Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 Agúst Petersen sýnir í Norræna húsinu ÁGÚST Petersen listmálari opnar f dag málverkasýningu f kjallara Norræna hússins. Á sýningunni eru 87 myndir, sem Ágúst sagði að spönnuðu f raun 10 ára tímabil, en langfiestar myndanna væru þú málaðar á þessu ári og hinu sfðasta. Hér er um að ræða olíumynd- ir og vatnslita- og pastelmyndir, en oiíumyndirnar eru þó iang fyrirferðarmestar á sýning- unni. Vatnslita- og pastelmynd- irnar er aðallega að finna í ganginum áður en kemur inn í salinn. I samtali við Morgunblaðið i gær sagðist Ágúst hafa unnið vel siðustu misseri og verið af- kastamikill. ,,Menn skulu ekki eiga von á neinni formbyltingu hjá mér,“ sagði hann, „heldur er þetta hæg og sigandi þróun." Sýning Ágústs i Norræna húsinu verður opnuð í dag frá kl. 3—5 fyrir boðsgesti en síðan öllum opin til kl. 10 þann dag. Upp frá því verður hún opin alla daga frá kl. 2—10 fraríi til 28. október næstkomandi. Allar, myndirnar eru til sölu fyrir utan fimm sem eru i einkaeign. Einar hefur tekið þátt í fjöl- mörgum alþjóðlegum sýningum auk samsýninga hér innanlands og hlotið verðlaun bæði fyrir málverk og grafík erlendis. Hann starfar nú sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á síðastliðnu ári sá hann um sögUsýninguna Island — Is- lendingar á Kjarvalsstöðum. Sýning sú, sem nú verður opnuð I sýningarsal Byggingar- þjónustu Arkitektafélags ís- lands er fjórða einkasýning hans í Reykjavik. Á sýningunni eru 45 olíumálverk flest ný eða nýleg. Málverkin eru öll til sölu. Málverk Drífu Viðar í Bogasalnum MYNDLISTARSYNING með 36 málverkum eftir Drifu Viðar verður opnuð í Boga- sal Þjóðminjasafnsins i dag kl. 3, en það eru ættingjar og vinir Drífu heitinnar sem standa að sýningunni. Þorvald- ur Skúlason listmálari valdi myndirnar, sem hafa ekki áður verið sýndar opinberlega, en eru frá ýmsum tímabilum á ferli listakonunnar. Meðal annars er á sýningunni mynda- flokkur sem Drífa málaði í París á þeim árum sem hún nam þar, en hún var þar m.a. samtíma Ninu Tryggvadóttur. Elztu myndirnar á sýningunni eru málaðar 1946, en skömmu fyrir andlát Drifu 1971 hélt Sýningin varir frá 18.—30. okt. og er opin daglega frá kl. 14.00 — 22.00. Tvær af myndum Ragnars Páls. Gestafjöldi hjá Ragnari Páli Sýningarlok á sunnudag SÝNING Ragnars Páls list- málara að Kjarvalsstöðum hefur verið mjög vel sótt þá viku sem hún hefur verið opin og í gær höfðu 2500 manns séð sýninguna, en eins og kunnugt er seldust allar þær myndir sem voru til sölu á fyrsta klukkutíma sýningarinnar, alls 33 af 75 sem á sýningunni eru. Sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld. I stuttu spjalli við Mbl. sagði Ragnar Páll að hann hefði málað mjög mikið að undan- förnu og ferðast víða til að afla fyrirmynda. Aðallega hefur hann verið á Vestfjörðum og Snæfellsnesi i sumar, „en aðrir staðir hafa einnig komið inn í myndina,“ sagði hann. „Það hefur glatt mig mjög að mikill fjöldi fólks hefur séð sýningu mína og þar sem svo margir hafa látið i ljós ánægju sína, get ég vel við unað. Það er líka skemmtilegt að sýna i sal eins og í Kjarvalsstöðum og ein- hvernveginn finnst mér það eðlilegra að islenzkir málarar eigi þess kost að vera þar innan dyra, en utan með verk sin ef þeir hafa hug á og húsnæðið er til staðar. Ég fékk fljótlega reisupassann út úr listamanna- samfélaginu á mínum lista- mannsferli. Það var árið 1961 að ég vildi fá að sýna 3 myndir á haustsýningu Félags is- lenzkra myndlistarmanna þá nýkominn frá námi erlendis,en í bréfi fyrir opnun sýningar- innar fékk ég tilkynningu um að ég gæti hirt myndirnar úr Listamannaskálanum fyrir opn- un. Þarna fannst mér ég sjá strax í gegn um félagsandann og hópinn sem réð ríkjum og hef þrátt fyrir það ekkert upp á hann að klaga, enda er ég ekki að þessu til að vera að eltast við einn eða annan á neikvæðan hátt.“ Áð Iokinni uppsetningu á verkum Jóns Engilbcrts í Lista- safni Islands: Frá vinstri í fremri röð eru: Birgitta Engil- berts dóttir Engilberts, dr. Selma Jónsdóttir, frú Tove Engllberts eiginkona Engil- berts og Karla Kristjánsdóttir hjá Listasafni íslands og fyrir aftan eru Jóhannes Jóhannes- son og Olafur Kvaran sem báðir eru f stjórn safnsins. Ljósmynd Mbl. — á.j. LISTASAFN Íslands opnar í dag yfirlitssýningu á verkum Jóns Engilberts listmálara í sölum safnsins og eru þar sýnd 162 verk, það elzta frá 18. aldursári listamannsins. Yfir- litssýningin verður opin í einn mánuð daglega frá kl. 13,30 til 22, en sýningin verður opnuð kl. 5 í dag. Að sögn dr. Selmu Jóns- dóttur, forstöðumanns Lista- safns ríkisins, hafa listaverkin verið fengin að Iáni hjá frú Tove Engilberts, Reykjavikur- borg, Listasafni ASl og hjá ýmsum einkaaðilum. í’rú Tove gaf Listasafni Islands stóra mynd eftir Engilberts í tilefni sýningarinnar. Heitir sú mynd „Úr vínnustofu málarans“ og er 178x250 sm á stærð. I vandaðri sýningarskrá, sem m.a. hefur að geyma svart- hvítar myndir af verkum Engil- berts og einnig litmyndir, ritar dr. Selma grein um listamann- inn þar sem hún segir m.a. „Þegar skoðuð er yfirlitssýning þessi á verkum Jóns Engilberts er sem maðurinn sjálfur birtist I verkunum, þróttmikill tilfinn- ingaríkur heimsmaður, fullur lífsþorsta, en einnig kemur þar fram viðkvæm rómantisk sál. Hér í Listasafni íslands kemur Islendingum nú fyrst fyrir sjónir heildarmynd af þessum stórbrotna málara.“ Jón Engilberts er fæddur í Reykjavík 23. maí 1908. Hann var nemandi I einkaskóla Guð- mundar Thorsteinssonar i Reykjavík 1921—22 og víð Sam- vinnuskólann 1925—26. Stund- aði teikninám við Teknisk Skole í Kaupmannahöfn á ár- inu 1927 og við Listaháskólann Þessa mynd tókum við í Bogasalnum f fyrradag þegar börn Drífu Viðar voru að vinna við uppsetningu sýningarinnar ásamt Þor- valdi Skúlasyni. Frá vinstri eru hver með sína myndina Einar Thoroddsen, þá Jón, Theódóra og Guðmundur. Ljósmynd Mbl. á.j. hún málverkasýningu í Boga- verður opin daglega frá kl. salnum. Drífa var fædd 1920. 3—10 til sunnudagskvöldsins Sýnfngin í Bogasalnum 26. okt. Einar Hákonarson við nokkur verka sinna. H Einar Hákonarson sýnir við Grensásveginn EINAR Hákonarson listmálari opnar i dag málverkasýningu að Grensásvegi II, 2. hæð, i sýningarsal Byggingarþjónustu Arkitektafélags Islands. Einar Hákonarson er fæddur i Reykjavík. Hann stundaði list- nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1960 — 64 og Valands listaháskólann í Gauta- borg 1964—67. í Kaupmannahöfn 1928—31, og voru aðalkennarar háns Ejnar Nielsen og Aksel Jörgensen. Á árunum 1931—33 stundaði hann nám við Listaháskólann I Ósló og var aðalkennari hans þar Axel Revold. Jón Engilberts var búsettur i Reykjavík 1933—34 og siðan í Kaupmannahöfn 1934—40, er hann fluttist alkominn heim til Islands. Á þessu tímabili hélt hann nokkrar sýningar í Reykjavík m.a. 1929, 1930, 1934 og 1939. Á árunum 1934—40 tók hann virkan þátt í dönsku listalifi og var m.a. kjörinn félagi í sýningarhópnum Kammeraterne 1936 og í Graf- isk Kunstnersamfund. Þegar heim kom 1940. varð hann kennari við Handíða- og myndlistarskóla Islands 1941—42 og 1948—49 og tók jafnframt þátt í félagsstörfum myndlistarmanna. Hann var ritari i Félagi islenskra mynd- listarmanna 1945—47, ritari ís- landsdeildar norræna list- bandalagsins, í stjórn Banda- lags islenskra listamanna á sama tíma og formaður félags- ins Islensk grafik. Verk eftir Jón Engilberts eru í mörgum einkasöfnum og opin- berum listasöfnum víðsvegar um heim.'til að mynda í Statens Museum for Kunst í Kaup- mannahöfn, Cincinnati Museum of Art, U.S.A., Colby College Art Museum, Maine, U.S.A. og Listasafni Islands. Jón Engilberts lést i Reykja- vík 12. febrúar 1972. 162 inálvak á yfirlits- sýningu Engilberts „Fyrsta heildarsýningin með þessum stórbrotna málara”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.