Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 12

Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 Sementsverksmiðja ríkisins: Heildarsalan nam 1.551 millj. SEMENTSSALA nam alls Er það mjög svipað og árið 159 þús. tonnum á s.l. ári. áður. Tæpur helmingur þessa magns var sekkjað sement. Portlandsement nam um 3A hlutum magns- ins. Til Sigöldu voru seld um 20 þús. tonn. Er það nokkurn veginn það sem salan minnkaði um á Suð- vesturlandi. Á Stór- Reykjavíkursvæðinu minnkaði salan um 23%. A árinu voru keypt til verk- smiðjunnar 61 þús. tonn af sementsgjalli frá Danmörku, en þessi kaup námu 35 þús. tonnum árið áður. Stafar þessi mismunur m.a. af verkfallinu á s.l. ári. Einnig eykur þetta afköst verk- smiðjunnar, en hún var upphaf- lega hönnuð til framleiðslu á 75 þús. tonnum. Heildarsala Sementsverksmiðj- unnar nam á árinu 1.551.5 millj. króna og er það um 50% aukning frá 1974. Heiidarlaun námu 265.5 millj. króna og er það einnig nærri 50% aukning. Flugumferð eykst lítið I frétt frá Alþjóða flug- málastofnuninni (ICAO) segir að áætlunarflug síðasta árs hafi aukist um aðeins 2% frá fyrra ári, miðað við árið 1974, en þá var aukningin 6%. Virðist þessi litla aukning spegla versnandi efnahag margra aðildarlanda ICAO. Um 529 millj. farþegar ferðuðust flugleiðis á árinu, sem er 3% aukning frá fyrra ári. Sætaframboð jókst þó um 5%, þannig að sætanýting mun hafa versnað. Alþjóða flugmálastofn- unin var stofnuð árið 1944. Aðildarlöndin eru nú 132 og eru aðalstöðvarnar í Montreal. Vitni vantar að 3 ákeyrslum VITNI vantar að tveimur ákeyrslum. I fyrra tilfellinu var ekið á bifreiðina G-3398, þar sem hún stóð við Leirubakka 26. Bifreiðin er fólksbifreið af Sunbeamgerð. Vinstra afturbretti er allmikið beyglað. Talið er að þetta hafi gerst miðvikudaginn 7. janúar eða fimmtudaginn 8. janúar. Þriðjudaginn 13. janúar var svo ekið á bifreiðina L-1034, þar sem hún stóð vestast á bif- reiðastæðinu á Kirkjutorgi, næst Templarasundi. Bifreiðin er fólksbifreið af Fiat-gerð. Vinstra afturbretti og aftur- stuðari hefur beyglast. Þetta geróist um morguninn klukkan 11.20 til 11.30, en stór Dodge fólksbifreið stóð þarna þegar komið var með bílinn, en var farin þegar bílstjórinn kom aftur. Taldi hann ekki ósenni- legt að hún væri tjónvaldur. Rannsóknarlögregian lýsir eftir vitnum að ákeyrslu, sem átti sér stað við Austurbrún 2 í vikunni, nánar tiltekið frá klukkan 16 á þriðjudag til klukkan 7 að morgni miðviku- dagsins 14. janúar. Bifreiðin er gul Austin mini, R-39008, og beyglaðist hún að aftan. Bílstjóri á bláum Range Rover beðinn um að gefa sig fram MÁNUDAGINN 29. desember um klukkan 13.30 var fólksbif- reiðin Y-5082 að aka niður Nóatún þegar Volkswagen fólksbifreið var skyndilega ekið austur Skipholt og inn á gatnamótin í veg fyrir Kópavogsbifreiðina. ökumanni hennar tókst að koma í veg fyrir árekstur með því að beygja undan en lenti við það á mannlausri bifreið sem stóð á Nóatúni norðan við gatnamótin. Ökumaður á bláum Ranges Rover sá þegar þetta gerðist og lét ökumann Y-bílsins hafa númer bifreiðarinnar sem olli þessu. Ökumaður þessi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar, Hverfisgötu, simar 10200, 10202 eða 11166. Að undanförnu hefur tfðin verið heldur erfið, bæði fyrir menn og málleysingja. Snjór hefur hulið jörð og fyrir fugiana á Tjörninni jafnt sem annars staðar hefur verið lftið um æti. (ljósm. RAX). Barnaleikrit eftir Astrid Lindgren í Þjóðleikhúsinu BARNALEIKRITIÐ Karlinn á þakinu verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næstkomandi laugardag. Þetta leikrit er eftir sænska barnabókarhöfundinn vinsæla, Astrid Lindgren, sem hefur unnið hugi barna um allan heim fyrir söguna af Línu langsokk, sem kom út fyrir 30 árum. Minnir raunar önnur aðalpersónan í leiknum, karlinn Kalli, I uppátækjum sínum nokkuð á Línu, en hann er að auki talsvert hrekkjóttari. Um þessar mundir er verið að lesa söguna „Bróðir minn Ijónshjarta" eftir Astrid Lind- gren I útvarpinu og ævintýri hennar Elsku Míó minn, var lesið í fyrra. Auk þess þekkja krakkar Karl Blómkvist, Börnin í Ólátagötu o.fl. Karlinn á þakinu varfyrst sýndur f Dramaten 1970 við miklar vinsældir, yfir 100 sýningar og hefur verið víða sýndur síðan, m.a. lengi í Moskvu og gerð kvikmynd eftir leiknum. Karlinn á þakinu leikur Randver Þorláksson, sem Brói, hin aðalper- sónan, telur vera besta Kalla í heimi. Kalli er gæddur þeim hæfileikum að geta flogið og er fullur af uppátækj- um og hrekkjum Leikritið greinir frá Bróa litla, sem býr í borg með for- eldrum sínum, systkinum og vinum. Brói er leikinn á vixl af Stefáni Jónssyni, sem leikurá frumsýningu, og Eyþóri Arnalds Foreldrana leika Þóra Friðriksdóttir og Gísli Alfreðs- son, en systkinin Bjössa og Betu leika Jón Gunnarsson og Lilja Þóris- dóttir, sem nú leikur sitt fyrsta hlut- verk eftir að hún kemur frá námi. Sigriður Þorvaldsdóttir leikur hús- hjálpina Hildi Krosshús, hús- krossinn, sem Kalli vill losa vin sinn Bróa við og aðra leika Sigurður Skúlason, Gunnar Magnússon, Agnar Steinarsson, Ólafur Baldurs- son. Þórgunnur Sigurjónsdóttir og Guðrún Hólmgeirsdóttir. Karlinn á þakinu (Randver Þor- láksson) kemur á nfingu á leikrit- inu I heimsókn til vinar slns Bróa (Stefáns Jónssonar). Ekki má gleyma einum af aðalleik- endunum þremur, en það er hvolp- urinn Snati, sem ekki er nema mánaðargamall og fenginn frá Saur- bæ í Dölum, en hann er í fóstri hjá vini sínum Stefáni Leikpersónan Brói er langyngstur systkina sinna, og einmana, langar að eignast vin og fær Snata Hinn vinurinn, Kalli á þakinu, kemur i heimsókn þegar minnst varir og engin takmörk fyrir því sem hann getur tekið upp á. En foreldrarnir halda að þetta sé bara fmyndaður karl og trúa honum ekki Leikstjóri sýningarinnar er Sig- mundur Örn Arngrímsson, þýðandi og aðstoðarleikstjóri Sigrún Björns- dóttir og leikmynd gerir Birgir Engil- berts, en leikurinn gerist á þremur stöðum á heimili Bróa og uppi á þaki hjá Kalla Carl Billich annast umsjón tónlistar og Nanna Ólafs- dóttir hefur samið dansana en Krist- inn Daníelsson sér um lýsingu. Leikurinn verður sýndur á laugar- dögum og sunnudögum fyrst um sinn kl 3 og a m k á sunnudögum áfram. hann er sýpdur á Stóra svið- inu. Á heimili Bróa. Foreldrar hans og systkini, sem leikin eru af Þóru Friðriksdóttur, Glsla Alfreðssyni, Jóni Gunnarssyni og Lilju Þórisdóttur. Myndina tók Óli Páll á æfingu. Samningar leikrítahöfunda og leikhúsa UM áramótin voru í fyrsta skipti undirritaðir samningar milli leik- húsanna I Reykjavík og leikritahöfunda um greiðslu og flutning á íslenzkum leikritum, en áður hafa ekki verið til formlegir samningar milli þessara aðila. Á með- fylgjandi mynd eru leik- hússtjórarnir Sveinn Einarsson og Vigdís Finn- bogadóttir ásamt Sigurði A. Magnússyni. formanni Rithöfundasambands Is- lands, og Örnólfi Árnasyni, formanni Félags íslenzkra leikritahöfunda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.