Morgunblaðið - 18.10.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.10.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. OKTÖBER 1975 — Glæpirnir Framhald af bls. 1 flokkskreddu og hugsjórialegs einræðis. Hann og félagar hans voru allir handteknir 1963 og dregnir fyrir rétt, sakaðir um and-sovézkan áróður. Þeir neit- uðu allir sekt sinni, en voru dæmdir í 10 ára fangelsi. Var Balashov sjálfur í fangelsum KGB í Moskvu og Vladimir, geð- veikrahæli 1 Serbasky og fanga- búðum í Morovia og Pot’ma. Hann sagðist allan þann tima hafa verið trúr hugsjónum sínum og haldið fast við kröfu sína um að fá að halda áfram störfum sínum í fangelsinu. Eftir að hafa afplánað refsingu sina var hann í tvö ár undir stöðugu eftirliti KGB, unz honum tókst að fá útflytjenda- leyfi 1974. Hann nefndi þrjá aðra af vinum sínum, sem reyndu að komast frá Sovétríkjunum, þá Eduard Kuznetsov, Yurii Fedorov og Hleksei Murzhenko, en þeir voru allir dregnir aftur fyrir rétt og dæmdir i 15 ára fangelsi. Siðan nefndi hann nokkra af þeim mönnum, sem hann hitti á meðan á fangelsisvist hans stóð og þær sakir, sem þeir voru dæmdir fyr- ir. Hann lýsti þvi næst fangelsis- aðstæðum og sagði að í dag byggju allir fangar við slæma að- búð og mikinn likamlegan skort og stöðugar sálfræðilegar pynt- ingar fangelsisyfirvalda. Hver maðurfær aðeinsSOO g afbrauði daglega og það sé eina raunveru- lega næringin, sem fangar fái því að vökvinn, sem þeir fái með sé óhæfur til neyzlu þrátt fyrir hungur og brauðið sjálft svo lé- legt að hungurverkföll séu al- geng. I vinnubúðum fá fangar 2,5 rúblur á mánuði í laun. Balashov sagði að meðan á fangelsisdvöl sinni hefði staðið hefði hann orðið vitni að óbeinum aftökum 95 fanga, sem hefðu tekið þátt i mótmælaaðgerðum eða flóttatil- raunum. Auk þess sem hundruð hefðu látizt á sóttarsæng. Alexander Vardy Einna mesta athygli vöktu ræður þeirra Alexanders Vardys og Dimitre Panines. Hinn fyrrnefndi fjallaði um opinberan áróður í Sovétríkjunum, en hinn síðarnefndi um glæpi sovézkra yfirvalda gegn íbúum landsins í sinni ræðu sagði Vardy, að sovézk yfirvöld stefndu að því að rækta með sovézku þjóðinni frá barnæsku hatur í garð vestrænna þjóða. Hann bentí i þessu sambandi á bók, sem gefin var út i Bonn 1971, „Þjóðverjar i sovézk- um barnabókum'' eftir Olgu Pravosud- ovitch, eftir 5 ára rannsóknir á slikum bókum. Þar sýnir hún fram á,að sögn Vardys, að byrjað er að innleiða með börnum, jafnvel áður en þau byrja að lesa hatur á „þýzkum fasistum" og er það gert með teikningum fyrir yngstu börnin Heldur hún því fram, að þessi orð, „þýzkir fasistar", séu samnefnarar fyrir allt fólk á Vesturlöndum. Jafn- framt er reynt að hefja hernað og hermennsku upp til skýjanna. Vardy vitnaði siðan í skáldsögu franska rithöf- undarins Romans Garys, „Promise at Sunrise", þar sem hann segir i fyrsta kafla: „Þetta er Filoche, guð grimmdar, hjátrúar, fyrirlitningar og haturs Hann öskrar bölvaðir Bandaríkjamenn, bölvaðir Arabarnir, bölvaðir Gyðingarn ir, bölvaðir Sovétmennirnir, bölvaðir Kinverjarnir, bölvaðir negrarnir Filoche skipuleggur styrjaldir, misrétti og hræðsluherferð. Hann er faðir öfga- hreyfinga, útrýminQarherferða og sá sem æsir til trúarstyrjalda Hann er voldugastur guða " Siðan sagði Vardy: „Er það ekki einmitt Filoche, sem sovézkir leiðtogar hafa tekið sér til fyrirmyndar, það eru þeir sem innræta fólki neikvæða hugsun og hatur i öllum myndum og það sem samræmist ekki kommúnisma i hugsjónum, menningu, þjóðfélögum, löndum Þetta eru mennirnir, sem sá hatri milli þjóða og þessu byrja þeir á um leið og ungviði byrjar að skynja" Undir lokin vitnaði Vardy i Nóbelsræðu Alexanders Solzhenitsyns, þar sem hann segir: „Innan heyrnarlausa svæðisins býr fólk, sem væri það ekki ibúar jarðar heldur Marsbúar. Það veit ekkert um aðra staði á jörðunni og er tilbúið til að traðka þá i svaðið í þeirri heilögu trú, að það sé að frelsa það " Hann lauk máli sinu með þvi að segja: „Hinn illi siður sovézkra ráðamanna að innleiða hatur gegn orðum er ógnun við allt mannkyn." Hins vegar væri vart hægt aö kalla dauða þeirra af eðlilegum orsökum, vegna þess að föngum væri neitað um læknishjálp eða lyf Af 470 föngum í Vladimir og Potmafangelsunum 1963 hefðu aðeins 1 80 verið á lífi 1 972. Af þessum 180 væru 100, sem telja mætti lífstiðarfanga, en til þess að halda þeim í fangelsum viðhefði KGB aðferðir, sem fengju menn, jafnvel sterkustu menn, til að rísa upp og mótmæla og það nægði til að fá þá á ný dæmda til langrar fangelsisvistar. Hann sagði að menn litu á lausn úr fangelsi sem kraftaverk, sem fáir leyfðu sér að vonast eftir. Hver dagur í fanga- vist gæti orðið sá siðasti i lífi manna, en meiri möguleiki væri á krafta- verkum ef nöfn hinna fangelsuðu yrðu birt þannig að þau féllu ekki í gleymsku manna i Sovétríkjunum eða á Vesturlöndum Það hafi verið vonin, sem hélt honum og samföngum hans á lifi. Hann sagðist vona að þessi réttar- höld yrðu atburður, þar sem fyrrver- andi fangar úr sovézkum fangabúðum bæru einlægan vitnisburð um mesta óvin mannréttinda og frelsis, Sovét- rikin, og hann næði eyrum allra þeirra, sem vildu vita sannleikann um lifið i Sovétrikjunum. Eftir þetta lögðu fyrirspyrjendur nokkrar spurningar fyrir Balashov um atriði, sem þeir vildu fá nánari skýringu á og hann svaraði þeim skýrt og skor- inort. Það vakti athygli viðstaddra, að allar spurningarnar, sem beint var til vitnanna, beindust eingöngu að því að fá ýmis atriði skýrar fram þannig að menn kæmust ekki upp með að slá einhverjum staðhæfingum fram án þess að geta rökstutt þær. Kom nokkrum sinnum til snarpra orða- skipta, er sum vitnanna tóku óstinnt upp spurningar um tölur, sem þeir höfðu nefnt, en Thyregod stjórnaði röggsamlega og kvað nauðsynlegt að öllum spurningum yrði svarað þannig að sannleikurinn og sannleikurinn einn kæmi fram Panine, sem var 1 6 ár i fangelsum á Stalinstímunum frá 1940—1956, sagði að glæpir sovétstjórnarinnar væru orðnir svo stjarnfræðilegir að vöxtum, að fólk tryði ekki sínum eigin augum, þótt hægt væri að staðfesta málið. Það hefði verið Lenin i upphafi, sem lagði blessun sína yfir aftökur án réttarhalda, pyntingar, morð á gislum, morðárásir á verkamenn í mótmæla- göngum, valdniðslu flokksleiðtoganna á hverjum stað og rupl og rán á landsbyggðinni, þegar efnahagskerfið var að gliðna í sundur, og hungur og sjúkdómar voru í algleymingi vegna borgarastyrjaldarinnar. Á árunum 1917 til 1923 hefðu 20 milljónir manna látið lifið og aðrar 60 milljónir á árunum frá 1917 til 1 953, og væru þá ekki meðtaldir þeir sem fallið hefðu I styrjöldum Þetta væru tölur, sem töluðu sinu máli. Stalin, Krusjef og Brezhnev hefðu fetað dyggilega í spor Lenins og þó heldur magnað hryðjuverkin Gott dæmi um þetta væru morðin i Yakutak, sem Krusjef hefði fyrirskipað 1964. Eftir að atómsprengjutilraunir hefðu verið framkvæmdar i háloft- unum yfir heimskautabaugnum 1963 hefði mikið magn af geislavirku efni fallið til jarðar Eskimóarnir og fólk áf öðrum norðlægum kynstofnum hefði ekkert skilið i þvi er hreindýr byrjuðu að stráfalla Þetta fólk hefði undir lokin ákveðið að fara til Yakutsk til að fá lyf og hjálp. Er það kom að útjaðri borg- arinnar kom á móti þeim sveit öryggis- varða og skipaði þeim að snúa aftur heim, sem hefði þýtt að ganga beint i dauðann. Þegar fólk reyndi að skýra mál sitt, var þvi svarað að það hefði 30 mínútur til að snúa við Meðan á viðræðunum stóð hófu öryggisverðirnir skothrið á fólkið úr vélbyssum og stráfelIdi það nema nokkra, sem tókst að flýja Ekkert fréttist af þessum morðum fyrr en 1970, er jarðfræðingur, sem var við rannsóknir á þessum slóðum, heyrði söguna hjá þeim sem eftir lifðu. Þessi atburður er ekkert einsdæmi. Þúsund önnur slik atvik hafa gerzt og eru enn að gerast án þess að rússneska þjóðm og umheimurinn fái um þau vitneskju. Nú á tímum brosandi Brezhnevs og „détente" hafa glæpirnir aðeins tekið á sig nokkuð aðra mynd Um 1.7 milljónir manna eru í pólitiskum fanga- búðum, og alls eru um 3,5 milljónir sovétmanna í einhvers konar fangavist Þetta segir sína sögu. Eðli stjörnar Brezhnevs er slikt, að engin von er til þess að lýðræði og frelsi komi til á næstu áratugum. Hins vegar er fólkið i heimalandi okkar nægilega sterkt til að leggja grundvöll að frelsi sinu með „byltingu hugans", sem er friðsamleg- asta leiðin til að móta virðingu fyrir mannréttindum I Sovétríkjunum". Spyrjendur lögðu hart að Panine að styðja tölur sinar og gerði hann það eftir ýmsum flóknum leiðum, sem viðstaddir klöppuðu ákaft fyrir. „Vitnisburður minn fjallar um atvinnutap og þá kúgun, sem maður í Sovétríkjunum sætir eftir að hið opin bera hefur svipt hann rétti til að afla sér lífsviðurværis," sagði Boris Shagrin I upphafi ræðu sinnar. Hann lýsti þvi hvernig með hann var farið eftir að hann vár rekinn úr starfi eínu við Listasögustofnunina i Moskvu „vegna þess að hann gat ekki uppfyllt kröfur hugsjónalegs eðlis sem voru gerðar til visindalegra starfsmanna". „I brottrekstrarbréfinu sagði hrein- lega að ég væri stjórnmálalega óhæfur og þvi gæti ég ekki fengið að halda áfram kennslu i sérgrein minni, list- heimspeki Þetta gerðist árið 1968 og eftir það gat ég hvergi fengið að starfa í 6 ár unz ég yfirgaf heimaland mitt 1974. Það sem ég hafði mér til sakar unnið var að senda ásamt 1 1 öðrum sovézkum borgurum bréf til þings kommúnista, sem haldið var i Búdapest, þar sem ég lýsti brotum á mannréttindum í Sovétrikjunum Einnig ritaði ég nafn mitt undir bréf ásamt 67 öðrum visindamönnum í Moskvu, þar sem fordæmdur var loddaraleikur yfirvalda við réttarhöldin gegn Galanskov, Ginsburg og fleirum. Bréf þetta var sent ríkissaksóknaranum í Moskvu og hæstarétti Hæstiréttur gerði ekkert i málinu annað en að senda það til yfit'manna þeirra, sem það undirrituðu, því að það er þeirra verk að þagga niður i þeim, sem hafa uppi mótmæli Yfirmaður minn A. Dimitriyevich, kallaði mig á sinn fund og reyndi að fá mig til að afneita bréfinu, segja að ég hefði verið afvega- leiddur af borgaralegum áróðri, þá yrði málið látið niður falla, annars yrði mér vikið úr starfi Þegar ég sagði að slik neitun væri óheiðarleg, var mér þegar I stað vikið úr starfi " Shagrin sagði, að þetta vopn væri sovézkum yfirveldum ákaflega tamt, því að því fylgdu engin réttarhöld og engar skýringar væru nauðsynlegar — Öll fjölskylda Framhald af bls. 1 miklar þrengingar og ekki sízt börnin sem sæju ekki feður sina árum saman. Hún kvaðst hafa mikinn áhuga á því að stofnaður yrði sjóður til að hjálpa börnum þessara fanga. Hún lýsti því hvernig farið er með eiginkonurnar þegar þær fá að heimsækja menn sína í fangabúðirnar, en það var áður 3—4 sinnum á ári, en hefur nú verið takmarkað við 3 heim- sóknir. Konan er klædd úr hverri spjör bæði áður og eftir að hún sér mann sinn og leitað í fötum hennar. Það er hlustað á hvert orð sem fer á milli hjón- anna og eiginkonan er hrjáð á margan annan hátt, m.a. með því að neita henni um fleiri heimsóknir reyni hún ekki að fá mann sinn til að láta að vilja yfirvaldanna. María sagði, að bréfin til fanganna væru rit- skoðuð og oft væru felldir niður úr þeim kaflar. Mörg ráð eru höfð til að leika á ritskoðun ina. Hún nefndi sem dæmi, að maður hennar hefði verið mik- ill aðdáandi ljóðskáldsins Mandelstam. Hún hefði komið ljóðum hans til Andrei með því að lýsa því i bréfum sínum, hvernig hún væri að verða vit- skert og þvi byrjuð á að yrkja ljóð. Þannig fékk Andrei Sinjavski ljóð Mandelstams í fangabúðirnar. Maria sagði, að það tæki oft margar vikur fyrir fangana að fá bréf sín, nema eitthvað dapurlegt og sorglegt væri i þeim. Þá brygði svo undarlega við, að fangarnir fengju bréfin umsvifalaust. María Sinjavski sagði, að fangarnir hefðu áður fyrr mátt hafa bækur hjá sér, eins margar og þeir vildu, en nú væri búið að skera það niður í fimm bækur. Auk þess hefðu yfirvöldin skorið niður pakka- sendingar til fanganna, en það er mjög alvarlegt, sökum þess að matvæli sem þeim eru send bjarga þeim oft frá heilsutjóni og jafnvel dauða. María sagði, að nú mætti aðeins senda póli- tískum föngum einn pakka eftir að þeir hafa afplánað helming dómsins. María Sinjavski sagði aðspurð, að hún hefði ekki skýringu á því hvers vegna aðbúnaður pólitískra fanga færi versnandi nema þá helzt, að þetta væru viðbrögð ósjálfráðá kerfisins. » V Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu í Morgunblaðinu þann: ........................... i i i i i l i l I______I_I__1_.J_I__I_I--1-1--1-1 Fyrirsögn 150 I I I l I l I..............I I I I__|_|_|__|__|_|_|__I--1-1 300 I I I I I I I I I I I I I I I I_I__I_I_I__I__I_I_I--1--1-1 450 I I I I I I I I I I I I I I_I__I_l__I_I_I__I--1-1-I--1--1-1 600 I I I I I I I I I I I I I I I I_J__I_I_I__I__I-1-1--1--1-1 750 I I I I I I I I I I I I I I_I__I__I_I_I_I—l---\-1-1--1--1-1 900 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I l I I I I I I 11050 Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr......... ... NAFN: ........................................ HEIMILI: .....................................SÍMI: w ‘Athugið' Skrifið með prentstöfum og < setjið aðeins 1 staf í hvern reit Áríðandi er að nafn, heimili og sími fylgi. —v—v- .77,4 A£/Su ,'aJAWt rftfl TfiJrA W, ,/L£,/£m ,/<bmí\ ,/, 6*/ua OtkiWfi. I AAurx ,/, M£,/nU,/, WSAM,/Jt&KK ,/, S/nA ,1,6,0,a6, , : * ‘ 1 ‘ /1 4. Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: KJÖTMIÐSTÖÐIN, Laugalæk 2, SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Háaleitisbraut 68, KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, Stigahlíð 45—47, HÓLAGARÐUR, Lóuhólum 2 — 6 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Álfheimum 74, ÁRBÆJARKJÖR, Rofabæ 9, HAFNARFJORÐUR: LJÓSMYNDA- OG GJAFAVÖRUR Reykjavlkurvegi 64, VERZLUN ÞÓROAR ÞÓRÐARSONAR, «. Suðurgötu36, KÓPAVOGUR Ásgeirsbúð. Hjallavegi 2 Borgarbúðin, Hófgerði 30 Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. A A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.