Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1975
Anna Guðmundsdóttir
frá Kringlu - Minning
F. 14. mars 1902.
D. 22. nóvember 1975.
I dag verður til hvílu borin
Anna Guðmundsdóttir. Hún Anna
okkar í Vonó eins og við systurnar
kölluðum hana, var ekki skyld
okkur, en þó var hún sú mann-
eskja, sem stóð okkur næst, á eftir
foreldrum okkar. Minningar mín
ar frá fyrstu tíð eru tengdar
henni og húsinu hennar við Von-
arstræti, því þar bjó ég ásamt
foreldrum mínum og systur
fyrstu ár ævi minnar.
Margt kemur fram í hugann,
þegar ég lít aftur til þessara ára:
heimilið hennar fallega, sumarbú-
staðurinn og hugljúfu gamlárs-
kvöldin, sem við áttum alltaf með
henni og Helgu dóttur hennar. En
þessar minningar eru þóekki það,
sem mestu máli skiptir. Tilfinn-
ingar þær, er ég ber til önnu eiga
sér sterkari rót, þær voru vaktar
af þeirri hlýju og skilningi, er
hún sýndi öllum, sem til hennar
komu. Með þessum fátæklegu lin-
um vil ég þakka önnu fyrir alla
þá umhyggju, hlýju og umburðar-
lyndi er hún auðsýndi mér.
Ég mun ávallt geyma minning-
una um hana á þeim stað í hjarta
mínu, sem ég geymi einstæða dýr-
gripi. Þótt ég hafi talað hér frá
eigin brjóti, þá veit ég, að allir
sem kynntust henni hafa sömu
sögu að segja.
Anna var óvenju jafnlynd kona,
alltaf geislaði sama hlýjan frá
henni. Ég veit ekki, hvað það var,
sem gerði henni þetta kleift, en
ég tel að trúin, trú hennar á
ódauðleika lífsins, hafi gefið öllu
+
Sonur mmn, faðir okkar og bróð-
ir
GUNNAR SIGURÐSSON,
Óðinsgötu 4,
lézt af slysförum 26 nóvember
Sigrún Einarsdóttir,
Sigrún Gunnarsdóttir,
Ólafur R. Gunnarsson,
og systkini hins látna.
+
Eiginkona min
GUORÚN ERLENDSDÓTTIR.
frá Geirmundarbæ,
Akranesi,
andaðist í sjúkrahúsi Akraness
26 nóv
Kristinn Gíslason.
+
Bróðir okkar,
ADOLF FERDINAND JÓNSSON,
Engjavegi 3, ísafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 29 nóvember kl
2 e h
Guðrún Jónsdóttir,
Klara Jónsdóttir.
t
Minningarathöfn iim manninn minn,
KRISTJÁN ÁSGEIRSSON,
Hornbrekkuvegi 8. Ólafsfirði,
fer fram i Ólafsfjarðarkirkju, laugardaginn 29 nóvember og hefst kl 2
siðdegis
Eva Williamsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir,
JÓHANNES J. KRISTJÁNSSON.
leígubllstjóri,
Langholtsvegi 101,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 29 nóv kl 10 30
f.h.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á liknarstofnanir
Unnur Guðmundsdóttir, Sigurþór Jóhannesson,
Kristrún Jóhannsdóttir, Kristján Magnússon,
Ingibjórg Kristjánsdóttir.
+
Þakka auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar, litlu
dóttur minnar,
ÞURÍÐAR.
er lézt 1 9 nóvember sl
Auður Hallgrlmsdóttir og fjölskyldan,
Heiðarbraut 7, Akranesi.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar,
INGUNNAR SIGURÐU.
Stefanla Ingimarsdóttir,
Halldór Gunnarsson.
hennar lífi gildi, og ekki bara
hennar lífi heldur tókst henni að
miðla öðrum ríkulega af lífsskoð-
un sinni og veita þeim styrk. Ég
kveð hana og þakka fyrir sam-
fylgdina.
Guðrún Erla.
Foreldrar önnur voru Guð-
mundur Sigurðsson bóndi á
Kringlu i A-Húnavatnssýslu og
Anna Sigurðardóttir kona hans.
Ólst Anna upp í föðurhúsum þar
til er faðir hennar lézt er hún var
19 ára gömul. Fluttist hún þá til
Reykjavíkur til móðurbróður
síns, Sigurjóns Sigurðssonar tré-
smíðameistara og Elínar Jóna-
tansdóttur konu hans Vonarstræti
8. Gengu þau henni í foreldrastað
í einu og öllu. Endurgalt hún
þeim það siðar og þá bezt, er þau
þurftu þess mest með. Hélt hún
hús fyrir þau og hjúkraði þeim, er
elli færðist yfir. Kom hún þeim á
allan hátt í dótturstað, ekki sízt
eftir að kjördóttir þeirra, Helga
dó á bezta aldri (1932).
Um skeið vann Anna við
verzlunar- og skrifstofustörf.
Þótti hún örugg, vandvirk og sam-
vizkusöm í þvi sem öðru.
Anna bjó lengst af í Vonar-
stræti 8, þar til að hún ásamt
dóttur sinni, Helgu, og tengda-
syni, Kristjáni Óla Hjaltasyni,
byggði húsið Tjaldanes 3 í Garða-
hreppi og fluttust þau þangað
haustið 1970. Þar var þægilega
um hana búið, þótt hún nyti þess
ekki lengi. Var framúrskarandi
vel um hana annazt af dóttur
hennar og fjölskyldu, en þau
hjónin eiga tvo syni, Sigurjón Þór
8 ára og Sigurð Hjalta 3 ára. Þeir
voru augasteinar ömmu sinnar.
Tvær systur önnur búa í A-
Húnavatnssýslu. Elínborg býr á
Blönduósi, en hún var gift Jóni
Einarssyni verkstjóra og kennara.
Teitný er búsett á Skagaströnd,
en hennar maður er Sveinn
Kristófersson áður bóndi á
Blöndubakka og kunnur hesta-
maður. Þriðja systirin bjó á
Akureyri, en hún dó 1974. Maður
hennar var Hermann Eyf jörð sjó-
maður.
Það var aðalsmerki Önnur Guð-
mundsdóttur að hjálpa öðrum og
styðja þá, sem veikir voru á ein-
hvern hátt. Til hennar leituðu
fjölda margir, sem um sárt áttu að
binda eða þurftu styrk í raunum
eða mótlæti. Hús hennar var opið
öllum slíkum, svo og frændfólki
hennar og vinum. Gestrisni
hennar var einstök. Þar voru veit-
ingar miklar og góðar, en hlýja
hennar og vinátta var þó mörgum
enn meira virði. Veit ég, að
margir hugsa hlýtt til hennar við
brottförina til æðri heimkynna.
Anna frá Kringlu sat ekki mörg
ár ævi sinnar á skólabekk. Hún
var eigi að síður vel menntuð
kona. Hún sótti þroska sinn út í
lífið sjálft og leiðbeindi mörgum
og kenndi fram yfir það, sem
margir aðrir gerðu, þótt skóla-
gengnir væru. Ég trúi því, að hún
megi halda áfram á þeirri þroska-
braut í nýjum heimi, að hún megi
enn styðja þá, sem veikir eru og
hjálparþurfi og veita þeim upp-
örvun og vaxandi mátt.
Ef til vill er á bernskuárunum
að finna mestu hamingjudaga
mannsævinnar að minnsta kosti
hjá þeim, sem alast upp á góðum
heimilum og eiga samstæð leik-
systkini. Við bræðurnir á Torfa-
læk og systurnar á Kringlu vorum
leiksystkini öll uppvaxtarár
okkar og framundir tvítugsaldur.
Bæði þessi heimili voru sérstæð
að gestrisni og góðvild og þangað
sótti yngri kynslóðin þroska og
góða siði. Við lékum okkur saman
á heimilum okkar til skiptis, í
„Haladalnum“, sem liggur mitt á
milli bæjanna, við nið Torfa-
lækjarins. Leggur og skel bland-
ast einnig þeim minningum,
heimur huldufólksins í stórum
steinum og hófadynur gæðinga.
Þar kemur einnig fram jarmur
Iítilla lamba, sameiginleg átök við
heyskap og margskonar leikir,
bæði úti og inni.
Þegar ég hugsa til hinna gömlu
og góðu leiksystra minna frá
Kringlu, koma þessar og margar
fleiri minningar fram í hugann.
Þar er margt að þakka. Það var
góður skóli, sem við öll nutum
þar.
Okkur bræðrunum frá Torfa-
læk er innilegt þakklæti i hug til
þeirra systranna frá Kringlu,
önnu, Ellu og Teitnýjar, er við
hugsum til margra indælla
bernsku- og æskuára og það þakk-
læti nær einnig til heimila okkar
og þess góða fólks, sem þar vann
og lék sér með okkur.
Guðmundur Jónsson.
Jónas Hallgríms-
son — Kveðja
Fæddur 12. marz 1910.
Dáinn 3. nóvember 1975.
Fyrstu kynni mín af Jónasi
Hallgrfmssyni voru á Hverfisgötu
18. Var það í afmælishófi, er
haldið var þar hinn 2. marz árið
1919 á fæðingardegi fóstursystur
minnar, Sigurborgar Ölafsdóttur
Landsy. Þá átti Jónas eftir 10
daga til að verða 9 ára gamall.
Faðir Jónasar Hallgrímssonar
var Hallgrímur Tómasson kaup-
maður, er lengi var kenndur við
verzlunina Von á Laugavegi 55.
Þeir voru miklir vinir Ólafur G.
Eyjólfsson stórkaupmaður og
Hallgrímur. Spiluðu þeir oft
saman ásamt fleirum, bæði
lomber og bridge um helgar.
Á skrifstofunni hjá Ólafi voru
þeir Þórður Albertsson knatt-
spyrnumaður og Haraldur Aspe-
lund, sfðar starfsmaður hjá
Landsfmanum á Isafirði. Þórður
var kallaður Doddi kúla. Gerði
það að hann var með stórt æxli á
hægri augabrún, en eftir að hann
hafði látið fjarlægja það, var
hann kallaður Doddi laut. Voru
þeir báðir alþekktir bæjarbúar,
ekki sízt sökum þess að þeir voru
báðir í knattspyrnufélaginu
Víkingi og mjög áberandi á gamla
Melavellinum, er þeir léku knatt-
spyrnu þar í gamla daga.
Margir menn úr þessu féiagi
komu á skrifstofuna hjá Ólafi að
heimsækja þá Þórð og Harald, að
ræða málin sín í milli. Þangað
kom Magnús Brynjólfsson.
Sverrir Forberg, Einar B.
Guðmundsson, Óskar Norðmann,
Helgi Eiríksson bankastjóri,
Sigurður Waage forstjóri, Ágúst
Jónsson bakari, Halldór Halldórs-
son bankastjóri á Isafirði og Páll
Andrésson. Hafði Jónas mikil og
góð viðskipti við þessa menn,
bæði út og suður, þótt hann væri
ekki garnall.
Byrjaði þá Jónas að safna frí-
merkjum og fleiru. T.d. man ég
eftir því að hingað kom þýzkt
eftirlitsskip, sem hét Der kleiner
kruser Berlín. Höfðu þeir sjóliðar
komið hingað í heimsókn eftir
fyrri heimsstyrjöldina 1914—18.
Allt var í kaldakoli hjá þessum
aumingjum. Þeir voru með háa
stafla af peningum, er þeir vildu
skipta fyrir íslenzka. Þeir fengu
2—3 krónur fyrir 500 milljón
marka seðil og jafnvel meira, en
enginn vildi kaupa. Var nú í þetta
skipti Jónas f heimsókn hjá mér,
og ætluðum við í gömlu sundlaug-
arnar hjá Páli gamla. Urðu þá á
vegi okkar nokkrir sjóliðar og
yfirmenn skipsins. Tók Jónas þá
tali, en málið var talað með fingr-
unum, esperantó og golfranska og
ég veit ekki hvað, en þó virtust
þeir skilja hver annan. Fór nú
Jónas á fund þeirra Þórðar og
Haralds og fékk hjá þeim tíu
krónur að láni þangað til daginn
eftir, sem Jónas stóð við, eins
og við var að búast af þeim
góða dreng. Satt að segja
vorkenndi Jónas mönnunum
mikið. Ætlaði nú Þórður að láta
Jónas hafa 10 krónur í heilu lagi,
en því hafnaði Jónas, vildi fá
peningana f smáu. Tók þá
Haraldur upp fimm króna seðil,
ekki var það samt lausnin. Var þá
Jónas sendur í verzlunina Vísi á
Laugavegi 1. Þar var Gústi
verzlunarstjóri hjá Sigurbirni til
staðar og lét Jónas hafa tfu
krónur í smáu. Voru það 6 krónur
f krónuseðlum. Voru þeir kallaðir
kvislingar í þá daga, og fjórar
krónur f kopar og öðru dóti. I þá
daga var töluvert eftir af dönsk-
um peningum, einkum smáaur-
um. Eins og gamlir borgarbúar
muna voru hér danskir peningar
allt til 1918. Skipti nú Jónas þess-
um peningum jafnt á milli þeirra
meðan þeir dugðu, og fékk Jónas f
staðinn margar milljónir marka.
Vaknaði þá sá draumur hjá
Jónasi að safna gömlum pen-
ingum. bæði seðlum og smámynt
auk frímerkja. Hafði ég útvegað
Jónasi nokkrum sinnum feitan
bita í frímerkjum og fleiru, því að
ég var kunnugur ýmsum mönnum
hér í borg, og yrði það nokkuð
langt að telja upp hér.
Vorum við saman hjá Sigríði
Árnadóttur skrifstofukennara
Verzlunarskólans. Þá var hún til
húsa á Smiðjustíg. Lærðum við
Jónas hjá henni einn vetur bæði
skrift og fleira. Verður mér það
ætíð minnisstætt, þegar Jónas var
að skrifa stíl og skrifaði pappi í
stað pabbi. Rauk Sigrfður upp til
handa og fóta af reiði og skömm-
um. Var hún ætíð klár með
prikið að berja fingurgómana,
því að hún vildi halda aga f sínum
húsum. Var Sigríður sómakona og
góður kennari.
Faðir Jónasai; Hallgrímur, rak
hér umfangsmikla matvöruverzl-
un, sem hét „Von“. Þangað komu
margir bændur að austan, þegar
þeir voru búnir að losna við fé
sitt, er þeir ætluðu fil slátrunar.
Var féð rekið hingað til Reykja-
vfkur á lifandi fæti. Fyrir utan
verzluna var oft þröng á þingi,
einkum á vorin og haustin, þegar
bændur keyptu vörur til heim-
ferðar. Voru margir hestar í
umferðinni. Þeir voru flestir
klyfjaðir með hertum þorskhaus-
um, en vagnar voru undir aðra
vöru. Hafði Jónas safnað
kynstrum af gömlu rúgbrauði, er
hann gaf hestunum, og var það
vel þegið af málleysingjunum.
Sýndi þetta hve mikinn manndóm
Jónas hafði, var hann bæði
ábyggilegur og góður drengur, og
það sem Jónas sagði, það stóð.
Liðu nú árin eins og gengur.
Arið 1924 fór ég nú til sjós, var ég
nú á Goðafossi II. í 6 ár samfleytt,
kom þá Jónas alltaf um borð til
mín, þegar við vorum hér í Rvík.
Þótti honum góður gamli Carls-
ber eins og fleirum.—
Votta ég konu hans og börnum
innilega samúð mína.
Pétur Pétursson.