Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 11 Sigurjón leikmynda- maður á Mokka Sigurjón Jóhannsson leik- myndagerðarmaður hefur nú opnað sýningu á Mokka þar sem hann sýnir búninga- teikningar og sviðsmyndir frá uppfærslu sviðssetningar Góðu listasp rang Eftir Arna Johnsen Inúk til Venezuela og víðar INUK-leikarar Þjóðleikhúss- ins, sem um þessar mundir sýna Inúk á kjallarasviði Þjóð- leikhússins, munu fara með sýninguna á listahátíð I Caracas í Venezuela í vor. Leikflokkur- inn mun halda héðan 20. apríl á alþjóðlega leiklistarhátfð í Caracas en í sambandi við þá hátíð verður einnig haldið al- þjóðlegt leikhúsþing, ITI. Frá Venezuela munu leikararnir halda með sýninguna til Guatemala og Los Angeles og ef til vill viðar, en sem kunnugt er fór leikflokkurinn í vel heppn- aða sýningarferð um Evrópu i fyrra. Sigurjón Jóhannsson við eina mynda sinna. sálarinnar frá Sesúan, sem er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Sigurjón sýnir þarna 23 myndir af búningateikningum og sviðs- myndum, bæði teikningar og vatnslitamyndir, en sviðs- myndirnar eru 9 og búninga- teikningarnar eru 14. Sigurjón hefur verið leikmyndagerðar- maður við Þjóðleikhúsið s.l. 3 ár. Allar myndirnar á sýning- unni eru til sölu. „Glerdýrin” LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýndi leikritið „Glerdýrin" eftir ameríska höfundinn Tenessie Williams föstudaginn 16. janúar. Þýðingu leiksins gerði Gísli Asmundsson. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, en hann hefur starfað með Leikfélagi Akureyrar að undanförnu (Kristnihald und- ir Jökli eftir Halldór Laxness). Leikmynd gerir Jónas Þór Páls- son sem vel er þekktur fyrir vinnu sína hjá sínu heimaleikfé- lagi, á Sauðárkróki, en hefur ekki á Akureyri gert mikið af því að starfa í öðrum sóknum og vinnur nú í fyrsta sinni fyrir L.A. Aðstoðarleikstjóri er Gestur E. Jónasson. Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson, en sá siðast- taldi var ráðinn til L.A. nú i haust. Þessi sýning hefur verið boðin fram sem framlag Leikfélags Akureyrar til Listahátíðar í Reykjavik næsta sumar. Veggteppi til Norrœna hússins Statens Kunstfond í Danmörku hefur gefið Norræna húsinu stórt ofið veggteppi. Listaverkið er 2x3 metr- ar að stæró og nefnist „Mennesker i dyreham". Mogens Zieler málari og grafíklistamaður teiknaði frummyndina, og kona hans, Bennie Zieler, óf teppið. Ljósmynd Mbl. Kristján Valsson. Brezkir skólapiltar: í jöklaleiðang- ur til íslands FJÓRIR brezkir skólapiltar hyggjast fara f jöklaleiðangur til tslands f ágúst f sumar, ganga á Vatnajökul og klffa Hvannadals- hnjúk, hæsta tind landsins, að því er fram kemur f blaðinu Cornish- man f Cornwall, en þaðan eru piltarnir. Leiðangurinn er farinn til að vekja athygli á verðlauna- sjóði sem kenndur er við hertog- ann af Edinborg, en jöklafararnir f jórir eru styrkþegar hans. Rannsóknaráð ríkisins: Ráðstefna um þróun sjávarútvegs RANNSÓKNARAÐ rfkisins hef- ur ákveðið að efna til ráðstefnu „um þróun sjávarútvegs" á Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 21. janúar. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið 120 stjórnmálamönn- um, embættismönnum, vfsinda- mönnum og tæknímönnum, svo og aðilum atvinnulffsins. Inngangserindi flytur Már Elfs- son fiskimálastjóri og Bjarni Bragi Jónsson frá Framkvæmda- stofnun rfkisins. A ráðstefnunni munu starfa 10 umræðuhópar og þar verða tekin fyrir margvfsleg atriði. I fréttatilkynningu frá Rann- sóknarráðinu segir, að eftirtalin atriði beri hæst á ráðstefnunni: 1. Stjórnun fiskveiða. 2. Hvernig er unnt að auka verðmæti íslenzkra sjávarafurða? 3. Sala sjávarafurða og markaðsathuganir. 4. Framtiðarhlutverk sjávarút- vegsins í íslenzku þjóðlífi. 5. Rannsóknarmið i Ijósi nýrra viðhorfa. Sem kunnugt er, þá birti Rann- sóknaráð niðurstöður athugana starfshóps um þróun sjávarútvegs f nóvember S.I., en starfshópnum' var falið að gera yfirlit yfir stöðu og spá um þróun islenzks sjávar- útvega.næstu 5 árin. Það urðu niðurstöður starfs- hópsins, að ástandið væri allugg- vekjandi og hafa skapast um þær allnokkrar umræður. Fiskstofnar voru taldir i stórhættu vegna of- veiði, fiskiskipaflotinn var talinn of stór og fiskiðnaðarrannsóknir á alltof lágu stigi. Þá segir, að það sé alkunna, að í öllum tiltækum skýrslum OECD um framlög til rannsókna og tækniþróunarstarfsemi, sé Island neðst á blaði. Það fjármagn, sem varið sé til rannsóknarstarfsemi hér á landi sé svo lítið, að Is- lendingar skipi sér i flokk þjóða, þar sem tækniþróun verði að telj- ast fremur skammt á veg komin og sé það venjulega talið greini- legt hættumerki að verja svo litl- um hluta sem Islendingar geri til þessara mála. Islendingar muni verja um 0.5% af þjóðarfram- leiðslunni til rannsókna og tækni- þróunarstarfsemi, en aðrar þjóð- ir, sem búi í nágrenni við okkur og við keppum við um markaði og lífskjör, verji um 1—1.5% af þjóðarframleiðslunni til þessara mála. „Af öllu þessu megi ráða, að mikil nauðsyn sé á því, að það litla fjármagn, sem þó er varið til rannsóknarstarfsemi hér á landi, nýtist eins vel og mögulegt sé. Rannsóknaráð hefur af þessum ástæðum tekizt á hendur að láta gera yfirlit yfir stöðu og spá um þróun fjögurra helztu atvinnu- vega þjóðarinnar, þar með talinn sjávarútvegur, til þess að geta séð fyrir þau vandamál, sem upp koma á næstu árum, og beitt sér fyrir því, að rannsóknarstarfsem- DAGANA 13.—16. nóvember s.l. var staddur hér á landi f boði Borgarspftalans prófessor Olaf Alfthan frá Helsingfors. Hann er vel þekktur á Norðurlöndunum f sérgrein sinni sem er þvagfæra- sjúkdómar. Kom hann hingað til lands að framkvæma aðgerðir við þvagleka og jafnframt til fyrir- lestrarhalds f sérgrein sinni. Prófessor Alfthan framkvæmdi tvær skurðaðgerðir á sjúklingum í Borgarspítalanum. Þessar að- gerðir tókust báðar með miklum ágætum. Notaði hann nýja aðferð við þessar aðgerðir, aðferð sem upprunanlega er frá Bandaríkj- unum og hófust þessar aðgerðir þar fyrir 4 árum. Er prófessor Alfthan einn fyrsti læknirinn á Noróurlöndum, sem þessa aðgerð framkvæmir. inni verði beint að lausn þeirra áður en þau verða þjóðinni til verulegs tjóns. Jafnframt vill Rannsóknaráðið fá yfirlit yfir þá möguleika til hagstæðrar þróunar atvinnuveganna, sem taldir eru vera fyrir hendi á næstu árum, til þess að geta i tima beitt sér fyrir þvi, að þessi tækifæri verði með aðstoð rannsóknarstarfseminnar hagnýtt á skynsamlegan og •Tenningarlegan hátt.“ Ráðstefna um þróun sjávarút- vegs verður haldin í beinum tengslum við þetta verkefni og munu niðurstöður ráðstefnunnar verða notaðar sem grundvöllur að mörkun vísindastefnu, er miðist við það, að rannsóknarstarfsemi verði beint að þeim verkefnum, sem ætlað er að gefa muni mestan árangur frá þjóðhagslegu sjónar- miði. Mikils er vænst af þessari að- ferð, sem kennd var læknum Borgarspítalans og leysir hún á auðveldan og hagkvæman hátt vanda þeirra er við áðurnefndan sjúkdóm eiga að stríða. Er það von allra er við þessi mál fást, að framhald verði á þessum aðgerð- um. Nauðsynleg tæki til þessara aðgerða eru hins vegar mjög dýr, en vonir standa til að þau lækki þegar frá líður. Auk áðurnefndra aðgerða flutti próf. Alfthan fyrir- lestur í Domus Medica. Fyrirlest- urinn fjallaði um krabbamein í nýrum. Var hann fjölsóttur og var gerður góður.rómur að erindinu. I stuttu máli tókst þessi heimsókn ákaflega vel og kann e.t.v. að vera upphafið að auknum heimsókn- um erlendra sérfræðinga til Borgarspítalans. (Frá Borgarspftalanum) Finnskur sérfræðingur hjá Borgarspítalanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.