Morgunblaðið - 25.09.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 25.09.1975, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 18 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. að er nú ljóst, að þróun utanríkisvið- skipta okkar Islendinga er smátt og smátt að verða hagstæðari, þótt hægt fari, og er bersýnilegt, að efna- hagsráðstafanir þær, sem ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar beitti sér fyrir á sl. vetri eru að byrja að bera ávöxt. Þannig hefur komið í ljós, þegar reiknað er á föstu gengi, að vöru- skiptajöfnuðurinn á fyrstu sjö mánuðum ársins 1974 varð margfalt óhagstæðari en á sama tímabili í ár. Á fyrstu sjö mánuðum ársins 1973 varð vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 2.090 milljónir króna. Á sama tímabili árið 1974 um 14 milljarða 378 milljónir en á sömu mánuðum í ár um 15 milljarða 218 millj- ónir. Vöruskiptajöfnuður- inn versnar því frá árinu 1973 til 1974 um 12 millj- arða 288 milljónir en frá 1974 til 1975 versnar hann um aðeins 840 milljónir. Þá hefur það einnig kom- ið fram, að á fyrstu 7 mán- uðum ársins 1974 rýrnaði gjaldeyrisstaða lands- manna um 7 milljarða 23 milljónir en á fyrstu 7 mán- uðum þessa árs rýrnaði gjaldeyrisstaðan um 4 milljarða 308 milljónir, og gert er ráð fyrir, að gjald- eyrisstaðan batni um 1.000—1.500 milljónir á síðustu mánuðum ársins, þannig að rýrnun gjaldeyr- isstöðunnar yfir árið í heild verði um 2.500 millj- ónir króna, eða aðeins um þriðjung rýrnunarinnar sem varð á síðasta ári. Þessi tiltölulega hag- stæða þróun utanríkisvið- skipta í ár miðað við árið 1974 er þeim mun eftir- tektarverðari vegna þess, að á þessu umrædda tíma- bili í ár hefur heildarverð- mæti útflutnings rýrnað um 12% frá fyrra ári en á árinu 1974 jókst verðmæti útflutningsins frá árinu þar á undan um rúmlega 20%. Það er því ljóst, að þrátt fyrir áframhaldandi óhagstæða þróun í verð- lagsmálum okkar á erlend- um mörkuðum, hefur tek- izt að stöðva við og dæmið er nú smátt og smátt að breytast okkur í hag. Þetta hefur að sjálfsögðu m.a. tekizt vegna þess, að al- mennur innflutningur hef- ur dregizt saman vegna þeirra aðgerða, sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyr- ir í efnahagsmálum. Enn eitt dæmi mætti nefna um hagstæðari þró- un í utanríkisviðskiptum og gjaldeyrismálum okkar. I ágústmánuði sl. rýrnaði gjaldeyrisstaðan um 222 milljónir króna en í ágúst- mánuði á árinu 1974 rýrn- aði gjaldeyrisstaðan um 2.148 milljónir króna, þannig að rýrnun gjaldeyr- isstöðunnar í ágúst nú nemur aðeins um 10% af rýrnuninni á sama tíma í fyrra. Þá er og ljóst, að gengi íslenzku krónunnar hefur haldizt nokkuð stöðugt undanfarna mánuði, þrátt fyrir talsverðar sviptingar á erlendum gjaldeyris- mörkuðum og breytingum á gengi krónunnar gagn- vart hinum ýmsu erlendu gjaldmiðlum. Þannig hefur Bandaríkjadollar styrkzt að mun og bætir það að sjálfsögðu stöðu útflutn- ingsatvinnuvega okkar en gjaldmiðill ýmissa Evrópu- landa er orðinn ódýrari en áður var og stuðlar það einnig að því að takast megi að setja hömlur á verðbólguþróunina þar sem mikið af innflutningi okkar kemur einmitt frá Evrópulöndum. Þegar á heildina er litið hefur veg- ið gengi íslenzku krónunn- ar verið stöðugt undan- farna mánuði. Það virðist því full ástæða til hóflegrar bjart- sýni um þróun utanríkis- viðskipta okkar og gjald- eyrismála á næstu mánuð- um. Batamerki 1 utanríkisvið- skiptum og gjaldeyrismálum Kínverskt valdatafl Teng Hsiao-ping, lfklegasti arftaki Maos, hefur verið skotspónn dulbúinna árása vinstrisinna f kínverskum blöðum þótt þær hafi f orði kveðnu beinzt gegn aðalsöguhetju kunnrar kfnverskrar skáldsögu frá þrettándu öld. Hér sést Teng kveðja Sihanouk fursta, þjóðhöfðingja Kambódfu að nafninu til, áður en furstinn fór til Phnom Penh frá Peking eftir langa útlegð. Öðru hverju verða leynilegar hræringar í Kína, og nú virðast einhverjar slíkar hræringar hafa gert vart við sig undir yfirborði kínverskra stjórn- mála. Allsherjarherferð er haf- in í blöðum gegn „uppgjafar- sinnum“, sem eru ekki auð- kenndir að öðru leyti en því, að óljóst er látið í það skína, að þá sé að finna á æðstu stöðum. Glæpir þeirra eru heldur ekki tíundaðir að öðru leyti en því, að varpað er fram almennri ásökun þess efnis, að þeir vilji svíkja byltinguna og gefast upp fyrir erlendum óvinum, þar á meðal Rússum og Banda- ríkjamönnum. Allar meiriháttar hræringar síðari ára hafa byrjað þannig — hræringarnar, sem urðu til þess um miðjan sfðasta áratug, að fyrsti yfirlýsti arftaki Maos, Liu Shao-chi forseti, var hrak- inn frá völdum og hræringarn- ar f byrjun þessa áratugar, sem leiddu til dauða Lin Piaos þá- verandi landvarnaráðherra. Herferðin gegn Chou En-Iai forsætisráðherra í fyrra, sem var dulbúin sem árás á gerðir Konfúsíusar fyrir tvö þúsund árum, bar ekki tilætlaðan árangur. Hann hélt stöðu sinni — en hann er enn í sjúkrahúsi eins og þá. Nýja herférðin virðist beinast gegn þeim manni, sem hefur tekið við stjórnar- taumunum af Chou og stendur næstur ríkiserfðum, ef eitthvað kemur fyrir Chou eða Mao. Teng Hsiao-ping, þessi nýi arf- taki, hefur orðið að þola árásir, Eftir Victor Zorza sem hafa verið gerðar á hann úr launsátri, og að þeim hafa staðið ungir vinstrisinnaðir menn í fyrstunni, sem hafa gilda ástæðu til að ætla, að hann spilli fyrir mögúleikum þeirra á að fara með sigur af hólmi í valdabaráttunni og standi í vegi fyrir öfgafyllstu vinstristefnumiðum þeirra. Þetta hvort tveggja var áberandi f baráttunni í fyrra gegn Konfúsíusi, sem fjaraði út smátt og smátt unz deiluaðilar komust að ótryggu samkomu- Iagi um að láta hvor annan í friði. En nú benda öll sólar- merki til þess, að þetta sam- komulag sé að fara út um þúfur — ef það er þá ekki þegar farið um þúfur. Konfúsíus kemur ennþá öðru hverju við sögu í nýju herferðinni, en aðalvíg- völlurinn er miklu nær nútímanum — „Vatnsröndin“, kínversk skáldsaga frá þrettándu öld. Mao Tse-tung er aðeins einu ári eldri en í fyrra, en hann er 82 ára, og þetta ár getur skipt sköpum. Svo mikið er víst, að honum hefur farið aftur að sögn gesta, sem hafa fengið að hitta hann. Baráttan gegn Sung Chiang, smábændaforingjanum og aðalsöguhetju „Vatns- randarinnar", er háð sam- kvæmt ótvíræðum fyrirmælum Maos, sem hvað eftir annað hefur verið vitnað til í dag- blöðunum. Sung sneri baki við smábændauppreisninni og sótti um náðun — rétt eins og Teng Hsiao-ping, þegar hann kleif á örskömmum tíma upp í efstu valdaþrepin í Peking í fyrra eftir pólitíska eyðimerkur- göngu. Teng reyndi að bæta eyði- leggingarnar af völdum menningarbyltingarinnar og skipaði aftur í fyrri embætti marga menn, sem höfðu annað- hvort verið settir af eða hopað fyrir áhlaup-um Rauðu varðlið- anna. Jafnframt hefur hann reynt að þoka burtu nýjum mönnum, sem hafa komizt í mikilsverð embætti í krafti óað- finnanlegs stéttaruppruna. Nú ráðast blöðin á Sung gamla fyrir að ráða í sína þjónustu liðhlaupa og hers- höfðingja, sem höfðu þjónað gömlu stjórninni, og að breyta „stéttabyggingu“ valdaforyst- unnar, sem áður hafði staðið saman af smábændum og verkamönnum. Þegar Sung var handtekinn og gekk valdastéttinni á hönd, sigaði hann her sínum gegn bændum, sem gerðu uppreisn- ir, rétt eins og Teng hefur snúizt gegn vinstrisinnum menningarbyltingarinnar. En getur verið, að Teng sé að sumu leyti góður og að sumu leyti vondur, að sumu leyti byltingarmaður og að sumu Ieyti maður sátta, eins og ferill hans gefur til kynna? Hvað er á seyði? 1 hverri einustu valdabaráttu í Peking til þessa hefur baráttan verið milli vinstrisinnaðra byltingar- manna, sem hafa viljað skjótar og róttækar hreyfingar á öllum stofnunum, jafnvel þótt það hefði það í för með sér, að allt væri sett á annan endann, — og hófsamra manna, embættis- manna og stjórnsýslumanna, sem hafa orðið að stjórna land- inu og tryggja það að komizt yrði hjá algerri upplausn. Bætzt hefur við þessa sígildu baráttu hægri og vinstri, sem hefur i meginatriðum verið hugsjónafræðilegs og stjórn- málalegs eðlis, barátta um nak- ið vald til að þröngva fram sjónarmiðum hvors aðila um sig og barátta um ríkiserfðirnar eftir daga Mao Tse-tungs, svo sigurvegararnir geti tryggt stöðugt framhald á stefnu sinni — og áframhaldandi valdaaðstöðu. Kinversk blöð segja þannig frá núverandi deilu, að það virðist bera með sér, að yfir standi hrein og bein valdabar- átta. Æ eftir æ halda blöðin því fram, að þau fjalli „ekki um baráttu milli umbótamanna og harðlínumanna“ innan valda- stéttarinnar. Það sem stýri aðalpersónunum sé „hrikaleg metnaðargirnd“ og tilgangur Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.