Morgunblaðið - 25.09.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 25.09.1975, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar kennsla Frá Listdansskóla Þjóðleikhússins Þeir nemendur er stunduðu nám við skólann sl. ár og óska eftir að halda áfram mæti til inntökuprófs í æfingasal Þjóðleik- hússins, laugardaginn 27. sept. sem hér segir: yngri flokkar I og II. kl. 1 7. eldri flokkar I og II kl. 1 8.30. Nýir nemendur er náð hafa 9 ára aldri mæti til inntökuprófs, þriðjudaginn 30. sept. kl. 17. Styrkir til háskólanáms í Sambandslýðveldinu Þýska- landi. Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt íslenskum stjórn- völdum að boðnir séu fram þrir styrkir handa islenskum námsmönnum til háskólanáms i Sambandslýðveldinu Þýska- landi háskólaárið 1976-—77. Styrkirnir nema 650 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta, auk 400 marka greiðslu við upphaf styrktimabils og 100 marka á námsmisseri til bóka- kaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá ferðakostnað greiddan að nokkru. Styrktimabilið er 1 0 mánuðir frá 1. október 1976 að telja en framlenging kemur til greina að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást 'rráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 21. september 1975. Styrkur til háskólanáms í Sviss. Svissnesk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingi til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1 976—77. Ætlast er til þess að umsækjendur hafi lokið kandídatsprófi eða séu komnir langt áleiðis i háskólanámi. Þeir sem þegar hafa verið mörg ár i starfi, eða eru eldri en 35 ára, koma að öðru jöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrkfjárhæðin nemur 800 svissnesk- um frönkum á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 900 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldum. — Þar sem kennsla i svissneskum háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku, er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. nóvember n.k.— Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. september 1975. Skáklíf í Hafnarfirði vaknar á ný eftir sumarið VETRARSTARFSEMI Skák- félags Hafnarfjarðar er að hefjast með æfingum á föstudags- kvöldum í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu og haustmót skák- félagsins hefst föstudaginn 26. september klukkan 19.30 á sama stað. Tefldar verða þrjár umferð- ir í viku, föstudaga, sunnudaga og mánudaga. Teflt verður I riðlum og að loknu haustskákmótinu verður hraðskákmót — segir í frétt frá Skákfélagi Hafnar- fjarðar. — Zorza Framhald af bls. 18 þeirra sé að komast I „æ æðri opinberar stöður“. En í húfi er pólitískt mál, „uppgjafarstefnan", sem svo oft er drepið á í greinum og eignuð er þeim sem vilji „upp- gjöf“ Kína fyrir Sovétríkjunum og Bandarlkjunum. Lin Piao er nú sagður hafa haldið því fram, að Kína gæti aðeins notið góðs af friði og ró, ef landið beygði sig fyrir risaveldunum. Nei, svara blöðin nú, það hefði að- eins í för með sér þjóðarsmán, niðurlægingu og undirokun og hörmungar fyrir þjóðina. Sjálf- stæði Kína, segja blöðin, er að- eins hægt að tryggja með bar- áttu, „ekki með því að biðja heimsveldissinna um greiða“. Röksemd, sem er eignuð Lin Piao, „taktu ekki harða afstöðu fyrr en þú átt kjarnorku- sprengju“, merkir í núverandi samhengi, að Peking-stjórnin megi ekki storka annaðhvort Sovétríkjunum eða Banda- ríkjunum, þar sem aðstaða hennar sé svo miklu veikari. En vinstri armurinn, sem stendur á bak við núverandi herferð, vill aftur skera upp herör, storka bæði Sovétríkjunum og Bandaríkjunum og hefja að nýju byltingu heima fyrir. I umrótinu, sem við tekur þegar Mao hverfur af sjónar- sviðinu, gætu vígorð vinstri- sinna orðið opinber stefna Peking-stjórnarinnar — og f þeim gæti falizt ógnun við jafn- vægi, ekki aðeins í Kfna heldur í öllum heiminum. — Tilþrif Framhald af bls. 14 urðardóttir, Kristin Helgason, María S. Kjarval, Marfa H. Ölafs- dóttir, Nanna Biichert, Kolbrún S. Kjarval, Ólöf Pálsdóttir, Svala Hólm, Margrethe Nielsen, Þór- unn Guðmundsdóttir, Hildur Helga Sigurðardóttir. Þeir áhugamannahópar, er hug hefðu á að notfæra sér húsakynni félagsheimilisins til ýmissrar starfsemi, svo sem allskyns tóm- stundastarfs o.fl., eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband við formenn félaganna. Barnaskólinn hefst laug- ardaginn 4. október kl. 10:00 í félagsheimilinu og verður með svipuðum hætti og í fyrra. Foreldrar er hafa hug á að láta börn sín taka þátt í kennslunni, vinsamlegast skrifið til skólans að östervoldgade 12, st. 1350 — K. Tilgreinið aldur og nafn barnsins, svo og heimilisfang og nöfn foreldra. Kveðja, stjórnirnar. Nýstárleg gítarkennsla ÓLAFUR Gaukur, gítarleikari og hljómsveitarstjóri, er um þessar mundir að setja á stofn gltarskóla með all nýstárlegu sniði. Er hann að fá frá Bandarfkj- unum sérstök tæki til hóp- kennslu á gitar, sem þar í landi hafa mjög rutt sér til rúms á síðustu árum, og í New York eru þau jafnvel notuð til al- mennrar músíkkennslu vfða í barna- og unglingaskólum. 1 kennslustofu Ólafs verður rúm fyrir átta nemendur samtímis, og fer öll kennslan fram innan lokaðs kerfis, þannig að nem- endur fylgjast með gegnum heyrnartól og hafa sjálfir sam- band við kennara og sfn á milli með notkun hljóðnema, sem tengdur er heyrnartólinu. Einnig fylgja sérstakir gftarar, sömuleiðis tengdir umræddu kerfi, til afnota fyrir nemendur í kennslustundum. Nemendur þurfa því ekki að koma með hljóðfæri með sér f tímana, og er að því mikið hagræði. Aðallega mun verða miðað við byrjendakennslu á nám- skeiðum í skólanum, en 1 ráði er að hafa örfáa tfma fyrir þá sem eitthvað kunna fyrir sér. Byrjendakennslan er, að sögn Ólafs Gauks.létt og skemmtileg, en undirstöðuatriðum tónfræði blandað með í hæfilegum skömmtum og eftir ástæðum. Kennsla í Gítarskóla Ólafs Gauks mun fara fram f verzl- unarhúsinu Miðbæ við Háaleit- isbraut, þar sem skólinn hefur fengið sérstakt húsnæði. Kennslan mun hefjast 14. október, en innritun fer fram í skólahúsnæðinu eftir miðja næstu viku. Nemendur 1 barnaskóla f New York f tónlistartfma. Tækln eru af sömu gerð og notuð verða f Gftarskóla Ólafs Gauks. 20 á biðlista um skóla- vist 1 Vélskóla íslands VÉLSKÓLI íslands var settur í 61. sinn mánudag- inn 15. september. Aðsókn að skólanum hefur vaxið ár frá ári og hefur aldrei ver- ið meiri en nú — eða rösk- lega 400 nemendur í öllum deildum skólans. Auk skól- ans í Reykjavík, starfa nú vélskóladeildir á Akureyri með 20 nemendur, á ísa- firði með 20 nemendur og á Siglufirði með 13 nem- endur. Þessar upplýsingar komu fram í skólasetningarræðu Andrésar Guðjónssonar, skólastjóra. Jafn- framt kom fram að ætlunin hafi verið að hefja starfsemi Vest- mannaeyjadeildar skólans aftur eftir gos, en vegna ónógrar þátt- töku hefur ekki orðið af því enn. Þá hefur verið 1 athugun stofnun deilda á Akranesi og 1 Keflavík, en þátttaka hefur ekki reynzt nægileg. Af þeim 160 nýju nemendum sem sóttu um skólavist í Reykja- vík eru um 20 á biðlista, þannig að ekki er fullvíst að unnt verði Sýnir á ísafirði Á LAUGARDAG opnar Krist- inn Mortens málverkasýningu í Mánakaffi á fsafirði. Krist- inn sýnir þar tuttugu olfumál- verk, sem hann hefur málað á undanförnum 4 árum vlðs veg- ar um landið. Hann sýndi slðast á Hellu fyrir 5 árum, en við málaralist hefur hann fengist undanfarin 40 ár. að þessu sinni að taka við öllum umsækjendum. Þeir nemendur, sem hefja nám á öðru stigi, eru 24 iðnsveinar, 8 stúdentar og 10 menn, sem uppfylla skilyrði um tveggja ára starfsreynslu. Hér er um nokkra fjölgun iðnsveina frá því sem verið hefur undanfarin ár. Tveir stúdentar stunduðu nám við skólann I fyrra, en nú verða þeir átta eíns og áður er getið. Hér er um nokkurt nýmæli að ræða, sem gefið hefur góða raun. Stúdentarnir taka 1. og 2. stig saman. Húsnæði skólans er nú fullnýtt, en vonir standa til að unnt verði að halda áfram við nýbyggingu skólans áður en langt um líður. Alls starfa 38 kennarar við skólann í vetur, þar af 21 fast- ráðinn. Hjólið fór óvænt af stað UNGUR piltur var f fyrrakvöld að reyna vélhjól, sem hann hugðist festa kaup á. Fór hann í reynslu- akstur á hjólinu og var að koma úr honum, er hann missti stjórn á því og ók á vegg við húsið Þórs- götu 21. Höfuð drengsins fór inn um glugga á húsinu og skarst hann illa á höfði. Þó fékk hann að fara heim til sin að lokinni aðgerð í slysadeild Borgarspftalans. Tildrög slyssins voru, að piltur- inn var að koma úr áðurnefndri ökuferð, hafði stöðvað hjólið og var f þann mund að stíga af því. Sleppti hann tengslunum, en gætti þess ekki að taka hjólið úr gír. Hjólið þaut af stað méð pilt- inn með áðurnefndum afleiðing- um. Pilturinn var réttindalaus — hafði ekki tekið próf á vélhjól.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.