Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975 17 Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar Stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar f Reykjavík 1975: Talið frá vinstri: Stefán Bjarnason, Gunnar Jóhannesson, Gústaf Óskarsson gjaldkeri, Árni Edtvinsson ritari, Sigurður M. Þorsteinsson formaður, Ingvar Valdimars varaform., Haukur Hallgrímsson, Einar Gunnarsson, Helgi Ágústsson. Flugbjörgunarsveitin 25 ára I DAG 28. nóv. eru 25 ár liðin unar í björgunarstarfi og þá sér- Stefán Bjarnason, Páll Steinþórs- síðan Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð af flug- áhugamönnum, sem töldu nauð- synlegt að stofna björgunarsveit, sem væri sérhæfð í sambandi við leit og björgun úr flugvélum, þvf á þessum tfma var mikil aukning á flugi á Islandi. Sfðan hefur FBS verið að þjálfa menn og afla tækja til að geta veitt sem bezta aðstoð ef vá ber að höndum. Þá hafa verið stofnaðar flug- björgunarsveitir á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Varmahlíð í Skagafirði, Hellu á Rangárvöll- um, Skógum A-Eyjafjallahr., Vík Mýrdal og Kvennadeild í Reykja- vík. Allar þessar sveitir vinna að sama markmiði og starfa sjálf- stætt. Auk þjálfunar hér heima hafa um tuttugu menn sótt námskeið hjá Rauða krossi Noregs, til þjálf- staklega við björgun á fólki, sem hefur orðið undir snjóskriðum. I því sambandi hefur sveitin aflað sér tækja og útbúnaðar til leitar að fólki. Flugbjörgunarsveitin hefur nú yfir að ráða fimm fjalla- og sjúkrabifreiðum og einni belta- bifreið. Um 100 menn eru skráðir til æfinga og björgunarstarfa og þar að auki eru á aukaskrá um 75 manns, sem kalla má út ef slys verða. Stjórn sveitarinnar skipa þess- ir menn: Formaður Sigurður M. Þorsteinsson, varaformaður Ingv- ar Valdimarsson, ritari Árni Ed- winsson, gjaldkeri, Gústaf Öskars- son, spjaldskrárritari Gunnar Jóhannesson, meðstjórnendur Einar Gunnarsson og Haukur Hallgrímsson. Varastjórn skipa Um tannlækn- ingar vangefinna Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um þetta málefni, enda er tannleysi með því versta sem fyrir vangefinn getur komið, en það er algengt hér á landi. Gott er að fólk er almennt farið að gera sér grein fyrir þessu en það hefði mátt vera fyrr. Ráðist hefur verið all harkalega á tannlæknastéttina og deild skólatannlækninga i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, sem unnið hefur mikið starf á undan- förnum árum. Það er engu líkara en þarna vinni vont fólk, sem ekkert vill sinna vangefnum. Mér Gjöf til Laug- ameskirkju Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, er þjóðinni löngu kunnur fyrir hið mikla starf sitt fyrir gamla fólkið í landinu, sem einhvern veginn hefur orðið útundan í tækniþjóðfélagi nútimans. Hann hefur og stutt mjög við bakið á Kvenfélagi Laugarnessóknar 1 viðleitni þess að koma til móts við eldra fólkið í sókninni. Nú nýlega, og það vildi ég sér- staklega þakka, hefur hann gefið Laugarneskirkju vandaðan hjóla- stól fyrir fatlaða. Stendur hann til reiðu fyrir hvern þann, er kemur til kirkju og hefur þörf einmitt fyrir slíkt sæti. Auk þessa hefur Gísli á svo margan hátt uppörvað safnaðar- starfið. Gefið Passíusálmabækur og almennar sálmabækur í kirkjuna auk annarra bókagjafa. Þá hefur hann og nokkrum sinn- um boðið nokkrum konum úr Kvenfélaginu til viku- sumardvalar í Ásheimilið í Hvera- gerði. Höfum við hjónin einnig ósjaldan notið þeirrar miklu gest- risni hans. Vil ég með þessum línum tjá honum virðingu mína og þakk- læti. son og Helgi Ágústsson. Flugvjörgunarsveitin mun í köld halda upp á afmælið að Hót- el Loftleiðum. Hin árlega hátíð Arbæjar- safnaðar verður haldin sunnudag- inn 30. nóv. 1. sunnudag í aðventu f hátfðasal Arbæjarskóla. Það er orðin föst venja hjá mörgum söfnuðum hinnar ís- lenzku þjóðkirkju aó helga og halda hátíðlegan sérstakan kirkjudag, þar sem einkum er vakin athygli á þeim málefnum, sem efst eru á baugi í viðkomandi söfnuði hverju sinni. Árbæjar- söfnuður hefur valið nýársdag kirkjuársins sem kirkjudag sinn og fer vel á þvf. Við upphaf nýs kirkjulegs starfsárs komum við saman til þess að hugleiða hvert hefur miðað og hverjum mark- miðum við hyggjumst ná í næstu framtíð. Kirkjudagurinn er einn höfuðhátíðisdagur hvers safnaðar, dagur uppgjörs og áforma, heitstrenginga og vona, óska og bæna, sameiningartákn safnaðarmanna, er efla á safnaðarvitund þeirra og eggja þá til aukinna átaka fyrir Krist og kirkju hans. Árbæjarsöfnuður hefur ráðist í byggingu kirkju- og safnaðarheimilis af miklum stór- hug, dugnaði og framsýni. En þótt mikilvægum áfanga hafi verið náð, er þó enn margt ógert, þar til safnaðarhússbyggingin getur gegnt hlutverki sínu sem miðstöð safnaðarstarfs í Árbæjar- og Sel- ássókn. Þá fyrst hefur söfnuður- inn uppfyllt frumlægustu þörf sína, er hann eignast þak yfir sig og starf sitt. Dagskrá kirkjudagsins verður í aðalatriðum á þessa leið: Kl. 10.30 hefst barnasamkoma í Árbæjarskóla og guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna kl. 2 e.h. Að lokinni messu hefst kaffisala kirkjunefndar Kvenfélagsins og verður veizlukaffi á borðum fyrir Árbæinga og aðra Reykvíkinga fram eftir degi. Jafnframt verður efnt til skyndihappdrættis með fjölmörgum góðum vinningum og unglingar úr dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna táningadansa. Kl. 9 síðdegis hefst svo hátíðar- samkoma í skólanum. Þar flytur frú Svava Ólafsdóttir ávarp, frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngur einsöng, frú Sigríður Thorlacius, formaður Kvenfélags- sambands íslands, flytur hátíðar- Framhald á bls. 27 rennur því blóðið til skyldunnar og vil með örfáum orðum lýsa þeim móttökum, sem skjólstæð- ingar mínir að Tjaldanesi hafa fengið þar. Fyrir nokkrum árum fór ég með fáeina pilta til deildarinnar og bað um viðgerð á tönnum þeirra. Mér var ágætlega tekið og fór þetta svo að allir piltarnir hér fengu fullkomna meðferð af fær- ustu tannlæknum. Fólk getur imyndað sér að þetta var erfitt og tímafrekt starf. Síðan hafa þeir farið á hverjum vetri til eftirlits og aðgerða og alltaf verið jafn- velkomnir. Starfsstúlkur og læknar hafa sýnt þeim mikla alúð og umhyggju og er ég þeim mjög þakklátur fyrir. Nú munu vera tímabundnir erfiðleikar hjá deildinni vegna tannlæknaskorts, en vonandi ræt- ist úr þeim sem fyrst. Mér er kunnugt um að fleiri stofnanir og heimili hafa fengið fyrirgreiðslu hjá deild skólatannlækninga og vildi gjarnan að það kæmi fram. S.l. sumar gerði Stefán Yngvi Finnbogason tannlæknir aðgerðir á nokkrum piltum vegna tann- holdssjúkdóma og naut þar aðstoðar Valdemars Hansens svæfingalæknis. Árangurinn var með ágætum svo og umhyggja læknanna fyrir piltunum. Ur því verið er að tala um þjónustu við vangefna, vil ég ekki láta þessu lokið fyrr en ég hef þakkað læknum og starfsliði Landakotsspítala fyrir ágæta umönnun vistpilta héðan, sem þangað hafa þurft að leita. Um kennslu og þjálfun vangefinna yf- irleitt verður ekki rætt hér. Oft er sagt að við íslendingar séum aft- arlega á merinni, sérstaklega f sambandi við heilbrigðisþjón- ustu. 1 málefnum vangefinna erum við ekki einu sinni komnir á bak. Tjaldanesi, 21. nóv. 1975 Birgir Finnsson. EITT ORÐ um Levis áður en þú leítar lengra Þetta er leðurmiði, sem einungis finnst á gallabuxum sem heita Levi’s og eru framleiddar úr bezta fáanlega denim efni í heimin- um. Og sniðið er enn hinn upphaflegi ameríski orginal frá1850. Líttu inn, fáðu að máta, og ef þú kaupir geturðu verið viss um að þú gerðir reyfarakaup. Levrs r laugavegi 89 laugavegi 37 13008 10535 Garðar Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.