Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 eru þeir Sæmundur Vidar Símonarson, iandsliðsþjálfari f baráttu við bezta leikmann Stefánsson og Stefán Hafstein og verður ekki annað séð en að hinum Ármannsliðsins, Pétur Ingólfsson. Til vinstri sfðarnefnda þyki tilburðir Viðars broslegir. Vörn og markvarzla FH-inga í molnm og það kostaði tap fyrir Ármenningnm 22-23 EFTIR fyrri umferð 1. deildar keppni Islandsmótsins f hand- knattleik er óhætt að segja að deildin sé „opin í báða enda“, og þá ekki sízt vegna úrslita leikja í fyrrakvöld, þar sem tvö af topp- liðunum f deildinni töpuðu fyrir botnliðunum. Fyrst vann Þróttur Hauka 19—18, og Armenningar komu svo og bættu um betur með því að sigra FH-inga 23—22 f mjög spennandi, en ekki að sama skapi vel leiknum leik. Verður þvf ekki neitað, að eftir þessi úrslit standa Valsmenn langbezt að vígi f 1. deildar keppninni að fyrri umferðinni lokinni. Hafa aðeins tapað þremur stigum, meðan það lið sem næst gengur, Haukar, hafa tapað 5. Má ljóst vera að haráttan verður gífurlega hörð seinni hluta mótsins og verð- ur þar sennilega hver einasti leik- ur úrslitaleikur. FH-ingar gáfu í fyrrakvöld á því bærilega skýringu hvernig þeir fengu jafnmikinn skell fyrir norska liðinu Oppsal í Evrópu- bikarkeppninni á dögunum og raun varð á. Um langt árabil hefur maður ekki séð FH-liðið öllu slakara en það var á móti Ármenningum í fyrrakvöld. Að- eins einn leikmaður FH-liðsins stóð þar upp úr, Geir Hallsteins- son, en hann var líka góður. Er slæmt að Geir skyldi ekki gefa kost á sér f landsliðið, en í það á hann tvímælalaust mikið erindi. í FH-liðinu á Geir hins vegar í tölu- verðum erfiðleikum, þar sem félagar hans eru hvergi nærri af sama gæðaflokki. Er næstum óskiljanlegt hvernig FH-Iiðinu hefur hrakað frá því í fyrra og árið þar áður er það hreppti íslandsmeistaratitilinn. Einkum og sér í lagi er vörn FH-liðsins slök,1 og markvarzlan einnig á núllpunkti oftastnær. Fengu Ár- menningar í leiknum f fyrrakvöld oft að labba í gegnum vörn Hafn- firðinganna, og þegar það tókst ekki höfnuðu langskot þeirra eða skot úr bláhornunum í markinu, án þess að markverðirnir fengju Elnkunnaglöfln Lið Ármanns: Ragnar Gunnarsson 2 Stefán Hafstein 2 Björn Jóhannesson 2 Pétur Ingólfsson 4 Hörður Harðarson 3 JensJensson 1 Gunnar Traustason 1 Jón Astvaldsson 2 Jón V. Sigurðsson 1 Friðrik Jóhannsson 1 Grétar Árnason 2 Skafti Halldórsson 2 Lið FH: Hjalti Einarsson 1 Guðmundur Sveinsson 2 Sæmundur Stefánsson 2 Viðar Símonarson 2 Gils Stefánsson 1 Guðmundur Arni Stefánsson 1 Kristján Stefánsson 1 Geir Hallsteinsson 4 Örn Sigurðsson 1 Þórarinn Ragnarsson 2 Guðmundur Magnússon 1 Birgir Finnbogason 1 Dómarar: Valur Benediktsson og Magnús V. Pétursson 2 Lið Þróttar: Kristján Sigmundsson 1 Marteinn Árnason 3 Bjarni Jónsson 3 Trausti Þorgrímsson 2 Sveinlaugur Kristjánsson 2 Gunnar Gunnarsson 1 Friðrik Friðriksson 3 Halldór Bragason 2 Úlfar Hróarsson 1 Konráð Jónsson 2 Björn Vilhjálmsson 2 Hafliði Kristinsson 1 Lið Hauka: Gunnar Einarsson 2 Svavar Geirsson 2 Ingimar Haraldsson 2 Ólafur Ólafsson 2 Jón Hauksson 1 Guðmundur llaraldsson 1 Sigurgeir Marteinsson 3 Hörður Sigmarsson 2 Elías Jónasson 2 ArnórGuðmundsson 2 Stefán Jónsson 1 Dómarar: Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson 3 við ráðið. Sóknarleikur FH-inga var einnig ákaflega staður og líf- lítill. Leikmennirnir stilltu sér upp og stóðu stundum sem negld- ir við gólfið. Auðveldaði þetta Ár- menningum mjög vörnina. En auðvitað áttu Ármenningar einn af sínum betri dögum, og það þarf ekki að gera öðru skóna en að þeir komist vel frá seinni umferðinni og takist þá að slíta töluvert af stigum. Barátta var feikilega góð i liðinu, sérstak- lega í fyrri hálfleik og tókst þá vörninni að loka leiðinni að marki sínu, hvað eftir annað. Beztur Ár- menninga í þessum leik var hinn ungi Pétur Ingólfsson, sem ellefu sinnum sendi knöttinn í FH- markið, og þar af aðeins einu sinni úr vítakasti. Pétur er mjög laginn og fjölhæfur leikmaður sem án efa kemst í fremstu röð íslenzkra handknattleiksmanna með meiri líkamlegum þroska. Eftir að staðan hafði verið 14—10 fyrir FH í hálfleik í fyrra- kvöld áttu flestir von á nokkuð stórum sigri liðsins. En í seinni hálfleik var mun betri hreyfing á Armannsvörninni en verið hafði í fyrri hálfleik og það hreinlega nægði þeim til sigurs. Mikil spenna var á lokamínútunum og eftir að Ármenningar höfðu náð forystu 23:22 var dæmt á þá víta- kast. Þórarinn Ragnarsson tók vitakastið, en brást bogalistin I skoti sínu, þannig að Ragnar Gunnarsson Ármannsmarkvörður átti auðvelt með að verja. Fyrr i leiknum hafði Ragnar varið ann- að vítaskot Þórarins. Auk Péturs Ingólfssonar er ástæða til að hrósa Herði Harðar- syni Ármenningi sérstaklega fyrir þennan leik, en í heild stóð liðið sig mun betur en ráð var fyrir gert, og sýnir að það mun ekki láta hlut sinn baráttulaust eftirleiðis. IR hefur lítið í 2. deild að gera ÞAÐ má öllum Ijóst vera sem fylgst hafa með handknattleikn- um á fslandi I vetur að lið fR, sem nú leikur I 2. deild, á þar lítið erindi. Liðið er tvfmælalaust með skárri fslenzku liðunum, og væri það I fyrstu deild mætti alveg eins ætla að það væri þar ofar- lega. Leikur liðsins nú er til að mynda miklu betri og heilsteypt- ari en hann var f fyrra, og engin spurning að leikmennirnir eru 4 betri þjálfun. Má það teljast vitni um breiddina f íslenzkum hand- knattleik að þetta lið er ekki öruggt um sigurinn í 2. deild, þótt Iíklegt verði að teljast að það standi þar uppi sem sigurvegari í vor. Mfkið má vera ef landsliðs- nefndarmennirnir Ágúst Ög- mundsson og Vjðar Símonarson hafa nokkru sinni ómakað sig við að horfa á IR-Iiðið. Þar eru leik- menn sem eiga fremur erindi i landsliðið en sumir sem þar eiga nú sæti og ber þar fyrst að nefna þá Ágúst Svavarsson sem undir- ritaður hefur tæplega séð betri en hann er um þessar mundir, og Jens G. Einarsson markvörð sem einnig er í mikilli framför og hefur það t.d. fram yfir aðra ís- lenzka markverði að kasta betur og nákvæmara út og byggja þannig upp hraðaupphlaup. Á þann hátt skorar ÍR jafnan mörg mörk í leikjum sínum. 1 fyrrakvöld léku ÍR-ingar við Leikni og höfðu allt frá upphafi yfirburði í leiknum. Svo mikla yfirburði að þeir virtust hrein- lega ekki leggja á það áherzlu að láta kné fylgja kviði og vinna enn stærri sigur. Úrslitin urðu 31—19, og var það sízt of mikið að ÍR- ingar skoruðu yfir 30 mörk, en hins vegar of mikið fyrir þá að fá 19 mörk á sig. Komu 13 þeirra í seinni hálfleik, er ÍR-ingarnir voru greinilega búnir að sleppa Framhald á bls. 39 STAÐAN Staðan I 1. deild Íslandsmóts- ins í handknattleik er nú þessi: Valur 7 5 1 1 135:103 11 Haukar 7 4 1 2 130:116 9 FH 7 4 0 3 146:136 8 Vikingur 7 4 0 3 141:138 8 Fram 7 2 2 3 106:107 6 Þróttur 7 2 1 4 119:133 5 Ármann 7 2 1 4 111:142 5 Grótta 7 2 0 4 121:134 4 Páll Björgvlnsson Markhæstir Páll Björgvinsson, Vikingi 47 Friðrik Friðriksson, Þrótti 45 Hörður Sigmarsson, Haukum 43 Björn Pétursson, Gróttu 37 Pálmi Pálmason, Fram 37 Viðar Simonarson, FH 34 Geir Hallsteinsson, FH 33 Þórarinn Ragnarss., FH 33 2. deild Staðan i 2. deild er sem hér segir: ÍR 6 6 0 0 161:93 12 KA 5 4 0 1 108:91 8 KR 5 3 0 2 110:101 6 Leiknir 6 3 0 3 120:133 6 Fylkir 4 2 0 2 66:72 4 Þór 5 10 4 108:114 2 ÍBK 5 1 0 4 83:107 2 UBK 4 0 0 4 56:101 0 Brynjólfur Markússon Markhæstir: Eftirtaldir eru markhæstir i 2. deild: Brynjólfur Markússon, ÍR 39 Hermann Gunnarsson, Leikni 39 Hafliði Pétursson, Leikni 34 Ágúst Svavarsson. ÍR 33 Hilmar Björnsson, KR 33 Simon Unndórsson. KR 31 Sigtryggur Guðlaugsson, Þór 23 Grétar Grétarsson, ÍBK 21 Þorleifur Ananíasson, KA 21 Ármann Sverrisson, KA 20 1. deild kvenna Staðan i 1. deild kvenna er nú þessi: Valur 2 2 0 0 45:18 4 Fram 2 2 0 0 37:17 4 FH 2 2 0 0 34:14 4 UBK 2 1 0 1 23:22 2 Ármann 2 1 0 1 24:26 2 KR 2 0 0 2 18:33 0 Vtkingur 2 0 0 2 15:34 0 Sigrún Guðmundsdóttir Markhæstar Efti'taldar eru markhæstár i 1. deild kvenna. Sigrún Guðmundsdóttir, Val 18 Erla Sverrisdóttir, Ármanni 11 Jóhann Halldórsdóttir, Fram 10 Svanhvit Magnúsdóttir, FH 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.