Morgunblaðið - 18.10.1975, Page 1

Morgunblaðið - 18.10.1975, Page 1
24 SÍÐUR OG LESBÓK 238. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. EBE hjálpar siávarútvegi Strassborg, 17. október. Reuter. LANDBÚNAÐRFULLTRtJI Efnahagsbandalagsins, Pierre Lardinois, hefur heitið þvf að leggja fyrir þing bandalagsins áætlun um stuðning við sjávarút- veg í aðildarlöndunum. Þessi áætlun mun feia í sér svar við 5 FÁ NÓBEL Stokkhólmi, 17. október. AP — Reuter. ENSKUR prófessor fæddur í Ástralíu og svissneskur prófessor fæddur í Júgóslavíu fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði f dag fyrir brautryðjendastörf í nýrri grein efnafræðinnar, og bandarfskur vfsindamaður og tveir danskir vísindamenn fengu Nóbelsverðlaunin f eðlisfræði fyrir rannsóknir á kjarna frum- eindanna. Dr. John Cornforth, sem er fæddur í Ástraliu en starfar nú i Englandi, og prófessor Vladimir Prelog, sem er fæddur í Júgó- slavíu en starfar nú í Zúrich, fengu Nóbelsverðlaunin i efna- fræði. Cornforth fékk verðlaunin fyrir „rannsóknir sínar á rúmmyndum af efnahvötum og tengslum þeirra við efnahvörf," eins og segir í rökstuðningi sænsku vís- indaakademíunnar fyrir veiting- unni. Prelog fékk verðlaunin fyrir „rannsóknir sínar á rúmmyndum lífrænna sameinda og breytingum á þeim.“ Nóbelsverðlaunin i eðlisfræði voru veitt Dönunum prófessor Aage Bohr og Ben Mottelson og Bandaríkjamanninum James Rainwater. Þeir fá verðlaunin fyrir „uppgötvanir i sambandi við breytingar á lögun kjarnans sem heildar og hreyfingar einstakra öreinda i kjarnanum." stækkun íslenzku fiskveiðilögsög- unnar í 200 mílur. Landbúnaðarfulltrúinn sagði frá þessu í umræðum Evrópu- þingsins i svari við fyrirspurn frá þingmönnum brezka íhalds- flökksins, James Scott-Hopkins og John Corrie. Lardinois sagði, að mesti erfið- leikatími sjávarútvegsins væri um garð genginn en þó væri enn við alvarlega erfiðleika að stríða. Fulltrúi skozkra þjóðernis- sinna, Winifred Ewing, sagði að þriðjungur skozka togaraflotans væri aðgerðarlaus og fór fram á strangt eftirlit með veiðum verk- smiðjuskipa sem hún taldi ógna fiskstofnum á Norðursjó. John Prescott, þingmaður Verkamannaflokksins, hvatti tií endurskipulagningar sjávarút- vegsins. Hann sagði að henni væri aðeins hægt að koma til leiðar með fækkun fiskiskipa. Simamynd AP BLÓM TIL SAKHAROVS — þegar Sakharov-réttarhöldin hófust í gærmorgun f Kristjánsborgarhöll barst þessi blómvöndur frá starfsfólki danska þingsins sem sendi hann sem kveðju til Sakharovs. „Glæpirnir hafa aðeins tekið á sig nýja mynd” Hörkulegur vitnisburður við Sakharov-réttarhöldin Frá Birni Jóhannssyni frétta- stjóra og Ingva Hrafni Jónssyni blaðamanni. Kaupmannahöfn, 17. október. □ Sjá ennfremur á blaðsíðu 13 -□ D ....... ..................□ „Við erum ekki kornin saman hér til að dæma Sovétríkin og stjórnmálakerfi þeirra heldur til að afla staðreynda um stöðu mannréttinda innan kerfisins og við skulum halda okkur við þá stefnu,“ sagði Ernö Eszterhas for- seti skipulagsnefndar Alþjóðlegu Sakharovréttarhaldanna i setn- ingarræðu sinni, er réttarhöldin hófust fyrir troðfullu húsi frétta- manna og áheyrnarfulltrúa f salarkynnum danska þjóðþings- ins f morgun kl. 9 árdegis. Eszter- has sagði, að Sakharov gæti ekki verið viðstaddur réttarhöldin, en f huga sínum væri hann f Kaup- mannahöfn og yfirlýsing frá honum yrði lesin innan skamms. Rétt í þvf kom einn af starfs- mönnum undirbúningsnefnd- arinnar með stóran blómvönd frá Sakharov til vitnanna og kiöpp- uðu viðstaddir ákaflega. Eszter- has lagði áherzlu á að vegna tfma- skorts yrðu réttarhöldin að ganga hratt og örugglega fyrir sig og hvatti vitni og spyrjendur til að stytta mál sitt eftir mætti. Fól hann stjórnina f hendur Ib Thyre- god hæstaréttarlögmanni frá Danmörku. Thyregod byrjaði á þvf að biðja spyrjendur að kynna sig en þeir eru Simon Wiesenthal frá Austurríki, Eugene Ionesco frá Frakklandi, Haakon Lie frá Noregi, dr. Cornelia Gersten- 011 fjölskylda pólitísks fanga í raun dæmd um leið og hann Frá Birni Jóhannssyni frétta- stjóra og Ingva Hrafni Jónssyni blaðamanni. Kaupmannahöfn, 17. október. AÐBÚNAÐUR pólitfskra fanga f Sovétríkjunum hefur versnað mjög síðustu árin, sagði frú María Sinjavski í vitnisburði sfnum við Sakharov- réttarhöldin sem hér fara fram í salarkynnum danska þjóð- þingsins. Marfa Sinjavski er kennari og rithöfundur og býr nú í Parfs ásamt manni sfnum, rithöfundinum fræga Andrei Sinjavski sem ofsóttur hefur verið af sovézkum yfirvöldum um langt árabil. Maria Sinjavski fjallaði i vitnisburði sínum aðallega um aðstæður fjölskyldna pólitískra María Sinjavsky fékk ekki að elda hafragraut handa syni „glæpamanns’ fanga í Rússlandi. Lýsti hún fyrst og fremst eigin reynslu sinni. Sovézka öryggislögreglan ofsótti hana og mann hennar og eftir að Andrei var fangelsaður var beitt margvíslegum sál- rænum þvingunum i þvi skyni að fá Maríu til að fordæma mann sinn opinberlega. Andrei Sinjavski var á hinn bóginn sagt, að kona hans yrði fangelsuð og 8 mánaða sonur þeirra sendur á upptökuheimili ef hann ekki léti að vilja stjórn- arinnar og tæki aftur gagnrýni sina. Maria sagði, að í Sovétrikjun- um væri öll fjölskylda hins póli- tíska fanga i raun dæmd um leið og hann, kona hans, börn, foreldrar og systkini, þótt þau væru hinum megin gaddavírs- ins. Hún lýsti þvi hvernig hún missti atvinnu sína sem kenn- ari eftir réttarhöldin yfir manni hennar og hvernig hætt var við að gefa út bækur hennar, þótt um það hefði verið samið. Sinjavskihjónin bjuggu í f jöl- býlishúsi þar sem var sameigin- legt eldhús. Konan sem annað- ist eldamennskuna þar lýsti þvi yfir, að Maria fengi ekki að- gang að pottum eldhússins til að elda hafragraut handa syni glæpamanns. Þetta er dæmi um hvernig minnstu hlutir eru notaðir til að beygja fjölskyldur pólitískra fanga. Að ekki sé talað um að þeir hafa enga möguleika til að vinna fyrir lifsviðurværi sínu eftir atvinnusviptinguna og verða að lifa á ættingjum sínum og vinum. María Sinjavski sagði, að hinn stóri þögli hópur kvenna og barna pólitískra fanga í Sovétríkjunum liði Framhald á bls. 10 maier frá V-Þýzkalandi, próf. dr. A. Shtromas frá Englandi, sér- fræðingur í sovézkum lögum, prófessor Michael Bourdeaux, Englandi, prófessor Erling Bjoel frá Danmörku, frú Zinaids Schakovsky frá Frakklandi, dr. Frantisek Janouch frá Svíþjóð, próf. S. Stypulkowski frá Eng- landi, próf. S. Swianiewicz frá Englandi, Victor Sparre frá Nor- egi og séra Michael Wurmbrand frá Bandarfkjunum. Að þvf loknu tók fyrsta vitnið til máls, Victor Balashov, sem fjallaði um dag- legt lff fanga í Sovétríkjunum. Balashov, sem nú býr í Banda- ríkjunum, var um 10 ára skeið i fangabúðum i Sovétríkjunum þótt hann sé aðeins 33 ára gamall. Hann er fæddur i Moskvu, sonur verkfræðings og herforingja i Rauða hernum. Hann innritaðist árið 1953 i Suvorov-herforingjaskólann með það í huga að þjóna landi sinu eins og faðir hans hafði gert, en hann féll í orustunni um Vínar- borg 1945. Þegar Balashov hins vegar varð vitni að því þegar upp- reisnin i Ungverjalandi var brot- in niður með hjálp sovétmanna varð hann fráhverfur herþjón- ustu og yfirgaf skólann áður en hann átti að taka lokapróf. Hann fékk starf sem ljósmyndari og túlkur í varnamálaráðuneytinu í Moskvu og nam einnig við Moskvuháskóla. 1961 stofnaði hann „Samtök um menntafrelsi“ ásamt öðrum stúdentum úr her- foringjaskólanum, og sömdu þeir yfirlýsingu sem send ,var út til menntamanna og herforingja, þar sem þeir kröfðust þess að heimspekilegum skoðunum, sköpunarhugsjónúm og menningu'yrði sleppt úr viðjum Framhald á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.