Morgunblaðið - 29.10.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.10.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTOBER 1975 3 10 rithöfundar gengu á fund menntamálaráðherra: HÓPUR rithöfunda, 10 saman, gengu f gærmorgun á fund Vil- hjálms Hjálmarssonar menntamáiaráðherra til að árétta þá ðsk sfna að við úthlutun viðbótarritlauna nú f vetur verði tekið tillit til útgefinna bóka allt aftur til ársins 1970, „svo bæta megi upp þeim rithöfundum sem þessi ár uppfylltu allar kröfur en fengu samt engu úthlutað“, eins og fram kom hjá rithöfundunum f gær. Kristinn Reyr hafði orð fyrir hópnum og lfkti þessari aðstöðu rithöfunda við það að verkamaður tæki upp launaumslagið sitt og þar væri þá ekkert að finna. „Ég er hræddur um að ekkert stéttarfélag léti slfkt viðgangast," sagði Kristinn. Kristinn Reyr sagði að hér væri ekki farið fram á hærri fjárupphæð en þær 12 milljónir sem fyrir hendi væru, aðeins beðið um að þeir sem snið- gengnir hefðu verið við fyrri úthlutanir fengju nú úrlausn. Þá lögðu rithöfundarnir áherslu á, að samstaða íslenzkra rithöfunda ylti mjög á því að farsæl lausn fengist á þessu máli. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra tók vel málaleitan rithöf- undanna og kvaðst myndu kanna þetta mál gaumgæfilega á næstunni ásamt starfsmönn- um sínum. Fundurinn með ráð- herra stóð í tæpa klukkustund. Eftirtaldir rithöfundar gengu á fund ráðherra. Björn Bjarman, Filippía Kristjánsdóttir, Hilm- ar Jónsson, Jóhann Hjálmars- son, Jóhannes Helgi, Jón Björnsson, Jón Helgason, Krist- inn Reyr, Ragnar Þorsteinsson og Sveinn Sæmundsson. Morgunblaðið spurði þá Kristin Reyr og Jóhannes Helga nánar um málið, og svör- uðu þeir spurningunni á þessa leið: „Við erum hér til að fylgja eftir samhljóða áskorun stjórnar Rithöfundasambands Islands til menntamáiaráð- herra að hann láti úthlutun fjárins til viðbótarritlauna í ár ná aftur til ársins 1970, þannig að unnt sé að bæta fyrir mis- ferli nefndarinnar í fyrri út- hlutunum, einkum þeirri fyrri, undir stjórn Þorleifs Hauks- sonar kennara. Þorleifur hefur raunar verið settur af og ný nefnd skipuð og nú eru síðustu forvöð að bæta fyrir mistökin, þar sem launasjóður rithöf- unda mun á næsta ári leysa þetta illræmda bráðabirgða- fyrirkomulag af hólmi. Eining Vilja að úthlutun viðbótarritlaun- anna í ár nái aftur til ársins 1970 rithöfunda er í húfi, að þetta takist. En nú hefur úthlutun við- bótarritlauna verið auglýst og á samkvæmt auglýsingunni aðeins að ná til bóka útgefinna á árinu 1974, þannig að sýnt er að ráðherrann hefur ekki orðið við áskorun stjórnar rithöf- undasambandsins. Lögum hefur verið hnekkt í þessu landi, ef þau hafa gengið Ljðsmynd ÖI.K.M. RITHÖFUNDARNIR — Frá fundinum með menntamálaráðherra í gærmorgun. Frá vinstri: Sveinn Sæmundsson, Björn Bjarman, Ragnar Þorsteinsson, Jóhannes Helgi, Jón Björnsson, Kristinn Reyr, Jóhann Hjálmarsson, Jón Helgason og Hilmar Jónsson. I forgrunni er ráðherrann, Vilhjálmur Hjálmarsson. A myndina vantar Filippíu Kristjánsdóttur. „Misferli í fyrri úthlut- unum verði þaraiig bætt,” segja rithöfundarnir á svig við réttlætiskennd manna, samanber aðgerðir flot- ans hér um árið. Hér er samt ekki verið að reyna að hnekkja lögum, ekki einu sinni verið að reyna að fá þeim breytt, þótt varla lfði svo vika að ekki sé lögum breytt í landinu og það auglýst. Reglugerðarákvæði eru skör neðar en lög og á valdi ráðhorra að breyta þeim með einu pennastriki og um við- bótarritlaunin gilda aðeins slik ákvæði. Viðbótarauglýsing kostar ráðuneytið ekki nema smáskilding. Við bendum á að hér eru ekki aðeins saman- komnir rithöfundar sem óum- deilanlega hafa verið beittir ranglæti, heldur einnig full- trúar úr hópi hinna sem smugu pólitískt nálarauga kommisar- ins afsetta, Þorleifs Hauks- sonar. Það er statt hér til að veita kröfum okkar siðferðileg- an stuðning í einingar- og réttlætisnafni. Vilhjálmur Hjálmarssonar er á einu ári á góðri leið með að hrinda í fram- kvæmd ýmsum lifsnauðsynleg- um hagsmunamálum rithöf- unda sem tveir fyrrverandi for- verar hans, Gylfi og Magnús Torfi komu ekki í verk á átján árum. Fyrir utan ýmsa okkar hér hafa áður undirritað ákæruskjal á hendur nefndínni í tíð Þorleifs Haukssonar, þeir Halldór Laxness og Tómas Guð- mundsson. Nú hefur sjálf stjórn Rithöfundasambandsins og það samhljóða tekið í sama streng og dugi það ekki heldur til leiðréttingar eru hér að verki annarleg öfl bak við tjöld- in, sem stemma þarf stigu við. Og það vonum við að Vilhjálm- ur geri.“ — En hvað með afstöðu rit- höfunda á þingi? Jóhannes Helgi svaraði: „Þegar við sextánmenningarnir ásamt Halldóri Laxness og Tómasi sendum í vetur til Al- þingis ákæruskjal okkar um ósæmileg vinnubrögð nefndar- innar og kröfðumst endurskoð- unar á störfum hennar, þá vakti það athygli að rithöfund- arnir á þingi þögðu þunnu hljóði, Svava Jakobsdóttir, Jón- as Arnason, Gils Guðmundsson og Stefán Jónsson. Af hverju lögðu þeir okkur ekki lið? Trúlega m.a. af þvi að þeir eru hólpnir. Þeir eru orðnir há- tekjumenn og tilheyra okkur ekki lengur. Við vorum senni- lega ekki nógu mörg atkvæði til að tæki þvi að gefa máli okkar gaum. Ef ekki er upp úr krafs- inu að hafa atkvæðamagn sem um munar þá eru nöfn Halldórs Laxness, Tómasar og fleiri góðra höfunda sýnilega einskis virði að mati kollega okkar á þingi. Þeir hafa verið furðu- fljótir að tileinka sér þá list að meta mál eftir vigt atkvæða- seðla. Það var Sigurlaug Bjarnadóttir ein sem tók upp hanskann fyrir okkur og gerði það skörulega. En þrýstingur um leynigöng, sem við vitum vel hvar eiga upptök sín, áttu líka sinn þátt í að ónýta rnálið fyrir okkur í þinginu." — Og hvað viltu svo segja, Jóhannes, eftir fundinn með ráðherra? „Það er full ástæða til bjart- sýni þegar maður á borð við Vilhjálm Hjálmarsson sýnir máli velvild og skilning." Sænsk óperusöngkona syngur með Sinfóníunni Ráðstefna F.I.S.: Rætt um fjár- hagserfiðleika heildverzlunar SÆNSKA óperusöngkonan Elisa- beth Söderström mun syngja ein- söng á þriðju reglulegu tónleik- um Sinfónluhljómsveitar tslands, sem haldnir verða I Háskólabfói annað kvöld. Karsten Andersen stjórnar hljómsveitinni en á efn- isskránni er Tilbrigði um stef eft- ir Haydn op. 56 eftir Brahms, Scena di Berenice eftir Haydn, 1.41 eftir Jónas Tómasson, Port- rait og Dag Hammarskjöld eftir Malcom Williamson og forleikur Landhelgisbrjótur dæmdur 1 200 þús- und króna sekt I GÆRMORGUN féll dómur f máli skipstjórans á Sjöstjörn- unni VE 92 hjá bæjarfógeta- embættinu f Vestmanna- eyjum, en báturinn var stað- inn að veiðum innan þriggja mflna markanna austur af Hjörleifshöfða um helgina. Var skipstjórinn dæmdur í 182 þúsund króna sekt til Landhelgissjóðs og 18 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot á skráningarreglum. Afli og veiðarfæri voru gerð upp- tæk. Dómsforseti var Allan Magnússon fulltrúi við bæjar- fógetaembættið. Wagners að Meistarasöngvurun- um I Núrnberg. Einsöngvari þessara tónleika, Elisabeth Söderström, fæddist f Stokkhólmi árið 1929 og stundaði tónlistarnám sitt þar. Ætlaði hún sér raunar í upphafi að verða leikkona en atvikin höguðu því þannig að menn komust á snoðir um ágæta söngrödd hennar, þann- ig að hún sneri sér að söngnámi af fullri alvöru og náði strax frábær- um árangri. Að námi loknu réð Konunglega leikhúsið f Stokk- hólmi hana til sín árið 1950 en fimm árum síðar söng hún á Tón- listarhátíðinni í Salzburg og í Metropolitanóperunni árið 1959. Síðan hefur hún notið alþjóðlegr- ar frægðar fyrir frábær raddgæði , og listræna túlkun viðfangsefna sinna. Andersen stjórnar Á VEGUM Seðlabankans og Félags fsl. stórkaupmanna hefur verið gerð úttekt á fjárhagsstöðu 45 innflutnings- og heild- verzlunarfyrirtækja árin 1973 og ’74 og hefur komið f Ijós, að á árinu 1974 versnaði hún gffur- lega, að sögn Júlfusar S. Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra FlS. Kvað hann ástæðurnar fyrir því vera m.a. gengissig og gengisfell- ingu á þvf ári, kostnaðarhækkanir innanlands og auk þess inn- borgunarskyldan sem stóð til ára- móta. „Það má líka skoða fjárhags- erfiðleika verzlunarinnar á árinu 1974 f ljósi þess að þá hækkaði vísitala neyzluvara um 48% og það segir sig sjálft, að fjármögn- un verzlunarinnar verður miklu þyngri fyrir vikið,“ sagði Júlfus ennfremur. Áhrifin af öllu þessu er veltusamdráttur á árinu 1974, þar sem veltuaukningin var um 38% að krónutölu sem þýðir i raun að magnaukning er óveruleg miðað við árið 1973. Og þar sem verðlagsákvæðin eru ákaflega þröng hefur verzlunin orðið að nota lánsfé í auknum mæli. Júlíus upplýsti ennfremur, að i áðurgreindri athugun hefði kom- ið á daginn að af hinum ýmsu greinum verzlunar er matvöru- verzlunin hvað verst sett — af- koman lökust og rekstrarfjár- staða hennar orðin veik. Astæðan fyrir þessu er ekki sizt, að verð- lagsákvæðin eru þar ströngust og hún þarf þvi að treysta á lánsfjár- magn enn frekar en hinar greinarnar, sem hefur aftur í för með sér verri afkomu af völdum aukins vaxtakostnaðar. Július sagði að stjórn félagsins hefði ákveðið að helga næstu ráð- stefnu Félags ísl. stórkaupmanna fjármálum innflutnings- og heild- verzlunarinnar. Slíkar ráðstefnur urn málefni heildverzlunarinnar hefur félagið haldið annaö hvert ár frá 1969 þannig að þetta er fjórða ráðstefna FÍS af þessum toga. Ráðstefnan verður haldin i Kristalsal Hótel Loftleiða nk. föstudag. Meðal þeirra sem flytja munu Framhald á bls. 31 Elisabeth Söderström

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.