Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975
19
EBE fækkar
fiskiskipum
Briissel, 26. nóvember. Reuter.
Framkvæmdanefnd Efnahags-
bandalagsins leggur til sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
að 140 milljónum dollara verði
varið á næstu fimm árum til að
fækka í fiskiskipaflota aðildar-
landanna og færa flotann í nú-
tímahorf.
Tillögurnar hafa ekki beinlínis
Ný stjórn
á mánudag?
Helsinki 27. nóv. — NTB
URHO Kekkonen, forseti
Finnlands, bað í dag leiðtoga
fimm stjórnmálaflokka um að
mynda nýja ríkisstjórn f land-
inu fyrir næsta mánudag.
Kekkonen sagði á fundi með
fiokksleiðtogunum að höfuð-
markmið þessarar stjórnar
hlyti að vera að tryggja at-
vinnuöryggið og að forsætis-
ráðherra yrði Martti Miettun-
en frá Miðflokknum. For-
setinn sagði f upphafi fundar-
ins að hann hygðist koma á
starfhæfri meirihlutastjórn
með þátttöku Jafnaðarmanna-
flokksins, Alþýðudemókrata-
flokksins, Miðflokksins,
Frjálslynda þjóðarflokksins
og Sænska þjóðarflokksins.
Viðræður um myndun nýrr-
ar stjórnar í Finnlandi hafa
staðið sfðan eftir þingkosning-
arnar í september og við völd
hefur verið hálfpólitísk emb-
ættismannastjórn frá því að
ríkisstjórn Sorsa sagði af sér
snemma s.l. sumar. Kekkonen
sagði í dag, að minni háttar
deilur milli flokka mættu ekki
leiða til þess að einhverjir
þeirra drægju sig út úr stjórn-
inni á sama tíma og sívaxandi
atvinnuleysi ógnar landinu.
áhrif á deilu Efnahagsbandalágs-
ins við íslendinga samkvæmt
heimildunum en búizt er við að
þær eigi að sýna íslendingum að
bandalaginu sé ekki síður umhug-
að en þeim að koma í veg fyrir
ofveiði.
Fiskiskipastóll bandalagsins
minnkar um 80.000 lestir sam-
kvæmt tillögunum og 6.000 sjó-
menn á lit^um fiskiskipum missa
atvinnuna. Reynt verður að út-
vega þeim vinnu í skyldum grein-
um eins og skelfiskrækt og lax-
eldi.
Tillögur nefndarinnar munu
snerta um 100.000 manns eða um
80% af hundraði fiskimanna að-
ildarlandanna. Tilgangurinn með
tillögunum er að koma 1 veg fyrir
rýrnun fiskstofna á rhiðum aðild-
arlandanna, friða hrygningar-
stöðvar og draga úr fjölda þeirra
sem byggja lífsafkomu sína á fisk-
veiðum.
Samkvæmt heimildunum eru
tillögurnar nógu sveigjanlegar til
þess að hægt verði að taka niður-
stöður hafréttarráðstefnunnar
með í reikninginn.
Enn stuðningur
Morning Star
London 27. nóvember — AP
MORNING Star, málgagn brezkra
kommúnista, sagði í ritstjórnargrein
F dag að herskipavernd Breta á ís-
landsmiðum væri „farsakennd
endurtekning á gömlu heimsveldis-
tímunum" og ætti eftir að seinka
hugsanlegu samkomulagi í fiskveiði-
deilunni. „Flotaverndin, — vonlaus
tilraun til að stöðva 200 mílna út-
færslu íslendinga —, mun aðeins
skaða hagsmuni verkamanna í
brezkum fiskiðnaði til lengdar. Hún
gerir enn erfiðara um vik að ná
samkomulagi. Þegar f stað ætti að
kalla herskipin til baka. Herskipa-
átök verða að vfkja fyrir heiðarlegum
samningaviðræðum sem þjóna hags-
munum þjóðanna beggja."
Áæthm um þing fyrir
Skotland og Wales
London 27. nóvember — Reuter
BREZKA rfkisstjórnin tilkynnti I dag um áætlun sína um að settyrðuá
fót sérstök þing fyrir Skotland og Wales innan tveggja eða þriggja ára;
og sagði að þessar tillögur væru mikilvægustu stjórnarskrárbreytingar
í Bretlandi í margar aldir. Þessar tillögur stjórnarinnar koma fram
fyrir þrýsting frá vaxandi þjóðcrnishreyfingum Wales og Skotlands,
en tekið er hins vegar fram að stjórnin hafni allri aðskilnaöarstefnu og
að allt úrslitavald verði sem áður f London, m.a. varðandi efnahagsmál
landsins og stjórnun á olíuauðnum undan Skotlandsströndum.
Samkvæmt tillögum ríkis-
stjórnarinnar fær þingið í Skot-
landi löggjafarvald sem þó Iýtur
samþykki Skotlandsmálaráðherra
stjórnarinnar. Bæði þingin tak-
markast við landshlutamál, t.d.
menntun, löggæzlu, húsnæðismál
og heilbrigðismál. Fjármagn mun
að mestu koma frá London, en
þingin hafa heimild til að hækka
skatta. Tillögur þessar ganga mun
skemmra en þjóðernissinnar hafa
farið fram á, og margir Skotar og
Walesbúar draga í efa að þær
dugi til að gera heimamönnum
kleift að leysa eigin efnahags-
vanda eins og vaxandi atvinnu-
leysi. Hins vegar hefur Ihalds-
flokkurinn fordæmt tillögurnar á
þeim forsendum að þær muni
leiða til þess að Bretland gliðni i
sundur.
Fromme var
fundin sek
Sacramento, 26. nóv. AP.
LYNETTE (,,Squeaky“) Fromme
var 1 dag fundin sek um að reyna
að ráða Ford forseta af dögum.
Dómur í máli hennar verður
felldur 17. desember og hún á
yfir höfði sér allt að ævilangt
fangelsi.
Ungfrú Fromme vildi ekki
hlusta á dómsuppkvaðninguna og
dómarinn sagði að hún gæti fylgzt
með henni í innanhússsjónvarpi í
klefa hennar. Hún tók þá fram að
hún mundi hlusta en ekki horfa.
Kviðdómurinn sem fann ungfrú
Fromme seka var skipaður átta
konum og fjórum körlum og úr-
skurðurinn var einróma. Kvið-
dómurinn var 19 tíma að komast
að niðurstöðu og um tíma leit út
fyrir að hann gæti ekki komið sér
saman.
Ungfrú Fromme hefur hundsað
mestöll réttarhöldin og hélt því
fram að hún gæti ekki verið við-
stödd nema fjöldamorðinginn
Charles Manson og fylgjendur
hans bæru vitni.
Gustav Husak, leiðtogi kommúnistaflokksins í Tékkðslóvakíu, er um þessar
mundir í heimsókn í Sovétríkjunum ásamt nefnd ráðherra og flokksstarfs-
manna. Leonid Brezhnev flokksleiðtogi tók á móti Husak á flugvellinum í
Moskvu.
Ford bjargar
New Yorkborg
New York, 27. nóv. Reuter.
HUGH Carey, ríkisstjóri New
York-rfkis, sagði 1 dag að Ford
forseti hefði bjargað New York-
borg frá gjaldþroti með þeirri
ákvörðun sinni að veita borginni
alríkislán en varaði við því að
framundan væru erfiðir tfmar.
Abraham Beame borgarstjóri
sagði að erfiðleikum borgarinnar
væri ekki lokið og að borgarbúar
yrðu að færa fleiri fórnir á næstu
mánuðum.
Ford forseti hefur ákveðið að
fara fram á það við þingið að það
samþykki allt að 2.300 milljón
dollara lán á ári til borgarinnar
frá 11. desember nk. til júníloka
1978 þótt hann hafi hingað til
lagzt eindregið gegn lánveit-
ingum til borgarinnar.
Forsetinn setti ströng skilyrði
fyrir lánveitingunni og forystu-
menn New York-borgar gengu að
þeim. Hann varaði einnig við há-
um sektum ef borgin stæði ekki í
skilum við endurgreiðslu lán-
anna, sem eiga að greiðast með
um 8% vöxtum.
Aður en Ford skýrði frá
ákvörðun sinni á blaðamanna-
fundi hafði fylkisþingið í New
York samþykkt skattahækkanir
og Carey ríkisstjóri lagði fram
áætlun sem gerir ráð fyrir 9.400
milljón dollara sparnaði sem á að
jafna hallann á reikningum borg-
James Prescott, þing-
maður Verkamanna-
flokksins frá HuII, sem
lýsti þvf yfir í viðtali við
Mbl. f gær að hann væri
andvígur beitingu
brezkra herskipa á ís-
landsmiðum. Hann er 37
ára gamall.
Jón Olgeirsson
Vestur-Þjóðverja hvað mesta
athygli og einnig sú yfirlýsing
sem er höfð eftir Jens Evensen
hafréttarráðherra þess efnis að
hann útiloki ekki útfærslu norsku
landhelginnar í 200 milur, sagði
hann.
Tveir brezkir togarar, Northern
Reward og Crystal Palace, selja á
morgun, 45—50 lestir hvor togari,
sagði Jón ennfremur.
Bretar óttast
nýjar aðgerðir
BREZKA togarasambandið telur
að næstu tveir sólarhringar geti
orðið tvfsýnir á miðunum við ís-
land samkvæmt brezkum frétt-
um, sagði Jón Olgeirsson 1 Grims-
by þegar Mbl. hafði samband við
hann f gær.
Ástæðan er sú, að togarasam-
bandið óttast að íslenzku varð-
skipin telji sig knúin til að grfpa
til áhrifamikilla aðgerða áður en
freigáturnar Falmouth og Brigh-
ton koma á miðin á laugardag.
Jón Olgeirsson sagði, að frá því
væri skýrt í Grimsby að varðskip-
ið Þór hefði reynt að klippa tog-
víra togarans Prince Charles á
miðunum fyrir austan Island.
Prince Charles hélt sig utarlega í
hóp brezkra togara og náði inn
vörpunni áður en varðskipinu
tókst að komast í námunda við
hann og beita klippunum, sam-
kvæmt þessum fréttum.
Jón sagði að Real Madrid, fyrsti
brezki togarinn sem klippt var á,
hefði selt í gær 66,6 lestir, aðal-
lega þorsk, fyrir 24.120 pund eða
8.2 millj. ísl. kr. Frá því var sagt
að togarinn hefði misst þrjá veiði-
daga vegna aðgerða íslenzkra
varðskipa.
Greinilegt er að aðgerðir varð-
skipanna hafa haft áhrif á veiðar
brezku togaranna og dregið úr
afla þeirra, sagði Jón. Annars
vekur útifundurinn gegn að-
gerðum Breta og samningnum við
Einhliða aðgerðir
ekki til umræðu
— segir Evensen
JENS Evensen, hafréttarráð-
herra Noregs, sagði f samtali
við Morgunblaðiö á gærkvöld,
að það væri ekki til umræðu
hjá norsku stjórninni eins
og á stæði að fylgja for-
dæmi Islendinga og færa út
fiskveiðilögsöguna í 200
sjómílur. „Við höfum val-
ið samningaleiðina,“ sagði
Evensen. „og höfum því átt við-
ræður við þjóðir, sem hags-
muna eiga að gæta. Eg lýsti því
yfir f Stórþinginu í dag að við
hefðum eitt ár til að ná sam-
komulagi við þessar þjóðir.
Hafi það ekki tekist á þeim
tfma, þá ætti einhver niður-
staða að hafa fengist í hafrétt-
Framhald á bls. 22