Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975 Sigurlaug Bjarnadóttir: Verðum að upplýsa aðrar þjóðir um hið rétta eðli málsins Ég vildi helzt ekki væna neinn íslending, hvorki innan Alþingis né utan, um vísvitandi óheilmdi í afstöðu smni til þessa máls svo viðurhlutamikið sem það er Hins- vegar verð ég að segja að svo virðist — því miður — að alltof margir hafi látið freistast til til að taka undir háværar og æsmgakenndar upp- hrópanir um enga samninga við neina þjóð um neinskonar veiði- heimildir innan 200 mílna mark- anna — án þess að reynt hafi verið að vega og meta, sem nauðsynlegt væri þau rök og mótrök, er málið felur í sér Þau rök hafa þegar verið skýrð og skilgremd það rækilega við fram- sögu málsins hér á Alþingi, að ég þarf þar litlu við að bæta Hitt hlýt ég að segja af heilum hug — að það er langt í frá. að ég sé ánægð með þessa samnmga og hygg ég, að ég tali þar fyrir munn flestra Alþingismanna og um leið flestra íslendinga Að sjálfsögðu erum við ekki ánægð með það að veita nokkurri erlendri þjóð verulega hlutdeild í því aflamagm á íslands- miðum, sem vitað er að við gætum fullnýtt sjálfir og meira en það Þar á móti kemur hinsvegar sú meginrök- semd, sem við hljótum að byggja okkar endanlegu afstöðu á — að það er tvímælalaust okkur hag- kvæmara að hafa í gegnum samn- inga ákveðna stjórn og eftirlit með veiðum erlendra þjóða mnan land- helgi okkar fremur en að bjóða heim stjórnlausri rányrkju Talið er, samkv tölum, sem fyrir liggja, að V-Þjóðverjar hafi veitt 68 þús tonn á íslandsmiðum árið 1974 Þá hefir því óspart verið hampað af stjórnarandstæðingum, að áætlað veiðimagn þeirra við ís- land á yfirstandandi ári sé 40 þús. tonn Engra heimilda hefir verið getið í sambandi við þessa tölu Sjálf leitaði ég upplýsinga hjá Hafrannsóknastofnuninni og Fiski- félagi íslands en á hvorugum staðn- um var nokkuð vitað um. hvaðan eða hvernig þessi tala, 40 þús tonn, væri tilkomin Allt bendir þvi til, að hér sé farið með fleipur eitt Önnur meginrök, sem réttlæta samninga við V-Þjóðverja er að sjálf- sögðu sú staðreynd, að þeir sækja ekki nema að mjög takmörkuðu leyti í þorskstofninn, sem mest ríður á að vernda fyrir áframhaldandi ofveiði erlendra fiskveiðiþjóða — og ís- lendinga sjálfra Það er því augljóst mál, að 55 þús tonn af ufsa og karfa til V-Þjóðverja og 5 þús af þorski á móti 65 þús tonnum af þorski, sem nefnd hafa verið i við- ræðum við Breta — það er ekki sambærilegt og því óþarft að gera of mikið úr hættulegu fordæmi með slíkum samnmgum við V-Þjóðverja Ég fæ satt að segja ekki betur séð en að Bretar hafi með framkomu sinni að undanförnu fyrirgert öllum möguleikum á samningum við okkur um veiðiheimildir á íslenzkum fiskimiðum — hvað þá heldur um 65 þús tonn af þorski! Ég fagna þeim upplýsingum, sem komu fram í svari hæstv utanríkisráðherra hér áðan v.ð spurningu þar að lútandi, að við værum á engan hátt bundnir af fyrra tilboði okkar — ef tilboð skyldi kalla — um 65 þús. tonna veiðiheimild til Breta svo að við höfum þannig algerlega óbundnar hendur gagnvart þeim nú. Þá vil ég leggja áherzlu á mikil- vægi 7 og 8 málsgremar samn- ingsuppkastsins sem fjalla um stað- setningarskyldu og eftirlit með veið- um Þjóðverja Þessi ákvæði verðum við ef til samninga kemur að nýta til hins ítrasta af nákvæmni og festu, þannig að við fáum skýrt og áreiðan- legt yfirlit yfir aflagerð og aflamagn þýzkra skipa á hverjum tíma Það varðar miklu, að þetta eftirlit og aðhald fari okkur vel og skipulega úr hendi og gæti raunar jafnframt orðið grundvöllur og upphaf að virku eftir- liti og stjórnun á veiðum okkar Is- lendinga sjálfra, sem Ijóst er, að við munum þurfa að taka upp hvað sem líður veiðum útlendinga Til þess að slíkt eftirlit verði stöð- ugt og fullnægjandi — og þá á ég fyrst og fremst við V-Þjóðverja — þyrfti að að mínu mati að vera að staðaldri eitt eftirlitsskip á hverju hinna þriggja helztu veiðisvæða: — fyrir S-Austurlandi, úti af Reykjanesi og úti fyrir Vestfjörðum Til þess þurfum við að sjálfsögðu sérstakan skipakost og virðist eðlilegt að við tökum til þessa starfa eitthvað af okkar stærri skuttogurum á meðan landhelgisgæzlan þarf að beita sér af fullum þunga að brezkum veiði- þjófum og herskipaflota hennar hátignar. Bretadrottnmgar. Þá ber og að hafa það í huga í þessu sambandi, að samkvæmt samningnum, i mðurlagi 8 gr , er ákvæði um, að togari sem gerist brotlegur gagnvart settum reglum skuli strikaður út af listanum yfir togara, sem veiðíheimild hafa Því ber að fylgja fast eftir Enn ein röksemd fyrir gildi samn- inga, sem mér heyrist ýmsir gera hættulega lítið úr, er sú, að það er álit þeirra manna, sem lengst og bezt hafa unmð að landhelgismálum okkar að öllum samningum nú myndi stórlega veikja stöðu okkar, þegar til lokaatrennunar kemur á hafréttarráðstefnu S Þ og spilla þeirri samúð, sem við höfum áunnið okkur í fyrri átökum um landhelgina með ábyrgri afstöðu okkar og ágætu starfi okkar fulltrúa fyrir íslenzkum málstað Hafa ber í huga, að enda þótt þróun síðustu ára í hafréttarmálum gefi ástæðu til bjartsýni og æ fleiri þjóðir hneigist að 200 mílna fisk- veiðilandhelgi, þá eru samt enn ýmsir þröskuldar í vegmum fyrir því, að endanleg alþjóðleg viðurkenning liggi fyrir. Þeim lokaáfanga verðum við að ná og ég trúi því, að við náum honum með skjótari og farsælli hætti eftir samningaleiðum, enda þótt það kosti okkur nokkrar tíma- bundnar fórnir — heldur en með stríði við hlutaðeigandi þjóðir, séu þær á annað borð viðmælandi Sannleikurinn er auðvitað sá, — og það vita allir íslendingar, sem skoða málin af raunsæi og skynsemi — að í samningum sem þessum, hversu þýðingarmiklir sem þeir eru fyrir okkur, þá er ekki spurningin aðeins hvað við viljum — og hvað við þurfum að fá, heldur hvað við getum fengið. Það má raunar undarlegt heita, að ekki sé fastara að orði kveðið, hve illa það gengur að koma þessum deiluaðilum okkar, þjóðum sem eiga að heita okkur vinveittar bandalags- þjóðir, — í skilning um að fiskurinn i sjónum í kringum landið er sú lifsbjörg, sem við íslendingar eigum lif okkar og tilveru undir sem efna- hagslega og pólitískt sjálfstæð þjóð Eða hvernig eigum við öllu lengur að taka alvarlega hjal um vestræna samvinnu. vinarþel og virka sam- stöðu um öryggi og sjálfstæði vestr- ænna þjóða á sama tíma og það er látið líðast. að hin mmnsta — og hin eina vopnlausa á meðal þeirra sé — af vinaþjóðunum sjálfum — beitt hernaðarlegu ofbeldi, samn- ingssvikum viðskiptalegum þvingunum svo að efnahagslegu sjálfstæði hennar er stefnt ? voða? Þýðir þetta í raun, að við stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri napur- legu staðreynd, að bandalagsþjóðir okkar telji okkur nógu góða til að nota okkur til að þjóna vestrænum hagsmunum í varnar- og öryggis- málum — og um leið nógu litla til að traðka á okkur? — Nú vitum við samt. að við eigum sem betur fer ýmsa einlæga og trausta talsmenn í herbúðum and- stæðinga okkar, sem skilja og styðja okkar málstað í ræðu og riti En slikar raddir eru of fáar og það mun þvi miður sanni nær, sem heyrzt hefir m a frá íslendingum i Bretlandi, að þar vaði uppi í fjölmiðl- um hverskyns rangfærslur og rang- túlkanir á málstað okkar Hér þurfa islenzk stjórnvöld að bregðast skjótt við til úrbóta. Það liggur í augum uppi, að okkur er það höfuðnauðsyn nú, er við berj- umst til úrslita um 200 mílna land- helgina, að höfð sé uppi af okkar hálfu öflug og vel skipulögð upp- lýsinga- og kynningarstarfsemi á alþjóðavettvangi ekki aðeins við samningaborð með deiluaðilum okkar eða á stjórnarráðsskrifstofum hlutaðeigandi rikja heldur á miklu víðari vettvangi — úti á meðal al- mennings Við þurfum að fræða hinn almenna borgara um hið rétta eðli málsins, og eyða fjarstæðu- kenndum misskilningi og rang- túlkunum sem hafðar eru í frammi gegn okkur í stuttu máli Við þurf- um að reyna með öllu tiltækum ráðum að magna upp almennings- álitið eins og komizt var að orði í leiðara Mbl nú á dögunum — utan íslands og þá fyrst og fremst í þeim löndum. sem nú seilast eftir veiði- réttindum á íslenzkum fiskimiðum, sem v.ð höfum í raun ekki efni á að veita einum eða neinum — og gerum heldur ekki ótilneyddir Mér virtist þannig eðlilegt og sjálfsagt, að við notuðum skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar, sem við nú byggjum okkar málflutning aðallega á, og er viðurkennd af brezkum fiskifræðingum — að við notuðum hana og tilreiddum þannig í læsilegum og aðgengilegum búningi, að hún höfðaði til hins almenna lesanda, fremur en skýrslan í heild, sem of mikil bjart- sýni er að ætla að almenningur utan íslands nenni að lesa En að sjálf- sögðu þarf skýrslan að liggja fyrir þannig í erl þýð Hæfilega stuttur, myndskreyttur og snotur upp- lýsingabæklingur, sem hefði að geyma meginniðurstöður skýrsl- unnar hæfilega kryddaðar almenn- um fróðleik um ísland gæti að mínu mati gert málstað okkar ómetanlegt gagn, ef rétt væri á haldið um gerð hans, útgáfu og dreifingu. Jafnhliða slíkri útgáfu þyrftum við að gera okkar ítrasta nú til að koma að okkar sjónarmiðum í erlendum fjöl- miðlum Ég veit, að það kann að reynast erfitt, t d ? Bretlandi, þar sem við þyrftum hvað helzt á því að halda, en væri samt ekki reynandi að fá okkar ágæta sjónvarpsmann Magnús Magnússon, sem enn starf- ar hjá BBC, í lið með okkur nú Og Framhald á bls. 22 Talnablekkingar stjórnarandstæðinga: Höfuðatriðið að minnka aflamagn og ná stjórnun á veiðisókninni — Ræða Guðmundar H. Garðarssonar, alþingismanns um samnings- drögin við Vestur- Þjóðverja Guðmundur H. Garðarsson (S) sagði íslendinga lita á svæði hinnar nýju fiskveiðilögsögu sem sína rétt- mætu eign. Hins vegar væri ekki hægt að horfa fram hjá þeirri stað- reynd, að einhliða yfirlýsing okkar um stækkun fiskveiðilandhelginnar hefði ekki enn sem komið væri öðlast viðurkenningu á alþjóðavett- vangi. Við slíkar kringumstæður ættum við um þrjár leiðir að ræða: sjálftökuleiðina, dómstólaleiðina og samningaleiðina. ÞRJÁR LEIÐIR Sjálftökuleiðinni væru takmörk sett. Ekki tókst I vinstri stjórn að tryggja framgang og tilgang útfærsl- unnar I 50 sjómílur með henni eanni Þess vegna sömdu Lúðvík Jósepsson og Alþýðubandalagið við Breta í nóvember 1973, sem í minni alþjóðar er. Allir væru sam- mála um að dómstólaleiðin kæmi alls ekki til greina í þessu lífshags- munamáli þjóðarinnar, eins og allt væri í pottinn búið i þessu efni á alþjóðavettvangi. Þá er aðeins ein leið eftir, samningaleiðin, eða hún í tengslum við sjálftökuleiðina. Þessi leið var farin af fyrri stjórn árið 1973 i samningum við Breta, Norðmenn og Færeyinga, sem og i nú nýupplýstum samningsvilja- drögum L.J. við V-Þjóðverja 1974. Þá voru svikasamningar, óþjóðholl- usta og landráð ekki á tungu Al- þýðubandalagsmanna, enda óðu þeir sjálfir í eyru i „samningsmakk- inu". Þeir vildu meira að segja semja við V-Þjóðverja um 80.000 tonna ársafla, 48 togara á 54.000 ferkm. hafsvæði, án takmarkana á þorsk- afla, eins og Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra hefur nú upplýst. Nú væri 60 000 tonna samningur, nokkrum mánuðum síð- ar, þar sem þorskur er að mestu undanskilin, sem miðaðist við 40 isfiskskip á 25.000 ferkm. svæði, með margs konar skilyrðum um lok- uð friðunarsvæði, útilokun frysti- og verksmiðjutogara o.fl. — hinsvegar talin á mörkum landráða Ég skal viðurkenna, að enginn gerir slíkan samning, sem nú liggur fyrir, fyllilega ánægður. En ólikt er hann aðgengilegri og kostameiri en samningur sá við V-Þjóðverja. sem Alþýðubandalagið vildi gera á sl. ári. Verðmætaútreikningur stjórnarandstæðinga Stjórnarandstæðingar segja að til- greint aflamagn til V-Þjóðverja og fleiri þýði 16—20 milljarða lífs- kjaraskerðingu fyrir þjóðina (og raunar verulegt atvinnuleysi). Fram hjá bví er vísvitandi horft, að Þjóð- verjar myndu ótvírætt veiða mun meira magn fisks, með óæskilegri veiðiskipum og á hættulegri veiði- svæðum, ef engir samningar yrðu gerðir. Og í stríði landhelgisgæzlu við tvær þjóðir myndi varzlan gegn Bretum einnig verða verulega áhrifa- minni. Hér erum við að ræða um hugsanlegt verðmæti samnings við Vestur-Þjóðverja. Litum á verðlagningu stjómar- liðsins. Sennileg aflaskipting myndi verða 35.000 tonn karfi, 20.000 tonn ufsi og 5000 tonn þorskur. 0 35.000 tonn af karfa, fullunninn í frystihúsi, með meðalnýtingu, u.þ.b. 10.150 tonn af flökum i 7 Ibs. umbúðir, flutt út til Sovétríkj- anna, gerði um 1678 m.kr. cif. 0 20.000 tonn af ufsa, fullunninn i frystihúsi, með meðalnýtingu, u þ b 7200 tonn af fl i 7 Ibs umbúðum, flutt út til Sovétrikjanna, gerði um 1077 m. kr. cif. 0 5000 tonn þorskur, nýr upp úr sjó, þ.e sv. 4000 tonn slægð, flakað og fryst á Bandarikjamarkað, yrðu um 1560 tonn af frystum flökum, gerðu um 583 m.kr. 0 Þetta eru samtals 3338 m.kr. i stað 16000 til 20.000 m.kr. Þetta heitir nú að stjórnarand- stæðingar fari frjálslega með tölur og staðreyndir. Að þvi ógleymdu að í kjaraskerðingardæmi þeirra af völdum samningsins gefa þeir sér þá forsendu, að Þjóðverjar myndu ekki ná beini úr sjó, ef ekki yrði samið, en allir sem til þekkja vita, að niðurstaðan myndi þvi. miður verða þveröfug, aflinn verða meiri, hættu- legar tekinn og öðru visi samsettur. Allur samanburður þeirra er helber og órökstuddur þvættingur. Auk þess sem það lýsir ótrúlegri forherð- ingu að bera þá blekkingu á borð að óútkljáð deilumál við aðrar þjóðir séu orðnar staðreyndir og þeim gefin ákveðin fjármunaleg stærð. Samningatilraunir við Vestur-Þýzkaland Samningatilraunir við Sambands- lýðveldið Þýzkaland hafa staðið I nær 3 ár eða allt frá samþykkt Alþingis í tíð vinstri stjórnar, 15. febr. 1 972, um tilraunir i þá átt, en án árangurs til þessa Samningstil- raunir við Þjóðverja eru þvi engin nýjung nú og ef þeir eru „tilræði við þjóðina" er um framhalds-„tilræði" að ræða, sem rætur á fyrrgreindri samþykkt, tilvitnuðu tilboði Lúðvíks og fyrri samningaviðraéðum. Mergurinn málsins er einfaldlega sá, að nú býðst samningsmöguleiki, sem tryggir ótvirætt, að minna verður veitt, ekki sizt af þeirri fisk- tegund sem i mestri hættu er, held- ur en án samninga. Þá er það mikils virði að þurfa f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.