Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Tilboð Lúðvíks Talsmenn stjórnarand- stöðunnar hafa undan- farna daga leitazt við að telja fólki trú um, að mikil þjóðar- hreyfing hafi verið að risa í landinu gegn samkomulagi við Vestur-Þjóðverja. Til staðfest- ingar þeim fullyrðingum sendi samstarfsnefnd um landhelgis- mál, sem Alþýðusamband ís- lands og önnur fjölmenn laun- þegasamtök eiga aðild að, frá sér áskorun um, að landsmenn legðu niður vinnu í gær til þess að mótmæla samkomulags- drögunum við Vestur- Þjóðverja, jafnframt því sem þessir aðilar efndu til útifundar á Lækjartorgi, sem varla hefur getað farið framhjá nokkru mannsbarni á íslandi, bæði vegna auglýsinga, sem dunið hafa í Ríkisútvarpinu síðustu sólarhringa, uppistands á Al- þingi og almennra frétta í fjöl- miðlum. Niðurstaðan varð hins- vegar sú, að landsmenn lögðu etcki niður vinnu í gær, úti- fundurinn á Lækjartorgi var ótrúlega fásóttur og blaðran hefur einfaldlega sprungið framan í þá menn sjálfa sem reyndu að blása hana upp. Einn þeirra manna, sem hvað lengst hefur gengið fram í tali um þessa miklu andstöðu- hreyfingu við samningana við Vestur-Þjóðverja og hvað harð- ast hefur gagnrýnt þá efnis- lega, er Lúðvik Jósepsson, fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra. Hann hefur á Alþingi mælt ein- dregið gegn samningum við Vestur-Þjóðverja. Þess vegna var einkar fróðlegt að hlýða á ræðu, sem Gunnar Thorodd- sen, félagsmálaráðherra, flutti á Alþingi í fyrradag í umræð- unum um þingsályktunartil- lögu ríkisstjórnarinnar, en í þessari ræðu skýrði Gunnar Thoroddsen frá tilvist bréfs, sem Lúðvík Jósepsson ritaði sem sjávarútvegsráðherra til utanríkisráðuneytisins í marz- mánuði 1974, eða fyrir aðeins rúmlega einu og hálfu ári. Þær upplýsingar hafa vakið mikla athygli, enda ekki komið fram opinberlega áður. f bréfi þessu gerir Lúðvík Jósepsson grein fyrir þeim til- boðum, sem hann vill gera til Vestur-Þjóðverja um veiðiheim- ildir innan gömlu 50 mílna fisk- veiðimarkanna. í fyrsta lagi vildi Lúðvík Jósepsson sam- kvæmt þessu bréfi leyfa Vest- ur-Þjóðverjum að veiða 80 þúsund tonn af fiski á íslands- miðum. í öðru lagi setti Lúðvík Jósepsson í bréfi sínu engin takmörk á þorskveiðar Vestur- Þjóðverja, og í þriðja lagi vildi Lúðvík Jósepsson bjóða Vestur- Þjóðverjum 54 þúsund ferkíló- metra veiðisvæði innan 50 mílna markanna, en sam- kvæmt samkomulagsdrögum núverandi ríkisstjórnar er fyrir- hugað veiðisvæði Vestur- Þjóðverja innan gömlu 50 mílna markanna 25 þúsund ferkílómetrar. Nú kann einhver að segja, að það sé mikil ósanngirni að bera slíkt tilboð upp á Lúðvík Jósepsson nú, vegna þess að aðstæður séu gjörbreyttar á fiskimiðunum við landið eftir að skýrsla Hafrannsóknastofn- unar kom fram. En því er heldur ekki að heilsa. Það hefur nefnilega verið upplýst, að þáverandi forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar, sem gegndi því starfi um skeið, hafði varað Lúðvík Jósepsson mjög sterklega við því að gera yrði ráðstafanir til verndar þorskstofninum þar sem hann væri kominn á hættulegt stig. Þessi sami fiskifræðingur upp- lýsti á ráðstefnu fyrir nokkru að Lúðvík Jósepsson hefði haft þessar aðvaranir að engu og viljað fresta öllum aðgerðum um eins árs skeið. Þetta sýnir að á svipuðum tíma og Lúðvík Jósepsson vildi gera Þjóðverjum þetta hag- stæða tilboð, er honum full- kunnugt um, að ástand þorsk- stofnanna á íslandsmiðum var orðið svo hættulegt að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir þeim til verndar og er það út af fyrir sig mjög ámælisvert bg alvarlegt, að hann sem sjávar- útvegsráðherra skyldi ekki gera þjóðinni rækilega grein fyrir þessu alvarlega ástandi á sínum tíma. Þá hefði verið hægt að gera nauðsynlegar verndunarráðstafanir fyrr. Þetta dæmi um málflutning Lúðvíks Jósepssonar og af- stöðu í ríkisstjórn og utan ríkis- stjórnar, er aðeins eitt af mörgum dæmum um þá skin- helgi og hræsni, sem einkennir málflutning þeirra manna sem hvað lengst hafa gengið i bar- áttunni gegn samkomulaginu við Vestur-Þjóðverja. Óhætt er að fullyrða að hægt er að tína til fleiri dæmi af þessu sama tagi um aðra afstöðu ýmissa þeirra, sem nú berjast gegn samkomulaginu við V- Þjóðverja fyrir ótrúlega stuttu siðan. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherr Samkomulagic óbilg Breté skýra Við Islendingar höfum skuld- bundið okkur til þess að leitast við að leysa deilumál okkar við aðrar þjöðir með samkomulagi. Þessi skuldbinding felst í aðild okkar að Sameinuðu þjóðunum, Helsinki-yfirlýsingunni og Atlantshafsbandalaginu. Enda liggur í augum uppi, að lifshags- munir smáþjóða byggjast fyrst og fremst á því, að deilumál þjóða á milli séu leyst með friðsamlegum hætti, en ekki valdbeitingu. Við Islendingar höfum staðið við skuldbindingar okkar að öllu leyti. Við höfum sýnt samkomu- lagsvilja og fulla sanngirni, en mætt óbilgirni og nú grímulausri og ólögmætri valdbeitingu af Breta hálfu. Lengi var samkomulagsvilja okkar mætt af fullkomnu skilningsleysi af hálfu Vestur- Þjóðverja, þar til alger stefnu- breyting hefur orðið nú á síðustu mánuðum, er leitt hefur til þess samkomulags við ríkisstjórn Sam- bandslýðveldisins Þýskalands um veiðar þýskra togara, sem nú er til umræðu. Samkomulag þetta styrkir stöðu okkar út á við á alþjóðavettvangi, og setur sanngirni okkar, en óbil- girni Breta í enn skýrara ljós en ella, gagnvart umheiminum. Samkomulag þetta styrkir stöðu okkar á fundum hafréttarráð- stefnunnar og er tii þess fallið að vernda það ákvæði í frumvarpi að hafréttarsáttmála, sem okkur er mikilvægast, samfara 200 mílna efnahagslögsögu. Samkvæmt haf- réttarfrumvarpi hefur strandrík- ið einhliða rétt til þess að ákveða hve mikið fiskimagn má taká upp úr sjó og hver skuli gera það. A hafréttarráðstefnunni eru sterkar raddir, sem vilja fela gerðardómi þetta ákvörðunarvald á þeirri for- sendu að strandríkinu sé ekki treystandi að sýna sanngirni. I samskiptum okkar og Breta og með samkomulagi við Vestur- Þjóðverja höfum við sýnt að strandriki er fullkomlega treystandi til að eiga einhliða úr- skurðarvald um hagnýtingu 200 míina efnahagslögsögu sinnar. KOSTIRNIR SKIPTA MEIRA MALI Samkomulag það, sem hér er til umræðu er gert milli tveggja rikja, sem hafa andstæða hags- muni og skoðanir í fiskveiðimál- um. Ljóst er, að hvorugur fær öllu framgengt, sem hann vill helst og því eru auðvitað annmarkar á þessu samkomulagi frá okkar sjónarmiði, en kostirnir skipta meira máli og eru slíkir, að sam- komulagið er í heild í fullu sam- ræmi við hagsmuni íslendinga. Spurningin er sú, hvort við öðlumst einir 'frekar og fyrr stjórn á hagnýtingu fiskimiðanna með samningum eða án samninga. Verndun fiskstofnanna er ekki eingöngu fólgin í því, hve mikið aflamagn útlendingar fá eða geta veitt á Islandsmiðum, heldur hvernig, hvar og hvenær veiðar eru stundaðar. AÐGERÐIR VIÐ VERNDUN FISKSTOFNA I skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar um ástand fiskstofna og annarra dýrategunda á Islandsmiðum og nauðsynlegar friðunaraðgerðir innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi, dags. 13. okt. s.L, er vitnað til skýrslu stofnun- arinnar til landhelgisnefndar frá 1972, þar sem segir, að einkum sé beitt 5 aðferðum við verndun fiskstofnanna. 1. Ákvæði um lágmarksstærð. 2. Lokun eða friðun veiðisvæða, sem ýmist er tfmabundin, eða gildir allan ársins hring. 3. Ákvæði um hámarksafla. 4. Ákvæði um gerð veiðarfæra. Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, flutti á Alþingi í fyrradag um samkomulags- drögin við V-Þjóðverja en iðnaðarráðherra tók þátt í samn- ingaviðræðunum við Þjóðverja: Þingræða C Einar Ágústsson. sem gegnt hefur formennsku samninganefndar og leitt málið af lipurð og myndarskap, hefur I framsöguræðu sinni gert grein fyrir efni þessarar tillögu. Ég get þess vegna stytt mjög mál mitt og sleppt að minnast á ýmis atriði. sem hann gerði skil. Eftir þeirri lýsingu, sem við feng- um á þessu máli hjá Lúðvlk Jóseps- syni, og ýmsum samherjum hans I málinu utanþings, þá er hér um vont mál að ræða, og þó að hann notaði ekki svo sterk orð, þá höfum við heyrt og lesið um „smánarsamn- inga", „svik" og „landráð" og fleiri ámóta faguryrði. Sú spurning kemur að sjálfsögðu upp I huga fjölda manna, sem hlusta á þetta: Hvernig stendur á þvl, að ríkisstjórn með stuðningi a.m.k. % hluta Alþingis leggur sllka tillögu fyrir þing og þjóð? Veiða minna en án samninga Svar mitt er i fyrsta lagi þetta: þessi samningsdrög miða að þvi, að Vestur- Þjóðverjar veiði minna á íslandsmiðum en þeir mundu gera án samninga Og i öðru lagi miðar samningurinn að því, að íslendingum megi takast betur held- ur en án samninga að vernda og friða fiskimiðin og hafa stjórn á veiðum Hvers vegna dreg ég þessar ályktan- ir kunna menn að spyrja Ég vil benda á nokkrar staðreyndir Um allmörg undanfarin ár, áður en deilur hófust mun meðalársafli Þjóð- verja á íslandsmiðum hafa verið um 120 þús. lestir Á árinu 1973 var hann nær 92 þús lestir og á s.l. ári, 1 974, 68 þús lestir Landhelgisgæzla okkar hefur, eins og víð vitum öll, unnið frábært starf á undanförnum árum Til hennar berum við fullt traust og ég tel ástæðu til að votta henni þakkir fyrir dugnað, sam- vizkusemi og snarræði. En möguleik- um Landhelgisgæzlunnar eru auðvitað takmörk sett vegna skipakosts og flug- véla Á s.l ári, 1974, gat Landhelgis- gæzlan vegna samninganna, sem þá voru i gildi við Breta, einbeitt sér að þvi að stugga Þjóðverjum af islands- miðum. Samt sem áður veiddu Þjóð- verjar rösk 68 þús tonn Nú eru það ekki 50, heldur 200 sjómílur, sem á að verja, og ef ekki er samið, þarf að verja þetta stóraukna svæði bæði gegn Stefn- an ersú, að íslendingar Bretum og Þjóðverjum og þá væntan- lega einnig öðrum þjóðum. Er það nú líklegt, þegar litið er á þessar stað- reyndir, að afli Þjóðverja mundi minnka við það, að hafsvæðið stækkar svo mjög og að Landhelgisgæzlan þyrfti að fást við skip allra þeirra þjóða, sem vildu veiða á (slandsmiðum, ef hvergi má semja? Getum við varið landhelgina? Slðasti ræðumaður hélt þvl fram nú, eins og hann raunar hefur gert oft áður, að það væri óþarft að semja við nokkrar aðrar þjóðir I landhelgismál- inu. Við gætum hæglega varið okkar landhelgi. Og þrátt fyrir þessar stað- reyndir, sem liggja fyrir, þá komst þingmaðurinn svo að orði, að það væri auðvelt að verja landhelgina, ef við beittum okkur eindregið, það væri ekk- ert að marka það, sem gerzt hefði á þeim tveim árum, 1973 og 1974, sem Þjóðverjar nefðu veitt 91 þús. og 68 þús., vegna þess að Landhelgis- gæzlan hefði af sérstökum ástæðum ekki tekið nægilega á. Ég veit, að þingmaðurinn beinir þessu ekki til Landhelgisgæzlunnar sjálfrar, heldur yfirstjórnar hennar. Hins vegar sagði hann, að Landhelgisgæzlan hefði nú sýnt, hvað hún gæti. M.ö.o., af ein- hverjum annarlegum ástæðum, frá hinum æðri stöðum, hefði Landhelgis- Æ ■ ■ raoi ei — Samkomulaj gæzlan ekki haft frjálsar hendur, held- ur verið lömuð I tið þeirrar stjórnar, sem þessi þingmaður var sjávarútvegs- ráðherra i En nú eftrr stjórnarskiptin hefur hún sýnt, hvað hún getur, þá getur hún tekið á Æðsti yfirmaður Landhelgisgæzl- unnar er sá sami nú og í fyrri stjórn, svo að ef eitthvað er til I þessu, sem þingmaðurinn segir, þá virðist það hafa verið einhver áhrif frá öðrum innan fyrrv. ríkisstjórn, sem hafi valdið þvi, að Landhélgisgæzlan tók ekki á, eins og hann talar um. Þetta er þung ásökun I garð einhverra i fyrrv. stjórn. Stjórnun veiðanna Ég minntist á það, að önnur megin- ástæða til þess, að þessi samningsdrög væru lögð fram og mælt með þeim. væri sú, að þau myndu einnig gera okkur auðveldara að skipuleggja og stjórna veiðum á Islandsmiðum. Vernd og friðun fiskimiðanna er eitt mikil- vægasta verkefnið, sem við íslendingar eigum við að glíma, og við höfum þvi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.