Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÖBER 1975 Frumsmíð og fullkomnun Q Jón Thoroddsen: □ MAÐUR OG KONA. 5. útg. □ Helgafell. 1975. LUNGNABÓLGAN var skæð í gamla daga og lagði margan í gröfina fyrir aldur fram. Legð- ist einhver í lungnabólgu settu ættingjarnir óðara upp jarðar- fararsvip. Islenskar bókmennt- ir mættu senda þessum forna fjanda háan skaðabótareikning, til að mynda fyrir þann þriðj- ung Manns og konu sem Jóni Thoroddsen tókst aldrei að ljúka — fyrir hennar skuld. Jón Thoroddsen samdi bæk- ur sínar á þeim tímum er skáld- sagan stóð á hátindi i heimsbók- menntunum. Fullkomnun sagna hans — þvi þær eru vissulega furðulýtalausar ef hliðsjón er höfð af að þær voru frumsmíð i islenskum bók- menntum — stafar meðal annars af þvi að aðferðirnar lágu í loftinu,- stórmeistarar þessarar bókmenntagreinar voru hvarvetna að ' <st við hið sama á sama tíma, fyrirmyndir bókmenntalegs eðlis voru þvi ærnar þó þær væru ekki bein- línis nærtækar. Hitt — að vera hér einn og þurfa ekki að taka tillit til innlendra keppinauta veitti honum aftur á móti frjálsari hendur til að sveigja formið undir efnið, segja ótæpi- lega frá því sem i huga bjó. En efni sagnanna sótti Jón sem kunnugt er til eigin reynsju og Bókmenntir eftir ERLEND JÖNSSON kynna sinna af fólki í uppvexti við Breiðafjörð. Tvennt er það sem við hljót- um að undrast í skáldsögum Jóns Thoroddsen. I fyrsta lagi hvílík listatök hann hafði á þessari nýju bókmenntagrein, hversu bygging sagnanna er litt aðfinnsluverð miðað við nost- ursleg vinnubrögð skáldsagna- höfunda nú á dögum sem senda að visu frá sér ágæt verk í sam- ræmi við tíma og fyrirhöfn en þó ekki betri sögur. I öðru lagi hversu sögur hans ætla að reynast sígildar og varanlegar þó sprottnar séu upp úr þjóð- félagi gagnóliku okkar. Unglingar gátu framan af þessari öld hlegið sig máttlausa að fyndninni i Heljarslóðar- orustu Gröndals. En hver skilur grinið í henni nú? Til þess verð- ur að gera sér í hugarlund hví- likur himinvíður munur var á íslensku bændafólki annars vegar og kóngafólki í Evrópu hins vegar á dögum Gröndals. Öðru máli gegnir um sögur Jóns Thoroddsens. Þóumhverf- ið sé það að sönnu öðru vísi en bæði dreifbýli og þéttbýli nú á dögum tefur það ekki fyrir neinum að skilja sögurnar því þær eru fyrst og fremst frá- sagnir af mannlegu eðli sem ekki breytist á einni öld. Ágirnd séra Sigvalda á sér margar hliðstæður í nútlman- um. Skinhelgi Grims meðhjálp- ara var af sama tagi og stima- mýkt lágt settra valdastreitu- manna nú á dögum. Framferði Finns vinnupilts minnir á að unglingavandamál voru til fyr- ir daga Jóns Thoroddsens. Tilhugalif þeirra Sigrúnar og Þórarins fór að visu leynna en svipaður samdráttur pilts og stúlku myndi fara nú á dögum en svipuð dæmi gætu þó gerst enn í dag hvar og hvenær sem er. Einhverjir mundu kannski benda á kynjakvist eins og Hjálmar tudda og þræta fyrir að slikir kalsprotar spryttu upp úr mannlifsjarðvegi nútimans. Og það ber að undirstrika, sem er auðvitað margtuggin stað- reynd, að heimilið er annað nú en þá, hin mannmörgu stór- heimili með öllum kynslóðun- um undir. sama þaki, ekki aðeins húsbændum og börnum og öfum og ömmum og öðrum venslamönnum heldur og ann- ars konar „heimilisfólki" af ýmsu tagi — fólki sem nú mundi sumt vera lokað inni á stofnunum og aldrei verða á vegi rithöfunda og því ekki geta orðið persónur í skáld- Jón Thoroddsen. sögum — þau eru auðvitað löngu fyrir bý og spretta líkast til aldrei upp aftur. Jöfnuður nútimans skefur líka sérkennin af sliku fólki hvar sem það er niður komið; og tiskan steypir alla í sama móti. Jón Thoroddsen deildi hverj- um sitt. Þó látið sé í veðri vaka að vit Hjálmars sé ekki á marga fiska leggur höfundurinn hon- um í munn svo kraftmikið mál að fáar persónur Manns og konu verða að lokum minnis- stæðari. Og þá er komið að þvi sem má ef til vill vekja mesta undrun nú á timum: stilnum. Á honum hefur Jón Thoroddsen ótvíræð listatök. Hvernig fór hann að þvf að ná slíkum tökum á ís- lensku máli þar sem bók- menntalegar fyrirmyndir hans voru erlendar? Þvi er ekki auðsvarað. Benda má á íslend- ingasögurnar sem Jón hafði nokkra hliðsjón af við samning Manns og konu (fremur en t.d. Pilts og stúlku). Þjóðsögur höfðu verið skráðar og gefnar út milli þess sem hann sendi frá sér Pilt og stúlku og skrifaði Mann og konu. Ekki hefur hann þó lært stórmikið af þeim. Hlýtur þá að liggja i hlutarins eðli að munnleg frásagnarlist, sem stóð þá með meiri blóma en nú á dögum, hafi átt drjúgan þátt í innblæstri skáldsins er hann festi á blað sögur sínar? Það er ótvíræð list að segja vel frá í mæltu máli. Og áreiðan- lega hefur sú list verið meira ræktuð og langtum framar i heiðri höfð á dögum Jóns en nú er. Svo illa sem höfundum gengur nú að lifa af bókum sinum mætti geyma i minni að margur þá greiða fyrrum fyrir vel sagða sögu — ætli hafi ekki verið hægt að komast Iang- leiðina að lifa af þvi þá til jafns við að skrifa bækur nú? Fjar- stætt væri þvi að ætla að alþýða manna hafi ekki gert listrænar kröfur þegar Maður og kona var skrifuð fyrir hundrað árum, hún var gagnrýnandi sem höfundur hlaut að taka tillit til. Jón Thoroddsen hefur þvi vandað vinnubrögð sín eigi miður en höfundar nú á dögum þó hann hagaði þeim öðru visi, „handskrifaði“ (eins og.það er kallað nú á dögum noti maður ekki ritvél) á pappir sem þá var of dýr til að sóa mörgu uppkasti i ruslakörfu; og hugsaði líklega minna um „formið" en Framhald á bls. 31 — Fjárlagaræða Framhald af bls. 11 Auk þessa skal bent 5. að framlög vegna rekstrarkostnaðar landhelgisgæslu og löggæslu innan lands miðast vsð, að þar verði komið á breytingum, er leiði til aukinnar hagkvæmni og sparnaðar Er nú unnið að tillögum um þessi mál. Tekjur ríkissjóðs 1976 Tekjuáætlun rikissjóðs fyrir árið 1976 er að venju reist annars vegar á endurskoðaðri áætlun um tekjur rikissjóðs 1975 og hins vegar á ákveðnum þjóðhagsforsendum fyrir næsta ár einkum þeirri, að heildarútgjöld þjóðarinnar verði ekki rreiri að raunverulegu verðgildi á næsta ári en nú i ár Raunar bendir margt til þess, du liemur ætti að miða við lægra útgjalda- stig en hærra á næsta ári og verður það nú tekið upp við endanlega afgreiðslu frumvarpsins frá Alþingi, enda mun þá liggja skýrar fyrir ýmsar forsendur tekjuáætlunar fyrir næsta ár en nú er Áætlað er að 1976 verði heildartekjur á rekstrarreikningi 57 401 mkr samanborið við 49 721 mki I endurskoðaðri tekjuáætlun árs- ins 1975 og 47 626 mkr i fjárlögum ársins 1 975 Er hér þá reiknað með að fjölskyldubætur dragist frá tekjuskatti einstaklinga að fullu Hækkun tekna frá 1975 til 1976 er þvi áætluð nema 15,4%. í tekjuáætlun er gert ráð fyrir afnámi 12% vörugjaldsins og að staðið verði við umsamdar tollalækkanir Tekjuskattur skv. frumvarpinu er við það mið- aður, að skattvísitala hækki um 25% eða í samræmi við áætlaða meðalhækkun tekna ein- staklinga til skatts milli áranna 1 974 og 1975 Gert er ráð fyrir, að á næsta ári verði eigi þörf á sérstakri fjáröflun til Viðlagasjóðs en sem kúnnugt er tekur Viðlagatrygging íslands senn til starfa í tekjuáætlun frumvarpsins er gert ráð fyrir að þau 2%, sem til þessa hafa runnið I Viðlagasjóð verði framvegis tekjustofn rikis- sjóðs Rétt er að vekja á þvi athygli, að lögin um 1 % sölugjald, sem varið hefur verið til að greiða niður ollukostnað vegna hitunar íbúðarhúsnæðis falla úr gildi I febrúarlok 1976 Siðan gjald þetta kom til hafa miklar hitaveituframkvæmdir átt sér stað þannig að heil byggðarlög, er áður notuðu oliu til kyndingar, hafa nú fengið hitaveitu. Nauðsynlegt er þvi að endurskoða núgildandi reglur um ráðstöfun tekna af gjaldi þessu svo og að ákveða um framhald þess, áður en fjárlög eru afgreidd Verður nú vikið að helstu tekjuliðum Persónuskattar. Iðgjöld atvinnurekenda til almannatrygginga nema í heild 2.079 mkr. og hækka um 626 mkr. frá fjárlögum 1975 eða 43,1% Eignarskattar. Tekjur af eignarsköttum eru áætlaðar 1 022 mkr. eða um 524 mkr nærri en I fjárlögum 1975. Megin ástæða þessarar breytingar er sú. að gert er ráð fyrír að við álagningu eignarskatta verði tekið mið af þeirri breytingu, er orðið hefur að undanförnu á verð gildi fasteigna, en fasteignamat til eignaskatts hefur verið óbreytt slðan 1972 Á vegum yfirfasteignamatsnefndar er nú 1 undirbúningi framreikningur fasteignamats skv ákvæðum gildandi laga um fasteignamat og- skráningu, sem vonast er til að taki gildi áramót- in 1976/1977. Þá er og i undirbúningi I fjármálaráðuneytinu gerð nýs frumvarps um skráningu og mat fasteigna, að mestu samhljóða eldra stjórnarfrumvarpi, sem lagt var fyrir Al- þingi vorið 1974 en fékkst þá ekki afgreitt sökum tlmaskorts, en með því frumvarpi er gert ráð fyrir sifelldri matsstarfsemi og því, að mats- fjárhæðir endurspegli raunverulegt gangverð eigna á hverjum tima Verður gerð nánari grein fyrir þessu máli þegar það kemur til kasta Alþingis nú á næstunni Innheimtur tekjuskattur einstaklinga. Á ár- inu 1976 er tekjuskattur einstaklinga áætlaður 5 600 mkr að frádregnum barnabótum og persónuafslætti til greiðslu útsvars, en þá er meðtalin innheimta eftirstöðva frá fyrri árum. Talið er að innheimtur tekjuskattur einstaklinga I ár verði 4.350 mkr Þetta er 570 mkr lægri upphæð en áætlað var i siðustu fjárlögum og veldur þar mestu um sú breyting á skattalögun- um, sem gerð var á s.l vori Tekjuáætlun þessi er m.a á þvl byggð, að tekjur til skatts hækki um 27% milli áranna 1974 og 1975 og er þá meðtalin 1—2% fjölgun framteljenda Áætlaður tekjuskattur félaga reyndist nokkru hærri í ár en áætlað var eða um 1.200 mkr Búist er við að álagður tekjuskattur félaga verði minni næsta ár en i ár og er gert ráð fyrir að hann muni nema 950 mkr. við álagningu en 990 mkr. muni innheimtast og er þá miðað við áætlaðar eftirstöðvar um næstu aramót Gjöld af innflutningi hækka um 142 mkr, frá endurskoðaðri tekjuáætlun ■ ð 1 975 en um 698 mkr frá fjárlögum 197r- Almennar toll- tekjur eru áætlaðar 10 070 mkr, í ár sem er aðeins 4% aukning frá fjárlagaáætlun Gjöld af innflutningi árið 1976 eru áætluð 10 013 mkr Er þá gert ráð fyrir óbreyttu magni og svipaðri samsetningu innflutnings og var á árinu 1975 Rýrnun tolltekna vegna samnings við EFTA og EBE er áætluð um 800 mkr Verðhækkun á innflutningi er aftur á móti áætl- uð 9% í krón.um miðað við núverandi gengi. Áætlað er að innflutningur bifreiða verði með svipuðum hætti á árinu 1976 og var nú i ár Innflutningsgjöld af bifreiðum eru talin nema 800 mkr á næsta ári og hækka um 100 mkr frá endurskoðaðri tekjuáætlun þessa árs Rétt er að minna á, að innflutningsgjöldin voru hækkuð í febrúar s I og er gert ráð fyrir óbreyttri gjaldskrá á næsta ári Innflutningsgjald af bensfni og gúmmigjald er áætlað 2.033 mkr á næSta ári i fjárlögum fyrir árið 1 975 var gjald þetta áætlað 1.830- m kr Horfur eru á, að innheimtar tekjur af gjaldi þessu verði svipaðar og áætlað var í fjárlögum. Við endurskoðun vegaáætlunar á s I sumri var gert ráð fyrir að benslngjaldið gæfi um 100 m kr. meira I tekjur en fjárlög gerðu ráð fyrir, en Ijóst er nú, að sú áætlun mun ekki standast Skattar af framleiðslu eru taldir nema 299 mkr. á næsta ári þar af nemur álgjald 141 mkr Við gerð siðustu fjárlaga var gert ráð fyrir að álgjald næmi 320 mkr Forsendur þeirrar áætlunar hafa breyst að hluta vegna ástands á álmarkaði og nú er útlit fyrir, að einungis verði greitt lágmarksgjald skv. álsamningnum bæði á þessu ári og þv! næsta. Ljóst er, að tekjur af álgjaldinu eru mun minni en vonir hafa staðið til Að undanförnu hafa staðið yfír viðræður við álfélagið um endurskoðun á framleiðslugjaldinu Skattaraf seldum vörum og þjónustu. Inn- heimtur söluskattur í rikissjóð I ár er nú áætlaður 1 6 300 mkr sem er460 mkr lægra en áætlað var i fjárlögum 1975, en þvi veldur niðurfelling söluskatts af ýmsum matvælum og af flugfar- gjöldum innanlands, en lög um þessa skatta- lækkun voru samþykkt í apríl sl Eins og áður hefur verið skýrt frá er nú gert ráð fyrir, að 2% sölugjald til Viðlagasjóðs renni óskert i rikissjóð frá og með næstu áramótum Miðað við þær forsendur og aðrar forsendur frumvarpsins um neyslu er innheimtur söluskattur i ríkissjóð á næsta ári áætlaður 21.560 mkr Launaskattur er áætlaður nema 3 050 mkr á næsta ári og þá miðað við óbreytt kauplag frá október 1975 ogAábreyttar álagningarreglur í ár er launaskatturinn áætlaður 2 520 mkr. Hlutur Byggingarsjóðs af þessari upphæð verður 1.740 mkr á næsta ári en er i ár talinn verða 1416 m kr Rétt er að vekja athygli á þvi, að til þess að þessar tölur standist þarf að framlengja gildis- tlma laga um launaskatt Rekstrarhagnaður ÁTVR nemur I ár að likind- um 5.150 mkr. sem er 1 050 mkr hækkun frá fjárlögum Miðað víð núverandi útsöluverð óbreytt eru tekjur af þessum stofni áætlaðar 5 900 mkr á næsta ári. Flugvallargjald skv lögum nr 11 /1975 er áætlað i ár 225 mkr. Ákvæði laga þessara um flugvallargjald komu til framkvæmda 1. mai s I. og gilda til loka febrúar 1976. Gert er ráð fyrir, að framhald verð: í innheimtu þessa gjalds með svipuðu fyrirkomulagi og tíðkast i nágrannalönd- um okkar. Eru tekjur af gjaldi þessu þannig áætlaðar munu nema 235 mkr. á næsta ári. Aðrir óbeinir skattar nema um 2 736 mkr skv. frumvarpinu en eru áætlaðir 2.313 mkr. nú í ár Bifreiðaskattur er í ár áætlaður 487 m kr. en 53 7 mkr, á næsta éri skv. vegaáætlun. Lagt verður fram frumvarp á þessu þingi um breytingu á þungaskatti þifreiða og verður gerð nánari grein fyrir þvi, þegar þar að kemur Unnið er að endurskoðun laga um aukatekjur ríkissjóðs en gjöld fyrir ýmsa þjónustu, er rikis- stofnanir láta I té hafa verið óbreytt frá 1 965 og gjaldaupphæðir, sem í þeim eru tilgreindar, þvi löngu úreltar Verðjöfnunargjald raforku er áætlað 715 m kr á næsta ári miðað við núverandi orkuverð Hér að framan hefur verið getið helstu skatt- tekna rikissjóðs en skatttekjur eru samtals um 99% af heildartekjum. Afgangurinn er m a arðgreiðslur frá rikisfyrirtækjum, sem áætlað er að hækki nokkuð á næsta ári aðallega vegna aukinna tekna frá Frihöfninni Lánsfjárætlun 1976 í næsta mánuði mun rikisstjórnin ganga frá og leggja fram lánsfjáráætlun fyrir árið 1976 Áætlanagerð þessi á sér nokkurn aðdraganda Allt frá árinu 1963 hafa að frumkvæði fjármála- ráðuneytisins verið samdar árlegar fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlanir vegna þeirra rikisframkvæmda, sem fjármagnaðar eru með lánsfé Áætlanirnar náðu þó eingöngu til láns- fjáröflunar til helstu opinberra framkvæmda, en ekki til annarrar lánastarfsemi, og voru þær lagðar fram sérstaklega og yfirleitt ekki fyrr en nokkrir mánuðir voru á árið liðnir, sem um var fjallað hverju sinni Á þessu varð breyting haust- ið 1973, er framkvæmda- og fjáröflunaráætlun fyrir árið 1974 var sameinuð fjárlögum Nú hefur verið ákveðið að auka þessa áætlanagerð og semja lánsfjáráætlun fyrir árið 1976, sem lögð verði fram meðan fjárlagafrumvarp er til meðferðar, þannig að yfirsýn fáist með skipuleg- um hætti yfir lánastarfsemina ! landinu á sama tima og fjárlagaákvarðanir eru teknar Snemma á árinu 1975 gerðu Seðlabankinn og viðskiptabankarnir með sér samkomulag um stöðvun útlánaaukningar frá lokum febrúarmán- aðar til loka maímánaðar Framkvæmd þessa samkomulags tókst vel og hefur það slðan verið framlengt tvisvar sinnum og gildir nú til ára- móta Sá árangur, sem með þessu móti hef- ur náðst i stjórn peninga- og lánamála er hinn mikilvægasti Hann mun þó ekki koma að haldi nema hemill sé jafnframt hafður á útlánum fjárfestingarlánasjóða og erlendum lántökum, og fjármálum hins opinbera: Af þeim sökum hefur fjármálaráðuneytið á grundvelli samþykktar rlk- isstjórnarinnar haft frumkvæði að samráði milli opinberra stofnana á sviði fjármála, peninga- og lánamála og efnahagsmála, til þess að gera árlegar lánsfjáráætlanir, þ e heildaryfirlit yfir þróun lánamarkaðsins innanlands og um heild- arlántökur erlendis Hin nýja heildaráætlun um lánamarkaðinn er umtalsverð framför i islenskri efnahagsmála- stjórn. Henni er ætlað að samræma starfsemi allra lánastofnana i landinu og ákveða heildar- framboð innlends og erlends lánsfjár með hlið- sjón af þeim útgjöldum þjóðarheildarinnar, sem stefnt er að, og samræmast jafnvægi í stöðunni út á við. Ennfremur felur áætlunin í sér skiptingu lána eftir forgangsröðun þarfa rikissjóðs, rikis- stofnana, opinberra fyrirtækja, bæjar- og sveitar- félaga, atvinnufyrirtækja og einkaaðila Með lánsfjáráætluninni verður stefnan i lánamálum mótuð hverju sinni fyrir árið, sem fer i hönd, og frá henni verður ekki hvikað nema ný viðhorf kalli á formlega endurskoðun Seðlabanki Islands hefur að ósk fjármálaráðu- neytisins unnið að þessu verki i samráði við þá aðila, sem með lánamálin fara og þá, sem gera áætlanir um framkvæmdir og framleiðslu. Á hinum miklu verðbólgu- og þenslutímum, sem undanfarið hafa gengið yfir þjóðina, hefur umframeftirspurn eftir vörum og þjónustu leitt af sér vaxandi lánsfjárskort innanlands, sem i sifellt rikara mæli hefur verið mætt með lántökum erlendis Afleiðingarnar hafa m a komið fram i aukinni verðbólgu og gifurlegum viðskiptahalla við útlönd Jafnframt hefur greiðslubyrðin stór- lega þyngst, þ.e. afborganir og vextir af lánum i hlutfalli af útflutningstekjum Horfur eru á, að greiðslubyrðin muni halda áfram að vaxa á næstu árum og aukast úr 1 5% i 20% að fjórum árum liðnum og er þá miðað við aukið aðhald I erlendum lántökum. Augljóst er, að farsæl framvinda efnahags- mála er undir þvi komin, að öruggum tökum verði komið á lánamáiin. Þar skiptir meginmáli, a.m k þegar til lengri tima er litið. að útgjöldum þjóðarinnar sé haldið innan þeirra marka, sem tekjurnar setja, og verulega sé dregið úr erlend- um lántökum. Að þessu verður stefnt með lánsfjáráætluninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.