Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 40
SILFUR- fo( )!) SKEIFAN U U BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKIÐ SEM ALUR ÞEKKJA ALLA DAGA FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 Flokksráðsfundur S j álfstæðisflokks- ins hefst í dag FLOKKSRÁÐSFUND- UR Sjálfstæðisflokksins verður settur á Hótel Loftleiðum, kristalsal, í dag klukkan 14. Fundur- inn hefst með ræðu for- manns Sjálfstæðisflokks- ins, Geirs Hallgrímsson- ar forsætisráðherra. Síö- an fer fram kjör stjórn- málanefndar og þá al- mennar umræður um stjórnmálaviðhorfið. A laugardagsmorgun klukkán 9,30 starfa starfshópar á Hótel Loftleiðum en almenn- ur fundur heldur síðan áfram klukkan 13.30 og verða þá lögð fram drög stjórnmálanefndar að almennri stjórnmálayfirlýs- ingu flokksráðsfundarins. Áætlað er að fundinum Ijúki um klukkan 17 á laugardag. Olafsfirðingar lentu í hrakningum Þrír menn tepptir í skipbrots- mannaskýli SVFÍ í Héðinsfirði Ólafsfirði, 27. nóv. ÓLAFSFIRÐINGAR hafa að undanförnu átt f erfiðleikum með að ná 12 kindum sem hafa verið tepptar f Héðinsfirði. Hafa menn Ieitað þeirra án árangurs. Var sfðan fengin flugvél til að fljúga yfir Ieitar- svæðið. Fann hún þá kindurnar framarlega í Héðinsfirði. t gær var síðan farið á mótor- bátnum Ármanni til Héðins- fjarðar. Er þangað var komið var komið vonskuveður og all- mikið brim. Tókst þá svo til, er verið var að ferja kindurnar út í bátinn á litlum árabát, að hann fyllti og brotnaði og fóru menn og kindur við það í sjó- inn, en björguðust til lands utan það að ein kind drukknaði. Af frekari björgun varð ekki í gær og sneri Ármann aftur til Ólafsfjarðar. Eru mennirnir tepptir í skipbrotsmannaskýl- inu í Héðinsfirði og ófært er að lenda þar sem stendur. Er fyrirhugað að freista þess á morgun ef veður verður betra að ná mönnum og kindum héð- an frá Ólafsfirði á vélbát. í dag var haft samband við mennina þrjá í skipbrots- mannaskýlinu, en þeir heita Rögnvaldur Ingólfsson, Sig- mundur Agnarsson og Elmar Víglundsson. Þeir geta hitað skýlið upp og sögðu þeir að þeim liði ágætlega. — Jakob. Jóhann Guðnason Gunnar Sigurðsson Upptök eldsins á Óðinsgötunni: Sofnaði út frá MENNIRNIR þrír sem fórust í eldsvoðanum á Óðinsgötu 4 f Ólafur: Langt stríð I ITARLEGRI ræðu á Alþingi f gær um samkomulagsdrögin við V-Þjóðverja, sagði Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, að hann spáði því, að við Islendingar ættum fyrir hönd- um langt stríð við Breta. Sagði Ólafur að þjóðin þyrfti að búa sig vel undir það. fyrrakvöld hétu: Gunnar Sigurðs- son, 47 ára, Halldór Guðjónsson, 56 ára, og Jóhann Guðnason, 52 ára. Allir mennirnir voru ein- hlevpir en Gunnar lætur eftir sig 2 börn. Kristján Vilhelmsson, 'kaup- maður í Goðaborg, sem gekk hvað rösklegast fram við björgunar- störf við eldsvoðann á Óðinsgötu 4, var sem kunnugt er fluttur í sjúkrahús á eftir og látinn líggja þar yfir nóttina. Hann fékk hins vegar að fara heim í gær og Reynt að hindra brottför Breta — Norðfirðingar reyndu að hindra það s.l. þriðjudag, að skipsmenn brezka eftirlitsskipsins Othello gætu lagt frá landi. Myndin er frá átökunum, og sýnir þegar lögreglan fjarlægir reiðan Norðfirðing. Bretarnir eru um borð í bátnum. Ljósm.: Sigurður Arnfinnsson. Ný þróun í þorskastríðinu: Oþekktur kafbát- ur kominn í spilið Við lá að Nimrod og gæzluflugvélin SÝR rækjust á GÆZLUFLUGVÉL Landhelgis- gæzlunnar sá óþekktan kafbát 33 sjómflur f norðvestur af Langa- nesi klukkan 13,20 f gær og er Halldór Guðjónsson sígarettu sagðist í samtali við Morgunblaðið vera að hressast. Rannsókn á eldsvoðanum á Óð- insgötu 4 má nú heita lokið, og eins og gefið var til kynna i frétt Morgunblaðsins í gær reyndust upptök eldsins vera þau að einn mannanna hafði sofnað út frá því að reykja sígarettu og glóðin úr henni sennilega borizt í rúmfötin og þaðan um herbergið. Skemmd- ir hafa orðið miklar á rishæðinni en að öðru leyti heful ekki orðið verulegt tjón í húsinu nema lítil- lega af völdum vatns á hæðinni fyrir neðan. kafbáturinn varð SVR var, stakk hann sér f djúpið. Þremur mínút- um sfðar flaug SVR yfir freigát- una Leopard, þannig að skammt hefur verið á milli þessara tveggja flotaskipa. A þessu svæði voru 16 togarar að veiðum, en einnig voru þar Othello, Lloyds- man og Star Sfrius. Hins vegar varð eigi vart við Star Aquarius, sem einnig var á þessum slóðum í fyrradag. Þá gerðist það klukkan 13.02, er SÝR var stödd úti fyrir Þistilfirði, að Nimrod-njósnaþota kom skyndilega út úr þéttu hríðarkófi og stefní þotan beint á gæzfuflugvélina, en sveigði frá henni bakborðsmegin, fór í hring aftur með henni og kom upp að henni stjórnborðsmegin og flaug henni samsíða. Var mjög skammt á milli flugvélanna. I fréttatilkynningu, sem Mbl. barst í gær frá Landhelgisgæzl- unni, er skýrt frá kafbátnum, sem þrír menn af áhöfn SÝR sáu, þeir Bjarni Helgason, skipherra, Guð- jón Jónsson, flugstjóri, og Þór- hallur Karlsson, flugmaður. Flug- vélin var að kanna brezka togara sem voru að veiðum norðvestur af Langanesi í 33ja sjómílna fjar- lægð frá landi. Þegar SÝR átti eftir um það bil 5 mílur í næsta togara, sást kafbáturinn á yfir- borðinu í um það bil 2ja mflna fjarlægð. Sást hann bæði i ratsjá og með berum augum. Þegar um það bil ein míla var eftir í kaf- bátinn, hvarf hann af yfirborðinu og þegar flogið var yfir staðinn, þar sem hann hafði verið, var það aðeins freyðandi sjólöður og loft- bólur, sem mynduðust er bátur- inn stakk sér í djúpið. Bjarni Helgason skipherra sagði f viðtali við Mbl. í gær að sér þætti mjög ótrúlegt, að kafbáturinn hefði verið af öðru þjóðerni en brezku, þar sem annarra þjóða kafbátar myndu tæplega koma upp á yfir- borðið svo nærri brezkri freigátu og brezkum togurum sem raun bar vjtni. Virðist því vera sem Bretar hafi sent þetta leynivopn til þess að aðstoða freigáturnar í störfum þeirra og ef til vill njósna um varðskipin. Nimrod-þotan, sem kom yfir Framhald á bls. 22 „Játa hvorki né neita ” — sagði Pétur Sig- urðsson um frétt um nýtt vopn BREZKA hluðið Daily Express skýrði frá því f gær, að íslenzka Landhelgisgæzlan hefði nú yfir að ráða nýju vopni í haráttunni við brezka togara. Væri þetta eins konar skutulbyssa með sprengioddi f skutii. Ekki var þetta nánar útskýrt, cn væntanlega hefur blaðið þarna átt við útbúnað til að skjóta f vörpur togara og sprengja þær. Morgunblaðið bar þessa frétt hins brezka blaðs undir Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgisgæzlunnar. „Eg hvorki játa þessu né neita,“ sagði Pétur, en vildi að öðru leyti ekkert frekar láta hafa eftir sér um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.