Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTOBER 1975
FERÐABÍU\R hf.
Bilaleiga, sími 81260.
Fólksbilar — stationbilar —
sendibílar — hópferðabilaar.
ORÐ
í EYRA
Haustið er komið
hrfmkalt enn,
hreint eins og forðum daga.
Á miðunum fræknir
fiskimenn
fiskana sniaa draga.
(Jtfærslan skeði enn
með kurt —
— eins og tíðkast
um slíka —.
Þýskarar eru á hak og burt
og bölvaður tjallinn Ifka.
Skólarnir margir um byggð
og bý
byrjaðir eru að veita
námfúsum lýðnum
uppfræðslu f
ýmsu sem rétt má heita.
Hofmóður, stolt og
dreissugt dramb
dafnar á mörgu sviði
og suma einkennir
fumbulfamb
með fjölbrautaskólasniði.
Mörg eru listræn málverkin
og myndræn á alla kanta
og jafnan greindarleg
gagnrýnin
eftir gáfaða menningarfanta:
Ragnar Páll kominn í
Kjarvalshús
og f kaupendur framleiðslan
rennur
meðan Kjartan sötrar sér
kaffilús
og keisarans staður brennur.
1 túninu heima trftla ég
og Tfmablöð les ég
hattlaus;
undan skattinum ekkert dreg
enda hvort sem er skattlaus.
— Þótt haustið komi og
húmi að
og harðni vfða á dalnum
þá tekur þvf varla að
tala um það
uns tjallinn liggur í valnum.
Útvarp Reykjavík
yfHÐMIKUDKGUR
29. október
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir ki. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Björg Arnadóttir lýkur
lestri sögunnar um „Bessf“
eftir Dorothy Canfield f
þýðingu Silju Aðalsteins-
dóttur (21)
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Frá kirkjustöðum fyr-
ir norðan kl. 10.25: Séra
Ágúst Sigurðsson flytur
fyrra erindi sitt um Mælifell
f Skagafirði.
Morguntónleikar kl. 11.00: I
Musici leika Oktett f Es-dúr
op. 20 fyrir strengjasveit eft-
ir Mendelssohn / Nýja ffl-
harmónfusveitin leikur Sin-
fónfu nr. 88 f G-dúr eftir
Haydn; Otto Klemperer
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tiikynningar.
SÍÐDEGIÐ
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Á
fullri ferð“ eftir Oscar
Clausen Þorsteinn
Matthfasson les (12)
15.00 Miðdegistónleikar
Roberto Szidon leikur Pfanó-
sónötu nr. 1 f f-moll eftir
Aiexander Skrjabin.
FÍIharmónfusveitin f Los
Angeles leikur „Dýrðarnótt",
sinfónfskt tónaljóð op. 4 eftir
Árnold Schönberg; Zubin
Metha stjórnar.
18.00 Nagiinn
Sovésk teiknimynd.
18.10 Dýratemjarinn
sovésk teiknimynd.
18.20 List og listsköpun
Bandarfskur fræðslumynda-
flokkur fyrir unglinga.
2. þáttur. Myndskipun
Þýðandi
Hallveig Thorlacius.
Þulur Ingi Karl Jóhannes-
son.
18.45 Kaplaskjól
Breskur myndaflokkur
byggður á sögum eftir
Monicu Dickens.
Sólardagur
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Vaka
16.00 Fréttir Tilkynningar
(16.15 Verðurfregnir).
16.25 Popphorn
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Tveggja daga ævintýri" eft-
ir Gunnar M. Magnúss. Höf-
undur les (2)
17.30 Framburðarkennsla f
dönsku og frönsku.
17.50 Tónleikar.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir Dagskrá
kvöldsins.
Dagskrá um bókmenntir og
listir á lfðandi stund.
Umsjónarmaður Aðalsteinn
Ingólfsson.
21.25 Farþeginn
Breskt sakamálaleikrit.
Lokaþáttur.
Aðalhlutverk Petur Bark-
worth og Paul Grist.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
22.10 Gömlu dansarnir
Hljómsveit Guðjóns
Matthíassonar leikur fyrir
dansi f sjónvarpssal.
Dansstjóri og kynnir Krist-
ján Þórsteinsson.
Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson.
Þessi þáttur var frumfluttur
2. ágúst 1975.
23.40 Dagskrárlok
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Vinnumái Þáttur um lög
og rétt á vinnumarkaði. Um-
sjónarmenn: Lögfræðing-
arnir Gunnar Eydal og Arn-
mundur Backman.
20.00 Kvöldvaka
a. Einsöngur. Guðmunda
Elfasdóttir syngur fslenzk
lög.
b. Elsti rithöfundur
Rangæinga Helgi Hannesson
flytur erindi; sfðari hluti.
c. „Krókárgerður", vfsna-
flokkur eftir Ólfnu Jónas-
dóttur Indriði Þ. Þórðarson
kveður.
d. „Þjóðsagan hefst“ Sveinn
Bergsveinsson les kafia úr
óprentaðri skáldsögu.
e. Kórsöngur Liljukórinn
syngur lög við kvæði Einars
Benediktssonar; Jón Ásgeirs-
son stjórnar.
21.30 Utvarpssagan: „Fóst-
bræður“ eftir Gunnar
Gunnarsson Jakob Jóh.
Smári þýddi. Þorsteinn Ö.
Stephensen leikari les (8).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Kjarval“ eftir
Thor Vilhjálmsson Höfund-
ur les (7).
22.35 Skákfréttir
22.40 Djassþáttur Jón Múli
Árnason kynnir.
23.25 Fréttir f stuttu máli.
Dagskrárlok.
Gunnar Gunnarsson
Þorsteinn ö. Stephensen
Þorsteinn Ö. Stephensen les 8. lestur
„Fósthrœöra” í hljóðvarpi kl 21.30
1 KVÖLD les Þor-
steinn Ö. Stephensen
leikari áttunda lestur
sögu Gunnars Gunn-
arssonar „Fóstbræð-
ur“ en söguna þýddi á
sínum tfma Jakob Jóh.
Smári. Þorsteinn sagði
aðspurður að enda þótt
,,Fóstbræður“ væri
með fyrri verkum
Gunnars Gunnarsson-
ar og þar af leiðandi
ekki eins faglega unn-
in og ýmis síðari verk
hans, virtist höfundur-
inn hafa viðað að sér
ýmsan fróðleik frá
landnámsöld Islands
og gerði því góð skil.
Þorsteinn sagði að
hann hefði verið þeirr-
ar skoðunar, þegar
óskað var eftir að hann
læsi „Fóstbræður"
sem útvarpssögu, að
hún hefði ekki nógu
ríkulega ýmsa þá
eiginleika sem fram-
haldssögur þyrftu að
búa yfir. „En þegar ég
fór að kynnast sögunni
og vinna hana óx hún í
áliti hjá mér og mér
fór að þykja æ vænna
um hana og fann að
víðar var feitt á stykk-
inu en ég hafði
hugað,“ sagði Þor-
steinn.
Sagan er tuttugu og
fimm lestrar, hálf
klukkustund hver lest-
ur. Ýmsum hefur
fundizt aðdraganda-
kaflar bókarinnar
nokkuð langdregnir og
sagan skemmtilegri
eftir því sem á hana
líður og ættu því nýir
hlustendur að geta
fylgzt með henni nú
enda þótt þeir hafi
misst upphafskaflana.
I SJ ÓNVARPINU í
kvöld verður fluttur
síðasti hluti brezku
myndarinnar „Farþeg-
inn“ sem er sakamála-
leikrit sem margir
hafa fylgzt með af
mesta áhuga, enda
ágætis afþreyingar-
efni. Svo fremi að
sannferðug málalok
verði smíðuð á hin
flóknu málsatriði í
myndinni er óhætt að
hvetja til að fylgzt
verði með niðurstöð-
unni og óska eftir því
að fleiri leikrit af
svipuðum gæðaflokki
verði tekin til
sýningar.
h.k.