Morgunblaðið - 25.09.1975, Síða 35
35
Enska
knattspyrnan
NOKKRIR leikir fóru fram í
ensku knattspyrnunni í gær-
kvöldi. 1 1. deild urðu úrslit þau,
að Derby vann Manchester Uni-
ted 2—1. Manchester City vann
Stoke 1—0. I 2. deild urðu úrslit
þau, að Blackpool vann Black-
burn Rovers 2—0, Luton og
Plymouth gerðu jafntefli 1—1.
— Hafnaði
Framhald af bls. 36
ekki imyndað mér þann dómstól,
sem ekki mundi sýkna í slíku
máli.
Þetta er sú ályktun, sem ég
dreg af því sem hér hefur farið
fram um þetta mál.“
— En hvað finnst þér um að
mál sem þetta sé tekið fyrir á
ársfundi Norræna rithöfunda-
ráðsins?
„I lögum ráðsins er kveðið svo á
að starfssvið þess eigi annars veg-
ar að vera áð gæta faglegra hags-
muna rithöfunda og hinsvegar að
vaka yfir því að rithöfundar njóti
tjáningarfrelsis. Ég lít á það sem
ögrun við tjáningarfrelsi að gera
svona lagað að dómsmáli. Það hef-
ur það í för með sér, að fólk
veigrar sér við að setja fram skoð-
anir sínar og hugsanir í heyranda
hljóði. Mér finnst því eðlilegt, að
málið skuli hafa verið tekið fyrir í
Norræna rithöfundaráðinu,“
sagði Per Olof Sundmann að lok-
um.
Norski rithöfundurinn Björn
Nielsen formaður norska rithöf-
undasambandsins sagði:
„Fundinum barst greinargerð
frá Vörðu landi um málavexti, en
vegna anna hefur ekki verið hægt
að gera málinu fullnægjandi skil
á þessum fundi. Sameiginleg á-
lyktun um málið kemur því ekki
frá þessum fundi, en fulltrúar
aðildarfélaganna fara með þetta
heim með sér og afgreiða það
síðan eins og ákveðið verður á
hverjum stað. Hins vegar kom
greinilega fram f umræðum hér,
að skoðanir manna voru mjög
skiptar.“
Björn Nielsen var þá spurður,
hvort ekki væri óvenjulegt, að
pólitísk mál væru tekin til með-
ferðar á fundum Norræna rithöf-
undaráðsins. Hann svaraði spurn-
ingunni óbeint, en sagði flest mál
hafa pólitískar hliðar, en það væri
hvorki óvenjulegt né erfitt að
ræða slík mál, þótt að sjálfsögðu
yrði jafnan ágreiningur um þau
eins og önnur.
Þá var hann inntur eftir því,
hvort fundurinn hefði fjallað um
önnur meiðyrðamál. Hann sagði,
að aðalmál fundarins hefðu verið
höfundarréttarmál og endurskoð-
un löggjafar þar að lútandi á
Norðurlöndunum. Væri tjáning-
arfrelsi einn liður höfundarréttar
„ og þegar um er að ræða tjáning-
arfrelsi þá er fullkomlega eðlilegt
að samtök rithöfunda láti þau mál
til sín taka og hafi áhuga á þeim.
Það kom sterklega fram hér, að
flestum fannst rangt að nota dóm-
stóla til að hefta tjáningarfrelsi
og nota þetta sem vopn í pólitískri
baráttu.“
Björn Nielsen kvað greinargerð
;Varins lands hafa verið eina af
forsendum þeirra umræðna, sem
fram fóru um málið, og hefði ver-
ið almenn ánægja með að heyra
um málið frá fleiri en einni hlið.
Þá var spurt, hver hefðu verið
tildrög þess að Sigurður A.
Magnússon fjallaði um þett> mál
á fundinum:
„Því er þannig háttað í ráðinu,
að hvert aðildarfélag ákveður
sjálft hvaða mál fulltrúi þess flyt-
ur á fundinum. Þegar dagskrá
fundarins hér í Sundvollen var
skipulögð, lá fyrir, að fulltrúi Is-
lands mundi ræða þetta mál.“
— En nú hefur .Sigurður A.
Magnússon sagt hér á íslandi, að
honum hafi borizt ósk frá ráðinu,
að hann fjallaði um þetta mál á
fundinum. Er sú staðhæfing ekki
rétt?
„Það er rétt að svo miklu leyti
sem okkur hér í Noregi varðar, en
ég get ekki svarað fyrir samtök
hinna landanna,“ sagði Björn
Nielsen.
Á fundi, sem haldinn var með
fréttamönnum að loknum árs-
fundinum I Noregi kom m.a.
fram, að Björn Nielsen, formaður
norsku rithöfundasamtakanna,
hyggst kalla stjórn þeirra saman
við fyrsta tækifæri til að leggja
drög að mótmælaorðsendingu,
samkvæmt fregnum frá NTB.
Á fundinum bar Nielsen saman
skrifin vegna Varins lands og
deilur, sem áttu sér stað fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna um
inngöngu Noregs í Efnahags-
bandalagið. Sagði hann, að ef allir
stuðningsmenn inngöngunnar
hefðu stefnt fyrir skeyti, sem þá
var að þeim beint, þá væru þau
mál enn á döfinni.
Greinargerð Varins lands, sem
lögð var fram á fundi ráðsins, var
dreift meðal fréttamanna, en Sig-
urður A. Magnússon kvaðst ekki
vilja tjá sig um málið, þar sem
hann væri einn þeirra, sem stefnt
hefði verið. Þar sem málið er
Norðmönnum ókunnugt gerði
hann fréttamönnum hins vegar
grein fyrir málsatvikum og rakti
þau ummæli, sem „hinum 10 rit-
höfundum og blaðamönnum
hefur verið stefnt fyrir,“ að því er
segir í fréttaskeyti NTB.
— Brandt
Framhald af bls. 20
Leonid Brezhnev flokksleiðtogi
harmað njósnamálið í viðtali við
sig. „Við ræddum málið án þess
að nefna sakborninginn á nafn og
hann kvaðst harma það,“ sagði
hann.
— Hearst
Framhald af bls. 1
verið felldar niður. Það er sagt
gert til að einfalda málið en
sakargiftirnar eru nálægt 20.
Dómarinn í máli Patty Hearst,
Oliver Carter, hefur ákveðið að
yfirheyrslur fari fram á þriðju-
dag til að ákveða hvernig haga
skuli geðrannsókn hennar. Þegar
geðrannsókn lýkur er talið að
ákveðið verði hvort ungfrú
Hearst verður látin laus gegn
500.000 dollara tryggingu, sem
foreldrar hennar eru fúsir að
greiða.
Aðspurður sagði sækjandinn í
málinu, James Browning, að hann
teldi liklegt, að ungfrú Hearst
yrði lögð í geðsjúkrahús ef hún
yrði ekki talin sakhæf.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
skelfing greip um sig þegar her-
menn komu á vettvang og tóku að
skjóta af byssum og mikið öng-
þveiti varð um langa hríð í
grennd við torgið. Samkvæmt síð-
ustu fréttum urðu ekki slys á
fólki.
Mario Soares, leiðtogi Sósíalista
sagði í París í dag, að loknum
fundi með Giscard d’Estaing,
Frakklandsforseta, að hann væri
bjartsýnni nú en um Ianga hrið
betri dagar væru i vændum
Portúgal til handa. Hann sagði að
Portúgalar þyrftu mjög átakan-
lega á erlendri aðstoð að halda og
kvaðst hann trúaður á að lönd
Efnahagsbandalagsins myndu
hlaupa undir bagga. Einnig von-
aðist hann eftir stuðningi EFTA
landanna og þegin yrði aðstoð Ar-
aba og „Sósialískra” ríkja eins og
Soares orðaði það.
— Margir teknir
Framhald af bls. 36
gegnum græna hliðið og ætlað
sér að sleppa á ódýran máta i
gegn. Þetta fólk hefði sloppið
betur, ef það hefði farið i gegn-
um rauða hliðið og sýnt sinn
varning, því þar hefði það
aldrei þurft að greiða nema
tollinn. Og ef eitthvað fyndist
hjá þeim, sem færu í gegnum
græna hliðið, væri allur far-
angur þeirra skoðaður gaum-
gæfilega.
„Ég ráðlegg öllum, sem eru í
einhverjum vafa um hvort þeir
eigi að fara í gegnum græna
eða rauða hliðið, að fara frekar
í gegnum það rauða,“ sagði
Friðrik að lokum.
Rithöfundar
Framhald af bls. 3.
KRISTINN
REYR
„Eining innan rithöfunda-
samtakanna er fyrir hendi.
Varð það með stofnun Rithöf-
undasambands tslands 12. maí
á þjóðhátiðarárinu 1974.
Þar með er ekki sagt, að hver
og einn félagsmaður hafi verið
heilaþveginn um aldur og ævi
til einnar og sömu skoðunar á
hverju máli — innan sem utan
sambandsins.
Mig rámar í, að áminnst „Var-
ið land“ i spurningunni, hafi
upphaflega farið á flot sem ætt-
jarðarást — eða eitthvað háleitt
og heilagt, sem ekki mætti hafa
i flimtingum.
Sé hið sama Varið land orðið
„stórpólitískt” í dag — og þar
af leiðandi hvorki háleitt né
heilagt lengur, er aðra um að
saka en Rithöfundasamband ts-
lands.
Félag er fjölskylda. Og dautt
má það vera, komi aldrei upp
vandamál við að glíma.
Sé eitt slikt á döfinni i Rithöf-
undasambandinu nú — einsog
spurningin virðist stíluð uppá,
þá ætla ég, að að við höfundar
séum menn til að ráða fram úr
því og leiða til lykta innan okk-
ar vébanda.
Við erum að hefja vetrar-
starfið, búin að halda einn
stjórnarfund — þetta réttinda-
snauðasta og lægst launaða
fólk, mitt í öllu velferðarbrúk-
inu á íslandi.
Meðan önnur stéttarfélög ná
samningum og kaup og kjör eft-
ir skamma hríð á misserisfresti
— þurfa rithöfundar að standa
í linnulausu þrefi og þjarki ár-
um saman, svosem við ríkisút-
gáfu námsbóka, leikhús og
bókaútgefendur um samnings-
uppkastið eitt.
Til stuðnings okkur rithöf-
undum í þeirri nauðþurftarbar-
áttu, viljum við gjarnan eiga
Morgunblaðið og aðra velvilj-
aða fjölmiðla að.“
JENNA
JENSDÓTTIR
„Það stuðlar hvorki að ein-
ingu né er i anda þeirrar sam-
einingar, sem flestir rithöfund-
ar vildu trúa á. Hér er um svo
pólitískt mál að ræða, að ég tel
það aldrei hafa átt erindi inn í
rithöfundasambandið. I lögum
sambandsins er kveðið svo á, að
það hafi ekki afskipti af
pólitískum málum. Þessi
ákvæði eru samt enn strangari i
lögum hinna rithöfundasam-
bandanna á Norðurlöndum.
Við, sem sátum umræddan
stjórnarfund Rithöfundasam-
bandsins, hljótum að harma
þau vinnubrögð, að okkur var
sagt frá þessu máli f lok fund-
arins — fullbúnu frá hendi for-
manns — eins og hverri ann-
arri lftilli frétt. Ég hefði ekki
trúað þvi að óreyndu, að sú
einlæga viðvörun, sem for-
maður fékk á þessum fundi, frá
Ingimar Erlendi og öðrum
stjórnarmönnum, verði til
einskis. Reglan hefur fram til
þessa verið sú, að skýrslan, sem
flutt er á fundi norræna rithöf-
undaráðsins frá hverju landi,
er unnin í sameiningu af öllum
stjórnarmönnum hvers rithöf-
undasambands og þeim á
einnig að vera kunnugt um ef
formaður þeirra æskir þess að
flytja sérstakt mál frá landi
sínu. Þvi miður braut formaður
Rithöfundasambands tslands
þessa reglu."
JÓN
BJÖRNSSON
Nei. — Slík afskipti af stór-
pólitískum málum á vegum rit-
höfundasambands fslands, sem
formaðurinn hefur flækt sig i í
sambandi við Varið land, bæði í
fyrra skiptið, þegar tekin var
afstaða til máls Einars Braga og
val svokallaðra 12 manna
nefndar f sambandi við það,
sem að sjálfsögðu gat engan
veginn verið á vegum rithöf-
undasamtakanna, og ekki síður
nú, þegar til mála hefur komið
að formaðurinn, Sigurður A.
Magnússon, sem sjálfur er aðili
að málaferlunum, flytti erindi
um þau á ársþingi Norræna rit-
höfundaráðsins, tel ég vera
gróft brot á þvf samkomulagi
sem gert var á sínum tima og
var forsenda fyrir stofnun hins
nýja rithöfundasambands, og
er því til þess eins fallið að
stofna samtökunum í hættu.
„Beiðni“ Norræna rithöf-
undaráðsins um að fjalla um
þessi mál á þingi þess tel ég
móðgandi i garð tslendinga og
óviðurkvæmileg afskipti af fs-
lenzkum innanlandsmálum,
enda ótrúlegt að slík „beiðni"
sé framkomin undirbúnings-
Iaust. Hér á landi hefur ekkert
það gerzt sem heimili sérstakar
aðgerðir, hér hefur engum ver-
ið neinað að láta uppi skoðanir
sinar, hvort heldur er i blöðum
eða öðrum fjölmiðlum, enda
þött menn verði að vera við-
búnir að bera ábyrgð á gifur-
yrðum sínum samkvæmt lands-
lögum, en það verða menn
einnig að gera á hinum Norður-
löndunum, eins og nýleg dæmi
sanna, t.d. málið viðvíkjandi
Otto Haugelin stórþingsmanni,
þar sem ritstjóri einn var
dæmdur í sektir samkvæmt
norskri meiðyrðalöggjöf. Þetta
ætti a.m.k. Norræna rit-
höfundaráðinu að vera kunn-
ugt um.
Að endingu skora ég á með-
limi rithöfundasamtakanna að
standa allir sem einn gegn því
að samningsbrot, eins og þau,
sem því miður hafa átt sér stað,
verði ekki endurtekin; undir
því er framtið samtakanna
komin.“
GUÐMUNDUR
DANÍELSSON
„Ég liki þessu við að varpað
væri sprengju á rithöfundasam-
bandið til að tæta það í sundur.
Ég var á sínum tima I öðru
rithöfundafélaganna, en þótti
það of pólitískt, sagði mig úr
þvi, og var utan slíkra samtaka
i tvö eða þrjú ár. Þegar tillaga
kom fram um það að sameina
alla rithöfunda i einu fagfélagi,
sem hvorki tæki afstöðu til trú-
mála, stjórnmála né lista-
stefna, heldur ýrði eingöngu
hagsmunafélag, þá ákvað ég og
lét verða af þvi að gerast stofn-
félagi í Rithöfundasambandi ís-
lands í fyrra. Mér finns sáttmál-
inn, sem þá var gerður, hafa
verið þverbrotinn með ræðu-
efni formanns Rithöfundafé-
lags tslands á fundi Norræna
rithöfundaráðsins. Sigurður A.
Magnússon hefði getað sagt
norrænum rithöfundum margt
fróðlegra af starfi fslenzkra rit-
höfunda en þetta, sem kemur
rithöfundasambandinu ekki
við.
Raunar er ég einn þeirra tólf
manna, sem skipa Rithöfunda-
ráð íslands, sem er sú stofnun
innan Rithöfundasambands ts-
lands, er á að gæta menningar-
legra og siðferðilegra hags-
muna rithöfunda. Rithöfunda-
ráð er því sú stofnun, sem ætti
að fjalla um mál af þessu tagi,
en mér vitanlega hefur það
ekki verið kallað saman af
þessu tilefni.”
GUÐMUNDUR G.
HAGALÍN
„Ég tel þetta algjörlega frá-
leitt og ná engri átt. Þetta
stríðir algjörlega á móti anda
laga rithöfundasambandsins.
Þetta hlýtur að draga dilk á
eftir sér og gæti haft þær
afleiðingar að spilla allri sam-
heldni samtakanna um hags-
munamál rithöfunda."
GUÐMUNDUR
FRÍMANN
„Nei. Brölt Sigurðar A.
Magnússonar innan samtak-
anna með einkamál sín og trú-
bræðra sinna, þ.á.m. Einars
Braga, hefur lengi hneykslað
mig og ég mótmæli þessum
vinnubrögðum, sem eru til þess
eins fallin að kljúfa samtökin
eftirendilöngu og eru hreint til-
ræði við hagsmuni rithöfunda i
landinu. Ég skil ekki svona
stjórn á hagsmunafélagi, sem í
eðli sínu er, eða á að minnsta
kosti að standa fyrir utan
stjórnmálaafskipti. Að öðrum
kosti er félagið bráðfeigt."
Hin frábæru CONSTRI raðleikföng eru nú orðin
landsþekkt, enda viðurkennd þroskaleikföng eftir-
sótt á barnaheimili.
HELZTU ÚTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík: Patreksfirði:
LEIKFANGAHÚSIÐ, APÓTEKIÐ
Skólavörðustíg 10 Vestmannaeyjar: Gunnar Ólafsson
HOÐI, Selfoss:
Hverfisgötu 98 VERZLUN H. B.
Akureyri: Grundarfjörður:
AMARO Verzlunarfél. GRUND
Klemenz Guðmundsson, Sundaborg.
Ennfremur hinar vinsælu „PARTY-BOMBUR“ sem
fylltar eru með blöðrum o. fl o. fl.
Miklð úrval af D. V. P. brúðum og tístudýrum.
ESKIFELL HF.
SÍMI 24 8 96