki illt í nótt.“ Maríanna liggur á stofu númer 12 og hún má láta loga ljós á lampanum við rúmið. Hún heyrir andardrátt barnanna í rúmunum allt um kring. Hún veltir því fyrir sér fram og aftur, hvað það geti verið, sem hún hafi gleypt og allt í einu man hún eftir einu atviki: Fyrir þremur dögum höfðu þau heima hjá henni fengið plokkfisk í hádegismatinn. Hún flýtti sér að borða því hún ætlaði út að leika sér eftir matinn. Þá fann hún eitthvað hart undir tönn í fiskinum... var það fisk- bein? En þetta var komið áleiðis niður í kokið svo hún náði því ekki upp. Þá fékk hún sér góða munnfylli aftur til að koma þessu niður. Og síðan hafði hún ekki hugsað meira um það. Maríanna lofar sjálfri sér því, að gleypa ekki matinn svona hratt framar, heldur tyggja hann vel. Svo hugsar hún svolítið um mömmu sina og pabba og um að nú þurfi að skera hana upp. Skyldi það vera hættulegt? „Nei, iss,“ segir Maríanna við sjálfa sig og svo sofnar hún. Næsta morgun stökkva hin börnin fram úr rúminu, eða þau, sem eru nógu frísk til að þvo sér sjálf. Síðan kallast þau á og hlæja og hafa uppi ólæti, þótt hjúkrunarkonan reyni að þagga niður í þeim og vera ströng á svipinn. önnur hjúkrunarkona kemur hlaupandi og seg- ir að nú sé „stofugangurinn“ á leiðinni, hvað sem það nú þýðir. Á augabragði eru öll börnin komin upp í rúmin og sléttað er úr lökum og sængum. Hjúkrunarkon- urnar taka sér stöðu við dyrnar og börnin setja upp sinn mesta sakleysissvip. Ærslabelgurinn Hermann reynir líka að setja upp sakleysissvip undir sáraum- búðunum, sem hann er með um höfuðið. Svo kemur stofugangurinn. Fyrstur er yfirlæknirinn, sem er svo fær í stöðu sinni að hann er líka prófessor. Svo kem- ur aðstoðarlæknirinn. Hann reynir að taka sér yfirlækninn til fyrirmyndar og gerir allt eins og hann. Næst í röðinni er yfirhjúkrunarkonan, sem tók á móti Maríönnu í gær, og þá deildarhjúkrunarkonan, sem er svo lag- leg. Og síðastir eru ungir menn, sem eru að læra að vera læknar. DRATTHAGIBLÝANTURINN (------- vUe MOR^dN RAFWNO Sjórinn er alveg dásamlegur, — og margir sætir strákar. SfGrJúND c - Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O’Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 35 þekkti hana þarna strax. Hún var ekki umtalsverð. alltof mikið máluð. hárið æpandi Ijóst og hún \ar klædd f þykka kápu og með stærðar skfiuklút á hausnum, sem sagt öll hin hatlærislegasta. Ifún var raunar ferleg en samt varð eitthvað til að ég kallaði á hana. — Bíðið aðeins við, sagði ég. >Iig langar að segja við yður orð. Ég leiddi hana inn í skrifstof- una og sagði henni að fá sér sæti. — Hvað heitið þér? • tr* HtifkiM. Kkki beiniínis uppurvandi byrj- un. — Segið mér eitthvað af sjálfri vður. ungfrú Hudgin. Hvað hafið þér fengizt við á sviði leikhúss eða kv ikmv nda? Hún leit á mig og v irtist eíns og á verði, en þó áfjáð. Svo slokknaði glóðin f augunt hennar og ekkert var við þetta andlit sem gat talizt frábrugðið þúsundum annarra. — En það er ekkert að segja, svaraði hún og vottaði fyrir þver- móðsku I röddinni. Ég iðraðist samstundis að hafa eytt f hana tfma, en f stað þcss að fleygja henni á dyr, reyndi ég að fá hana til að tala. — Ekkert að segja? Það skil ég ekki ... Hafið þér ekki tekið þátt í einhverjum leiksýningum ... farið í leikferðir með óþekktum hópum eða gengið I leiklistar- skóla? — Nei. — Ja, þér eruð að minnsta kosti ærlegar. En hvernig getið þér bú- izt við að fá eitthvað að gera inn- an kvikmyndaiðnaðarins? Þér hafíð hvorki reynslu né kunnáttu og hvers vegna feljið þér yður hafa hæfileika til að bera? Ég virti hana vandlega fyrir mér og sú tilfinning náði æ sterk- ari (ökum á mér að ég hefði þekkt hana áður eða að minnsta kosti séð hana. — Þér eruð enginn táningur, ungfrú Hudgin, sagði ég. — Er ekki fullseint að byrja nú í svona krefjandi starfi, sérstaklega þegar alla undirstöðu skortir? Auðvitað lagði ég henni orð f munn, en hún sýndi engin við- brögð. Þess f stað reis hún nú seinlega á fætur og tók að tína af sér spjarirnar til að sýna mér Ifkamskosti sína. Hún var mögur, næstum horuð og hún gerði sér ugglaust grein fyrir því sjálf hversu aumkunarverð sjón sú v-ar sem við mér blasti, þvf að hún greip allt f einu kápuna sína og hélt henni fyrir framan sig til að skýla sér. — Ég skil hvað þér eigið við, Gibbon, sagði hún hörkulcga. En nú hafði ég þekkt hana.' Þvf handan þessa alls, kauðalcgs klæðnaðar hennar og vesaddar- legra tilburða hennar til að vera seiðandi og eggjandi hafði ég skynjað það fullkomna vald sem hún hafði yfir Ifkama sfnum ... eitt andartak var eins og brygði fyrir hennar gömlu útgeislun ... þessi óáþreifanleiki sem sannar að hún var atvinnuleikkona. Mér tókst með herkjum að stöðva hana, þvf að hún ætlaði að rjúka á dyr eftir að hafa f flýti klætt sig aftur. — Nei ... ungfrú Hudgin ... þér misskiljlð migl Fáið yður nú sæti. Ég lét hana setjast niður og beið átekta unz ég sá hún hafði jafnað sig að mestu. Ég hafði ákveðið að taka þátt f leiknum. Ég skildi ekki hvað fyrir henni vakti með þessu, en bersýnilegt var að hún var óhemju áfjáð f að fá eitthvað að gera. Þar var ég f sama báti svo að ég var sannfærð- ur um að við myndum ná sam- komulagi. Ég fór f huganum yfir aðalhlutverkið f kvikmyndahand- ritinu og breytt þvf á staðnum, þar sem ég þóttist sjá að það yrði hægur vandi. — Ég komst klaufalcga að orði áðan, ungfrú Hudgin. Ég hef und- ir höndum kvikmyndahandrit sem er tilhúið og upptaka getur hafizt hvenær sem er. En mig vantar kvenleikkonu. Enda þótt smekkur manna sé að breytast má segja hreint út að Hollywoodleik- konur eru ekki æstar f að leika f hryllingsmynd ... ja, þetta er sem sagt hryllingsmynd, sem ég er með f huga... Hún kinkaði þegjandi koili. — Þetta eru viðskipti, hrein og klár viðskipti til að græða pen- inga. Ég ætlast ekki til að myndin uppfylli neinar listrænar kröfur. Aftur kinkaði hún kolli. — Það eru atriði í myndinni þar sem þér eigið að ... vera beinlfnis fráhrindandi, ungfrú Hudgin. Á hinn bóginn vænti ég þess að það verði einmitt þessi sömu atriði, sem munu festast f minni áhorfenda. Stjörnur sem geta sér orð f slfkum hlutverkum verða langlffari f landinu cn sykursætar þokkadfsir. V'iðbrögð áhorfcnda er að vfsu aldrei hægt að reikna út fyrirfram, en það vitið þér sjálfsagt, ungfrú Hudg- in? Ég gat varla talað skýrar, en ég hélt þolinmóður áfram. Það er hreint ekki útilokað að þetta hlut- verk, sem er að mörgu leyti veru- lega ógeðfellt geti gert yður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.