Morgunblaðið - 21.01.1976, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976
Löggæzlustörf á
miðunum öbrey tt
— segir dómsmálaráðherra *
ENGIN breyting verður á að-
gerðum íslenzku landhelgis-
gæzlunnar gagnvart brezkum
togurum, þrátt fyrir þá ákvörð-
un brezku ríkisstjórnarinnar
að draga herskip sfn út fyrir
200 mílna fiskveiðilögsöguna,
að þvf er Ölafur Jóhannesson,
dómsmálaráðherra, sagði f sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Ölafur sagði, að þrátt fyrir
yfirlýsingar brezku ríkisstjórn-
arinnar væri fyrir hendi í for-
sætisráðuneytinu nákvæmlega
sams konar bókun og gerð var
við svipaðar kringumstæður
1973, þar sem fram kæmi að
ekki yrði nein breyting á lög-
gæzlustörfum íslenzku land-
helgisgæzlunnar innan fisk-
veiðilandhelginnar.
Ólafur sagði hins Vegar, að í
síðustu fiskveiðideilu hefðu
brezkir togarar jafnframt
haldið lengra út og látið minna
á sér bæra en áður, þannig að
ekki hafi þá komið til neinna
umtalsverðra átaka á miðunum.
Nú væri eftir að sjá hvort hið
sama yrði upp á teningnum.
Ólafur Jóhannesson sagði, að
sér fyndist sú ákvörðun brezku
ríkisstjórnarinnar að draga
herskipin út úr landhelginni
ánægjuleg, ef fréttir um þetta
væru réttar, en ríkisstjórninni
hefði enn ekki borizt nein form-
leg yfirlýsing um þetta atriði.
En þess værí þó að gæta, að
þrátt fyrir þetta væri landhelg-
isdeila þjóðanna alls ekki leyst.
Ólafur var þá spurður að því
Ólafur Jóhannesson.
hvort þessi þróun i deiiunni
væri ekki á margan hátt svipuð
því er var í síðustu landhelgis-
deilu 1973. Ólafur játaði þvf en
ítrekaði um leið, að sá munur
væri þó á, að nú væri aðstaða
ríkisstjórnarinnar öll erfiðari
en þá var.
Snjómokstur hófst um
leið og veður lægði
— UM leið og veður gekk niður
var farið að moka vegi vfða og
sóttist það vel, því hægt er nú að
hefja mokstur á mörgum stöðum
f einu, sagði Arnkell Einarsson
vegaeftirlitsmaður þegar Mbl.
hafði samband við hann f gær.
Hann sagði, að allir aðalvegir út
frá Reykjavík hefðu verið færir
siðari hluta dags f gær og þá hefði
einnig verið unnið að mokstri á
fjallvegum á Snæfellsnesi og úr
Búðardal í Reykhólasveit.
Á Vestfjörðum var það að
frétta, að verið var að moka veg-
inn frá Patreksfirði út á flugvöll-
inn, en ófært var til Bildudals.
Mikladai á svo að moka i dag. Frá
Isafirði var verið að moka til Bol-
ungarvíkur, en mörg snjóflóð
höfðu fallið í Óshlíðinni, einnig
var unnið að mokstri til Súða-
víkur.
Arnkell kvað hafa verið áætlað
Beðið eftir „strætó“?
(I.Jósm. Mhl. R.WI.
Félag íslenzkra fiskmjölsframleiðenda:
Fyrirsjáanleg stöðv-
un loðnuverksmiðja
— nema stjórnvöld bæti úr
að hefja mokstur milli Reykja-
víkur og Akureyrar í gærmorgun,
en vegna veðurs hefði hann ekki
hafizt fyrr en um hádegi. Síðdegis
var búið að opna þá leið og enn-
fremur til Hólmavíkur. Þá var
unnið að snjóruðningi í Ólafs-
fjarðarmúla. Fyrir austan Akur-
eyri var fært á stórum bilum
gegnum Dalsmynni til Húsavikur
og þaðan var gott færi í Mývatns-
sveit. Tjörnes var ófært fram
eftir degi í gær, en verið var að
ryðja fyrir bíl, sem var á leið til
Kópaskers með vararafstöð fyrir
byggðarlagið. Þá komust stórir
bílar frá Kópaskeri til Raufar-
hafnar.
Arnkell kvaðst vilja láta það
koma fram, að mjög náið væri
fylgzt með vegarköflum í Axar-
firði, þar sem jarðsig hefði átt sér
stað og ef það breyttist til hins
verra yrði vegum lokað með það
sama. Frá Austurlandi bárust
þær fréttir, að þar væru allir f jall-
vegir ófærir, en verið var að ryðja
Fagradal. Fært var suður með
fjörðum allt til Hornafjarðar og
þaðan vár greiðfært til Reykja-
víkur.
FUNDUR var haldinn í Fé-
lagi íslenzkra fiskmjöls-
framleiöenda í gær-
morgun, og var þar fjallað
um nýákveðið loðnuverð,
en sem kunnugt er telja
verksmiðjueigendur hrá-
efnisverðið allt of hátt og
því auðsjáanlegur tap-
rekstur á loðnuverksmiðj-
Sambandið selur 2000
lestir af loðnu til Japans
Nokkur verðhækkun frá s.l. ári
SJÁVARAFURÐADEILD Sam-
bands fsl. samvinnufélaga hefur
nú gengið frá fyrirframsölu á
allri loðnu, sem unnt verður að
frysta f Sambandsfrystihúsunum
á þeirri loðnuvertfð sem er nv-
byrjuð. Er áætlað að magnið verði
a.m.k. 2000 lestir, en að sögn Sig-
urðar Markússonar, fram-
kvæmdastjóra Sjávarafurðadeild-
arinnar, hafa kaupendurnir í Jap-
an skuldbundið sig til að taka á
móti hverju því viðbótarmagni
sem framleitt kann að verða.
Kaupandi loðnunnar er Mitsui
& Co. Ltd. og voru samningar
undirritaðir í Tokyo 16. janúar s.l.
Það verð sem fæst núna fyrir
loðnuna er nokkru hærra en á
vertíðinni 1975. Þá fengust og
fram nokkrar breytingar á gæða-
kröfum og vörulýsingu sem ætla
má að leitt geti til aukinnar fram-
leiðslu. Svo sem kunnugt er, var
mjög lítið fryst af loðnu fyrir Jap-
ansmarkað á vertíðinni 1975 og
var ástæðan m.a. þær ströngu
gæðakröfur, sem kaupendur
gerðu þá, t.d. að því er varðar
stærð loðnunnar og leyfilegt átu-
magn.
Fyrir hönd sambandsins önnuð-
ust samningagerðina þeir Sigurð-
ur Markússon framkvæmdastjóri
Sjávarafurðadeildar og Árni
Benediktsson, framkvæmdastjóri
Kirkjusands h.f.
Morgunblaðið hafði samband
við Eyjólf Isfeld Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og spurði hann
hvað liði samningum SH á sölu
loðnu til Japans. Eyjólfur kvað þá
ekki vera endanlega frágengna,
en í vikulokin mætti vænta þess,
að eitthvað gerðist í málinu.
unum. Á fundinum var
samþykkt eftirfarandi til-
laga, sem send hefur verið
til sjávarútvegsráðherra:
„Fundur í Félagi íslenzkra fisk-
mjölsframleiðenda haldinn i
Reykjavík 20. janúar 1976 hefur
athugað skýrslu þá, sem fulltrúar
kaupenda i yfirnefnd Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins við ákvörðun
loðnuverðs til bræðslu 18. þ.m.
hafa gert og liggur fyrir fund-
inum.
Telur fundurinn athugasemdir
þær, sem fulltrúar kaupenda í
nefndinni gerðu við verðákvörð-
unina, vera réttmætar. Gífurlegt
tap er fyrirsjáanlegt. Byrðar þær,
sem lagðar eru á verksmiðjurnar
við loðnuvinnsluna með um-
ræddu loðnuverði, eru því meiri
en svo að unnt verði að standa í
skilum með greiðslur til loðnu-
flotans og annarra viðskipta-
manna verksmiðjanna. Fundur-
inn telur því óhjákvæmilegt að úr
þessu verði bætt af hálfu stjórn-
valda, því annars er fyrirsjáanleg
stöðvun verksmiðjanna vegna
taprekstrar."
Þessi tillaga var samþykkt í
einu hljóði.
Nimrod-botan
birtist
drei
BREZK flugmálayfirvöld
sendu inn flugáætlun fyrir
Nimrod-njósnaþotu til
íslenzku flugstjórnarmið-
stöðvarinnar i fvrrakvöld að
venju, en sfðan var tilkynnt
um seinkun á vélinni.
Morgunblaðið fékk þær
upplýsingar í flugstjórnarmið-
stöðinni í gær, að Nimrod-
þotan hefði aldrei komið á
miðin úti fyrir landinu í gær.
Þjófnaðarmál á
Akureyri upplýst
Akureyri 20. Janliar
Mikið hefur verið um innbrot
og þjófnaði á Akureyri undan-
farnar vikur, en rannsóknarlög-
reglunni á Akureyri hefur nú
tekizt að varpa Ijósi á nokkra
Bræla á loðnumiðunum
lítill afli í fyrrinótt
1 gærmorgun var komið slæmt
veður á loðnumiðunum NA og A
af Langanesi. Flestir loðnubát-
arnir leituðu þá landvars og
héldu flestir til Seyðisf jarðar.
Allsæmileg veiði var fram
eftir degi f fyrradag, en frá því
um miðnætti í fyrrinótt fram til
hádegis f gær tilkynntu aðeins 3
bátar um afla.
Eftirtalin skip tilkynntu um
afla frá því um hádegi í fyrradag
þar til í gærmorgun:
Súlan EA 100 lestir, Hákon
GK 180 lestir, Gullberg VE 130
lestir, Ásberg RE 180 lestir, Örn
KE 100 lestir, Alftafell SU 50
lestir, Sigurður RE 100 lestir,
Pétur Jónsson ÞH 250 lestir, Guð-
mundur RE 150 lestir, Gísli Árni
RE 200 lestir, Dagfari ÞH 170
lestir og Vörður ÞH 70 Iestir.
Að sögn Andrésar Finnboga-
sonar hjá Loðnunefnd var veiðí-
svæðið á svipuðum slóðum og
áður, en þó þokast það alltaf f
suðurátt.
þessara þjófnaða. t gær og I dag
játaði maður nokkur á tvítugs
aldri innbrot í útibú Utvegsbank-
ans 29. nóvember þar sem stolið
var um 60—70 þúsund króna
virði, að mestu f erlendum pen-
ingaseðlum. Erlendi gjaldeyrinn
kom að mestu f leitirnar, en hinn
fslenzki hluti þýfisins var horf-
inn. Einnig hefur í dag komizt
upp um nokkur önnur innbrot,
svo sem í fbúð við Brekkugötu,
þar sem stolið var 34 þúsund I
peningum, vfnþjófnað í Sjálf-
stæðishúsinu nú um helgina og
fleira.
Hins vegar hefur enn ekki kom-
izt upp um þá, sem stálu um 30
þúsund kr. frá íþróttafélagi
lamaðra og fatlaðra í Bjargi né
heldur hefur tekizt að upplýsa
innbrot í Öskabúðina fyrir
nokkru, en þaðan var stoliö pen-
ingum og skartgripum fyrir um
200 þús. kr.
Sv.P.
Daily Express segir að Bretar hafi
veitt 30 þúsund lestir 1 þorskastríðinu
— MENN hér í Grimsby hafa lítið
viljað tjá sig um ákvörðun brezku
stjórnarinnar um að draga frei-
gáturnar út úr fslenzku fiskveiði-
landhelginni. Það er ekki hægt að
neita þvf, að einstaka togarasjó-
maður segir, að meira veiðist
undir herskipavernd en með
samningum. Aðrir hafa réttilega
bent á það, að nú séu miklu fleiri
togarar á veiðum við tsland en á
síðasta ári og afli pr. togara hafi
Spjallað við Jón Olgeirsson í Grimsby
snarminnkað, sagði Jón Olgeirs-
son ræðismaður f Grimsby þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í
gær.
Morgunblaðið spurði Jón hvort
einhverjar nýjar tölur væru til
um heildarafla Breta á íslands-
miðum frá því að þorskastríðið
hófst. Hann sagði að brezka land-
búnaðarráðunéytið hefði ekki
gefið út neinar nýjar tölur. Hins
vegar hefði stórblaðið Daily
Express slegið því upp f gær-
morgun að frá því átökin byrjuðu
á Islandsmiðum væru Bretar bún-
ir að veiða 30 þúsund lestir við
Island. — Hins vegar tel ég þessar
tölur ekki það ábyggilegar að
óhætt sé að treysta þeim.
Þá sagði Jón, að forráðamenn
British Trawler federation hefðu
orðið fyrir vonbrigðum með
ákvörðun brezku ríkisstjórnar-
innar um að draga herskipin frá
veiðisvæðum Breta. Varðskipin
gætu nú óhindrað klippt á togvíra
togaranna, sem gæti haft ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar.
Vestmannaeymgar
gefa til Kópaskers
og Eyrarbakka
BÆJARRAÐ Vestmannaeyja
ákvað f fyrradag f.h. bæjarstjórn-
ar Vestmannaeyja að gefa
hreppsbúum á Kópaskeri og Eyr-
arbakka sfna hálfa milljónina
vegna þeirra náttúruhamfara sem
báðir þessir staðir hafa orðið fyr-
ir.
Sigfinnur Sigurðsson bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum sagði í
stuttu samtali við Morgunblaðið i
gær, að Vestmannaeyingar
þekktu manna bezt af eigin raun
hvernig náttúruhamfarir geta
leikið eitt bæjarfélag og því vildu
þeir nú sýna þessum stöðum virð-
ingu með nokkurri fjárhagsað-
stoð.