Morgunblaðið - 25.09.1975, Síða 32

Morgunblaðið - 25.09.1975, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 Sagan af töfra- bandinu bláa ekki annað en gamla vöggu hérna, fyrir utan rúmið mitt, kannske þú getið sofið í vögunni, drengur minn, þá gæti hún fóstra þín sofið í rúminu mínu“. Strák fannst það svo sem nógu gott handa sér, fleygði af sér fötunum og lagðist upp í vögguna, — hún var eins stór og nokkurt hjónarúm, — og kerling- in varð að sofa i rúminu mannsins, þótt smeik væri hún, — og það var nú ekkert smárúm. ,,Það er líklega ekki vert að sofa mikið hérna“, hugsaði strákur með sér. „Það er best ég vaki og hlusti á, hvað gerist, þegar líða fer á nóttu“. Þegar nokkur stund var liðin, fór ✓'“COSPER----------------v Ég var hreinlega að sligast undir byrðinni og gat þvf ekki eytt öllum peningunum. I_____________________________________/ maðurinn að tala við kerlingu. „Hér gæt- um við búið saman í friði og ró, ef við gætum losnað við þenna fósturson þinn“, sagði hann. „Veist þú þá ekki, hvernig við eigum að fara að losna við hann?“ spurði kerling. O, jú, reynt gæti hann það svosem, sagði hann. Hann gæti látið sem hann ætlaði að fá kerlinguna til þess að hugsa um heimilið fyrir sig í nokkra daga, og svo gæti hann fengið strákinn með sér upp í fjall að brjóta upp grjót, og gæti þá komið því svo fyrir, að hann velti kletti ofan á hann. Þetta hlustaði strákur á, þar sem hann lá. Daginn eftir spurði tröllið, — því tröll var þetta og annað ekki, — hvort hann gæti fengið kerlinguna til þess að hugsa um heimilið í nokkra daga, og þegar leið á daginn, tók risinn stóran járnstaur og spurði strákinn, hvort hann vildi ekki koma með sér upp í fjall og brjóta upp hleðslugrjót. Þegar þeir voru búnir að brjóta upp nokkurt grjót, vildi risinn láta strákinn svipast um eftir betri steinum neðar í fjallinu og meðan piltur var að því, braut og bramlaði tröllið urðina með járn- staurnum, og heilt bjarg valt af stað niður yfir stráksa, en hann tók á móti og studdi við og lét það svo fara fram hjá sér, og valt það niður alla hlíð með braki og brestum. „Nú sé ég hvað þú ætlar þér“, sagði strákur við risann. „Þú ætlar að gera út af við mig, en nú getur þú farið niður og leitað að steinum, en ég skal vera hér uppi“. Ekki þorði tröllu annað en gera eins og strákur sagði, því það var búið að sjá hvað hann var sterkur, og strákur velti heljarstórum steini niður yfir risann, og meiddi hann heldur illilega í fætinum. „Æ, þú ert aumingi“, sagði strákur og fór niður til tröllsins og lyfti steininum af DRÁTTHAGI BLÝANTURINN vlW MORödU MttlNU Þið þurfið ekki að bjarga mér fyrr en að loknu kvennaðri Drengir! Loksins fengum við þó frið í Blessuð ekki hlæja þá fáeinar mínútur — saman verður hann reiður. undir berum himni. JSfctfúND So3-i -M- V/ te Kvikmyndahandrit að morði Eftir Lillian O'Donnell ÞýSandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 55 návist hans? En hvað hafði hann svo sem gert henni? Ekkert! Kannski lá hundurinn þar graf- inn. Hann hafði ekki gert neitt! Hann jók hraðann og kom til heimilis Wattshjónanna hálfri klukkustundu áður en hann hafði gert ráð fyrir, þegar hann lagði af stað. Hann gekk hratt yfir óslegna grasflötina og barði að dyrum. Paul Watts opnaði fyrir honum og benti honum þegjandi að koma með sér inn f dagstofuna og fá sér sæti. — Þér bjuggust við heimsókn minni? sagði David rólega. Með sjálfum sér var hann fok- vondur yfir þvf að svo virtist sem honum tækist aldrei að koma neinum á óvart. Watts kinkaði kolli og ein- blfndi á sáraumbúðirnar á höfði Davids. — Hvaða erindi eigið þér við mig, Link? — Hvers vegna hafið þér fallizt á að útför stjúpdóttur yðar verði gerð með öllum þessum ærslum? spurði David hörkulega. — Það get ég ekki séð að komi lögreglunni agnar ögn við... — Þér viljið sem sagt ekki svara mér, sagði David undrandi. — Ég er sannfærður um að þér hafið ekki komið alla þessa leið til að spyrja mig um það — og alls ekki f þvf ástandi sem þér eruð. Hvað viljið þér? David reif illskulega sáraum- búðirnar af höfði sér og hvæsti: — Þá þarf ekki að tala meira um mítt ástand, Watts! Hvað borgaði Hagen yður mikið til að samþykkja að útförin yrði gerð með þessum lfka glæsibrag? Hef- ur hann kannski eínhver sérstök tök á yður? — Nei, það var hvorkí Hagen né neinn af þessum gömmum, sem taldi mér hughvarf. Það var konan mfn, Ethel, sem vildi að útförin yrði gerð með pomp og prakt. Davfd starði á hann steini lost- inn. — Þér skuluð aldrei standa f þeirri trú að þér þekkið aðra manneskju eíns og hún er f raun og veru, Link, hélt Watts stilli- Iega áfram. — Ég hélt f upphafi að Mary hefði erft þrjózkuna og léttúðina frá föður sfnum og mig óraði ekki fyrir þvf að Ethel ætti slfkt til. En f öll þessi ár hefur Ethel innst inni verið stolt af þvf að Mary fengi að lifa þessu innihaldslausa lúxuslffi, sem ég tei vera. Nú en það skiptir ekki öllu máli, hvernig útförin verður gerð. Ég veit að Mary tók á móti guði áður en hú dó og þá er hitt hjóm. — Nú skil ég yður vfst ekki, Watts. — Mary var frelsuð — hún hafði séð Ijósið og hún hafði ákveðið að yfirgefa Mammon og gera Jesú að leiðtoga lífs sfns! — Ætlið þér .. .ætlið þér að segja mér að hún hafi sem sagt alls ekki ætlað sér að fara aftur til llollywood, þegar öllu væri á botninn hvolft... Watts kinkaði kolli þegjandi. — Hvernig vitið þér þetta? — Hún hringdi til móður sinn- ar sfðasta föstudag og sagði henni að hún og eiginmaður hennar ætluðu að fara f langt ferðalag — aðeins þau... — MAÐURINN HENNAR? Var það Arthur Talmey? — Já. Þekktuð þér hann, Link? — Ja,... það er að segja, ég vissi ekki að þau væru gift. — Það vissi Ethel. Þau gengu f hjónaband fyrir þremur mánuð- um hér f bænum. Þá hafði Mary enn áhuga á að reyna að vinna sig upp og komast til HoIIywood og prófessorinn lét það gott heita. Hann hefur áreiðanlega verið mikill sómamaður og vissi hvernig átti að umgangast Mary. Enda kom það f Ijós undir það sfðasta að hún valdi hann... hann og barn þeirra. — En kona yðar sagði yður ekki frá þessu sfmtaii, Watts? — Nei, svaraði Watts þung- lega. — Mary hafði orðið ófrfsk áður en þau giftu sig og Ethel var hikandi við að segja mér frá þvf... óttaðist viðbrögð mín, skiljið þér ... — Haldið þér ég geti fengið að segja eitt orð við konu yðar? spurði David kurteislega. — Nei! — Já, en skiljið þér ekki að þessar upplýsingar varpa nýju Ijósi á málið og ástæðuna fyrir morðunum tveimur. Ég verð að komast til botns f málinu og þér virðist ekki getað hjálpað mér meira. Watts hneigði höfuðið. — Nei, það get ég ekki. En þér verðið að bfða.... — Hvað eigið þér við! — Ethel varð svo mikið um að tala við lækninn f morgun að hún varð að fá róandi sprautu. Það Ifða margir klukkutfmar þangað til hún vaknar aftur. — Hvaða lækní, ef mér leyfist að spyrja? — Quain lækni, lögreglulækn- inn. Þekkið þér hana ekki? Hún sagðist þekkjayður vel. — Jú, hana þekki ég prýðilega, sagði David samanbitnum vörum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.