Morgunblaðið - 29.10.1975, Síða 30

Morgunblaðið - 29.10.1975, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1975 Landsliðið vann pressnna í tilþrifalitlnm leik 3-0 Á mánudagskvöld lék úrvalslið BLl við „pressulið" sem Tómas Tómasson formaður Blakráðs Reykjavíkur hafði valið. Leikur- inn fór fram í Laugardalshöllinni og hófst kl. 21:00. Landsliðið skipuðu eftirtaldir leikmenn: Guðmundur Pálsson (Þrótti), Páll Ólafsson (Vík.), Indriði Arnórsson (ÍS), Sigfús Haraldsson (IS), Gunnar Árna- son (Þrótti), Gestur Bárðarson (Vík) og Elías Níelsson (Vík.). Pressuliðið var skipað eftirtöld- um: Benedikt Höskuldssyni og Ólafi Thoroddsen (Víkingi), Júlíusi Kristinssyni, Friðrik Guð- mundssyni og Helga Harðarsyni (IS), Leifi Harðarsyni og Eiriki Stefánssyni (Þrótti) og Tómasi Jónssyni (UMFL). — Landsliðið varð fyrir alvarlegu áfalli um síðustu helgi, er Halldór Jónsson slasaðist á æfingu og er enn óvist hvort hann getur leikið með á móti Englendingum um næstu helgi. Það er mjög mikill skaði fyrir liðið, þar sem Halldór er mjög góður leikmaður og stjórnar liðinu mjög vel á ieikvelli. Á mánudaginn vantaði einnig Valdemar Jónasson (Þrótti) í lið- ið svo að leikurinn gaf ekki alveg rétta mynd af getu liðsins. Ef við athugum leikinn sjálfan, þá var hann eins og allir pressuleikir hingað til, daufur og lítið spenn- andi. Það sem bjargaði landslið- inu í fyrstu hrinunni var að pressuliðið skorti alla samæfingu og var þar af leiðandi lengi í gang. En Iandsliðið var engu betra, því gekk illa að skora stig en aftur betur að vinna boltann aftur, auk þess sem ótaldar uppgjafir fóru í súginn. Landsliðið komst þó í góða forystu, 12—5, en pressan minnkaði i 12—8, og tókst reynd- ar að ná í tvö stig enn en hrinunni lauk 15—10 fyrir landsliðið. — I annarri hrinu var aðeins farið að lifna yfir leiknum og fóru lands- liðsmenn að reyna stutta skelli sem tókust oft mjög skemmtilega. Hjá pressunni sáust einnig góð tilþrif og góðir skellir sérstaklega Jímmy Rogers, bandari’ski blökkumaðurinn í Ármannsliðinu I baráttu við Sigurð Gíslason og Þorstein Hallgrímsson f úrslitaleik Ármanns og ÍR í Reykjavíkurmótinu. í leiknum við Playboys fær Rogers landa sinn til að berjast við og verður það örugglega erfiður róður fyrir hann. frá Friðrik, sem bæði laumaði og skellti fallega á landsliðið. Einnig sýndi Leifur ágætan leik, og upp- spil Helga var sömuleiðis ágætt. Pressan tók forystu á annarri hrinu 4—0, 5—1, en landsliðið jafnaði fljótt og komst í 11—8 og sigraði síðan 15—10. Það sem vantaði voru betri boltar á hlauparann, en þeir komu ýmist allt of stutt eða of langt þannig að stuttu skellirnir voru ekki nægi- lega nýttir, en þeir eiga að splundra hávörn andstæðingsins. Hávörnin hjá landsliðinu var gloppótt framanaf en fór batn- andi og í siðustu hrinunni gerði hún útslagið. Hún varði mjqg marga bolta og halaði landsliðið inn mörg stig á henni. Þriðja hrin- an var svipuð hinum fyrri og lauk henni 15—9, landsliðinu í vil. Lið- in léku eina aukahrinu og vann landsliðið hana einnig, 15—7. Sem fyrr segir var leikurinn heldur daufur og vantaði meiri brodd í sókn landsliðsins, og var greinilegt að margir landsliðs- manna fundu sig ekki í þessum leik, en vonandi verður annað að sjá til liðsins um næstu helgi er það mætir Englandi. Guðmundur Pálsson kom sterkastur út úr leiknum, einnig átti Indriði góða skelli er hann er ekki nema svip- ur hjá sjón nú eða þegar Halldórs Jónssonar nýtur við, og spilar upp fyrir hann. Aðrir léku þokkalega en ekki meira en það. Guðmundur Arnaldsson og Pétur Björnsson dæmdu leikinn og það nokkuð vel. Enska liðið valið Enski landsliðseinvaldurinn I knattspyrnu, Don Revie, hefurnú tilkynnt valið á enska landsliðinu sem leika á gegn Tékkum I Bratislava í kvöld, og verður það þannig skipað: Ray Clemence, Poul Madley, Roy McFarland, Colin Tood, lan Gillard, Colin Bell, Gerry Francis, Kevin Keegan, Mike Channon, Alan Clarke og Malcolm MacDonald. Þrir þessara leikmanna eru nýir menn með enska landsliðinu, og sá fjórði kemur nú inn f landsliðið eftir langt hlé. Nýju mennirnir eru Poul Madley, Roy McFarland og fan Gillard og Alan Clarke er sá sem ekki hefur leikið með enska landsliðinu i tæpt ár. Segja má að leikurinn f kvöld sé úrslitaleikurinn í þessum riðli F Evrópubikarkeppni landsliða. Sigri Englendingar i leiknum verða þeir að teljast nokkuð öruggir sigurvegarar f riðlinum, en þeir eru nú með 7 stig eftir 4 leiki. Tékkar hafa 4 stig eftir 3 leiki, Portúgalar 3 stig eftir 3 leiki og neðstir f riðlinum eru svo Kýpurbúar sem ekki hafa hlotið stig, en leikið 4 leiki. Gunnar Björnsson nýliðinn f Valsliðinu reynir að koma sér f skotstöðu f leik Vals við Hauka á dögunum, en Ingimar Haraldsson gerir sitt til varnar. Valur og Haukar eru nú efst og jöfn í 1. deildar keppninni, en FH og Vlkingur — hin stórliðin f deildinni, leika f kvöld f Laugardalshöllinni. Víkingur og FH í Höllinni í kvöld í kvöld fara fram tveir leikir f 1. deildar keppni íslandsmótsins f handknattleik. Leikið verður f Laugardalshöllinni og hefst fyrri leikurinn, sem er milli Þróttar og Ármanns, kl. 20.1 5. Ætti þar aðgeta orðið um skemmtilega viðureign að ræða, en bessi lið standa nú jafnt að Stjarna Playboys er blökkumaðnr vigi f 1. deildar keppninni: Bæði eru með 1 stig eftir 2 leiki — hafa gert jafntefli við Fram. Kl. 21.30 hefst svo leikur sem margir bíða sjálfsagt spenntir eftir. Er það leikur Víkings og FH. núver- andi íslandsmeistara og bikar- meistara. Og einnig þau lið standa nákvæmlega jafnt að vigi. Bæði hafa unnið Gróttu, en tapað fyrir Hauk um. Gifurlega mikið er f húfi fyrir lið þessi í kvöld. Tapaður leikur þýðir að möguleikarnir til þess að hreppa Ís- landsmeistaratitilinn hafa minnkað verulega, en sjálfsagt ætla þessi lið sér ekkert minna en sigur f mótinu. ARMENNINGUM hafa nú borist upplýsingar um lið Playboys sem þeir eiga að mæta f Evrópukeppn fhni á fimmtudag. Ekki voru þó upplýsingar finnanna mikiar að vöxtum, og bera samskipti Ár- menninga við Playboys hingað til talsverðan „austantjaldsblæ". Þeir gefa að vfsu upp nöfn leik- mannanna hæð, og landsleiki, en segja einnig f bréfi sínu til Ár- manns, að þvf miður eigi félagið ekki myndir af leikmönnunum! Það er ljóst að á fimmtudag fáum við að sjá viðureign tveggja blökkumanna. Aðalstjarna Play- boys er blökkumaðurinn Ronnie Canon sem er leikmaður upp á 2,0fi m. og það verður hlutverk Jimmy Rogers sem er 1,95 að stöðva Canon(una). Finnsku blöðin hafa skrifað mikið um Canon og segja að hann verði ill- stöðvandi í finnsku deildinni í vetur, þannig að hlutverk Rogers á fimmtudag verður erfitt. E.t.v. mun Símon Ólafsson þó verða settur honum til höfðus, þ.e. ef Símon kemur til leiksins sem ekki er enn alveg víst. Þriðji mögu- leikinn er sá að Björn Magnússon (202) takist á við kappann i Vörninni. Jón Sigurðsson mun fá verkefni við sitt hæfi f þessum leik. Hann þarf að kljást við hinn snjalla bakvörð Mahlamaki sem hefur Ieikið 85 landsleiki fyrir Finn- land. Sá er mjög snjall, en þö ekki betri en svo að Jón ætti að geta sé um hann. Þá má geta í liði finnana Kari Liimo, sem hefur 157 landsleiki að baki, og er góðkunningi margra okkar leikmanna sem hafa leikið gegn honum i lands- leikjum. Liimo er þjálfari og leik- maður með liðinu, og hefur áður leikið okkar menn grátt í lands- leikjum. En aldurinn sækir að hinu megin frá til hans, og hann ætti að stöðvast á vörn Ármanns. Liimo var á toppnum í Polar Cup 1966, en hefur m.a. þjálfað lands- lið Finnlands eftir að hann hætti að Ieika í því sjálfur. Allt í allt hafa finnarnir 436 landsleiki að baki, sem sýnir að þeir eru engir aukvisar. Ár- menningar hafa alls 90 landsleiki sem að vísu skiptast á færri leik- menn. Oft er talað um að þetta eða hitt liðið sé „stemningslið“, og ekki mun ofsögum sagt að Ármanns- liðið í körfubolta sé eitt hið mesta á því sviði hérlendis. Það hefur margoft sýnt sig, að ef Ármanns- liðið er hvatt áfram og stutt af áhorfendum þá getur það sýnt stórkostlega hluti. Láti áhorfendur til sín taka I leiknum á fimmtudag, getur það haft mjög mikið að segja fyrir Ármann, og hver ætlar að bera á móti þvi að okkar menn í Evrópukeppni bikarmeistara eigi möguleika gegn finnunum ef þeir ná góðum leik, — ekki ég. —gk. Viðureignir Víkings og FH hafa löng- um verið mjög skemmtilegar og tvi- sýnar allt frá fyrstu mínútu til hinnar sfðustu og var það meira að segja svo meðan FH-ingar voru nánast ósigrandi i fslenzkum handknattleik, en Víkingar voru hins vegar að berj- ast botnbaráttu f 1. deildinni. Um úrslit þessa leiks er engu hægt að spá, en vafalaust kemur það Vfk- ingunum til góða i leiknum, að þeir leika á heimavelli. f Laugardalshöll- inni, en vitaskuld eru FH-ingar þó hagvanir þar líka, og ef að líkum lætur fylgir fjöldi Hafnfirðinga þeim til leiksins. Hafnfirzkir áhorfendur eru jafnan atkvæðamiklir, og láta ekki sitt eftir liggja til þess að létta sfnum mönnum róðurinn í erfiðum leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.