Morgunblaðið - 25.09.1975, Side 33

Morgunblaðið - 25.09.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 33 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Heilbrigðis- eftirlit Pálfna Kristinsdóttir skrif- ar: „Mig iangar til að biðja þig fyrir nokkrar línur, sem ég hef verið með nokkuð iengi I hug- anum, og er ég að hugsa um að beina orðum minum til heil- brigðiseftirlitsins. Hvernig er með bækur, sem eru lánaðar út frá bókasöfnum og fara á milli margra? Eru þær eitt- hvað sótthreinsaðar? Er það leyfilegt, að fólk, sem vinnur við matarframleiðslu t.d. fisk, fari heim í vinnuslopp- unum? Ég hefi séð þetta oft og meira að segja einn morguninn tók ég eftir því að stúlka beið eftir bíl, sem tók hana, og var hún yzt fata i sloppnum. Fólk, sem er fastráðið á vinnu- stað er skoðað einu sinni á ári með myndatöku eða gegnumlýs- ingu, og er það vel, en svo kemur nýtt starfsfólk á sama vinnustað á árinu og það þarf ekki einu sinni að leggja fram heilbrigðisvottorð. Á það ekki að gera slíkt? Pálina Kristinsdóttir.“ 0 Svava Jakobsdóttir skrifar handa börnum Erla Sigurjónsdóttir, Háa- leiti 27, Keflavík, skrifar: „Sonur minn er að byrja í fimmta bekk gagnfræðaskólans. Hann keypti bækur fyrir 20.000 krónur. Þar af er ein bók, sem ég vil gera að umtalsefni. Þessi bók er eftir Svövu Jakobs- dóttur og heitir Saga handa börnum. Þetta er sá mesti óþverri, sem ég hef lesið, og virðist vera tilraun til að gera foreldra að algjörum hálfvitum i augum barna sinna. „Velunnari ung- menna“, sem skrifar í Veivak- anda 18. september ætti að lesa þessa bók áður en hann fer að skamma bíóin. Þangað fer enginn skyldugur, en þetta er skyldunám að lesa. Hver velur svona lesefni handa börnum? Erla Sigurjónsdóttir." 0 Stofnum kattavinafélag Nanna Pétursdóttir skrifar: „Hinn 16. september birtist í Velvakanda athyglisverð grein eftir Þóru Stefánsdóttur um stöðu kattarins í þéttbýlinu. Það er ekki oft, að um slík mál er rætt i fjöl- miðlum af góðum skilningi. Sízt er ofmælt, að sú meðferð sé slæm, sem kettir verða fyrir, bæði hér í borg og á þeim stöðum, sem fólk hefur þjappað sér saman á. Kettir eru af mörgum ekki með- höndlaðir sem lifandi verur, og mjög algengt er, að kettlingar séu fengnir sem leikföng handa krökkum og sæti þá sömu meðferð og gervidýr. Til er það og, að köttum sé beinlinis sparkað út og kuldinn og hungrið látið sjá fyrir þeim. Þarf varla orðum að þvi að eyða hve slikt athæfi er glæpsamlegt og er raunar hlið- stætt því þegar börn voru borin út i heiðnum sið. Stundum dettur mér I hug, að ef líkaminn væri ekki stærri en sálin er I sumum mönnum, þyrfti engar likkistur eða umstang við fráfall þeirra, því örlitil peninga- budda mundi nægja sem hinztu umbúðir. Flækingskettir eiga ekki að vera til. En ef nauðsynlegt þykir að hafa takmarkaðan fjölda katta til þess að halda rottum í skef jum þá ber að hlynna að þeim á allan hátt og sjá svo um, að illa inn- rættum mönnum liðist ekki strafflaust að gera þeim mein. Það er ánægjulegt, að nú skuli vera vaknaður áhugi á því að stofna kattavinafélag. Á þvi er sannarlega ekki vanþörf. Og nú vil ég mælast til þess, að katta- vinir taki höndum saman og stofní Kattavinafélag Islands. Nanna Pétursdóttir." 0 Frekja að senda glæpa- myndir inn á stofugólf Og til þess að kvenfólkið kveði karlmennina ekki alveg i kútinn á þessu herrans kvenna- ári, þá er hér bréf frá karlmanni, sem að visu er ekki uppburða- meiri en svo, að hann kýs að nefnast „heimilisfaðir": „Heiðraði Velvakandi. Húrra fyrir grein um glæpa- myndir i sjónvarpinu. Þetta voru orð i tíma töluð. Ég tek I streng, eins og greinarhöfuhdur biður um. Ég vil láta banna allar glæpa- og siðleysismyndir í sjónvarpinu. Ég spyr: Hverjum er greiði gerður með þvi að fá ómengaða glæpareifara í myndum inn i stof- una sina, þar sem börn sitja ásamt foreldrunum? Þeir menn, sem standa að því að koma heimilum í uppnám út af því að ábyrgir foreldrar eru að reyna að forða börnum sínum frá óhugnaði í sjónvarpinu, ættu að víkja fyrir öðrum með skýrari dómgreind og minni frekju. Það er frekja i fyllsta máta að senda allskyns óþverra, sbr. Lénharð, inn á heimili manna. Þeir, sem vilja þjóna lund sinni með hryðju- verkamyndum og klámi, ættu að kaupa sér miða í klámmyndabíóin — þau eru á hverju horni. Látið okkur, sem heima sitjum vera í friði. Heimilisfaðir." % Skepna veldur slysi M.B. skrifar: „Fyrir nokkrum dögum var frétt í blaði um það, að lamb hefði hlaupið fyrir bíl og drepizt á veginum fyrir ofan Árbæ. Var sagt frá þvi að ökumaðurinn hefði orðið að greiða kr. 7.600 í bætur fyrir lambið, en upphæðin væri í samræmi við „skala“, sem bændur hefðu sjálfir sett. Það var tekið fram sérstaklega, að lambið hefði verið svart að lit. Alls staðar annars staðar í Evrópu hefði verið farið öfugt að. Þar hefði eigandi lambsins verið dæmdur I sekt og bætur fyrir að láta skepnuna ganga hirðulausa þarna. M.B.“ — Minntist hún nokkuð á hvert hún ætlaði? — Á skrásetningarskrifstof- una, held ég áreiðanlega. — Já, grunaði ekki gvend, sagði David og kastaði f flýti kveðju á Watts. Kannski var búið að loka skrá- setningarskrifstofunni af þvf að það var laugardagur, fór David skyndilega að hugsa um. En hon- um til léttis kom f ljós að skrif- stofan var opin enn. Hann hallaði sér óþolinmóður yfir afgreiðslu- borðið og beindi máli sfnu til manns sem sat þarna við skrif- borðið. — Gæti ég fengið að sjá lista yfir hjónavfgslur í september- mánuði? — Augnablik! Maðurinn reis hægt úr sæti og dró fram mikinn doðrant. — Ung kona sagði að við mætt- um eiga von á yður áður en langt um liði sagði hann og blaðaði f bókinni. — Þarna. þriðja Ifna ofánfrá er vfst það sem þér eruð að leita að. David þurfti ekki annað en HÖGNI HREKKVISI Blcssaður taktu það rólega! PhilipsArgenta’ SuperLux kefluperan með ovtójafnanlega birtuglugganum PHILIPS 30% meira ljós á vinnuflötinn samí orkukostnaðui r Okeypis Ijósaskoðun til 1 október á öllum gerðum Skodabifreiða. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi, Auðbrekku 44—46, Kópavogi. 4- ■< 10, 12, 16, 18, 19, 22 mm. Eiite vatnsþéttar 1 2 og 16 mm. á sérlega hagstæðu verði Klapparstig 1. Skeifan 19. novlf FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki ó öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. VERÐ ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. I L Húsið Híbýlaprýði Dúna Siglufjörður: Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Bólsturgerðin Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshólmi hf. Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjaman Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.