Morgunblaðið - 25.09.1975, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975
Kobalttæki Landspítalans:
Endurnýja þarf hleðsluna
-kostar nokkrar millj. kr.
SÁ HLUTI kobalttækisins á
Landspftaianum, sem sendir frá
sér geislana, eða „sorsa-hleðslan“
er nú farinn að gefa sig og tekur
geislun mun lengri tlma en á
meðan tækið var nýtt Af þessum
sökum er áætlað að panta nýja
hleðslu á næstunni, sem að Ifk-
indum verður sett upp á næsta
Fríhöfnin:
Minnkandi sala
á sælgæti
— ÞAÐ ER ekki hægt að neita
því, að sala á sælgæti hefur
minnkað eftir að hið nýja fyrir-
komulag var tekið upp hjá toll-
gæzlunni hér og strangt tekið á,
ef fólk er með meira sælgæti en
fyrir 1400 krónur, sagði Ólafur
Thordersen fríhafnarstjóri, I
samtali við Morgunblaðið I gær.
Ólafur sagði, að fólk væri eink-
um óánægt með, og það af skiljan-
legum ástæðum, að börn innan 12
ára aldurs, sem mest voru fyrir
sælgætið mættu ekki kaupa það.
Oft á tíðum kæmu börn þarna í
gegn og eðlilega langaði þeim
mikið að kaupa sér sælgæti, en
það mætti ekki afgreiða þau um
það. Þá kæmi það fyrir að stund-
um væru systkini á ferð, annað
kannski 12 eða 13 ára og hitt 11
ára. Það eldra mætti kaupa sér
sælgæti en hitt ekki. Allir vissu
hvaða áhrif slíkt hefði á börn.
ári, en slfk hleðsla kostar nokkrar
milljónir króna.
Kolbeinn Kristófersson
prófessor við Landspítalann sagði
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann 1 gær, að á næsta
fjárhagsári spítalans yrði ný
hleðsla pöntuð. Hann sagði, að
styrkleiki geislans minnkaði eftir
því sem hleðslan yrði eldri og
svokallaður helmingstími hennar
væri 5.3 ár, sem þýddi, að eftir
þann tíma tæki geislun helmingi
lengri tfma en þegar hleðslan
væri ný.
Að sögn Kolbeins getur það ver-
ið nokkuð óþægilegt fyrir fólk,
þegar geislunin tekur svona
langan tfma, sérstaklega fyrir
fólk, sem á bágt með að liggja
kyrrt.
Kobalttækið á Landspítalanum
var tekið í notkun í febrúar 1970
og tala þeirra, sem hlotið hafa
geislameðferð, skiptir nú
hundruðum.
Ljósm. Mbl.. Brynjólfur.
BUSAVIGSLA fór fram við Menntaskólann í Reykjavík og fór vígslan fram að gamalli hefð með
tolleringu. Hér sjáum við eina stúlku í nýja nemendahópnum fljúga ei lítið upp á við.
Byggðasjóður hefur ekkert lánað
Eskfirðingum til gatnagerðar enn
Fengu mest
10 tunnur
NOKKRIR Hornafjarðarbátar
reru með reknetin f fyrrinótt. Afl-
inn var lítill og var Steinunn með
mestan afla, 10 tunnur. Sjómenn
kenna miklu tunglskini um afla-
tregðuna.
1 FRÉTT f Morgunblaðinu f gær
um borgarafund á Eskifirði og
viðbrögð fundarins við málaleit-
an bæjarstjórnar um að fbúar við
þær götur f kaupstaðnum, sem
fullgerðar hafa verið, greiði
gatnagerðargjöld, er þess getið að
ætlazt er til að Eskfirðingar
greiði þegar f stað 20% gjaldsins,
en fái sfðan að greiða eftirstöðv-
arnar á næstu 4 árum. Greiðslan
sé innt af hendi f formi veð-
skuldabréfs með 10% ársvöxtum.
í tilefni þessarar fréttar hefur
Mbi. leitað upplýsinga um þann
hátt, sem viðhafður er við inn-
heimtu gatnagerðargjalda t.d. f
Reykjavík. Gatnagerðargjöld
voru fyrst samþykkt í borgar-
stjórn Reykjavíkur f desember
1959 og síðan hafa umsækjendur,
sem fengið hafa lóðir, þurft að
greiða helming gjaldsins innan
mánaðar frá úthlutun lóðarinnar.
Síðari helming gjaldsins verða
menn síðan að greiða áður eða um
leið og byggingarleyfi er veitt á
viðkomandi lóð. Með öðrum orð-
um, Reykvíkingar verða að greiða
allt gatnagerðargjaldið áður en til
byggingar húss kemur. Byggi
hemm hins vegar við götu, sem er
fullgerð og lokið hafði verið við
áður en reglugerðin um gatna-
Viðhafnarútgáfa
af „Manni og konu”
BOKAUTGAFAN Helgafell hef-
ur sent á markaðinn nýja viðhafn-
arútgáfu af bók Jóns Thorodd-
sens, Manni og konu, og er bókin
með teikningum eftir hinn ný-
látna snilling Gunnlaug Scheving,
en í fyrra kom út hjá forlaginu
Piltur og stúlka í sama broti með
myndum Halldórs Péturssonar.
Bókin er f allstóru broti og eru
þar yfir 40 heilsíðu teikningar
eftir Scheving, en bókin er alls
yfir 260 bls., ef með er talinn
ítarlegur formáli eftir Steingrfm
heitinn Þorsteinsson.
Gunnlaugur Scheving
gerðargjöld tók gildi, þ.e. 1959,
greiða menn engin gatnagerðar-
gjöld, en hins vegar var krafizt
sérstakra gangstéttargjalda, sem
þó voru felld niður fyrir 4 til 5
árum.
Viðbrögð Eskfirðinga við gatna-
gerðargjöldunum, sem þeim er nú
gert að greiða, eru þau, að borg-
arafundurinn á Eskifirði sam-
þykkti að menn greiddu gatna-
gerðargjöldin á næstu 5 árum
vaxtalaust, en héldu eftir 20%
gjaldsins, þar til gangstéttir
hefðu verið gerðar við götuna.
Þær reglur og lög, sem bæjar-
stjórn Eskifjarðar hefur farið eft-
ir, eru tiltölulega ný af nálinni
eða frá 1974 og fjalla þau um
innheimtu gatnagerðargjalda. Er
um' tvenns konar gjald að ræða,
A-gjald og B-gjald. A-gjalddið er
samsvarandi því gjaldi, sem Reyk-
víkingar greiða, þ.e. að lóðarhafa
er gert að greiða það við lóðarút-
hlutun og að fengnu byggingar-
leyfi, en B-gjaldið er nýmæli og er
gjald vegna þátttöku lóðarhafa í
lagningu bundins slitlags á götu
og gangstéttarlagningu við lóð.
Innheimta þess er bundin því
skilyrði, að lagningu bundins slit-
lags sé lokið.
Samband fslenzkra sveitarfé-
laga hefur komizt að samkomu-
lagi við Byggðasjóð, — að þvf er
Kristinn Ziemsen, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, tjáði Mbl. — um að
20% gjaldsins séu innheimt sama
Framhald á bls. 21
Listasafnið fœr
mynd eftir Júlí-
önu Sveinsdóttur
NÝVERIÐ hafa Listasafni ís-
lands borizt tvær góðar gjafir.
Eru það málverk eftir Júlfönu
heitina Sveinsdóttur og Sigur-
jón Ólafsson, myndhöggvara.
Selma Jónsdóttir, forstöðu-
kona Listasafnsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið í
gær, að mynd Júlfönu væri
uppstilling máluð á árunum
1920—1930. Gefandi myndar-
innar er bandarisk kona að
nafni Eva Sigrid, en hún er af
dönskum ættum.
Þá sagðist Selma nýlega hafa
fengið í hendur styttu Sigur-
jóns Ólafssonar, „Móðir og
barn.“ Þessa mynd gerði Sig-
urjón kringum 1938. Listasafn-
inu var gefin þessi mynd fyrir
milligöngu Jóns Helgasonar,
prófessors f Kaupmannahöfn.
L-jusin. Halldór Olafsson.
MATTHÍAS BJARNASON, heilbrigðis- og tryggingáráðherra, tekur fyrstu skóflu-
stunguna að hinni nýju heilsugæzlustöð og sjúkrahúsi á ísafirði.
Framkvæmdir hafn-
ar við nýtt s júkra-
hús á ÍSAFIRÐI
NÝLEGA var tekin fyrsta skóflu-
stungan að nýju sjúkrahúsi og
heilsugæzlustöð á tsafirði, og var
það Matthfas Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra,
sem tók hana. Með þessum fram-
kvæmdum hillir undir langþráð-
an draum Vestfirðinga um full-
komið sjúkrahús á ísafirði.
Páll Sigurðsson, ráðuneytis-.
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
sagði í gær, að þessi bygging væri
búin að vera lengi á döfinni.
Sjúkrahúsið yrði fyrir norður-
hluta Vestfjarða, en sjúkrahús
væri á Patreksfirði fyrir suður-
hlutann. Nýja heilsugæzlustöðin
og sjúkrahúsið mun m.a. þjóna
Isafirði, Súgandafirði og Súðavík.
Gert er ráð fyrir að 3—4 almennir
læknar starfi við heilsugæzlustöð-
ina, fyrir utan sjúkrahúslæknana.
Páll sagði, að á sjúkrahúsinu
yrði aðstaða fyrir skurð- og lyf-
lækna, án þess að um beina deild-
arskiptingu yrði að ræða. Húsið
er teiknað þannig, að mjög góð
aðstaða verður til allrar sjúkra-
hússtarfsemi og á heilsugæzlu-
stöðinni verður t.d. aðstaða fyrir
tannlækni.
Húsið verður kjallari og tvær
hæðir, og ennfremur verður svo-
nefnd kjarnabygging, þar sem
skrofstofur, lyftur og fleira verð-
ur til húsa. I kjallaranum verður
ýmiskonar þjónustustarfsemi,
fyrsta hæðin er ætluð fyrir heilsu-
gæzluna tog önnur hæðin fyrir
legudeildir. Ekki er vitað hvenær
lokið verður við þessa byggingu,
en það mun fara eftir fjárveitingu
hverju sinni, en húsið verður allt
steypt upp í einum áfanga. Gert
er ráð fyrir, að heilsugæzlustöðin
verði fyrst tekin í notkun.