Morgunblaðið - 25.09.1975, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.09.1975, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 Bræðurnir standa sig vel í v-þýzka handknattleiknum Gunnar kallaður „hinn nýi Hallsteinsson” og Ólafur ýmist „Hamarinn” eða „Fallbyssan” bræðra. Sagði Þórir að þeir væru báðir í aðalhlutverkum hjá félög- um sinum, sem bæði leika i suður- deildum Þýzkalands. — Ölafur er sá leikmaður Donstorf, sem á að skjóta þeim upp í 1. deild og virð- ist ekki skipta máli hve mörg skot hann notar til þess, sagði Þórir er Morgunblaðið ræddi við hann. — öll uppstilling liðsins er miðuð við það að Ólafur fái sem mest svigrúm og honum er hjálpað á allra handa máta. Ólafur virðist vera í sérlega góðri æfingu og er þegar orðinn mun stæltari og sterkari allur en áður og skot- harka hans er meiri en nokkru sinni. — Eftir því sem ég sá til Donst- orf þá finnst mér líklegt að liðinu takist að koma sér upp í 1. deild- ina I vetur, en róðurinn verður sennilega erfiður hjá Göppingen, sagði Þórir. — Göppingen hefur af ýmsum spámönnum verið spáð falli niður í 2. deild í vetur og byggja spámennirnir þær spár sínar á því að undanfarið hefur liðið misst marga af sínum sterk- ustu leikmönnum. Gunnar sagðist þó ekki vera þessum spámönnum sammála, hann sagði að þeir myndu koma á óvart f vetur. Liðið væri ekkert afgerandi, en hefði yfir góðum línumönnum að ráða, spilið fyrir utan væri gott og liðs- andinn mjög jákvæður. Sagði Gunnar að þjálfunin hér heima væri barnaleikur miðað við það sem gerðist f Þýzkalandi og auk þess væri leikið allan ársins hring. Aðstaðan væri stórkostleg og hefði Göppingen eigin höll til afnota, sem þeir gætu notað á hvaða tíma sólarhring sem þeir vildu. Gunnar hefur leikið nokkra leiki með Göppingen í haust og staðið sig mjög vel í þeim öllum. Hefur hann verið einn markhæsti leikmaður liðsins í þeim og vænta forráðamenn Göppingen mikils af honum. Eru þeir þegar farnir að biðja Gunnar að vera lengur hjá liðinu en í eitt ár, en Gunnar gerði ekki samning við félagið til lengri tíma. Er Gunnar gjarnan kynntur sem „hinn nýi Hallsteins- son“ f kynningu á leikmönnum Göppingen og eiga Þjóðverjar Ólafur gengur af velli eftir að hafa skorað 10 mörk f æfingaleik með Donstarf. erfitt með að skilja þá miklu tækni, sem þeir Hafnfirðingarnir Gunnar og Geir búa yfir. Að sögn Þóris Jónssonar hafa þeir bræður komið sér mjög vel fyrir í Þýzkalandi. Gunnar býr í lítilli skemmtilegri íbúð og ekur um á Fiat. Ólafur hefur stórt her- bergi til umráða og hefur nýlega fest kaup á Audi og vill félag hans allt fyrir hann gera, en Ólafur gengur ýmist undir nafninu „Fallbyssan" eða „hamarinn“ hjá stuðningsmönnum Donstorf. - áij sigu fram úr hægt og bitandi og sigruðu 27—19. Eftir atvikum má þetta teljast bærileg frammistaða hjá Leiknismönnum, þar sem þeir eru lítið eða ekkert byrjaðir að æfa enn, þótt slíkt sé vitanlega ekki til þess að hrósa sér af. Staðan í hálfleik í leik Vals og Fylkis var 11:8 fyrir Val og úrslit leiksins urðu síðan 20:13 fyrir Valsmenn. Heldur virtist áhugi leikmanna vera lítill í þessum leikjum, eins og stundum vill verða þegar annað liðið er svo til öruggur sigurvegari fyrirfram. Gunnar Einarsson er annar Is- lendingurinn sem leikur ( búningi Göppingen, fyrirrennari hans var lærifaðir hans og félagi Geir Hallsteinsson. Knattspyrnumaðurinn kunni úr Hafnarfirði, Þórir Jónsson, var nýlega á ferð 1 V-Þýzkalandi, þar sem hann heimsótti meðal annars þá bræður Gunnar og Ólaf Einars- syni. Gunnar leikur eins og kunn- ugt er með Göppingen, félaginu, sem Geir Hallsteinsson lék með á slnum tíma og þykir Gunnar jafn- vel enn betri en Geir, og var Geir þó toppurinn meðal leikmanna Göppingen, þann tlma sem hann dvaidi þar. Ólafur leikur hins vegar með 2. deildar félaginu Donstorf og stendur sig sömuleið- is með miklum ágætum. Morgunblaðið ræddi nýlega við Þóri um heimsókn hans til þeirra Valur og KR unnu í FYRRAKVÖLD fóru fram tveir leikir I Reykjavíkurmótinu I handknattleik og má segja að úr- slit þeirra hafi orðið samkvæmt áætlun. Valsmenn unnu öruggan sigur yfir 2. deildar liði Fylkis og, í viðureign 2. deildar liðanna, KR og Leiknis, höfðu Vesturbæing- arnir betur. Fyrri hálfleikir þess- ara leikja voru þó nokkuð jafnir, sérstaklega í leik KR. og Leiknis þar sem staðan var 13:12 fyrir KR eftir fyrri hálfleikinn. I seinni hálfleiknum gerðist það svo að mjög dofnaði yfir leik þeirra Leiknismanna, og KR-ingarnir FH-stúlkurnar tapa EINS OG skýrt hefur verið frá eru íslandsmeistarar FH i kvennaknattspyrnu í keppnisferð á Italíu um þessar mundir. Gerðu FH-stúlkurnar jafntefli í fyrsta leik sínum, en töpuðu sfðan tveimur næstu, þeim fyrri 0-2 og hinum seinni 0-6. Var seinni leik- urinn við Italíumeistara Gamma Eusebio til Frakklands PORTÚGALSKA knattspyrnustjarn- an Eusebio hefur ákveðið að gera samning við franska knattspyrnu- félagið Red Star of Paris, og mun ganga frá samningi slnum við félagið innan tlðar. Eusebio er nú 33 ára ng hefur i áraraðir verið meðal fremstu knattspyrnumanna heims. Hann hef- ur leikið með portúgalska liðinu Benfica síðan 1960. og fór leikurinn fram í San Dona. Gamma-liðið er atvinnulið og hef- ur innan sinna vébanda stúlkur frá Danmörku og Svfþjóð. Náði ítalska liðið fljótlega undirtökum í leiknum og skoraði sitt fyrsta mark á 20. mínútu. Staðan f hálf- leik var 3—0, og í seinni hálfleik bættust við þrjú mörk. Þótt úrslit leiksins virðist óhag- stæð fyrir FH-stúlkurnar verður ekki annað sagt en að frammi- staða þeirra hafi verið eftir atvik- um góð, og a.m.k. betri en franska kvennalandsliðsins sem lék ný- lega við Gamma og tapaði 0—9. Fram AÐALFUNDUR Knattspyrnufé- lagsins Fram verður haldinn í kvöld f nýja Félagsheimílinu og hefst klukkan 20.00. Muggur fertugur Guðmundur Jónsson, FH-ingur, er 40 ára I dag. Guðmundur eða Muggur eins og hann er alltaf kallaður meðal vina er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og FH-ingur Ekkert er Mugg óviðkomandi þegar FH er annars vegar. Hann mætir trú- verðuglega á æfingar meistaraflokks, alla leiki meistaraflokks, það er sama hvað hjá FH er að gerast, þar er Muggur viðstaddur svo framarlega sem hann hefir fengið að vita en ef það hefir gleymst þá er Muggur leiður því tryggðin er svo mikil við sitt félag og vini slna I félaginu að honum finnst hann hafi á vissan hátt brugðist sé hann ekki viðstaddur Þeir eru orðnir margir vinir hans Muggs og aldrei hefur hann skapað sér annað en vini. Hann hefir átt við sína stóru erfiðleika að giima i lifinu og þurft að bera sinn kross en það finnur enginn í návist hans, þar er það vin- semdin, áhuginn og bjartsýnin sem situr í fyrirrúmi. Hinir mörgu vinir Muggs senda honum i dag beztu af- mælisóskir Lengi lifi Guðmundur Jónsson, FH- ingur Áfram FH. Til hamingju með daginn. Einar Þ. Mathiesen Blakstarfhjá HK BLAKDEILD HK er að hefja vetrar- starfsemi sína. Meðlimir handknatt- leiksdeildar og blakdeildar HK hafa þegar hafið þrek- og þolæfingar tvisvar I viku á Vallagerðisvelli f Kópavogi undir leiðsögn Júliusar Arnarsonar iþróttakennara. Blakmönnum hefur ekki ennþá tekist að ráða þjálfara handa öllum flokkum, en æfingar eiga að hefjast af fullum krafti upp úr 20. septem- ber. S.l. vetur voru æfingar fyrir 1. og 2. flokk karla og kvenna. I vetur er fyrirhugað að hafa æfingar fyrir yngri flokka og öldunga (eldri en 30 ára). Æfingar verða f fþróttahúsi Kópavogsskólans. Aðalfundur Blakdeildar HK verður haldinn í Félagsmálastofnun Kópa- vogskaupstaðar Álfhólsvegi 32, fimmtudaginn 25. sept. og hefst hann kl. 20.30. Áhugafólk um iþrótt- ir og þá einkum blak er velkomið á fundinn. Góð staða Malmö ÞEGAR fjórar umferðir eru eftir af 1. deildarkeppninni í Svíþjóð hafa meistarar síðasta árs, Malmö FF, svo gott sem tryggt sér meist- aratitilinn. Liðið hefur hlotið 36 stig, en næstu Iið sem eru öster og Djurgaarden eru með 30 stig. Gunnar gefur stuðningsmanni Göppingen eiginhandar áritun. (Ljðsm. Páll G. Pálsson). A-námskeið í grunn- skóla ISI FIMMTUDAGINN 2. október n.k. hefst á vegum IBR námskeið f grunnskóla ISt. Kennt verður tvisvar 1 viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, og verða kennslu- stundir alls 70. Að loknu nám- skeiðinu fá svo þátttakendur viðurkenningu fyrir að hafa lokið þvf, en hún opnar þeim sfðan möguieika á að taka þátt f fram- haldsnámskeiðum, þegar að þeim kemur. Þarna er um að ræða svokallað A-námskeið, en grunnskóla ÍSÍ er skipt í fjögur stig. A-stigið er und- irstöðunám allra íþróttagreina. B- stigið er upphafsnám sérsam- banda innan ÍSl í séríþróttum. Þátttakendur í B-námskeiðum verða að hafa lokið A-námsstigi. Síðan taka við C og D-námsstig, þar sem um er að ræða framhalds- menntun í ákveðnum íþrótta- greinum. Sem fyrr greinir eru 70 kennslustundir í A-námskeiðinu, og eru þar tekin fyrir mismun- andi viðfangsefni. Má nefna sem dæmi að 4 tfmum er varið til kennslu í félagsmálafræðslu, 10 kennslustundum er varið til þjálf- fræði, 10 til líffæra- og lífeðlis- fræði, 3 til kennslufræði, og 1 7 kennslustundum er fjallað um íþróttir og meiðsli. A-námskeiðið fer að þessu sinni fram í Menntaskólanum í Reykja- vík, en skrifstofa IBR tekur við innritun, og er þeim sem ætla að fara á námskeiðið ráðlagt að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst, þar sem búast má við mjög mikilli aðsókn. QPR á toppinn QUEENS Park Rangers hefur nú skipað sér við hlið Manchester United og West Ham United á toppnum í ensku 1. deildar keppninni í knattspyrnu, en þessi þrjú lið hafa hlotið 13 stig f keppninni. í fyrrakvöld lék Queens Park Rangers við Leicester og sigraði 1—0. Það var Mick Leach sem markíð skoraði á 57. mfnútu leiksins. Þá gerðist það einnig f fyrra- kvöld að botnliðið Sheffield United, vann sinn fyrsta sigur í 1. deildar keppninni f vetur með því að sigra Burnley 2—1. Urslit einstaka leikja sem leiknir voru f fyrrakvöld urðu sem hér segir: 1. DEILD. Birmingham—Newcastle 3-2 Coventry—Middlesbrough 0-1 Ipswich — Norwich 2-0 Queens Park — Leicester 1-0 Sheffieid Utd. — Burnley 1-0 Wolves — Áston Villa 0-0 2. DEILD: Briston Rovers — Bolton 2-2 HuII — Notts County 0-2 Orient — York 1-0 Portsmouth — Chelsea 1-1 Sunderland — Carlisle 3-2 3. DEILD: Bury — Mansfield 2-1 Crystal Palace — Brighton 0-1 Gillingham—Rotherham 0-0 Grimsby — Halifax 2-2 4. DEILD: Cambridge — Watford 4-1 Northampton — Workington 2-1 Swansea — Newport 2-2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.