Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975 33 fclk f fréttum + Líkamsrækt er iðkuð f margvfslegu augna- miði. Sumir stæla vöðva sfna til að geta kastað kringlu, kúlu, sleggju, eða hvað þetta heitir nú allt saman, lengra en einhver annar. Sumir til að geta sparkað tuðru eða kastað fastar og nákvæmar. Sumir stæla vöðva sfna til þess eins að halda sýningar á kropp sínum og gjörvileika — og hafa meira að segja af því atvinnu. Nýlega var haldin í S-Afrfku mikil keppni þar sem karlar frá 37 þjóðum sýndu kroppa sfna, þeir voru mældir f bak og fyrir eins og á hrúta- sýningu og sfðan var deilt út verðlaunum þeim til handa sem glæsilegastan þóttu hafa vöxtinn. Sigurvegari varð Arnold Sehwarzenegger frá Amerfku og sést hann hér taka við verðlaunum sfnum, með honum á myndinni eru fþróttamála- ráðherra S-Afrfku og formaður Alþjóða- sambands „Kroppsuppbyggjara" (Body- builders). + Golfíþróttin á stöðugt meiri vinsældum að fagna meðal yngri sem eldri. Kjartan L. Pálsson blaðamaður er einn þeirra, sem stundar golfið kappsamlega og iðkar hann þessa fþrótt sfna hjá Golfklúbbi Ness á Seltjarnarnesi. Auk þess að vera vel liðtækur kylfingur þá hefur Kjartan verið ódrepandi við félagsstarfið hjá Nes- klúbbnum og sannast sagna verið f öllum nefnd- um klúbbsins meira eða minna undanfarin ár að kvennanefndinni undanskilinni. Nes- klúbburinn hefur kunnað að meta hið mikla starf Kjartans og nýlega afhenti klúbburinn honum veglegan vasa á fæti þar sem á voru rituð þakkarorð fyrir frábær störf að félags- málum klúbbsins. — Hjá okkur í NK er tak- markið ekki að vinna til stórafreka á fþrótta- sviðinu, heldur að hafa góðan og fallegan völl, sem við vinnum sjálf, þvf við þiggjum enga styrki frá hinu opinbera eða frá íþróttahreyf- ingunni. Við viljum hafa ánægða félagsmenn og konur á öllum aldri og gott félagslff og þvf takmarki þykjumst við hafa náð. Meðfylgjandi mynd er tekin af Kjartani með vasann sem hann fékk frá félögum sfnum innan um verðlauna- gripi, sem hann hefur hlotið fyrir golfið. A veggnum má einnig sjá skildi með merkjum íþróttafélaga, en Kjartan mun eiga eitt full- komnasta safn þeirrar tegundar á Norðurlönd- um. + Veran á myndinni, sem hvílir þarna f höndum gæzlu- manns f dýragarði í Chieago, virðist f rauninni með öllu ólík foreldrum sfnum, sem eru stór- ir og stæðilegir ísbirnir ættaðir frá norðlægum slóðum fss og auðnar. Við fæðinguna vó bjarnarunginn aðeins rúmlega 2 pund, en fullorðinn verður þyngd hans sennilega nokkur hundruð kíló. Ungaskinnið var heldur vesældarlegt við fæðinguna og verður látinn dveljast f súrefniskassa fyrstu vikur lffs sfns. + Sagt er að Zsa Zsa Gabor velti þvf nú mikið fyrir sér hvort hún eigi ekki að skilja við mann sinn, Jack Ryan. Hann er sjöundi eiginmaður frúarinnar. — Við gerum ekki annað en að rffast, segir Gabor, og ég hef ekki hugsað mér að eyða æsku minni f rifrildi, hélt Gabor áfram, en hún er nú 58 ára... + Gilbert O’Sullivan ku hafa sagt nei takk þegar honum var boðið að gerast dómari í Alheims fegurðarsani- keppninni nýlega — Ég læt mér nægja eina stúlku sagði Gilbert og hugsaði víst um hana Ase Brekke frá Noregi en hún er uppáhaldsvinkonan hans um þessar mundir. IMý sending Vetrarkápur með og án skinna. Pelskápur, kuldajakkar og loðhúfur. Kápu og Dömubuðin, Laugavegi 46. Sænsku sófasettin nýkomin klædd riffluðu flaueli 5 litir verð mjög hagstætt © Vörumarkaðurinn h í. Armúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S 86 1 1 3 VERKSMIÐJU- SALA Barnabuxur úr denim flauel og terelyne Kven- og herrabuxur úr denim, flauel og terelyne. Kvenjakkar, kápur og fl. Efnisbútar í mjög góðu úrvali. Aðeins í dag og á morgun Opið í dag frá kl. 8 f.h.til kl. 10 e.h. Fatagerðin BÓT, Bolholti 6, 3. hæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.